Dagur - 27.11.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. nóvember 1992 - DAGUR - 11
Bókaútgáfan Skjaldborg hf.:
Bílar til sölu!
„Ég þrái heiminn fyrir handan,
því þar eru heimkynni mín,“ seg-
ir miðillinn. í bókinni segir hún
frá lífi sínu á milli jarðvistar-
skeiða og forlífsreynslu sem olli
því að núverandi líf var óum-
flýjanlegt. Hún rekur þróun dul-
rænna hæfileika sinna frá barn-
æsku til dagsins í dag, hvernig
hún barðist gegn þeim en sættist
við þá um síðir.
í seinni hluta bókarinnar eru
margvíslegir vitnisburðir um
miðilsstörf Þórunnar. Þar segir
m.a. frá ungum manni sem var
vistaður um margra mánaða
skeið á geðdeild vegna dulrænna
hæfileika - þekktur íslenskur rit-
höfundur vitnar um hvernig líf
hennar breyttist við það að hitta
Þórunni. - Rakin er saga stúlku
innan við tvítugt, sem um árabil
var fársjúk vegna ásóknar að
handan og óvenju mikilla dul-
rænna hæfileika.
Bókaútgáfan Skjaldborg hf.
gefur bókina út. ói
A söluskrá!
Kjalarsíða: Tveggja herb. íbúðir á fyrstu og annarri hæð.
Smárahlíð: Tveggja herb. íbúð, laus strax.
Smárahlíð: Þriggja herb. íbúð á fyrstu hæð.
Þórunnarstræti: Þriggja herb. íbúð ásamt bílskúr.
Munkaþverárstræti: Fjögurra herb. íbúð á neðri hæð.
Norðurgata: Fjögurra herb. íbúð á efri hæð ásamt bílskúr.
Ægisgata: Fjögurra herb. einbýlishús, sem þarfnast mikill-
ar lagfæringar.
Stapasíða: Einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr.
Söluskráin er tölvuskráð. Komið og fáið útprentun, einnig
sendum við söluskrána út á land ef óskað er. Ljósmyndir
af eignum í gluggum fyrstu hæðar að Gránufélagsgötu 4.
_____Fasteignasalan hf.,
]|3| Gránufélagsgötu 4, Akureyri.
Sími: 21878.
Opið frá kl. 10-12 og 13-17.
Hermann R. Jónsson sölumaður kvöld og helgarsími 96-25025.
Traust þjónusta í 20 ár.
Skoda Favorit 136.L, árg. '90, ekinn 24 þús.
Skoda Favorit 136.L, árg. '89, ekinn 17 þús.
★ Góð greiðslukjör.
Skálafell hf.
Draupnisgötu 4 • Sími 22255.
ísÉft S
A ff pSI
aésgip* rtœ
O.\
Þórunn Maggý - miðilsstörf og vitnisburðir
Bindindisdagur flöl-
skyldunnar á morgun
Fyrir hönd
jólasveinanna
„í frásögninni sem hér fer á
eftir legg ég aðaláherslu á að
segja frá dulrænum hæfileik-
um mínum, þroska þeirra og
þjálfun. Hér er því fyrst og
fremst um að ræða þroskasögu
mína sem miðils. Einkalíf mitt
undanskil ég að mestu leyti,
nema þegar það tengist sögu
dulrænna hæfileika minna.
Ekki er ólíklegt að einhverjir
kunni að spyrja hvers vegna ég
kjósi að ræða eingöngu um
Höfundur og Þórunn Maggý.
þessa hlið lífs míns en ekki
aðra. Við því er einfalt svar. I
starfi mínu finn ég æ betur fyr-
ir auknum áhuga á andlegum
málum. Þessum áhuga og þörf
vil ég mæta með því að deila
reynslu minni með lesendum.
Ef saga mín nýtist einhverjum
einum, þá hef ég ekki sagt
hana til einskis,“ segir Þórunn
Maggý Guðmundsdóttir, miðill,
í formála bókar sem Guðný Þ.
Magnúsdóttir hefur ritað um
störf miðilsins.
Bindindisdagur fjölskyldunnar
verður haldinn í annað sinn hér á
landi laugardaginn 28. nóvember
nk. Að deginum standa flest
stærstu og fjölmennustu félaga-
samtök landsins, þ.á m. Stór-
stúka íslands (IOGT), Ung-
mennafélag íslands (UMFÍ) og
Hjálparstofnun kirkjunnar. Að
auki leggja deginum lið ýmsir
þjóðkunnir afreksmenn, sem
hafa valið bindindi sem sinn
lífsstíl. Þar fara fremst í flokki
söngkonan og söngvasmiðurinn
Anna Mjöll Ólafsdóttir, sigur-
vegari í söngvakeppninni
„Landslagið" 1991, Luca Kostic,
sem var kosinn besti leikmaður 1.
deildar í knattspyrnu árið 1992
og María Rún Hafliðadóttir, feg-
urðardrottning íslands 1992.
Yfirlýstur tilgangur með Bind-
indisdegi fjölskyldunnar er þrí-
þættur:
1. Að vekja foreldra til
umhugsunar um ábyrgt uppeldi
barna sinna.
2. Að vekja athygli á forvarn-
arstarfi og hvetja til þess.
3. Að styrkja vímulausa ímynd
fjölskyldunnnar.
Yfirskrift Bindindisdagsins í ár
er „Hvað ætlar þú að gera?.
Undirvígorð eru: „Hvaða fram-
tíð kýstu börnum þínum?“ og
„Hver er framtíð fjölskyldunn-
ar?“
Aðstandendur Bindindisdags
fjölskyldunnar hvetja alla
landsmenn, forráðamenn fyrir-
tækja og stofnana og ekki síst
fulltrúa fjölmiðla, til að samein-
ast í átaki við að gera Bindindis-
daginn að þurrum degi og taka
þátt í háværri og almennri
umræðu um bindindismál. Að
þessu sinni verður umræðunni
beint sérstaklega að þeim breyt-
ingum sem hafa átt sér stað í
áfengismálum með tilkomu
bjórsins, einkum ört lækkandi
upphafsaldri áfengisneyslu og
aukinni heildarneyslu áfengis hjá
13-19 ára krökkum.
Jafnframt eru landsmenn
hvattir til að halda upp á Bind-
indisdag fjölskyldunnar með því
að hver og einn láti andvirði
einnar bjórkippu renna til árlegr-
ar fjársöfnunar Hjálparstofnunar
kirkjunnar, en söfnunin hefst
einmitt á Bindindisdaginn 28.
nóvember.
Eins og þiö vitið þá koma jólasveinarnir í heimsókn til KEA á
hverju ári. Þeir skemmta í verslunum KEA, syngja, spila og
segja sögur.
^ En jólasveinar vilja I íka senda ykkur jólakort hvar svo sem þið
búið á félagssvæði KEA. Ef þú skrifar nafn, heimili og aldur
hér að neðan, klippir út miðann og stingur honum í umslag og
merkir það svona:
, Fulltrúi jólasveinanna, KEA aðalskrifstofa, 600 Akureyri
þá færð þú jólakort frá jólasveininum.
Þú verður að setja bréfið í póst ekki síðar en 9. desember.