Dagur - 27.11.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 27. nóvember 1992
Fréttir
Blönduós:
„Þetta er ekkert smámál“
- tugmilljóna tjón vegna rafmagnsleysisins að sögn bæjarstjóra
Tjón og kostnaður á Blönduósi
vegna rafmagnsleysisins nú á
dögunum skiptir tugmilljónum
króna að sögn Ófeigs Gests-
sonar bæjarstjóra. Hann telur
nauðsynlegt að skoða málið og
finna leið til bjargar, t.d. með
því að flýta lagningu jarð-
strengs frá Laxárvatnsvirkjun.
Ófeigur kvaðst ekki hafa hand-
bærar tölur um hvað rafmagns-
leysið hafi kostað stofnanir og
fyrirtæki á Blönduósi, en ljóst að
þar sé um tugi milljóna króna að
ræða. Særún hf. hafi t.d. orðið að
henda rækju, starfsemi Kaupfé-
lagsins hafi lamast að hluta, skól-
inn lokast, bankar og önnur
þjónustufyrirtæki og skrifstofur
hafi orðið óvirk, þar sem slík
starfsemi væri meira og minna
tölvuvædd. Ófeigur sagði jafn-
framt að útvarpssendingar hefðu
rofnað eða verið lélegar og sums
staðar hefði síminn dottið út
einnig. T.d. sé ákveðin tegund af
síma hjá Hitaveitunni sem detti
út í rafmagnsleysi. Kalda vatnið
fór af bænum um tíma, enda eng-
in vararafstöð hjá Vatnsveitunni.
Ófeigur nefndi sem eitt dæmi af
mörgum um kostnað sem raf-
magnsleysið hefði í för með sér
Hagkaup hf. á Akureyri:
Sótt hefiir verið um
stækkun lóðarinnar
við Furuvelli 17
- ef samþykkt verður þarf að færa hluta
Hjalteyrargötu til austurs
Þyrping hf. hefur fyrir hönd
Hagkaups hf. sótt um breyt-
ingar á skipulagi vegna lóðar-
innar nr. 17 við Furuvelli, þar
sem verslun Hagkaups er til
húsa. Óskað er eftir að lóðin
verði stækkuð um 635 fer-
metra til norðausturs og bfla-
stæðum verði fjölgað. Þá er
óskað eftir að innakstur verði
heimilaður á suðurhluta lóðar-
innar frá Hjalteyrargötu. Einnig
er óskað eftir 200 fermetra
stækkum lóðarinnar við lóða-
mörk Grenivalla 26 vegna akst-
ursleiðar fyrir flutningabfla.
í erindi Þyrpingar hf., sem er
eignaraðili fasteignarinnar við
Furuvelli 17, er óskað eftir að
viðkomandi lóð verði stækkuð til
norðaustur þannig að lóðamörk
færist allt að sjö metra út í núver-
andi götustæði Hjalteyrargötu.
Með öðrum orðum að gatan
verði færð til austurs sem fyrir-
hugaðri stækkun lóðarinnar
nemur.
Skipulagsnefnd Akureyrar hef-
ur tekið jákvætt í erindi Þyrping-
ar hf. um stækkun lóðarinnar til
norðausturs en ekki afgreitt
umsögn um aðra liði þess. Á
fundi bygginganefndar 18.
nóvember síðastliðinn var sam-
þykkt að vísa sama lið umsóknar-
innar til umsagnar hafnarstjórnar
en frestað að taka ákvarðanir um
aðra liði vegna ófullnægjandi
gagna.
Jón Pálmi Guðmundsson hjá
Hagkaupi sagði í samtali við Dag
að í hugmyndum um stækkun
lóðarrýmis væri meðal annars
verið að huga að flutningi lager-
húsnæðis, sem fyrirtækið hafi á
leigu annarsstaðar í bænum auk
fjölgunar bílastæða. Þá sé einnig
gert ráð fyrir því að komið verði
upp kaffiteríu í tengslum við
verslunina. Að öðru leyti væru
hugmyndir um nýtingu á því rými
sem skapast myndi við stækkun
lóðarinnar ekki að fullu mótaðar
og yrðu tæpast fyrr en ljóst væri
hvernig bæjaryfirvöld tækju á
málinu. Ef breytingar á lóðinni
fengjust samþykktar væri hug-
myndin að hefja framkvæmdir
síðar í vetur. ÞI
Mývatnssveit:
Jón Árni kaupir
Léttsteypuna
- hluti hússins notaður sem verkstæði
Jón Árni Sigfússon, Víkur-
nesi í Mývatnssveit, hefur
keypt hús og vélar Léttsteyp-
unnar hf. Iðnlánasjóður leysti
eignirnar til sín á uppboði í
sumar fyrir 600 þúsund krón-
ur. „Það er bara mitt mál,“
sagði Jón Árni, aðspurður
um hvaða verð hann hefði
goldið fyrir húsið og vélarnar.
Jón Arni er með hópferða-
þjónustu og á fimm hópferða-
bíla. Hluta húsnæðisins hyggst
hann nota sem verkstæði fyrir
bíla sína. Hann hefur rekið til
þessa lítið verkstæði, byggt ’62
'og fyrirtækið hefur aukið
umsvif síðan.
Jón Árni hyggst einnig halda
áfram rekstri Léttsteypunnar. í
samtali við Dag sagðist hann
ekki mjög bjartsýnn á rekstur-
inn þar sem hús og vélar væru í
mjög slæmu ásigkomulagi.
Upphaflega var brennistein-
svinnsla í húsnæðinu en síðan
hefur verið byggt við það. Hús-
rými er mikið en húsin illa farin
og lítið verðmæti í þeim, að
sögn hins nýja eiganda. IM
að það þyrfti að kalla til sérfræð-
ing til að yfirfara og endurstilla
kælibúnað Mjólkurstöðvarinnar.
„Það er ljóst að hér er að
endurtaka sig með tiltölulega
stuttu millibili veruleg rekstrar-
truflun á samfélaginu og maður
hlýtur að velta vöngum yfir því
hvort ekki þurfi að skoða þetta
nánar,“ sagði Ófeigur og telur að
reynslan sýni að nauðsynlegt sé
að grípa til aðgerða. Ekki sé hægt
að ætlast til að rekstraraðilar í
bænum baktryggi sig með því að
reisa eigin vararafstöðvar. „Það
er spurning hvort komin er upp
sú staða að menn þurfi sjálfir að
leggja þessu lið með því að veita
Rafmagnsveitum ríkisins styrk til
að tryggja þennan orkuflutning,
því ekki er hagkvæmt fyrir
byggðarlagið að þurfa að bak-
tryggja sig með eigin varaafli,"
sagði Ófeigur og átti við að ef
Rarik telji of dýrt að leggja jarð-
streng sé vel athugandi hvort
heimaaðilar komi inn í dæmið
með fjármagn.
Að sögn Ófeigs stendur til að
leggja jarðstreng frá Laxárvatns-
virkjun til Blönduóss árið 1994
og telur hann þörf á að flýta því
verki, ef það sé atriði sem tryggi
öryggi. Hann telur engu að
treysta í veðurfarinu, það hafi
sýnt sig undanfarin tvö ár. „Þetta
eru ekki bara útgjöld Rarik við
viðgerðir, þetta eru útgjöld alls
samfélagsins," sagði Ófeigur að
lokum. sþ
Nægur snjor
í lllíöar-
Qalli til
skíðagöngu
- tímatökuturn settur á
hús skíðagöngumanna
Norðvestan Skíðastaða í Hlíðar-
fjalli ofan Akureyrar er veglegt
hús, sem Skíðaráð Akureyrar
hefur reist í áföngum til afnota
fyrir skíðagöngumenn. Húsið
teiknaði Jónas Sigurbjörnsson
skíðakappi, en hann lést fyrir
nokkrum árum langt um aldur
fram. Byggingaframkvæmdir
hófust árið 1990 og árið eftir var
húsið stækkað. Nýverið var sett-
ur tímatökuturn á húsið þannig
að aðstaða öll er orðin hin ákjós-
anlegasta til að halda keppnir í
skíðagöngu í Hlíðarfjalli.
„Nægur snjór er í Hlíðarfjalli
til að iðka skíðagöngu. Við erum
búnir að leggja út 1500 metra
langa göngubraut. Skíðafólkið
hefur góða aðstöðu til að narta í
nestið í gönguskálanum og þar er
fullkomin snyrtiaðstaða,“ segir
ívar Sigmundsson, forstöðumað-
ur Skíðastaða.
Hermann Sigtryggsson,
íþrótta- og tómstundafulltrúi
Ákureyrarbæjar, tók meðfylgj-
andi myndir. Önnur er tekin þeg-
ar unnið var við uppsetningu
tímatökuturnsins, en hin að verki
loknu. ój
ALÞYÐUSAMBANDSÞING
Afgreiðsla ASÍ þings í dag á kjaramálaályktun:
„Verkalýðshreyfíngin hlýtur að
bregðast við af fifílri hörku“
Þingi Alþýðusambands íslands
lýkur á Ákureyri í dag með
umræðu um kjara-, atvinnu-
og efnahagsmál. Þar má búast
við snörpum umræðum um
svar verkalýðshreyfíngarinnar
við nýjum aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar. „Verkalýðs-
hreyfíngin hlýtur að bregðast
við þessu af fullri hörku,“ segir
í drögum að kjaramálaályktun.
Drög að ályktun um kjara- og
efnahagsmál voru lögð fyrir þing-
fulltrúa síðdegis í gær en búast
má fastlega við að lagðar verði
fram viðbótar- og breytingartil-
lögur við ályktunardrögin, miðað
við fjörugar umræður á þriðju-
dag. í drögunum er m.a. lýst
furðu á að ríkisstjómin hafi hafn-
að samkomulagi um tekjujöfnun-
araðgerðir en þær hefðu varið
kaupmátt launafólks „og um leið
treyst undirstöður atvinnulífsins
með allt öðrum og tryggari hætti
en þær aðgerðir sem hún hefur
nú ákveðið,“ eins og segir í álykt-
unardrögunum.
Þá er í drögunum skorað á
aðildarfélög að undirbúa upp-
sögn gildandi kjarasamninga með
tilvísun í gengisfellingarákvæði
samningsins og lagt er til að þing-
ið feli miðstjórn að gangast fyrir
fundahöldum til að búa hreyfing-
una undir átök til að sækja rétt
sinn og kjör.
„í næstu kjarasamningum
verður launafólk að sækja leið-
réttingu vegna þeirra kjaraskerð-
inga sem leiða af aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar, auk þess að bæta
verður kjör hinna lægst launuðu
sérstaklega," segir í drögunum.
JÓH
Evrópumál á ASI þingi:
Alþmgismeim endurskoði afstöðu
sína varðandi þjóðaratkvæði
Evrópumál voru til síðari
umfjöllunar á Alþýðusam-
bandsþingi á Akureyri í gær og
var samþykkt ályktun þar sem
alþingismenn eru hvattir til að
endurskoða afstöðu sína um
þjóðaratkvæðagreiðslu vegna
EES.
Ályktun um afgreiðslu EES-
samninga er svohljóðandi: „37.
þing ASÍ átelur þá afstöðu
Alþingis að hafna kröfum fjöl-
margra félagasamtaka og ein-
staklinga að viðhafa þjóðar-
atkvæðagreiðslu um aðild íslands
að Evrópska efnahagssvæðinu og
hvetur alþingismenn til að endur-
skoða afstöðu sína. Þingið bendir
á að ýmis atriði samningsins eru
með þeim hætti að vafi leikur á
að þau séu í samræmi við stjórn-
arskrá og minnir alþingismenn á
þá ábyrgð sem þeir hafa gagnvart
stjórnarskrá íslenska lýðveldis-
ins.“
Þá samþykkti ASÍ-þing einnig
ályktun þar sem hvatt er til að
innan ASÍ, hjá landssamböndum
og stéttarfélögum verði unnið
ötullega að því að mæta þeim
breytingum sem framundan séu á
íslenskum vinnumarkaði, ekki
síst ef ísland gerist aðili að
Evrópska efnahagssvæðinu.
„Þingið leggur áherslu á að
stjórnvöldum sé veitt öflugt
aðhald. Ýmsar lagasetningar og
aðgerðir sem skipta iaunafólk
miklu máli fylgja aðild að EES ef
af henni verður. Verkalýðshreyf-
ingunni ber skylda til að fylgja
eftir að ekki sé gengið á réttindi
launafólks. Þá kalla aukin sam-
skipti við aðrar þjóðir á öflugt
upplýsingastarf í verkalýðshreyf-
ingunni," segir í ályktuninni.
JÓH