Dagur - 02.10.1992, Qupperneq 3
Föstudagur 2. október 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Verulegt magn af rækju í Öxarfirði:
Hafraimsóknastoftiun leggur til 40% aukningu á kvóta
Rækjuveiði hefst í Öxarfirði 8.
október nk. en Hafrannsókna-
stofnun hafði lagt til að há-
marksafii í Öxarfírði yrði 500
tonn fiskveiðiárið 1992/1993.
A síðustu vertíð voru veidd um
500 tonn og var afli á togtíma
566 kg/klst. eða jafn mikill og
gerðist þegar stofninn var
stærstur á árunum 1976-1979.
Hafrannsóknastofnun telur að
á næstu vertíð verði árgangur-
inn frá 1989 að líkindum mest
áberandi í aflanum, þ.e.
þriggja ára rækja.
Engin vinna hefur verð í
rækjuverksmiðjunni Geflu á
Kópaskeri frá því 11. september
en uppihaldið í vinnslunni hefur
verið notað til lokafrágangs á
verksmiðjuhúsinu sem er aðal-
lega að kröfu erlendra kaupenda
og Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna. Stærsti hluti starfsfólksins
hefur verið í vinnu í sláturhúsi
Fjallalambs hf. á Kópaskeri en
kemur aftur til starfa 12. október
þegar vinnsla hefst á innfjarðar-
rækjunni.
tillögurnar til skoðunar í sjávarútvegsráðuneytinu
í vetur munu rækjubátarnir
Öxarnúpur og Þorsteinn frá
Raufarhöfn, Kristey frá Húsavík
og Pingey frá Kópaskeri leggja
upp afla hjá verksmiðjunni en
afköst hennar eru um 30 tonn á
viku miðað við fjörtíu stunda
vinnuviku.
Miklar sveiflur hafa verið í
meðalfjölda í kg af rækju í Öxar-
firði undanfarnar vertíðir. 1991
var meðalfjöldinn 364 stk., árið
1990 var fjöldinn 402 stk., 518
stk. árið 1989 en 321 stk. árið
1988. Meiri stöðugleiki er á
meðalfjölda í kg af annarri inn-
fjarðarrækju fyrir Norðurlandi,
t.d. var meðalfjöldinn á Skjálf-
anda 364 árið 1991 en 439 stk.
árið 1990. Á Skagafirði var
meðalfjöldinn 375 stk. árið 1991,
323 stk. árið 1990 en 435 stk. árið
1989. Á Húnaflóa var meðal-
fjöldinn 338 stk. 1991, 399 stk.
árið 1990, 487 stk. árið 1989 og
414 stk. árið 1988.
Skip Hafrannsóknastofunar,
Dröfn, er nýkomið úr rannsókn-
arferð á innfjarðarrækju fyrir
Norðurlandi og á Héraðsflóa en
engar rannsóknarferðir hafa ver-
ið farnar þar austur fyrr. Úthafs-
rækjubátar mega nú veiða innar á
Héraðsflóa en áður var. í Öxar-
firði fannst töluvert mikið magn
Sauðprframleiðslan:
Greiðslumark skerðist ef bændur ná
ekki 80% þess við slátrun í haust
- heimtökuréttur sá sami og á síðasta ári
Ef sauðfjárbændur eiga að
halda greiðslumarki sínu verða
þeir að nýta 80% þess nú á
þessu hausti. Á sama hátt mun
framleiðsla umfram 105%
greiðslumarksins skerða
greiðslumark fyrir næsta verð-
lagsár og þar með framleiðslu-
rétt haustið 1993. Þeir bændur
sem framleiða upp í frá 80% til
105% af greiðslumarki sínu
eiga ekki á hættu að beinar
greiðslur eða greiðslumark
þeirra næsta verðlagsárs verði
skert.
Þá skiptir einnig miklu máli
fyrir bændur að huga vel að sam-
setningu greiðslumarksins þar
sem mismunur er gerður á vægi
lambakjöts annarsvegar og kjöts
af fullorðnu fé hinsvegar. Innlegg
lambakjöts er margfaldað með
1,03 en innlagt kjöt af fullorðnu
fé er hinsvegar margfaldað með
0,75 við útreikning heildarinn-
leggs til greiðslumarks. í dæmi
sem Þorgeir Hlöðversson, slátur-
hússtjóri á Húsavík, og Ari Teits-
son, hérðasráðunautur í Suður-
Þingeyjarsýslu, hafa reiknað út
kemur fram að sé þetta tvennt
reiknað saman þýði það að ef
bóndi með eitt þúsund ærgilda
greiðslumark til innleggs og 100
kg greiðslumark til heimtöku
megi hann leggja inn 1,050 kg ef
11% kjötsins sé af fullorðnu en
aðeins 1,019 kg sé allt kjötið af
dilkum. Sami bóndi geti hins veg-
ar lagt inn allt að 1.400 kr. ef allt
kjötið væri af fullorðnu fé.
Flokkun kjötsins skiptir einnig
miklu máli fyrir framleiðandann
og getur léleg flokkun unnið upp
ágóða af hagstæðri nýtingu
greiðslumarks. Heimtökuréttur
framleiðanda kindakjöts er sá
sami og samkvæmt fyrri reglu-
gerð - 180 kg á heimili eða 60 kg
á einstakling. Heimtekið kinda-
kjöt umfram heimtökurétt dregst
frá greiðslumarki. Athuga þarf
sérstaklega varðandi sauðfjár-
slátrunina að þeir einir geta feng-
ið beinar greiðslur samkvæmt
greiðslumarki sínu sem eru sjálf-
stæðir rekstraraðilar og hafa
sjálfstætt uppgjör virðisauka-
skatts. Annað innlegg frá sama
búi telst ekki til greiðslumarks og
geta beinu greiðslurnar lækkað ef
hluti innleggs er skráður á aðila
sem ekki hefur sjálfstætt virðis-
aukaskattsuppgjör. ÞI
Atvinnuleysið virðist aukast umtalsvert á landinu undir árslok:
Ástandið líkt og á haustmánuðum 1988
- segir Óskar Hallgrímsson hjá
Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins
Öskar Hallgrímsson hjá Vinnu-
málaskrifstofu félagsmálaráðu-
ncytisins segir Ijóst að atvinnu-
leysi á Norðurlandi verði á
þessu ári nokkru yfír lands-
meðaltalinu. Hann segir að
meðaltalið frá áramótum sé
um 4% af mannafla og búast
megi við að atvinnleysið verði
meira þegar upp verði staðið í
árslok. Óskar segir ástandið nú
minna um margt á þá holskeflu
uppsagna í fyrirtækjum sem
var á haustmánuðum 1988 en
þá var sem kunnugt er settur á
fót svokallaður Atvinnutrygg-
ingasjóður útflutningsgreina
sem hafði það hlutverk að
skuldbreyta hjá útflutningsfyr-
irtækjunum.
Atvinnurekendum ber að til-
kynna til félagsmálaráðuneytis
um fjöldauppsagnir, þ.e. ef fleiri
en fjórum starfsmönnum er sagt
upp störfum í einu. Eins og fram
hefur komið var sagt upp 31
starfsmanni hjá Foldu á Akureyri
nú um mánaðamótin, 49 starfs-
mönnum hjá Hólanesi á Skaga-
strönd, 20 hjá K. Jónssyni á
Akureyri, 11 hjá Skipaafgreiðslu
KEA á Akureyri, 11 hjá Prýði á
Húsavík og 6 hjá Skipaþjónustu
Dalvíkur en auk þessa mun tals-
vert vera um uppsagnir sem ekki
þarf að tilkynna.
Óskar Hallgrímsson segir að
tilkynnt hafi verið um uppsagnir
hundruða starfsfólks á landinu að
undanförnu. Karlmenn séu í
meirihluta ef marka megi þá
aðila sem tilkynnt hafi en á
Norðurlandi megi búast við að
konurnar séu ívið fleiri miðað við
þau fyrirtæki sem þar segja upp.
Uppsagnir Hólaness hf. á Skaga-
strönd skera sig líka úr því það er
nánast eina fiskvinnslufyrirtækið
sem segir upp fólki um þessar
mundir. JÓH
Mynd:
af rækju og mun Hafrannsókna-
stofnun leggja til við sjávar-
útvegsráðuneytið að kvótinn þar
verði aukinn verulega, eða úr 500
tonnum í 700 tonn. Lagt er til að
rækjukvóti á Skjálfanda verði
óbreyttur, 300 tonn, en það var
eina svæðið þar sem engar breyt-
ingar voru mælanlegar. Rækju-
stofninn á Skagafirði mældist
miklu minni nú og þar leggur
Hafrannsóknastofnun til lækkun
á kvóta úr 600 tonnum í 300
tonn. Mikil gengd er af tveggja
ára ýsu á Skagafirði og því er
ekki búið að leyfa rækjuveiðar
þar sem ýsan er yfir viðmiðunar-
mörkum. Leyfi til veiða í öðrum
innfjörðum var veitt frá og með
1. október. Rannsóknir á Húna-
flóa benda til lækkunar á kvóta
en ekki er búið að ákveða hversu
mikið, en stofnunin hafði áður
lagt til að leyfðar yrðu þar veiðar
á 2000 tonnum af rækju.
Meðalfjöldi í kg af rækju var
mældur í leiðangrinum og reynd-
ust hann vera 241 stk. í Skaga-
firði og 338 stk. á Húnaflóa en
afli á togtíma reyndist þar líka
vera minni. Meðalfjöldi mældist
248 stk. í Öxarfirði þar sem afli á
togtíma hafði aukist verulega, og
302 stk. á Skjálfanda en þar var
afli á togtíma allmiklu minni. Á
Héraðsflóa var mælingin frá 169
stk. í kg uppí 349 stk. í kg.
„Mér finnst of mikil áhætta
vera tekin með þeirri ákvörðun
Hafrannsóknastofnunar að leggja
til þessa aukningu í rækjuveiðum
í Öxarfirði og ég byggi það á
reynslu fyrri ára um veiðar, en
tvívegis áður hefur verið um
ofveiði að ræða,“ segir Auðunn
Benediktsson rækjuveiðisjómað-
ur á Kópaskeri.
„Árið 1985 var um ofveiði að
ræða og stofninn jafnaði sig ekki
fyrr en haustið 1990. Stofninn
hefði átt að fá lengri reynslutíma
áður en leyfð væri aukin sókn í
hann og því hefði ég viljað sjá
óbreyttan kvóta milli ára, þ.e.
500 tonn.
Það er ágætt að fá að veiða en
við þurfum að lifa meira en eitt ár
í einu. Rækjustofninn í Öxarfirði
er ákaflega viðkvæmur og rækjan
safnast mikið í hnappa og getur
ekki flúið inn á ákveðin svæði
sem ekkert er hægt að toga á þar
sem ekkert hraun er á Öxarfjarð-
arbotni.“ GG
V ö n d u ð
KJÓLFÖT
u n d i r 3 0*
Nýkomin vönduð
kjólföt á mjög hagstæðu verði
1 Létt oggott efni
' Vandaður frágangur
' Gott úrval afstœrðum
og millistœrðum
f Verð, með svörtu vesti,
29.500.- kr. *