Dagur - 27.11.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 27.11.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. nóvember 1992 - DAGUR - 5 Sigtryggur Valgeir Jónsson: Örlagasagan Þetta er ekki skáldsaga, því mið- ur. Þetta er hluti af samskiptum mínum, Sigtryggs Valgeirs Jóns- sonar, við bæjarfulltrúann Björn Val Gíslason, oddvita vinstri manna hér í Ólafsfirði. Orð bæjarfulltrúans Björns Vals Gíslasonar, oddvita vinstri manna, á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 7. nóv. þess efnis að enginn tapaði á viðskiptum við Björn V. Gíslason hf. og menn ættu að hafa kjark og dug til að gera almenningi hlutina ljósa og ekki misnota aðstöðu sína, hljóm- uðu einkennilega í mínum eyr- um. Einnig mátti skilja ummæli hans þannig að hann hefði yfir- tekið það mikið af skuldum að af- gangurinn ætti að vera minn. Ég hef aðra sögu að segja. Þar sem nafn mitt er „innvíglað" í þetta fyrirtæki vil ég koma á framfæri því sem ég vil kalla sannleikann í þessu gjaldþrotamáli Björns V. Gíslasonar hf. Kröfurnar Fyrirtækið Björn V. Gíslason hf. var gert upp og lauk kröfulýsinga- fresti í desember 1991. Lýstar kröfur í þrotabúið hljóðuðu upp á 27.939.503 kr. Frá þessari tölu dragast 2 milljónir sem fluttust með bát fyrirtækisins. Hljóða því kröfurnar upp á 25.939.503 kr. Síðan er liðið tæpt ár. Ekki lýstu allir kröfu í búið og ólýstar kröf- ur voru 10.423.000. kr. í ólýstum kröfum töpuðust fjárhæðir vegna launa. Alls gerir þessi pakki 36.214.000 krónur. Það má áætla að með öllum kostnaði og fyrir- höfn til dagsins í dag sé þessi tala farin að nálgast 38 milljönir. Hlutafé fyrirtækisins var 10 milljónir króna, þannig að eftir standa hátt í 28 milljónir króna. Því spyr ég: Á hverjum lenda þessar skuldir? Hvað með Sparisjóð Ólafs- fjarðar, sem er með lýstar kröfur upp á 9,7 milljónir króna? (Árs- gömul tala.) Hvað með Kaupfélag Eyfirð- inga, sem er með lýstar kröfur upp á 1.293.221 kr.? (Ársgömul tala.) Hvað með innheimtumann rík- issjóðs, sem er með lýstar kröfur upp á 726.882 kr.? (Ársgömul tala.) Hvað með Hraunhamar í Hafn- arfirði, sem er með lýstar kröfur upp á 376.088 kr.? (Ársgömul tala.) Hvað með Finnboga og Flosa í Bolungarvík og víxilinn þar, sem hljóðar upp á 700.000 kr.? Hvað með Glitni hf., Sigga í Grímsey, Bókhaldsskrifstofuna, Kristbjörgu hf., Raftækjavinnu- stofuna, Múlatind, Ólafsfjarðar- bæ og fleiri og fleiri? Tapa þeir ekki? Staðreyndin er sú sem ég hef staðið frammi fyrir, að einbýlis- hús mitt var selt á uppboði og hef ég þar af leiðandi tapað öllum mínum eignum. En þar voru eign- ir upp á 11,2 milljónir kr. Þetta finnst bæjarfulltrúanum ef til vill léttvægt? En ég er ekki á sömu skoðun. Ekki síst í ljósi þess sem tíminn hefur upplýst mig um að á þessum tíma fóru fram bæjar- stjórnarkosningar og alþingis- kosningar og virðist mér sem hagsmunamál fyrirtækisins og skuldbindingar þeirra einstakl- inga sem voru í ábyrgðum væru látin í léttu rúmi liggja. Og er ég ekki grunlaus um að Björn Valur hafi greitt sér laun hjá óstarfhæfu fyrirtæki alveg fram til þess dags, og jafnvel lengur, þegar hann sat hið háa Alþingi Islendinga sem varaþingmaður Alþýðubandalags- ins. Beðist velvirðingar Þessi grein er ekki síður rituð og birt til að biðja stofnanir, félög og einstaklinga velvirðingar á þessari stöðu; og segja frá því að ég sjálfur er orðinn slippur og snauður og miklu meira en það. Þess vegna er ekki meira til mín að sækja og því verða aðrir áð tapa. En samt segir bæjarfulltrúinn að enginn tapi, því að hann sé búinn að yfirtaka svo mikið af skuldunum. Mér finnst sjálfum að hann hefði ekki þurft að koma þeim boðskap á framfæri við fjölmiðla þjóðarinnar og hefði verið nær að biðjast auðmjúklega afsökunar á framkomu sinni gagnvart mér og mörgum öðrum. Frjálslega farið með tölur Einnig get ég bent á það að mér finnst það skjóta skökku við að Bjöm Valur bað um greiðslustöðv- un á þessu fyrirtæki þar sem hann tekur skýrt fram í beiðni til fógeta 29. janúar 1991: „Félagið á fyrir skuldum sem á því hvíla, þ.e. eignir eru meiri en skuldir. Hins vegar er rekstrarfé ekki til, lánstraust takmarkað og lausir aurar ekki til fyrir skuldum en eins og áður segir eignir þó nokkrar. Astæður fjárhagsvand- ans eru m.a. þær að ekki hefur tekist að selja afurðir fyrirtækis- ins. Ætlunin er að selja af eigum fyrirtækisins þannig að andvirði þeirra nægi til að greiða upp skuldir fyrirtækisins.“ Þarna setti hann fram bráða- birgðayfirlit yfir skuldir og eignir fyrirtækisins, og takið nú vel eftir dagsetningunni: 29. janúar 1991. Lýstar kröfur komu svo fram í búið við gjaldþrotið þann 9. des- ember 1991 (aðeins ellefu mán- uðum síðar) og þá upp á tæpar 26 milljónir króna; og voru það bara lýstar kröfur. Og ekki ein einasta króna fékkst greidd af því. Ég hef um lengri tíma haldið því fram og sagt að Björn Valur Gíslason fari mjög svo frjálslega með tölur og allan málflutning. Staðreyndirnar Fyrirtækið Björn og Valgeir var stofnsett af okkur báðum og gekk ég út úr félaginu um áramótin 1988-89 og þess vegna kom til stofnunar fyrirtækisins Björns Vals Gíslasonar hf. Með stofnun fyrirtækisins lánaði ég, kona og dóttir nöfn okkar til stofnunar félagsins til 1. mars 1990, en þá áttu hlutafjárlög að breytast og nægðu nöfn þeirra hjóna, Björns og Þuríðar, til að skrá félagið. Þá þótti Birni gott að fá að nota nafn mitt til stofnunar félagsins af því að það liti mjög illa út að ég færi út á þessum tíma, þar sem hann var að sækja um lán og annað slíkt til rekstrarins. Og skyldi hann sjá um nafnabreytinguna og því gæti ég verið áhyggjulaus. En annað kom á daginn. Það var svo daginn eftir bæjar- stjórnarkosningarnar 26. maí 1990 að Björn Valur hringdi og sagðist vera að selja bátinn. Sagði ég honum að mér kæmi það ekkert við, annað en að hann skyldi leysa veðin af húsi mínu. Sagði hann þá mig vera eiganda fyrirtækisins, alveg eins og hann sjálfur; og giltu nú undirskriftir okkar. Og við þetta stóð og þar af leiðandi var ég orðinn útgerð- armaður á ný, án minnar vitund- ar. Til umhugsunar Traustvekjandi bæjarfulltrúi og þingmannsefni fyrir Norðurland eystra; eru menn ekki vandari að virðingu sinni í þessari stöðu? Þessi reynsla er dýrkeypt og hvet ég fólk til að athuga nú vel gang mála áður en það gengst í ábyrgðir, svo það standi ekki á götunni einn daginn, eins og fjöl- skyldan mín. Þessi reynsla meiðir sáran og maður gerir sér ekki grein fyrir afleiðingunum. Um lengri tíma hef ég mátt þola sitt af hverju, og verður það ekki tí- undað hér, en komist þó þetta áleiðis með hjálp góðra manna. En einhvern tímann verða tíma- mörk á öllu og get ég játað það, hér og nú, að ég hef verið óvinnufær um lengri tíma af þess- um sökum. Og þar af leiðandi hef ég ekki getað sinnt störfum mínum, sem ég hef verið ráðinn til, og hef þar af leiðandi brugðist atvinnurekendunum sem ég starfa hjá. Ég vil nota tækifærið hér og segja Ólafsfirðingum að ég hyggst flytjast búferlum úr bæn- um mínum og er mér það ekki ljúft, því fegurri staður er ekki til. Vil ég ennfremur þakka Ólafs- firðingum fyrir mjög góð kynni og velvilja sem ég hef alltaf notið í heimabyggð minni. Flestir hafa reynst mér vel. Sigtryggur Valgeir Jónsson, Hornbrekkuvegi 14, Ólafsfirði. Höfundur er fyrrverandi útgerðarmaður, byggingameistari að mennt, og hefur sinnt ýmsum öðrum störfum. Fundur vélstjóra á Akureyri: Mótmælt tilflutningi fíár til fyrirtækja Félagsfundur í Vélstjórafélagi íslands, sem haldinn var á Akureyri þ. 18. nóvember 1992, samþykkti mótmæli gegn öllum hugmyndum um að fjár- munir séu fluttir frá launafólki til velstæðra fyrirtækja og fyrirtækja sem eru það illa stödd efnahagslega að óraun- hæft er að halda rekstri þeirra gangandi. „Einnig mótmælir fundurinn framkomnum hugmyndum um tvö skattþrep og bendir á að með því væri fyrst og fremst verið að sækja fjármuni til launþega en ekki til þess hóps í þjóðfélaginu sem getur stöðu sinnar vegna skammtað sér skráð laun sjálfur og greiðir þess vegna aðeins skatta og skyldur af hluta launa sinna. Til þessa hóps ber að ná áður en raunhæft er að hækka álögur á almennt launafólk," seg- ir í samþykkt fundarins. „Þá skorar fundurinn á stjórn- völd að grípa til hliðstæðra ráð- stafana og aðrar Norðurlanda- þjóðir hafa gert til þess að kaup- skip á vegum íslendinga séu mönnuð íslendingum. Fundurinn telur eðlilegt að stutt sé við inn- lendan skipasmíðaiðnað með jöfnunartollum svo skipasmíðar og viðhald fari sem mest fram hérlendis.“ JÓH VETRARSKOÐUN Chrysler - |eep • Peugeot • Skoda Það er nauðsynlegt að láta yfirfara bílinn fyrir veturinn, bæði til að tryggja notagildi hans í öllum veðrum og koma í veg fyrir óþarfa eldsneytisnotkun. Við bjóðum upp á fyrirbyggjandi vetrarskoðun fyrir fast verð. 4 cyl. bifreið kr. 6.500,- 6 cyl bifreið kr. 7.400,- 8 cyl. bifreið kr. 8.300,- Við framkvæmum eftirtalin atriði: t Rafgeymasambönd ath. t Viítureim athuguð. t Rafgeymir og hleðsla mæld. | Vél þjöppumæld. | Skipt um platínur. t Skipt um kerti. | Frostþol mælt. | Vél stillt með nákvæmri stillitölvu. t Loftsía athuguð. t Kúpling stillt. t Öll Ijós yfirfarin. I Aðalljós stillt. | Hemlar reyndir. t Rúðuþurrkur ath. t Frostvari settur á rúðusprautu. Innifaliðefni: Kerti, platínurogfrostvari á rúðusprautu SHODB i peugeot PANTIÐ TÍMA í SÍMA 22255. Skálafell sf. Draupnisgötu 4, sími 22255 |pÍ|i Handknattleikur 1. deild KA-Valur í kvöld kl. 20.30 í KA-hölIinni Vérið hagsýn - Verslið í Nettó Ódýr markaður Allra hagur Kreditkortaþjónusta Opið mánudaga-föstudaga kl. 12-18.30. Laugardaga kl. 10-16. Sunnudaga kl. 13-17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.