Dagur - 01.12.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 01.12.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þríðjudagur 1. desember 1992 Á „Teríunni“ á Hótel KEA. Fólk á öllum aldri hittist og skrafar saman yfir kaffibolla. „Kaffihúsahengilmænur" á Akureyri Fátt er notalegra á fallegum haustdegi en að sitja á kaffihúsi yfir kaffibolla og virða fyrir sér mannlífið á ókunnum stað. En það er ekki auðvelt að koma slíku í verk á Akureyri. I miðbæ Akureyrar er ekki eitt einasta kaffihús og göngugatan er varla með lífsmarki hvort heldur sem er yfir miðjan daginn eða á kvöldin. En hvar á utanbæjarmaðurinn að leita að kaffihúsi, ef ekki í miðbænum? Það er alltaf Ijúft að setjast niður, sláppa örh'tið af og svala kaffiþorstanum. Friðrik Finarsson í GriIIhúsinu: „Það vantar „kaffihúsahengilmænur“ á Akureyri!“ Ásiaug Pétursdóttir Áslaug er Hafnfirðingur. H ún er fædd 2. júní 1967. Hún lauk BA-prófi í íslensku í fúní 1992. Áslaug ftefur starfað við skrifstofustörf og garðyrkju, auk þess að vera útlærður rœstitceknir. Dropinn er eini staðurinn á göngugötunni þar sem kaffiþyrst- ur gestur á Akureyri getur búist við að geta svalað kaffiþorsta sínum. En viti menn, um miðjan dag er staðurinn ekki opinn ög verður ekki opnaður fyrr en kl. 18.00. Hvað gera bændur þá? Stefnan er tekin á „Teríuna“ á Hótel KEA, sem virðist vera sá staður í bænum þar sem fólk á öllum aldri hittist og skrafar saman yfir kaffi- bolla. Umhverfið er langt frá því að líkjast þeirri ímynd sem mað- ur hefur af notalegu kaffihúsi. Ekki er þjónusta á borðum og aðeins er hægt að fá eina gerð af kaffi. Viðskiptavinir á „Teríunni“ sögðu að það væri ekki umhverf- ið sem laðaði að heldur frekar félagsskapurinn. Þaö væri öruggt að hitta einhvern sem maður þekkti. Einnig væri mannlífið þar skrautlegt, því fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins kæmi á „Teríuna". Hvað gerir kröfuharður gestur? Næsta skrefið hjá kröfuhörðum og ofdekruðum utanbæjarmanni, sem vill geta valið um hvers kon- ar kaffi hann drekkur, er að athuga kaffiúrvalið á öðrum mat- sölustöðum í miðbænum. Á Bautanum og Grillhúsinu er boð- ið upp á fleiri gerðir af kaffi, svo sem Expresso og Cappuchino. Nú ætti utanbæjarmaðurinn loks- ins að geta unað glaður við sitt. En sá galli er á gjöf Njarðar að á Grillhúsinu er nær óhjákvæmi- legt að verða illa lyktandi af steikarbrælu eftir að hafa setið þar yfir kaffibolla og á Bautanum vantar alla kaffihúsastemmningu. Af hverju þrífast ekki kaffihús á Akureyri? Þegar greinarhöfundur leitaði skýringa á kaffihúsaleysinu meðal vegfarenda varð fátt um svör. Margir héldu því fram að kaffi- húsamenningin hafi ekki náð til Akureyrar sökum þess hve bæjarbúar eru lengi að taka við sér. Flestir voru þó sammála um að notalegt kaffihús í miðbæ Akureyrar myndi blása lífi í bæinn. Þráinn Lárusson á Uppanum hefur tvívegis reynt að koma á fót vísi að kaffihúsi á Uppanum en ekki haft erindi sem erfiði. Sumarið 1985 gerði hann tilraun til að reka kaffihús í Laxdalshúsi Algeng sjón í miðbæ Akureyrar: Fremur Iíflaus göngugata. Nokkur helstu „kaffihúsin“ í miðbæ Akureyrar. Orðsendingin á hurð Dropans er að mati greinarhöfundar nokkuð dæmigcrð fyrir það hve auðvelt er að finna - og komast inn á - „ekta“ kaffihús á Akureyri. Myndir:Áslaug Pétursdóttir sem gekk ekki heldur. Hann seg- ir ekki grundvöll vera fyrir því að reka kaffihús á Akureyri. Menn- ingarviðburði í bænum segir hann vera sótta af utanbæjarfólki og gestum í bænum frekar en af bæjarbúum sjálfum. Það sama væri uppi á teningnum hvað varð- aði kaffihús. Skýringu á þessu hefur hann ekki á reiðum hönd- um en telur hugsunarhátt bæjar- búa vera ólíkan hugsunarhætti sém tíðkast meðal fólks á höfuð- borgarsvæðinu. Önnur manngerð? Friðrik Einarsson í Grillhúsinu segir akureyrsku manngerðina vera frábrugðna þeirri reykvísku að því leyti að Akureyringar drekki molasopann heima hjá sér. Hann telur vanta „kaffihúsa- hengilmænur" á Akureyri til að hægt sé að opna þar kaffihús. Það er því kannski eins gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og koma með kaffibrúsann með sér að heiman næst þegar Akureyri verður sótt heim - nema maður eigi vini eða kunningja til að banka upp á hjá. Áslaug Pétursdóttir Höfundur er nemandi í hagnýtri fjölmiðl- un við Háskóla íslands.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.