Dagur - 27.11.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 27. nóvember 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Verðbólgan vaJdn
til lífs á ný
Síðastliðin þrjú ár hefur verðlag hér á landi verið
stöðugt. Allt frá því þjóðarsáttarsamningarnir
voru undirritaðir í febrúar 1990 hefur verðbólga
hér á landi verið á hröðu undanhaldi og síðast-
liðin tvö ár hefur hún vart mælst. íslenska þjóðin
var smám saman farin að venjast þeirri ánægu-
legu tilhugsun að vara og þjónusta kostaði það
sama dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eft-
ir mánuð.
Á verðbólguárunum var gengisfelling nær
daglegt brauð. Þá voru biðraðir við bílaumboð,
húsgagna- og raftækjaverslanir algeng sjón, svo
dæmi séu tekin. Verðbólguhugsunarhátturinn
réð ríkjum. Sparnaður var nær óþekkt fyrirbrigði
því hægt var að ávaxta peningana betur með vel
heppnaðri spákaupmennsku. Þjóðarsáttar-
samningarnir 1990 mörkuðu hins vegar upphaf
nýrra tíma í íslenskum efnahagsmálum. Með
þeim var gerð gangskör að því að kveða
verðbólgudrauginn niður. Fljótlega minnkaði
þörfin fyrir að hamstra vörutegundir á föstu-
degi, af ótta við að gengið yrði fellt um helgi og
verðlag hækkaði verulega í byrjun nýrrar viku.
Að lokum hvarf þessi fylgifiskur verðbólgu-
áranna að mestu.
Síðastliðinn mánudag tilkynnti forsætisráð-
herra þjóðinni að gengi íslensku krónunnar
hefði verið fellt um 6 af hundraði þá um morgun-
inn. Hann tilkynnti jafnframt að bensíngjald
myndi hækka þegar í stað og ýmsir aðrir
útgjaldaliðir síðar. Þessar ráðstafanir færðu
íslensku þjóðina í einu vetfangi tæp þrjú ár aftur
í tímann. Samdægurs var tilkynnt að bílar
myndu hækka í verði án tafar og allar aðrar inn-
flutningsvörur, flugfargjöld, flutningsgjöld og
svo framvegis fylgdu í kjölfarið. Væntanlega eru
ekki öll kurl komin til grafar í því sambandi.
Neytendasamtökin vöktu síðan athygli á því
strax daginn eftir að nokkrir verslunareigendur
í höfuðborginni hefðu samstundis notað tæki-
færið og hækkað verð nokkurra innfluttra vara
um 6%. Búast má við að enn fleiri kaupmenn
hækki vöruverð á næstunni um það sem gengis-
fellingunni nemur, þó svo til standi að fella nið-
ur aðstöðugjald af öllum rekstri, sem ætti að
leiða til lægri kostnaðar í verslunarrekstri.
Þannig virðast verðlagsmálin smám saman
vera að færast í gamalkunnugt horf. Hugsunar-
háttur verðbólguáranna er fljótur að skjóta rót-
um á nýjan leik. Ljóst er að stöðugleikanum í
íslensku efnahagslífi er hætta búin um þessar
mundir. Verðbólgan hefur verið vakin til lífs á ný
og er til alls líkleg. BB.
Um spamað í
heilbrigðisþjónustu
- opið bréf til Sighvats Björgvinssonar, ráðherra
Þó að við höfum rætt saman og þú
hafir fengið skriflegar upplýsingar frá
mér um þau atriði sem ég fjalla hér
um, leyfi ég mér að ítreka skoðanir
mínar á þennan hátt, svo að þær
komi fyrir augu fleiri ráðamanna og
almennings.
Eins og ályktað var á aðalfundi
Læknafélags íslands í ágúst sl. og
endurtekið hefur komið fram, bjóð-
ast læknar til samvinnu um sparnað í
heilbrigðisþjónustu. Sjálfur hef ég
komið með tillögur um breyttar
áherslur í öldrunarþjónustu, sem
reynst hafa hagkvæmar í nágranna-
löndum okkar. Auðvitað eru málefni
Kristnesspítala mér efst í huga og lái
mér hver sem vill.
Er endurhæfingar-
þjónusta dýr?
Sé einungis litið á legudagakostnað
endurhæfingardeilda og þann tíma
sem endurhæfing tekur, má e.t.v.
segja að þjónustan sé dýr. Kostnaður
á legudag er þó mun lægri en á
bráðadeildum. Ef metinn er árangur
endurhæfingar og tekið tillit til þess
kostnaðar sem óhjákvæmilegur er
þegar endurhæfingar nýtur ekki við,
verður útkoman mun hagstæðari.
Hugsum okkur t.d. allan þann
sjúkrahússkostnað sem verður af
umönnun manns sem skaðast svo illa
í slysi um tvítugt að hann verði alla
ævi „stofnanamatur“, væntanlega 50-
60 ár. Endurhæfing mætti kosta
fjarska mikið, bæri hún þann árangur
að hann gæti notið eðlilegs heimilis-
lífs með fjölskyldu sinni eða jafnvel
að hann yrði vinnufær, sem hlýtur
alltaf að vera takmarkið hjá fólki á
þessum aldri. í slíku tilviki væri þó
mikill sparnaður af endurhæfingunni
þegar dæmið væri reiknað til enda að
ekki sé minnst á ávinning mannsins
sjálfs sem aldrei verður metinn til
fjár.
Annað algengt endurhæfingar-við-
fangsefni: Sextugur til sjötugur ein-
staklingur fær heilablóðfall og verður
hjúkrunarsjúklingur það sem hann á
ólifað, 10-20 ár. Þjónusta við hvern
hjúkrunarsjúkling kostar um 2 millj-
ónir króna árlega. Því er augljóst að
sú endurhæfing má kosta talsvert
mikið, en mun þó leiða til sparnaðar,
sem skilar þeim árangri að viðkom-
andi geti búið á heimili sínu.
Óþarft að veita endur-
hæfíngu á heimaslóð?
Leggist vel þjálfaður íþróttamaður í
rúmið í 1 viku tekur það hann hálft
ár að ná sama þoli á ný. Því má ljóst
vera hve mikilvægt er að fólk komist
fljótt í endurhæfingu þegar hennar er
þörf, biðin getur gert það að varan-
legum hjúkrunarsjúklingum. Reynsla
mín við læknisstörf hér á Akur-
eyri hefur kennt mér að það heyrir til
undantekninga að við komum fólki
til endurhæfingar á Reykjalundi eða
Grensásdeild Borgarspítalans fyrr en
eftir vikna og mánaða biðtíma. Með-
an starfandi er endurhæfingarlæknir
hér í Kristnesi getur hann lagt á ráðin
um endurhæfingaraðgerðir strax við
komu sjúklinganna á bráðadeildir
FSA og hraðað eftir föngum flutningi
þeirra á endurhæfingardeild
Kristnesspítala. Með þessu móti
hefst endurhæfing fyrr, sem tryggir
fljótari og betri árangur og mun þar
með leiða til sparnaðar, þegar allt er
reiknað. Það er því örugglega ekki
sparnaður af því að hætta endur-
hæfingarstarfsemi á Kristnesspítala.
Verði rekstri hætt mun ekki bjóðast
endurhæfingarþjónusta fyrir rúm-
liggjandi sjúklinga á Norðurlandi né
Austurlandi á þessari öld.
Öldrunarlækningar
Svipuð rök gilda um arðsemi öldrun-
arlækninga og endurhæf-
Halldór Halldórsson.
ingarlækninga, því að endurhæfing
er þungamiðja öldrunarlækninga og
þessar sérgreinar passa vel hlið við
hlið og geta sameiginlega nýtt bæði
starfsfólk og þjálfunaraðstöðu. Þeir
sem að staðaldri annast aldraða öðl-
ast mesta færni í að meta aðstæður
þeirra og óskir. Takist með athugun,
meðferð og endurhæfingu að gera
gamalt fólk svo sjálfbjarga að það
þarfnist ekki vistunar á stofnun, nýt-
ur það meiri lífsfyllingar og er um
leið léttari fjárhagslegur baggi á
þjóðfélaginu.
„...Það er því örugglega
ekki sparnaður af því að
hætta endurhæfingar-
starfsemi á Kristnes-
spítala. Yerði rekstri
hætt mun ekki bjóðast
endurhæfingarþj ónusta
fyrir rúmliggjandi
sjúklinga á Norðurlandi
né Austurlandi á
þessari öld“.
Mikilvægur þáttur í þjónustu öldr-
unarlækningadeilda eru hvíldarinn-
lagnir, víxlvistun (sjúklingurinn
ýmist á heimili sínu eða inniliggjandi
á deildinni) og bráðainnlagnir
hjúkrunarsjúklinga er lengst af dvelj-
ast í heimahúsum. Slík þjónusta eyk-
ur öryggiskennd sjúklinga og
aðstandenda þeirra og eykur líkur á
að þeir endist til langdvalar í heima-
húsum. Kostur á slíkum innlögnum
verður að bjóðast þegar sjúklingarnir
eða fólk þeirra telur þeirra þörf, en
ekki viku eða mánuði síðar. Helgar-
vistun er líka mikilvægur þáttur
hvíldarinnlagnaþjónustu.
Eflíng heimaþjónustu
leiðir til sparnaðar
með því að minnka þörf
fyrir stofnanavistun
í nágrannalöndum okkar hefur öflug
heimaþjónusta - heimilishjálp og
heimahjúkrun - ásamt virkum öldr-
unarlækningum sannanlega leitt til
ódýrari öldrunarþjónustu heldur en
þegar öll starfsemin miðast við að
geyma gamla fólkið á stofnunum
árum saman. Lög og reglugerðir
kveða á um öfluga heimaþjónustu,
en þrátt fyrir endurteknar beiðnir um
fjölgun stöðugilda í heimahjúkrun
við Heilsugæslustöðina á Akureyri
hefur þeim verið synjað og því hefur
ekki tekist að koma hér á vaktþjón-
ustu heimahjúkrunar.
Virkar öldrunar-
lækningadeildir spara
hjúkrunarkostnað
Þjónusta við hvern hjúkrunarsjúkl-
ing kostar um 2 milljónir kr. árlega
og þó enn meira ef hann „teppir“
pláss á bráðadeild, sem þá á erfiðara
með að sinna hlutverki sínu. Öldrun-
arlækningadeild sem situr uppi með
hjúkrunarsjúklinga í flestum rúmum
sínum er jafn vanmáttug að sinna
sínu hlutverki. Því er nauðsynlegt að
hver öldrunarlækningadeild hafi ráð-
stöfunarrétt fyrir hjúkrunarplássum
til að vista þar þá sem ekki reynist
unnt að endurhæfa til dvalar í heima-
húsum. Eftir því sem ég best veit er
starfsemi öldrunarlækningadeilda
Landspítala og Borgarspítala að
miklu leyti lömuð af þeim ástæðum
að þar dveljast svo margir hjúkrunar-
sjúklingar langdvölum.
Viðurkenna ber að þjónusta við
aldraða, veika og fatlaða er sameig-
inlega á ábyrgð heilsugæslu, bráð-
adeilda, endurhæfingardeilda og
öldrunarlækningadeilda. Gott skipu-
lag og góð samvinna milli heilsu-
gæslu, félagslegrar þjónustu og ein-
stakra spítaladeilda er forsenda góðs
árangurs. Hver hlekkur öldrunar-
þjónustu er svo mikilvægur að ef
einn er veikur eða brestur hefur það
áhrif á alla þjónustuna.
Á Akureyri höfum við unnið að
bættum vinnubrögðum í öldrunar-
þjónustu og þykjumst sjá nokkurn
árangur. Hér er vaxandi áhugi fyrir
að þróa áfram öldrunarlæknisfræði-
leg vinnubrögð eins og þér er kunn-
ugt af tilskrifum forstöðumanna heil-
brigðisstofnana hér í júní ’91 og öldr-
unarnefndar Akureyrar í apríl ’92.
Með þá endurhæfingaraðstöðu sem
komin er í Kristnesi er eðlilegt að
endurhæfing aldraðrá verði þar og
jafnvel öldrunarlækningadeildin öll.
Á fáum árum mætti koma á 10 rúma
öldrunarlækningadeild á Kristnes-
spítala en fækka hjúkrunarplássum
sem því nemur. Fordæmi eru fyrir
slíkum vinnubrögðum í Svíþjóð og
Bretlandi. Þegar vel tekst til minnkar
þörf fyrir hjúkrunarpláss meira en
nemur rúmafjölda öldrunarlækn-
ingadeildar.
Kennt er að breytt vinnubrögð í
öldrunarþjónustu skili ekki árangri
fyrr en á 7 árum. Eftir árangri öldr-
unarlækningadeilda og spá um þróun
mannfjölda má ætla að slík deild á
Kristnesspítala myndi hafa skilað
þeim sparnaði um aldamót að óþarft
reyndist að byggja og reka um 30
rúma hjúkrunardeild, sem þörf væri
fyrir hér við óbreytt vinnubrögð.
Þetta hlýtur að teljast spamaður,
sem erfitt myndi reynast að ná, ef
það óheillaspor yrði stigið að loka
Kristnesspítala. Sparnaður til
skamms tíma mun í fleiri tilvikum
reynast sóun fjármuna, þegar til
lengri tíma er litið.
Hagkvæm heimastjórn
Engir finna betur en heimamenn
hverrar þjónustu er þörf og hvernig
stofnun skilar hlutverki sínu. Það
hefur komið mér þægilega á óvart
hve mikils almenningur, starfsmenn
og stjórnendur heilbrigðisstofnana
meta starfsemina sem við höfum ver-
ið að byggja upp í Kristnesi á undan-
fömum árum. Flóð ályktana fagfólks
og almennings auk undirskriftalista
vitna um stuðning við markaða
stefnu okkar.
Ósk mín er sú að yfirvöld heil-
brigðis- og fjármála, með samþykki
Alþingis, feli stjórn heimamanna
áframhaldandi rekstur og uppbygg-
ingu endurhæfingar- og öldrunar-
lækningadeilda í Kristnesi.
Mér er fullkunnugt um efnahags-
þrengingarnar og sætti mig því við
sambærilegar fjárveitingar til rekst-
urs 1993 og reksturinn kostar í ár.
En málefni Kristnesspítala em mikil-
vægari en svo að stofna megi framtíð
hans í hættu með skyndiákvörðun-
um.
Halldór Halldórsson.
Höfundur er forstöðulæknir Kristnesspítala.