Dagur - 02.10.1992, Side 9

Dagur - 02.10.1992, Side 9
Föstudagur 2. október 1992 - DAGUR - 9 Minning Pétur Sigmundsson Fæddur 1. september 1921 - Dáinn 23. september 1992 Ég vil með nokkrum orðum minnast góðs vinar sem nú er horfinn á æðra stig. Pétri og hans fjölskyldu kynntist ég er ég var 12 ára gömul og flutti í „Grænu blokkina". Soffía, dóttir Péturs og Birnu, varð strax mín besta vinkona. Og þegar ég var niðri í íbúð c leið mér alltaf eins og einni úr fjölskyldunni, svo vel var mér tekið. Þegar ég lít til baka, minnist ég helst þess er við sátum í eldhús- inu og töluðum um allt milli him- ins og jarðar, og oftar en ekki var talað um ljóð og skáldskap. „Hefur þú heyrt þessa Maja?“ sagði Pétur og skaut fram ein- hverri vísu. Sumar voru eftir hann, aðrar ekki. Eina vísu gerði Pétur til mín er ég eitt sinn átti í basli með tilfinningar mínar og ég veit að vísan á eftir að hug- hreysta mig og ylja mitt hjarta um ókomna tíð. Árið 1987 fékk Pétur krabba- mein í lunga og fór í mikla aðgerð. Einnig þurfti hann að dvelja mikið í Reykjavík vegna geislameðferðar. Pétur sigraði krabbann og kom heim. Hann hætti að vinna eftir þessi veikindi og ég veit að það voru mikil stakkaskipti fyrir hann, sem ávallt hafði unnið mikið og vel. Nýtt tímabil var að hefjast í lífi Péturs, tímabil mikillar gleði og ánægju bæði fyrir hann og alla hans fjölskyldu. Ég veit að Soffía OA. Fundir í kapellunni, Akureyr- arkirkju, mánudaga kl. 20.30. Frá Sálarrannsúknarfé- lagi Akureyrar. Vetrarstarfið hefst mið- vikudaginn 7. okt. kl. 20.30 í húsi félagsins, Strandgötu 37 b. Rætt verður um starfið í vetur og starfsemi félagsins. Stjórnin. Kynningarfundur um viðhorf og markmið Guðspekifélagsins verð- ur haldinn að Glerárgötu 32, 4. hæð (gengið inn að sunnan - Verslunin Örkin hans Nóa er á 1. hæð), sunnud. 4. okt. kl. 15.30. Erindi flytur Ester Vagnsdóttir. Félagar, takið með ykkur gesti. Kaffiveitingar. I Fundarboð. 2. félagsfundur Junior Chamber Akureyri, starfsárið 1992-1993 verður haldinn í félagsheimilinu að Eiðsvallagötu 6, n.h., mánudaginn 5. október nk. kl. 20.00 stundvís- lega. Gestur fundarins verður Elín Ant- onsdóttir, ráðgjafi hjá Iðnþróunar- félagi Eyjafjarðar. Hún mun kynna Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og helstu verkefni þess. Á eftir verða leyfðar fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn. Junior Chamber Akureyri. KFUM og KFUK, j Sunnuhlíð. Sunnudaginn 4. október almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Björgvin Jörgens- son. Tekið á móti gjöfum í hússjóð. Allir velkomnir. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást í öllum bóka- búðum á Akureyri. Minningarspjöld Kvenfélagsins Framtíðar fást í: Bókabúð Jónasar, Blómabúðinni Akri, Dvalarheimil- inu Hlíð, Dvalarheimilinu Skjaldar- vík og hjá Margréti Kröyer Helga- magrastræti 9. | B G fl iflH 1 SJÓNARHÆÐ ' JT HAFNARSTRÆTI 63 Laugardagur 3. okt.: Laugardags- fundur fyrir 6-12 ára kl. 13.30. Ás- tirningar og aðrir krakkar eru vel- komnir! Unglingafundur kl. 20. All- ir unglingar velkomnir. Sunnudagur 4. okt.: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30. Allir krakkar velkomnir. (Þið sem mætt hafið áður í sunnudagaskólann, en eruð 12 ára eða eldri, þið eruð vel- komin á unglingafund á Sjónar- hæð.) Almenn samkoma á Sjónar- hæð kl. 17. Kaffi og meðlæti. Allir eru hjartanlega velkomnir. HVITASUfínummn v&kardshlíd Föstudaginn 2. október kl. 20.00 bæn og lofgjörð. Laugardaginn 3. október, samkoma fellur niður vegna ferðalags ungl- inga. Sunnudaginn 4. október kl. 15.30 almenn samkoma, ath. breyttan tíma! Ræðumaður Vörður Trausta- son. Samskot tekin til kirkjubygg- ingar. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Alla virka morgna eru bænastundir kl. 6.45 og 8.30. Hjálpræðisherinn. Sunnudag 4. okt. kl. , 11.00 helgunarsamkoma. Kl. 13.30 sunnudaga- skóli. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20.00 almenn samkoma. Mánudag 5. okt. kl. 16.00 heimila- samband. Miðvikudag 7. okt. kl. 17.00 fundur fyrir 7-12 ára. Fimmtudag 8. okt. kl. 20.30 biblía og bæn. Allir eru hjartanlega velkomnir. Leiðrétting Rangt var farið með í frétt í gær um verðlaun Kjötiðnaðarstöðv- arinnar á Akureyri í alþjóðlegri kjötvörukeppni í Herning í Dan- mörku í síðustu viku. Þar var sagt að hangikjöt, Pedersens salami og vínarpylsur hafi hlotið bronsverðlaun en rétt er að þess- ar tegundir fengu silfurverðlaun. Þetta leiðréttist hér með. JÓH mat þennan tíma mjög mikils, því þarna fengu' hún og hennar börn tækifæri til að kynnast betur manninum sem hafði alltaf unnið svo mikið og haft svo lítinn tíma. Pétur var einstaklega góður og þolinmóður við barnabörnin sem leituðu mjög mikið til hans. Hann lék við þau, sat með þau og hló að uppátækjum þeirra. Já, Péturs verður sárt saknað, bæði af vinum og ættingjum. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst þessum góða manni og kveð hann nú með söknuð í hjarta. Ég vil hér með votta Birnu, Bjargey, Arnari, Soffíu og þeirra fjöl- skyldum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau og varðveita um ókomna tíð. Og þegar svo algleymið þokast mér nær, þá sé ég víkina skína. Megi þá himinsins blíðasti blær bera henni kveðjuna mína. Höf. Sigmundur Guðnason frá Hælavík. María Hensley. AKUREYRARBjÆR Akureyrarbær og Verkalýðsfélagið Eining auglýsa kjarnanámskeið fyrir ófaglært starfsfólk í uppeldis- og öldrunarþjónustu. Námskeiðið er alls 40 klst., sem deilast á 12 skipti. Námskeiðið hefst laugardaginn 10. október nk. og því lýkur laugardaginn 28. nóvember. Að öðru leyti fer kennsla fram á kvöldin virka daga. Kennt verður í íþróttahöllinni, efri hæð að norðan. Skráning og upplýsingar á skrifstofu dagvista- deildar, í síma 24600, kl. 10.00-12.00 alla virka daga til 8. október nk. Uppboð Framhaldsuppboð á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum, miðvikudaginn 7. október 1992, á neðangreindum tímum: Draupnisgata 3, M-N-O, hl. Akur- eyri, þingl. eig. Valgeir Þórisson, gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður, kl. 09.30. Rauðavik, Árskógshreppi, þingl. eig. Kolbrún Kristjánsdóttir, gerðar- beiðandi Búnaðarbanki (slands, kl. 15.00. Skáldalækur, Svarfaðardal, þingl. eig. Hallur Steingrímsson, gerðar- beiðendur Landsbanki (slands og Stofnlánadeild landbúnaðarins, kl. 14.15. Sýslumaðurinn á Akureyri 30. september 1992. Ilfl Framsóknarfólk UM Húsavík Skrifstofa Framsóknarfélags Húsavíkur að Garð- arsbraut 5, 2. hæð í Garðari, verður opin laugar- dagsmorgna kl. 11-12. Lítið inn og ræðum stjórnmálaástandið. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Kaffi á könnunni - ekki er bannað að koma með kökur. Framsóknarfélag Húsavíkur. Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð mér hlýhug og vináttu á níræðisafmæli mínu þann 28. september. Guð blessi ykkur öll. KONRÁÐ SIGURÐSSON Sólvöllum, Árskógssandi. Líkamsrœkt — Heilsurœkt verður opnuð föstudaginn 2. október kl. 17.00 í Hamri við Skarðshlíð. ★ Topp líkamsrœktaraðstaða bœði úti og inni. ★ Líkamsrœkt fyrir alla. ★ Nýjusfu Ijósalampar bœjarins. ★ Leiðbeinandi: Einar Krisfjánsson íþróttakennari. ★ Leiðbeinandi á staðnum milli kl. 18 og 20 alla virka daga. ★ Opnir tímar, frjáls mœting. Þú kemur þegar þér hentar. ★ Mánaðarkort á aðeins 2.500 kr. Hver býður betur? ★ Námsmenn það kostar ykkur aðeins 2.000 kr. á mánuði. ★ Kynningarhelgi, frítt í líkamsrœktina. Um helgina: Opnum fösfudag kl. 17.00-23.00. Laugardag og sunnudag kl. 10.00-17.00. Því ekki að hrista af sér sienið og siá til og reyna. Vœntanlegt gufubað og nuddpottur. Líkamsrœktarstöðin Hamri Upplýsingar í síma 12080.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.