Dagur - 27.11.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. nóvember 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Ráðstafanir ríkisstjóm-
arinnar gagnast skannnt
- segir Lárus Ægir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hólaness
Ríkisstjórn Davíðs Oddsson-
ar kynnti á mánudag víðtæk-
an efnahagspakka, sem bygg-
ist á fimm þáttum. Veigamik-
ið atriði í þeim aðgerðum er
að skapa íslensku atvinnulífi
sambærileg skattakjör og
helstu keppinautunum með
afnámi aðstöðugjaldsins.
Einar Njálsson bæjarstjóri, á
Húsavík segir að þrátt fyrir
að innheimtuhlutfall bæjar-
sjóðs Húsavíkur nái ekki
80% muni bæjarsjóður ekki
hagnast þegar ríkissjóður
endurgreiði sveitarfélögunum
á komandi ári.
Á Norðurlandi eystra voru
aðstöðugjöld samkvæmt álagn-
ingarskrá 1992 kr. 484.283.130
en á Norðurlandi vestra kr.
202.277.490, en um tuttugu
milljónir af þeirri upphæð komu
í hlut Svínavatnshrepps vegna
umsvifa Hagvirkis/Kletts við
Blönduvirkjun og verður því
ekki framhald á því.
Einar Njálsson bæjarstjóri á
Húsavík segir innheimtuhlutfall
aðstöðugjalds á Húsavík vera á
bilinu 75-80% en það sé hins
vegar ekki eins víst að Húsavík-
urbær hagnist á því að fá endur-
greitt 80% af aðstöðugjaldi af
stofni ársins 1992, en bæjarsjóð-
ur ætti hins vegar ekki að bera
skarðan hlut frá borði. Einar
telur að svokallaður hátekju-
skattur muni ekki skila umtals-
verðum tekjum í bæjarsjóð, því
það verði ekki ýkja margir sem
verði ofan við þessi mörk.
„Sveitarstjórnarmenn hafa
verið algjörlega á móti því að
lagður verði 14% skattur á hús-
hitun, en það er hins vegar ekki
hægt að vera bara á móti skatt-
lagningu og þiggja framkvæmd-
ir á móti. Auðvitað munum við
fá öll aðföng af rekstri hitaveit-
unnar til frádráttar þannig að
ekki er víst að þetta þýði 14%
hækkun á gjaldskránni þegar
upp er staðið. Á Húsavík er
nýbúið að breyta sölukerfinu úr
hemlum í mæla og við fyrstu sýri
virðist þessi aðgerð hafa áhrif á
heildartekjur veitunnar, en
áhrifin gætu orðið þau að við
þyrftum ekki að hækka gjald-
skrána. Það lágu fyrir ákveðin
fyrirheit hér um að þessi sölu-
kerfisbreyting væri ekki notuð
til skattlagingar," segir Einar
Njálsson bæjarstjóri á Húsavík.
Fyrsti fundur bæjarráðs
Húsavíkur um fjárhagsáætlun
ársins 1993 verður 2. desember
og er ekki gert ráð fyrir að þess-
ar aðgerðir tefji þá vinnu.
Fiskverkunarfyrirtækið Hóla-
nes hf. á Skagaströnd bar rúmar
6 milljónir króna í aðstöðugjald
samkvæmt álagningarskrá 1992
jog segir Lárus Ægir Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri, að nið-
urfelling aðstöðugjaldsins hafi
að sjálfsögðu einhver áhrif en
fyrirtækið greiðir 1,3% af veltu
í aðstöðugjald. Sé hins vegar
miðað við umfang vandans sem
við er að glíma í dag þá gagnist
þessar ráðstafanir skammt eins
og t.d. hjá rækjuverksmiðjun-
um, sem glíma við vanda af
stærðargráðunni 8-10% að mati
Lárusar.
„Það hefur verið að fjara
undan mönnum í þessari at-
vinnugrein og reyndar fleirum
vegna falls pundsins og fleiri
utanaðkomandi óhagstæðum
skilyrðum og sú þróun heldur
áfram ef engar aðrar aðgerðir
koma upp á yfirborðið". GG
Framsóknarmeim halda
flokksþing um helgina
í dag kl. 10 verður 22. flokks-
þing Framsóknarflokksins
undir kjörorðinu „framtíð á
framtaki byggð“ sett að Hótel
Sögu í Reykjavík. Þingið
stendur fram á sunnudag og er
gert ráð fyrir þingslitum um kl.
18.
Fyrir hádegi í dag verða fluttar
skýrslur ritara og gjaldkera og
mál verða lögð fram. Eftir hádeg-
ið flytur Steingrímur Hermanns-
son, formaður Framsóknar-
flokksins, yfirlitsræðu formanns
og Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB, ávarpar þingið kl.
16.30. Á morgun verða almennar
umræður og nefndastörf og á
sunnudag verða mál afgreidd og
stjórn Framsóknarflokksins
kjörin.
í tengslum við flokksþingið
verða á morgun fyrirlestrar og
sýning um nýsköpun í íslensku
efnahagslífið í Háskólabíói frá
kl. 14 til 16.30. Tíu fyrirlesarar
halda erindi; Vilhjálmur Lúð-
víksson ræðir um nýsköpun í
brennidepli, Áslaug Haraldsdótt-
ir ræðir um hugbúnað fyrir
hreyfikerfi, Grímur Sæmundsson
fjallar um heilsuferðaþjónustu og
uppbyggingu við Bláa lónið, Orri
Vigfússon ræðir um einkavæð-
ingu og markaðssetningu á Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar, Elín An-
tonsdóttir ræðir um atvinnusköp-
un í höndum kvenna, Guðbrand-
ur Sigurðsson flytur erindi sem
hann nefnir „ný tegund stóriðju?
- úr fiskvinnslu í matvælaiðnað“,
Ólafur Bjömsson fjallar um ferða-
þjónustu í sveitum, Ágústa
Guðmundsdóttir ræðir um líf-
tækni í þágu matvælaiðnaðar,
Pétur Guðjónsson ræðir um hvað
þurfi til í útflutningi á hátækni í
íslenskum sjávarútvegi og Ólafur
Halldórsson ræðir um fiskeldi -
við tímamót í sjávarútvegi. óþh
BÓKABÚÐ JÓNASAR
Nýlbók
Þómnii Maggý
miðilsstörf og vitnisburðir
Pórunn Maggý Guðmundsdóttir
áritar glænýja bók sína í dag
kl. 4-6 í verslun okkar
BOKABUÐ .S
JONASAR Jlil\4ls
Hafnarstræti 108 Sími 96-22685
\ E R S L U I k R
D S T 0 D
Hafnarstræti 97
Sápubúbin
Föstudaginn 27. 11. og laugardaginn 28. 11
kynnir Ingibjörg Dalberg snyrtifræðingur
vörur frá Crabtree og Evelyn í versluninni
Verið velkomin
Komið og kynnist þessum
frábæru ensku gæðavörum
i io shop
Strandgötu 6
Sími 11858-