Dagur - 01.12.1992, Síða 2

Dagur - 01.12.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 1. desember 1992 mmmnmæ Fréttir Flokksþing Framsóknarflokksins: Nauðsynlegt að breyta stjómarskránm - áður en unnt er að samþykkja aðild fslands að EES Þessi mynd var tekin af Randersjólatrénu þar sem það lá uppi á gámi niður við höfn. Tréð verður sett upp í vikunni og ljósin verða síðan tendruð á laugardag. Mynd: Robyn Jólatréð frá Randers komið til Akureyrar: Jólaljósin tendmð á laugardag Á undanförnum árum hefur legt jólatré. Á þessu er engin bæinn í þessum mesta skamm- vinabær Akureyrar í Dan- mörku, Randers, sýnt Akureyr- ingum sérstakan hlýhug fyrir jólin með því að gefa þeim veg- breyting í ár. Randers-jólatréð er þegar komið til Akureyrar og bíður þess að verða sett upp á Ráðhústorgi og lýsa upp mið- degismánuði ársins. Ljósin á Randers-trénu verða tendruð nk. laugardag, 5. desember, við hátíðlega athöfn. óþh Námsstefna um gæðastjórnun á Akureyri á morgun: „Gæðastjómun á við í öllwn rekstri“ Flokksþing Framsóknarflokks- ins, sem haldið var um síðustu helgi, lagði áherslu á að allar vonir manna um að samning- urinn um Evrópska efnahags- svæðið verði einn og sér ein- hverskonar bjarghringur fyrir íslenskt atvinnulíf, séu tálvonir einar. Staðreyndin sé að erlent samstarf, eins og gert sé ráð fyrir í umræddum samningi, geti orðið íslensku fullveldi og sjálfstæði hættulegt ef atvinnu- líf á landinu standi veikt að vígi. Vegna áforma um stór- aukið alþjóðlegt samstarf sé endurreisn hins íslenska atvinnulífs mikilvægasta verk- efnið í þjóðmálum í dag. Þetta er þungamiðjan í niðurlagi stjórnmálaályktunar þingsins Tveir med fimm rétta í Lottói - liðlega 3 milljónir á hvorn miða Tveir höfðu heppnina með séi í Lottóinu um helgina og fengu hvor um sig liðlega þrjár millj- ónir króna. Lottópottur helgarinnar var tvöfaldur. Tölurnar sem komu upp voru: 6-7-10-11-32 og bónus- talan 9. Tveir reyndust með fimm rétta og hlutu hvor kr. 3.264.596. Níu hlutu bónusvinninginn sem var kr. 76.829. Fjórir réttir gáfu kr. 7.408 og þrír réttir kr. 434. Heildarvinnigár greiddir út vegna helgarinnar námu kr. 11.190.941. ój þar sem fjallað er um samning- inn um hið Evrópska efnahags- svæði. Flokksþing Framsóknarflokks- ins ítrekaði samþykktir mið- stjórnar flokksins um nauðsyn- legar lagfæringar á ýmsum efnis- atriðum EES-samningsins. Áhersla var lögð á að komið verði í veg fyrir kaup erlendra aðila á íslensku landi umfram það sem nauðsynlegt getur verið vegna atvinnurekstrar og einnig eignarhald erlendra aðila á orku- lindum og bönkum. Þá er ítrekað það sjónarmið að veita ekki fisk- veiðiheimildir í íslenskri fisk- veiðilögsögu í skiptum fyrir hag- stæðari viðskipti. Flokksþingið lagði áherslu á að þegar verði mörkuð sú stefna, með samþykkt á Alþingi, að leitað skuli eftir því að breyta samningnum um Evrópska efnahagssvæðið í tví- hliða samning íslands og Evrópu- bandalagsins þegar önnur FETA- ríki hafa sótt um aðild að banda- laginu. Þá taldi flokksþingið, að jafn- vel þótt ofangreind atriði verði tryggð þá sé vafasamt að það standist hina íslensku stjórnar- skrá að framselja til eftirlitsstofn- ana og dómstóls EFTA vald, eins og gert sé ráð fyrir í samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði. í ályktun þingsins segir að Flokksþingið beri virðingu fyrir hinni íslensku stjórnarskrá og túlka beri allan vafa henni í hag. Flokksþingið taldi þar af leiðandi nauðsynlegt að breytingar fari fram á stjórnarskránni áður en unnt sé að samþykkja aðild íslands að hinu Evrópska efna- hagssvæði. Í>I Á morgun gangast Gæða- stjórnunarfélag Norðurlands, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og sjávarútvegshópur Gæða- stjórnunarfélags íslands fyrir námsstefnu á Akureyri um gæðastjórnun. Námsstefnan verður haldin á veitingastaðn- um Fiðlaranum milli kl. 13 og 18 og er opin öllu starfsfólki fyrirtækja og er veittur afslátt- ur af þátttökugjaldi ef fyrir- tæki senda fleiri en tvo starfsmenn. „Margar ástæður eru fyrir því að fyrirtæki og stofnanir leggja árherslu á skipulagða gæða- stjórnun í rekstri sínum. Beinlín- is getur verið um að ræða kröfur þess efnis frá viðskiptaaðilum eða fyrirtækin vilja ná almennt betri tökum á rekstrinum. Sókn inn á alþjóðlega markaði getur einnig verið ástæðan fyrir því að fyrirtæki tileinki sér aðferðir gæðastjórnunar eða fyrirtækin vilji einfaldlega efla ímynd sína,“ segir í tilkynningu frá aðstand- endum námsstefnunnar á Akur- eyri. „Á námsstefnunni verður lögð áhersla á að fjalla um gæða- stjórnun með tilliti til íslenskra aðstæðna og með hvaða hætti jafnt fyrirtæki og stofnanir geti hagnýtt sér þær aðferðir sem löngu hafa sannað gildi sitt víða erlendis. Því er sérstaklega kost- að kapps við að kynna raunhæfar leiðir sem farnar hafa verið hér á landi við gæðastjórnun og þátt- takendur geti nýtt í sína þágu við hin margvíslegu verkefni. Gæðastjórnun er ekki bundin við ákveðnar atvinnugreinar eða ákveðna stærð fyrirtækja. Gæða- stjórnun á við í öllum rekstri, opinberum stofnunum, skólum, heilbrigðisstofnunum, á heimil- um og víðar enda koma fyrirles- arar úr öllum áttum og hafa starf- að jafnt hjá opinberum aðilum sem einkaaðilum, við þjónustu, sjávarútveg, iðnað og fl.,“ segir í tilkynningunni. Meðal framsögumanna á náms- stefnunni verða Magnús Pálsson, framkvæmdastjóri verkefnisins „Þjóðarsókn í gæðamálum", Kjartan Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Vottunar og fyrr- verandi gæðastjóri hjá Danfoss, Magnús Magnússon, útgerðar- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga, Jón Heiðar Ríkharðsson, verkfræðingur hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri hjá íslenskum skinnaiðnaði hf. á Akureyri. JÓH Sauður og hrútur sóttir í sjálfheldu af björgunarsveitarmönnum: Voru í íjallisem ber þrjú nöfn, Bakrangi, Ógönguflall og Galti Fjórir félagar úr Hjálparsveit skáta á Akureyri fóru um sl. helgi norður í utanverð Kinn- arfjöll til að freista þess að ná veturgömlum sauði og hrút í eigu Hlöðvers Hlöðverssonar á Björgum sem þar voru komnir í sjálfheldu. Sauðnum náðu þeir en hrúturinn slapp, en gerð verður önnur tilraun um næstu helgi ef veður lofar. Sauðurinn og hrúturinn voru í heimahögum fram eftir sumri en sluppu þá til fjalls. Gangnamenn gerðu nokkrar árangurslausar til- raunir til að ná skepnunum sem voru í fjalli suðvestur af Skjálf- andaflóa sem heitir þremur nöfnum. Halldór Laxnes hefur sagt um þetta fjall að það væri eins og sannleikurinn, austurhlið- inn héti Bakrangi, vesturhliðin Ógöngufjall en sjómenn kölluðu það Galta. Heimamenn kalla austurhliðina hins vegar Ógöngu- fjall en vesturhliðina Bakranga þar sem hún snýr frá byggð. Upp frá sjávarsandinum heitir Litlu- fjörutorfa og er mjög erfitt að sækja þar uppgöngu og þarf að fara vestur yfir til að komast upp. Á þessum slóðum flækist fé stundum og hefur sjaldnast tekist að ná því niður lifandi, en ein- staka sinnum hafa skyttur verið fengnar til að skjóta féð til að forða því frá hungurdauða en úr fjörunni er færið æði langt en þegar ofar er komið er féð oft í hvarfi. GG Vistlræðirannsóknir vegna hafbeitar á þorski í Eyjafírði hófust í apríl 1992 og er enn unnið að gagnasöfnun og frumúrvinnslu gagnanna. Hafrannsóknastofnun, Há- skólinn á Akureyri og Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins standa að þessum rannsókn- um. Verkefnisstjóri er Dr. Steingrímur Jónsson, útibús- stjóri Hafrannsóknastofnun- ar á Akureyri og starfsmaður Háskólans á Akureyri. Skýrsla um möguieika á að stunda hafbeit á þorski verð- ur gefín út í byrjun næsta árs. Að sögn Dr. Steingríms Jóns- sonar er unnið að upplýsing- , aöflun um reynslu af seiðaeldi og hafbeit á þorski erlendis og gerð tillagna um hvort og þá hvernig best'er að standa að uppbyggingu hafbeitar hér á landi. Alhliða vistfræðirannsóknir hafa farið fram í Eyjafirði. Þar hafa verið mældir umhverfis- hættir, s.s. hiti, selta, straumar, vindar, Ijós, næringarefni og súrefni. Einnig hefur líffræði fjarðarins verið könnuð, plöntusvif og dýrasvif auk botn- dýra. Ætlunin er að með þess- um rannsóknum megi meðal annars meta beitarþol fjarðar- ins, þ.e.a.s. hversu miklar seiðasleppingar fjörðurinn þolir. „Gagnsemi verkefnisins felst í aukinni þekkingu á íslenska þorskstofninum og þeim mögu- leika að stjórna afrakstri hans eða hluta hans. Fari svo að ákveðið verði, í framhaldi af undirbúningsverkefninu, að gera tilraunir með hafbeit á þorski í Eyjafirði, verður mark- mið þeírra tilrauna að auka fiskigengd og þorskafla í firði- num til hagsbóta fyrir þá sem stunda þorskveiðar, og þar með fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Steingrímur. ój Björgunarsveitarmaður fetar sig áfram við erfiðar aðstæður.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.