Dagur - 27.11.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 27. nóvember 1992
Hvað er að gerast
Skrokkabandið
og Hún andar
í Dynheimum
í kvöld, föstudag, kl. 22 munu
hljómsveitirnar Skrokkabandið og
Hún andar, sem báðar eru frá Akur-
eyri, halda tónleika í Dynheimum á
Akureyri. Ekkert aldurstakmark er,
en hleypt verður inn meðan húsrúm
leyfir.
Stórmarkaður
á Svalbarðseyri
Á morgun, laugardag, kl. 13 til 18
stendur Kvenfélag Svalbarðseyrar
fyrir sölu á ýmsum vörum og auk
þess kaffi og rjómavöfflum í gömlu
kaupfélagsbúðinni á Svalbarðseyri.
í boði verða t.d. leirmunir, prjóna-
vörur, brauð og kökur, pennar, spil,
bolir, jólakort, hljómplötur, laufa-
brauðsjárn og margt fleira.
Ljósmynda-
sýning í
Safnaðar-
heimilinu
Ljósmyndasýningu Áhugaljós-
myndaklúbbs Akureyrar í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju lýkur um
helgina. Á morgun verður sýningin
opin frá kl. 14 til 21 og á sunnudag,
síðasta sýningardag, verður opið frá
kl. 15 til 21. Á sýningunni eru marg-
ar athyglisverðar myndir og eru sýn-
endur um 30, en skráðir félagar í
klúbbnum eru á bilinu 40 til 50.
Jónas messar
yfir Léttis-
mönnum í kvöld
Hestamannafélagið Léttir á Akur-
eyri stendur fyrir fræðslufundi í
Skeifunni í kvöld, föstudagskvöld,
kl. 20.30. Gestur fundarins verður
Jónas Kristjánsson, ritstjóri og
„hestaspekúlant". Jónas kynnir
gagnabankann sinn, þar sem hann
hefur upplýsingar um rúmlega 20
þúsund hross.
Zontakonur
selja laufabrauð
Zontaklúbburinn Þórunn hyrna
ætlar að selja laufabrauð í verslun-
armiðstöðinni Sunnuhlíð í dag og á
morgun. Einnig verður iaufabrauðs-
sala í göngugötunni í dag, föstudag,
kl. 16 til 18 og á morgun kl. 11 til 13.
Allur ágóði rennur til líknarmála.
Hausthrað-
skákmót bama
og unglinga
Skákfélag Akureyrar stendur fyrir
hausthraðskákmóti barna og ungl-
inga á morgun, laugardag, kl. 13.30
í húsakynnum félagsins við Þing-
vallastræti.
Leikfélag
Raufarhafnar
sýnir
Hart í bak
Leikfélag Raufarhafnar frumsýnir
Hart í bak eftir Jökul Jakobsson í
félagsheimilinu Hnitbjörgum á Rauf-
arhöfn í kvöld, föstudaginn 27.
nóvember, kl. 20.30. Leikstjóri er
C. Margrét Óskarsdóttir og hannaði
hún einnig leikmynd og búninga.
Aðalhlutverk er í höndum Jónasar
Friðriks Guðnasonar, Sigurveigar
Bjömsdóttur og Hrólfs Björnsson-
ar. Aðrar ákveðnar sýningar eru á
morgun, sunnudag og þriðjudaginn
1. desember. Miðapantanir em í
síma 51151 kl. 13 til 16 og í síma
51220 eftir kl. 17.
Kökubasar,
hlutavelta og
kaffisala í
Freyvangi
Kvenfélagið Aldan-Voröld í Eyja-
fjarðarsveit verður með kökubasar,
hlutaveltu og kaffisölu í Freyvangi
nk. sunnudag, 29. nóvember, kl. 15.
Samstarfshópurinn Hagar hendur
verður einnig með sölu á munum
sínum.
Mannakorn á
Hótel KEA
Hótel KEA í samvinnu við Skot-
veiðifélag Eyjafjarðar heldur árlegt
villibráðarkvöld annað kvöld, laug-
ardagskvöld. Borðhald hefst kl. 20,
en húsið verður opnað kl. 18.30.
Veislustjóri verður Sunna Borg, en
um dinnertónlist sér Ingimar Eydal.
Hljómsveitin Mannakorn ásamt
Pálma Gunnarssyni sér um fjörið.
Húsið verður opnað fyrir aðra en
matargesti kl. 23.
Lygakvendið
í Borgarbíói
Um helgina kl. 21 verða sýndar í
Borgarbíói á Akureyri myndirnar
Lygakvendið (Steve Martin og
Goldie Hawn) og Hvítir geta ekki
troðið. Klukkan 23 verða sýndar
myndirnar Lostæti og Ofursveitin.
Á barnasýningum á sunnudag kl. 15
verða sýndar myndirnar Prinsessan
og durtarnir og Öskubuska.
Fundur um
stöðu kvenna
iniian EES
Kvennalistinn á Norðurlandi eystra
stendur fyrir fræðslufundi í Laxdals-
húsi á Ákureyri á sunnudag, 29.
nóvember, kl. 15.30. Rannveig Sig-
urðardóttir, hagfræðingur BSRB,
flytur erindi um stöðu kvenna innan
EES. Fundurinn er öllum opinn og
verða kaffiveitingar.
Málverkasýning
í Saftiahúsinu
Pórhallur Filipusson, myndlistar-
maður, opnar málverkasýningu í
Safnahúsi Skagfirðinga á morgun,
laugardaginn 28. nóvember, kl. 14.
Sýnd verða olíumálverk, vatnslita-
myndir og olíukrítarmyndir. Um er
að ræða landslagsmyndir, abstrakt
og fantasíur. Þórhallur stundaði
nám við Myndlista- og handíðaskóla
Íslands 1940-1950. Hann hefur haldið
fjölda sýninga. Sýningin í Safnahús-
inu verður opin daglega frá kl. 15 til
18 til sunnudagsins 6. desember nk.
Félagsvist
og dansleikur
í Lóni
Félag harmonikuunnenda stendur
fyrir félagsvist og dansleik í Lóni við
Hrísalund á morgun, laugardaginn
28. nóvember, kl. 21. Húsið verður
lokað til kl. 23, en þá hefst dansleik-
ur sem stendur til kl. 03.
Tónleikar
Kirkjukórs
Sauðárkróks
Kirkjukór Sauðárkróks er 50 ára um
þessar mundir. Af því tilefni heldur
hann tónleika í Sauðárkrókskirkju
annað kvöld, laugardagskvöld, kl.
20.30. Á efnisskránni eru fyrst og
fremst lög eftir skagfirska höfunda.
Stjórnandi kórsins er Rögnvaldur
Valbergsson en einsöngvarar á tón-
leikunum eru Jóhann Már Jóhanns-
son og Ingveldur Hjaltested.
Köku- og
laufabrauðs-
basar
Slysavarnafélagið stendur fyrir
köku- og laufabrauðsbasar að Laxa-
götu 5 á Akureyri á morgun, laugar-
daginn 28. nóvember, kl. 14.
Miðnætursam-
koma í Hvíta-
sunnukirkjunni
Annað kvöld, laugardagskvöld, kl.
23.30 verður miðnætursamkoma í
Hvítasunnukirkjunni við
Skarðshlíð. Ungt fólk í söfnuðinum
mun sjá um söng, hljóðfæraleik og
persónulega vitnisburði. Unga fólk-
ið vill hvetja aðra unglinga til að
koma og kynnast því sem sérstakar
samkomur fyrir unglinga eru á þeim
kvöldum. Allir eru hjartanlega vel-
komnir.
Lína kveður
hjá LA
Um helgina verða þrjár síðustu sýn-
ingar á Línu langsokk hjá Leikfélagi
Akureyrar. Á morgun verður þetta
vinsæla leikrit sýnt kl. 14 og tvær
síðustu sýningarnar verða á sunnu-
dag, kl. 14 og 17.30.
Þórunn Maggý
áritar í
Bókabúð Jónasar
Pórunn Maggý Guðmundsdóttir,
miðill, áritar nýja bók sína, Pórunn
Maggý - miðilsstörf og vitnisburðir,
í Bókabúð Jónasar á Akureyri í
dag, föstudag, kl. 16-18.
Spilavistar-
ball í Sólgarði
Ungmennafélögin í Eyjafjarðarsveit
standa fyrir spilavistarballi í Sól-
garði í Eyjafjarðarsveit annað
kvöld, laugardagskvöldið 28.
nóvember. Dansleikurinn hefst kl.
23 og leikur hljómsveitin Namm fyr-
ir dansi. Á undan dansinum, nánar
tiltekið kl. 20.30, hefst félagsvist, en
þetta er þriðja og síðasta spilakvöld-
ið. Áður var spilað í Freyvangi og
Laugarborg. Vegleg verðlaun eru í
boði og nægir að nefna að sigurveg-
arinn hlýtur ferðavinning að verð-
mæti 100 þúsund krónur.
Bílasala
Bílaskipti
nru. rajero st arg. 8».
Ekinn 51.000. Verð 1.200.000 stgr.
vw jetta uL sjaitsK. arg. vu.
Ekinn 25.000. Verð 970.000 stgr.
Lada Samara árg. 87. Ekinn 61.000.
Einn eigandi. Verð 120.000 stgr.
Lada Sport árg. 89.
Ekinn 35.000. Verð 350.000 stgr.
Míkið úrval af
bílum í
sýningarsal
09 á
nílASAllNN
Möldur hf.
BÍLASALA
við Hvannavelli
Símar 241 19 og 24170
MMC Space Wagon 4x4 árg. 87.
Ekinn 95.000. Verð 750.000 stgr.
MMC Pajero long árg. 92.
Ekinnl 8.000. Verð 2.900.000 stgr.
MMC Galant GLSI Super Saloon árg. 90. Daihatsu Feroza ELII árg. 89.
Ekinn 62.000. Verð 1.250.000 stgr. Ekinn 50.000. Verð 920.000 stgr.
CH Monza 1800 SLE árg. 87.
Ek. 75.000. Verð kr. 320.000 stgr.
MMC Lancer 1500 GLX árg. 89.
Ek. 49.000. Verð kr. 700.000 stgr.
SuzukiFox 410 árg. 88.
Ekinn 39.000. Verð 550.000 stgr.