Dagur - 02.10.1992, Síða 1
Skagaströnd:
„Þetta er kjaftshögg“
- mikið atvinnuleysi í kjölfar
uppsagna Hólaness hf.
Eins og fram hefur komið í
fréttum sagði Hólanes hf. á
Skagaströnd upp tæplega
fimmtíu starfsmönnum sínum
frá og með 1. okt. Astæðan er
að Skagstrendingur hf. ákvað
að selja togarann Arnar og
reka einungis frystitogara héð-
an í frá, sem þýðir að enginn
fiskur kemur í land til vinnslu.
Magnús B. Jónsson sveitar-
stjóri Höfðahrepps sagði að
engin viðbrögð hefðu verið
ákveðin af hálfu sveitarstjórn-
ar en áhrifin yrðu gífurleg.
Magnús Guðmannsson vara-
formaður Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Skagstrandar seg-
ir að fólk hafi að engu að
hverfa og Hólanes hf. muni
fara á hausinn.
Arnars, hann væri aflahæsta skip-
ið á Norðurlandi. Því skyti
skökku við að hætta útgerð hans,
það væri óskiljanlegt. Hann segir
að Hólanes hf. muni fara á haus-
inn fái það ekki hráefni og þar
með fjölgi atvinnulausum í rúm-
lega 80, því um 40 manns vinna í
rækjuvinnslunni. Magnús sagði
verkalýðsfélagið ekki hafa neina
lausn. „Við höfum að engu að
hverfa. Mér þykir helvíti hart að
það þurfi að leggja niður 80
manna fyrirtæki til að skapa 24-6
mönnum atvinnu. Þetta er kjafts-
högg og fólk er lamað,“ sagði
Magnús Guðmannsson að
lokum.
Ekki náðist í forsvarsmenn
Skagstrendings hf. sþ
Forseti bæjarstjórnar Akureyrar um §öldauppsagnir í bænum:
„Megum ekki sökkva niður í svartsýni“
- segir Sigríður Stefánsdóttir
„Það gengur ekki að hafa 40-50
manns atvinnulausa, það er full-
komlega óásættanlegt ástand,“
sagði Magnús B. Jónsson sveitar-
stjóri. Hann sagði hreppsnefnd-
ina ekki hafa gert neitt í málinu
ennþá, þeir hefðu enga lausn á
málum fremur en aðrir. Magnús
telur að flestir hafi gert sér grein
fyrir að þessi staða gæti komið
upp þó menn hefðu vonað að svo
yrði ekki. Menn hafi velt ýmsum
möguleikum fyrir sér, t.d. hvort
hægt væri að nýta eitthvað af
kvótanum sem var á skipinu og fá
skip í viðskipti, en hann kvaðst
ekki viss um að sú leið væri fær.
Menn velta því fyrir sér hvort
hægt sé að breyta vinnsluháttum í
landi, en frystihúsin hafa ekki
geta keppt við frystitogarana um
verð. Hólanes hf. er eitt stærsta
fyrirtækið á Skagaströnd og auk
þess að fjöldi manns missi vinn-
una þá hefur það keðjuverkandi
áhrif að sögn Magnúsar.
Það er athyglivert í þessu máli
að hér er ekki um gjaldþrot eða
aðkallandi peningavanda fyrir-
tækis að ræða, heldur hráefnis-
skort. Magnús Guðmannsson
sagði í samtali við blaðið að
hagnaður hafi verið af rekstri
Rekstur íslensks skinnaiðnað-
ar hf. á Akureyri var réttum
megin við núllið fyrstu átta
mánuði ársins og útlitið fyrir
næstu mánuði er nokkuð bjart.
Þó hafa menn áhyggjur af falli
pundsins og lírunnar á síðustu
vikum. Á næstu dögum fara
fulltrúar fyrirtækisins utan og
hitta helstu kaupendur að máli
til þess að kynna nýja liti á
framleiðsluvörum fyrir næsta
söiutímabil.
„Þetta er alveg skelfilegt. Við
stefnum inn í veturinn núna og
mörg af þessum fyrirtækjum
eru að gera varúðarráðstafanir
en þetta er lýsandi dæmi um
það sem er að gerast í þjóðfé-
laginu nema að við stöndum að
mörgu leyti höllum fæti vegna
þeirrar slæmu stöðu sem iðn-
aðurinn er í. Þar er varnarbar-
átta sem því miður virðist ekki
sjá fyrir endann á,“ segir Sig-
ríður Stefánsdóttir, forseti
bæjarstjórnar Akureyrar, um
þá holskeflu uppsagna í fyrir-
tækjum sem reið yfír nú um
mánaðamótin, jafnt á Eyja-
fjarðarsvæðinu sem annars
staðar á landinu.
„Ég held að í sjálfu sér og því
miður sé fólk orðið ýmsu vant
hér og farið að hugsa hvað gerist
næst. En þetta eru aðstæður sem
við ráðum ekki við. Og eftir því
sem störfum fækkar í bænum og
„Rekstur fyrstu átta mánuðina
var réttum megin við strikið, það
var örlítill hagnaður. Sölustarf
hefur gengið ágætlega það sem af
er árinu,“ sagði Bjarni Jónasson,
framkvæmdastjóri íslensks
skinnaiðnaðar hf. Eins og áður
vegur sala mokkaskinna til Ítalíu
þyngst í rekstri fyrirtækisins.
Bjarni sagði hins vegar að 8-9%
gengisfelling á pundinu og
ítölsku lírunni gæti sett strik í
reikninginn með afkomu fyrir-
tækisins. Tæp 90% af sölunni
tekjur minnka þá kemur það
beint niður á bæjarfélaginu hvað
varðar tekjur þannig að á sama
tíma verður okkar geta minni til
að spyrna við fótum og leggja
peninga fram,“ sagði Sigríður og
bætti við að ekki síst í ljósi fyrir-
hugaðra álagna á sveitarfélög
megi vera ljóst að þar sé ekki í
mikla sjóði að sækja peninga til
að setja í atvinnuuppbyggingu.
Sigríður sagði að þrátt fyrir
þau áföll sem nú líti dagsins ljós
þá sé hugur í fólki á Akureyri að
takast á við aðsteðjandi vanda.
Uppsagnirnar nú séu í mörgum
tilfellum varúðarráðstafanir hjá
fyrirtækjum og ekki megi gleyma
því að styrkur bæjarins hafi áður
þótt liggja í iðnaði, sem nú standi
höllum fæti í landinu, og auk þess
hafi breytingar í Sovétríkjunum
komið illa niður á atvinnulífi
bæjarins og skapað óvissu en um
langt skeið hefur hluti iðnaðar-
tengjast þessum tveim gjaldmiðl-
um.
í næstu viku munu fulltrúar
fyrirtækisins fara utan og kynna
nýja liti á framleiðsluvörum, sem
koma í verslanir á næsta og þar-
næsta ári, „Við erum búnir að
halda forkynningu með umboðs-
mönnum okkar og helstu kaup-
endum og fengum mjög góða
dóma,“ sagði Bjarni.
Hjá íslenskum skinnaiðnaði
h.f. starfa um 240 manns í 196
störfum. óþh
framleiðslu á Akureyri byggt
mikið á sölu til Rússlands.
„En við megum þó ekki gleyma
því að á sjávarútvegssviðinu höf-
um við eflt okkur og hér hefur
„Þetta er mér verulegt áhyggju-
efni, hvort við erum að stefna í
5-6% varanlegt atvinnuleysi
eða jafnvel meira. Það er
miklu auðveldara að búa til
atvinnuleysi en að vinna bug á
því. Mörg ágæt fyrirtæki hafa
verið að draga verulega saman
eða hreinlega að leggja upp
laupana í því ástandi sem verið
hefur undanfarið. Mér finnst
ástandið skelfílegt, maður
hlustar varla svo á fréttatíma
að ekki komi annað hvort
fréttir af uppsögnum starfs-
fólks eða gjaldþrotum fyrir-
tækja. Það er vitað að fyrir
marga sem sagt er upp er enga
aðra vinnu að fá svo fólkið fer
beint á atvinnuieysisskrá,“
sagði Kári Arnór Kárason, for-
maður Alþýðusambands Norð-
urlands, aðspurður um álit á
atvinnuástandinu í sambandi
við uppsagnirnar nú um mán-
aðamótin.
„Stjórnvöld hafa verið sinnu-
laus um það að reyna að skapa
atvinnu. Stjórnarstefnan virðist
felast í því að gera ekki neitt og
láta eitthvað sem kallað er mark-
aður ráða, en það er ekkert ann-
að en fólk sem býr í þessu sam-
félagi og ég veit ekki hverjir eru á
verið að byggjast upp þjónusta.
Þrátt fyrir áföllin í iðnaðinum
hafa bæst við störf þannig að við
megum ekki sökkva niður í svart-
sýni,“ sagði Sigríður. JÓH
þessum markaði. Það er ekkert
gert til að örva atvinnustarfsem-
ina. Að vísu hefur verið rætt um
aukaframlag í sambandi við
vegaframkvæmdir, og það er
jákvæður punktur, en miðað við
það sem er að gerast og atvinnu-
ástandið sem er að skapast þá er
það eins og dropi í hafið. Það
þarf miklu ákveðnari aðgerðir ef
hér á að halda sæmilegu atvinnu-
ástandi,“ sagði Kári Arnór.
Hann reiknar með að ástand í
atvinnumálum verði víða mjög
slæmt á Norðurlandi að lokinni
sláturtíð og að lengri stopp verði
hjá fiskvinnslu um áramótin en
venja er til. Þar komi til kvóta-
skerðing og að léleg aflabrögð
valdi því að menn haldi skipum
síður til veiða á erfiðasta tíma.
Hann sagði einnig að lítið væri
framundan í byggingariðnaði á
Norðurlandi, nema helst á Akur-
eyri. Saumastofurnar sem ekki
væru hrundar væru einnig að
draga saman.
„Það er sama línan yfir þetta
allt, eina aukningin sem sést er í
rækjuvinnslu. Mér finnst þetta
nokkurs konar eyðimerkurstefna
sem er í gangi í atvinnumálunum,
það er allt fryst niður í ekki neitt,“
sagði Kári Arnór. IM
Akureyri:
Hagnaður hjá íslenskum skinna-
iðnaði fyrstu átta mánuðina
- menn eru þó áhyggjuMir vegna Ms punds og líru
„Eyðimerkurstefha
í atviimumálum“
- segir Kári Arnór Kárason, formaður
Alþýðusambands Norðurlands