Dagur - 01.12.1992, Síða 16

Dagur - 01.12.1992, Síða 16
Hágæða litstækkun á 5 mínútum ^PcóíomyndÍT^ Skipagötu 16 * Sími 23520 Góð veiði á línu hjá bátum á Árskógssandi: Kemur mér á óvart ef einhverjir þingmenn Fram- sóknarflokksins greiða atkvæði með EES-samningmim - segir Steingrímur Hermannsson en telur að hagsmunir Hagvirki-Klettur átti lægsta til- boðiö í þetta verk, 44,7 milljónir króna. Fyrst og fremst er um að ræða fyllingu og burðarlag. Hagvirki-Klettur mun hefja framkvæmdir 15. maí nk. og stefnir að því að ljúka verkinu 1. september, en í útboðsgögnum hafði verið miðað við 15. október nk. Sólrún hf. á Árskógssandi ger- ir út tvo línubáta, Sólrúnu EA- 351, sem er 147 tonn að stærð, og Þyt EA-96, sem er 9,3 tonn. Þytur hefur aflað alível að undanförnu á Grímseyjar- sundi, norðan af Grímsey og austur á Mánáreyjahrygg og vestur undir Skaga og er þetta allvænn fiskur, sem fengist hefur á þessum slóðum. Þytur hefur verið á línu síðan í september en Sólrún síðan í byrjun nóvembermánaðar og hefur sótt vestur undir Horn, austur undir Sléttu og norður að Kolbeinsey. Tvær síðustu vikur hefur fengist ágætur afli á Skagagrunni. Aflanum er landað slægðum, en gæði þess fisks eru verulega meiri en óslægðs fisks. Með því að landa óslægðu má hagnast á kvóta, en Pétur Sig- urðsson hjá Sólrúnu telur það algjöra öfugþróun vegna þess hversu mikill gæðamunur er á þessu hráefni. Allur aflinn er verkaður í salt, en mjög gott verð er fyrir línufiskinn nú, en hann fer aðallega til Ítalíu, Spánar og Grikklands. Vegna eftirspurnar er fiskinum afskipað jafnóðum og hann er tilbúinn til útflutn- ings. í dag vinna 13 manns við beit- ingu hjá Sólrúnu hf., og er stór hluti þess hóps aðkomufólk, úr Arnarneshreppi og frá Akureyri. Hjá fyrirtækinu starfa alls um 45 manns, þ.e. iandverkafólk, beit- ingamenn og sjómenn. Svipaður fjöldi starfsmanna er hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækinu G. Ben hf. á Árskógs- sandi, en annar bátur fyrirtækis- ins, Sæþór EA-101, hefur verið á ufsaveiðum með net og aflað um 95 tonn sl. hálfan mánuð. Hinn báturinn, Arnþór EA-16, hefur verið á síld og hefur hún að lang- mestu leyti farið til vinnslu og hafa útflutningsverðmæti hennar aukist allt að fimmfalt miðað við bræðslusíld. GG Framkvæmdir í Bakkaselsbrekku hefjast 15. maí Síðastliöinn föstudag voru undirritaðir samningar Vega- gerðar ríkisins og Hagvirkis- Kletts um lagningu nýs 3,4 km vegar um Bakkaselsbrekku í Öxnadal. Fongulegustu fynrsæturnar í samkeppni Módelmynda og Sjallans. Fv.: Asdís María Franklín (2. sæti), Elva Hrönn Eiríksdóttir, sigurvegari og Helga Berglind Jónsdóttir (3. sæti). Mynd: Robyn Fyrirsætukeppni Módelmyndar og Sjallans: Fjórtán ára Akureyrar- mær bar sigur úr býtum Tólf stúlkur kepptu til úrslita í fyrirsætukeppni Módelmyndar og Sjallans í Sjallanum á Ákur- eyri sl. föstudagskvöld. Það var spenna í loftinu þegar dómnefnd kynnti niðurstöðu sína, sem var á þá leið að Elva Hrönn Eiríksdóttir, 14 ára Akureyrarmær, bar sigur úr býtum. Var henni ákaft fagnað. Stúlkurnar tólf voru á aldrin- um 14-23 ára og flestar búsettar á Akureyri. Þær hafa verið í ströngum æfingum fyrir keppnina og skörtuðu sínu fegursta á úrslitakvöldinu. Mikið var um dýrðir í Sjallanum og verður svo einnig um næstu helgi, en þá munu átta karlar reyna með sér í fyrirsætukeppni á vegum sömu aðila. Elva Hrönn var leyst út með veglegum verðlaunum. Hún fékk skartgrip frá Módelsmíði Kristín- ar, fatnað frá Fínum línum, undirföt og sokkabuxur frá Davíð S. Jónssyni hf., snyrtivör- ur frá Th. Stefánssyni hf. og Amaro og ljósmyndatöku hjá Bonna. í 2. sæti varð Ásdís María Franklín (14 ára) og í 3. sæti Helga Berglind Jónsdóttir (16 ára). Eins og áður segir er röðin komin að körlunum um næstu helgi og verða keppendur kynntir þegar nær dregur úrslitakvöld- inu. SS Bjart yfír markaðinum á söltuðum línufíski Miklar umræður urðu um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið á flokksþingi Framsóknarflokksins og mátti greina mismunandi áherslur í máli manna varðandi hvort hafna bæri þeim samningi er nú liggur fyrir Alþingi eða ekki. Allmikil andstaða var við samninginn á meðal þingfull- trúa en hann átti sér einnig talsmenn og fór Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrr- um sjávarútvegsráðherra, @ VEÐRIÐ Veður fer nú kólnandi á land- inu. Á Norðurlandi vestra er spáð austlægri átt, golu eða kalda og léttskýjuðu. Síðdegis verður komin allhvöss norð- austanátt með éljum. Á Norðurlandi eystra verður breytileg átt, gola eða kaldi framan af degi. Síðla dags verður austan kaldi og él á miðunum úti fyrir en skýjað með köflum til landsins. sjávarútvegsins hafi áhrif á sjónarmið manna einkum fyrir þeim er töldu ógerlegt að hafna þessum samningi með öllu. Steingrím- ur Hermannsson, formaður flokksins, tók hinsvegar meiri vara fyrir mörgum atriðum í EES-samningnum. Steingrímur Hermannsson sagði í samtali við Dag að allt tal um klofning í flokknum væri mjög orðum aukið. Hinsvegar hefðu menn mismunandi áhersl- ur um efni samningsins og einnig þá hlið hans sem snertir stjórn- arskrána. Steingrímur kvaðst telja að á flokksþinginu hafi feng- ist vel ásættanleg niðurstaða hvað EES-samninginn varðar og þeir sem hafi efasemdir um hvort hann standist stjórnarskrána hafi fallist á að vafaatriði verði túlkuð stjórnarskránni í vil - þannig að ekki væri hægt að fylgja samn- ingnum nema að stjórnarskráin heimilaði. Um væntanlega atkvæða- greiðslu um EES-samninginn á Alþingi sagði Steingrímur Her- mannsson að hver þingmaður tæki ákvörðun um það fyrir sig en það kæmi sér verulega á óvart ef þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði með honum. Eins og samþykkt flokksþingsins sé þá skipti ekki máli hvort þing- menn sitji hjá við atkvæðagreiðslu eða greiði atkvæði á móti. Steingrímur kvaðst aðspurður telja að nokkur munur væri á skoðunum manna um EES-samn- inginn eftir búsetu. Þannig væri meiri andstaða við hann á Norðurlandi og raunar Suður- landi einnig en í öðrum lands- hlutum. Staðreyndin væri sú að þar sem sjávarútvegurinn væri | ríkari þáttur í atvinnulífinu þar væru menn hliðhollari samningn- um sem væri skiljanlegt út frá hagsmunum á þeim svæðum. Aðspurður kvaðst Steingrímur einnig telja að tengsl Halldórs Ásgrímssonar við sjávarútveginn gerðu það að verkum að hann væri hliðhollari EES-samningn- um en margir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins. Vitanlega yrði að viðurkenna að eflaust sköpuðust erfiðleikar hér ef Norðmenn lentu innan tollmúra Evrópu en við utan þeirra. Því væri þarna um hagsmuni að ræða fyrir sjávarútveginn og hefði það áhrif á sjónarmið manna. ÞI „Við vonum að hráefni til vinnslu hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur endist alveg fram undir jól,“ sagði Einar Njálsson, stjórnarformaður fyrirtækisins í samtali við Dag. Ekki var reiknað með að unnið yrði lengur en til 12. des. hjá Fiskiðjusamlaginu, og sam- komulagi þarf að ná við starfs- fólk til að semja um nokkurra daga lengri vinnu. Einar sagði að vonir stæðu til að einhver afli fengist af trillun- um, sem hefðu fiskað svolítið þegar þær hefðu komist á sjó. Samstarf er við Hafbjörgu EA sem rær með iínu frá Húsavík. Vegagerð ríkisins mun síðan sjá um lagningu efra burðarlags og slitlags og verður þeim fram- kvæmdum lokið árið 1994. óþh Keypt hafa verið 100 tonn af Rússafiski til viðbótar, en alls hafa þá verið keypt um 180 tonn á síðustu vikum. „Miðað við að gæftir verði og línubátar geti róið, vonumst við til að hráefni fáist til að vinnslu fram til 18. eða 19. des,“ sagði Einar. Hann sagði að starfsfólki hefði verið sagt upp frá 12. des. og samkomulag þyrfti að nást við það til að unnt reynd- ist að halda vinnslu áfram viku lengur. Um miðjan desember verður hafist handa við viðhaldsverkefni í rækjuvinnslunni en reiknað er með að vinna hefjist þar á ný fljótlega eftir áramótin. IM Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Hráefni gæti enst fram undir jól

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.