Dagur - 02.10.1992, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 2. október 1992
Etthvaé fyrir allal
i
Hvað er að gerast?
RÓLEG LEIKFBMI FYRIR KONUR
MJÚKT ERÓBIK - ALHLIÐA LÍKAMSÆFINGAR
MORGUNTÍMAR - EFTIRMIÐDAGSTÍMAR
KVÖLDTÍMAR - KENNARI: ELLEN HÁKONSON
TAI CHI - KÍNVERSK LEIKFIMI
ALLAR HREYFINGAR HÆGAR - MJÚKAR OG STYRKJANDI -
EINFALDAR OG ÓÞVINGAÐAR - LÍKAMLEGT ÁSIGKOMULAG
SKIPTIR EKKI HÖFUÐMÁLI ÞAR SEM HVER OG EINN VINNUR
ÁVALLT MEÐ SÍNUM EIGIN LÍKAMA. - MORGUNTÍMAR -
KVÖLDTÍMAR - KENNARI: MAGNÚS SIGÞÓRSSON
KARATE
KARATE FYRIR BÖRN - BYRJENDUR ( BÆÐI KYN ) OG
FÓLK SEM LENGRA ER KOMIÐ - KARATE ER FJÖLÞÆTT
LÍKAMSÞJÁLFUN - TEKIÐ ER FYRIR: STYRKUR - SNERPA -
KRAFTUR - LIÐLEIKI - HREYFISAMHÆFING OG ÖNDUN -
KARATE ER EIN FULLKOMNASTA SJÁLFSVARNARÍÞRÓTT
SEM VÖL ER Á I
INNRITUN
í SÍMA
Kynningarfimdur
Guðspeidfélagsins
Næstkomandi sunnudag, 4. októ-
ber, mun Guðspekifélagið á Akur-
eyri halda kynningu á inntaki og
markmiðum Guðspekifélagsins en
félagið er ein margra starfandi
deilda hér á landi. Guðspekihreyf-
ingin er friðar- og bræðralagshreyf-
ing sem starfar um allan heim og
hvetur til aukins skilnings á eðli
mannsins og tilgangi hans hér á
jörð. Félagar í Akureyrardeildinni
hvetja fólk til að kynna sér starfsemi
félagsins. Kynningu á viðhorfum og
26233
FRÁ KL. 13-17
HEILJAW
HONDIN H f . TRYGGVABRAUT 22
Hörður Torfa
í 1929
Trúbadúrinn Hörður Torfason held-
ur tónleika á skemmtistaðnum 1929
á Akureyri nk. sunnudagskvöld kl.
21. Þar mun hann að vanda flytja
fjölbreytt efni.
Að margra áliti er Hörður hinn
eini sanni trúbadúr okkar því hann
treður alltaf upp einn síns liðs með
gítarinn.
Undir
sama þaki
4o/\ / T \\\ pob
22211 22500
Allar gerðir plastpoka ÖH prentun stór og smá
Haldapokar, heimilispokar, ruslapokar, litlir og stórir pokar. Plast fyrir iðnað og fiskvinnslu. Strekkifllma og biómaplast. Hönnun Setning Filmugerð Litprentun Bókband Prentlita og pappírssala
Tryggvabraut 18-20 (POB húsið)
markmiðum félagsins flytur Esther
Vagnsdóttir. Fundurinn verður
haldinn í húsnæði félagsins að Gler-
árgötu 32, 4. hæð (gengið inn að
sunnan) kl. 15.30. Kaffiveitingar.
Nanun á
Hótel KEA
Hljómsveitin Namm ásamt Júlíusi
Guðmundssyni sér um fjörið á
Hótel KEA á Akureyri annað
kvöld, laugardagskvöld.
EyjaQarðarsveit:
Hagar hendur
með markað
og kaffisölu
Samstarfshópurinn Hagar hendur í
Eyjafjarðarsveit verður með mark-
að og kaffisölu á morgun, laugar-
daginn 3. október kl. 14-17 að
Stekkjarflötum í Eyjafjarðarsveit
(gamla húsið). Stekkjarflatir eru
skammt frá Möðruvöllum.
Hagar hendur eru að hefja vetrar-
starfið og bíður til sölu framleiðslu
sína, nytjaflíkur og gjafavöru. Boð-
ið er upp á kaffihlaðborð fyrir 500
krónur.
Kredit og
Galileo í
Sjallanum
Hljómsveitin Kredit leikur á Sjalla-
kránni í kvöld og er aðgangur
ókeypis. Annað kvöld verður stór-
dansleikur með hljómsveitinni
Galileo. Galileo hefur verið á far-
aldsfæti í allt sumar og stefna á
upptökur á stórri plötu í október.
Hljómsveitin hefur fengið til liðs við
sig nýjan bassaleikara, Birgi Braga-
son, en hann lék með hljómsveitinni
Sálin hans Jóns míns og Júpíters.
Annað kvöld verður Sjallinn opnað-
ur kl. 23.
Stallone í
Borgarbíói
Aðalmynd helgarinnar í Borgarbíó
á Akureyri verður Stopp - eða
mamma hleypir af með Sylvester
Stallone og Estelle Getty í aðalhlut-
verkum. Þessi grín- og spennumynd
verður sýnd kl. 21 og á sama tíma
birtist á hvíta tjaldinu Höndin sem
vöggunni ruggar. Klukkan 23 verða
sýndar myndirnar Vinny frændi og
Náttfarar. Á barnasýningum á
sunnudag verða sýndar myndirnar
Kötturinn Felix og Pétur Pan.
Akureyrarkirkja:
Hádegistón-
leikar á morgun
Fyrstu hádegistónleikar vetrarins
verða í Akureyrarkirkju á morgun,
3. október, og hefjast þeir kl. 12 og
standa í u.þ.b. hálftíma. Björn
Steinar Sólbergsson, organisti
Akureyrarkirkju, spilar verk eftir
Bach og Widor og auk þess verður
lesið upp úr Ritningunni. Hádegis-
tónleikar í Akureyrarkirkju verða
fyrsta laugardag hvers mánaðar í
vetur.
Dynheimabridds
á sunndagskvöld
Næsta Dynheimabridds verður í
Dynheimum nk. sunnudagskvöld
kl. 19.30. Síðast mættu ellefu pör.
Úrslit þá urðu þau að Sigurbjörn
Porgeirsson og Jakob Kristinsson
urðu í efsta sæti, Sigurbjörn
Haraldsson og Stefán Stefánsson í
öðru sæti, Gunnar Berg og Sigfús
Hreiðarsson í þriðja sæti, Soffía
Guðmundsdóttir og Hjalti Berg-
mann í fjórða sæti og Magnús
Magnússon og Reynir Helgason í
fimmta sæti.
Gréta Berg
teiknar í Vín
Gréta Berg teiknar myndir í Blóma-
skálanum Vín í Eyjafjarðarsveit nk.
sunnudag, frá kl. 14 til 18. Á sama
tíma verður að vanda boðið upp á
kaffihlaðborð í Vín.
MENOR -
dagskrá
mennmgar-
í október
TONLEIKAR
Föstudagur 2. október
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
Einsöngstónleikar. Jón Þor-
steinsson flytur lög eftir norræn
tónskáld m.a. Sigfús Einarsson,
Pál Isólfsson, Emil Thorodd-
sen, Peter Heise, Ture Rang-
ström, Eyvind Alnæs, Jean
Sibelius.
Undirleikari er Gerrit Schuil.
Tími: 20:30
Félagsheimilið Hvammstanga
Tónleikar með Bubba Mortens.
Miðaverð kr. 900.-
Tími: 21:00
Laugardagur 3. október.
Hádegistónleikar í Akureyrar-
kirkju
Björn Steinar Sólbergsson flyt-
ur lög eftir Bach og Vidor.
Léttur hádegisverður verður í
Safnaðarheimilinu eftir tónleik-
ana.
Tími: 12:00
Tónlistarskólinn á Húsavík - sal-
ur
Einsöngstónleikar. Jón Þor-
steinsson flytur lög eftir norræn
tónskáld m.a. Sigfús Einarsson,
Pál ísólfsson, Emil Thorodd-
sen, Peter Heise, Ture Rang-
ström, Eyvind Alnæs, Jean
Sibelius.
Undirleikari er Gerrit Schuil.
Tími: 17:00
MYNDLIST/SÝNINGAR
Gamli Lundur við Eiðsvallagötu
á Akureyri
Finnlaugur Snorrason opnar
sýningu á renndum munum og
stendur hún næstu viku.
Sýningin verður opnuð klukkan
13:00
Frá og með 1. október verð-
ur sú breyting á fréttum af
menningarviðburðum á Norður-
landi að Katrín Ragnarsdóttir
tekur við af Hrefnu Harðardótt-
ur að safna saman þessum upp-
lýsingum. Viljum við vinsam-
lega biðja þá sem vilja koma á
framfæri fréttum af slíkum við-
burðum að hafa samband við
Katrínu. Hún hefur v.s. 24655
h.s. 24856 og fax 11506.
Fyrsta þriðjudag hvers mán-
aðar birtast hér í blaðinu fréttir
frá MENOR og þurfa upplýs-
ingar í þann pistil að hafa borist
föstudaginn þar á undan.
Einnig birtast MENOR fréttir
aftur þriðjudag hálfum mánuði
síðar og þá með viðbót ef ein-
hver er. Þær fréttir þurfa einnig
að berast föstudeginum áður.