Dagur - 01.12.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 01.12.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 1. desember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFTKR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Blásið í herlúðra Ríkisstjórnin hefur varpað öllum hugmyndum um nýja þjóðarsátt fyrir róða. Með umdeild- um efnahagsaðgerðum hefur hún brotið allar brýr að baki sér og á ekki afturkvæmt í vin- samlegar viðræður við aðila vinnumarkaðar- ins. Til marks um þetta er m.a. tónninn sem fulltrúar á nýafstöðnu þingi Alþýðusambands íslands sendu forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sl. föstudag. í ályktun, sem samþykkt var með lófataki, mótmælir ASÍ-þingið „ómerkilegum dylgjum forsætisráðherra og fullyrðingum um að í tillögum Alþýðusam- bandsins hefðu falist meiri álögur á launafólk en fram kemur í hinum illræmdu ráðstöfunum stjórnvalda sem nú liggja fyrir,“ eins og það er orðað í ályktun þingsins. Fullyrt er að til- lögur ASÍ hefðu þvert á móti skilað launafólki bættum kaupmætti. „...ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar rýra kaupmátt allra og rjúfa þá sátt sem hingað til hefur ríkt í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin ein ber ábyrgð á afleiðingum þessara afglapa sinna,“ segir ennfremur í ályktuninni. í ofangreindri ályktun eru stór orð látin falla í garð núverandi ríkisstjórnar. Hins veg- ar verður ekki betur séð en að þau séu full- komlega réttmæt. í fyrsta lagi ákvað ríkis- stjórnin upp á sitt einsdæmi að hafna þjóðar- sáttarleiðinni. Hún hafði ekki einu sinni fyrir því að láta verkalýðshreyfingu, vinnuveitend- ur og stjórnarandstöðu vita að viðræðunum væri lokið. Þess í stað tilkynnti forsætisráð- herra um fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í beinni útsendingu ljós- vakamiðla. Eftir á að hyggja hafði ríkisstjórn- in líklega aldrei áhuga á víðtæku samráði um efnahagsaðgerðirnar. Minna má á að for- sætisráðherra brást ókvæða við fyrstu fregn- um um „nýjar þjóðarsáttarviðræður aðila vinnumarkaðarins “ og sagði að slíkar viðræð- ur færu ekki fram með vitund og vilja stjórnar sinnar. í annan stað stráir forsætisráðherra salti í sárin með tilhæfulausum fullyrðingum á borð við þá, sem Alþýðusambandsþingið mótmælti svo kröftuglega. Slík framkoma æðsta manns ríkisstjórnarinnar gerir einung- is illt verra. í ályktun Alþýðusambandsþingsins um kjara- og efnahagsmál eru launþegar hvattir til að brýna verkfallsvopnið og vera tilbúnir til að draga það úr slíðrum. Ljóst er að friðurinn, sem ríkt hefur á vinnumarkaðinum, er úti og tími átaka runninn upp. Stærstu launþega- samtökin hafa þegar blásið í herlúðra. BB. Verslunin Sólrún á Árskógssandi: „Þjónustan við bátana stærri þáttur en okkur grunaði“ Til skamms tíma var verslunar- rekstur í Árskógshreppi ein- göngu í höndum Kaupfélags Eyfírðinga, sem rak verslun á Hauganesi allt þar til þrjár konur tóku á leigu verslunar- húsnæði Kaupfélagsins og reka þar verslun í dag. En á Árskógssandi hefur einnig ris- ið verslun, Sólrún, og þar eru konur við stjórnvölinn rétt eins og á Hauganesi. Verslunin hófst 1. júlí 1989 og er í eigu útgerðar- og fiskverkun- arfyrirtækisins Sólrúnar hf. sem gerir út línubátana Sólrúnu og Þyt. Þar er opið alla daga vikunn- ar, en um helgar er þó ekki opn- að fyrr en nær dregur hádegi. Einn af eigendunum, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, hefur séð um daglegan rekstur en haft sér til aðstoðar þjár konur sem skipta með sér afgreiðslustörfunum í hálfs dags vinnu. En hvenær vaknaði sú hugmynd að hefja rekstur matvöruverslunar? „Það hefur lengi verið rætt um það að opna verslun hér á Árskógssandi og fyrir tveimur áratugum var Kaupfélagið að velta þeim möguleika fyrir sér en aldrei varð neitt úr þeim hug- myndum, en Kaupfélagið rak verslun á Hauganesi og ég býst Verslunin Sólrún stendur við veginn til lífæðar sveitarinnar, hafnarinnar. Jónína Halldórsdóttir gaf sér tíma tii að h'ta upp úr afgreiðslustörfunum. við að þeim hafi þótt það yfrið nóg hér um slóðir. Framan af versluðu íbúar Árskógssands mikið á Hauganesi, enda var vegakerfið þá ekki eins gott og snjómokstur aðeins einu sinni í viku og því ekkert annað að fara til innkaupa á nauðsynjavörum. En með bættum samgöngum dró úr þeirri verslun og hún færðist til Akureyrar. í nokkur ár var hér rekin SHELL-sjoppa og þar var hægt að fá ýmislegt smávægilegt auk olíu og bensíns en sú verslun lagðist af fyrir nokkrum árum. Ferðamannastraumurinn til Hríseyjar liggur hér um hlaðið og því fannst okkur tilvalið að veita þessa þjónustu hér á staðnum og auk þess skapar verslunin ein- hverja atvinnu og ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum. Ég gæti trúað því að yfir sumar- tímann væri verslun ferðamanna meiri en heimamanna," segir Ingi- björg Þorsteinsdóttir „Einn þáttur í þessum verslun- arrekstri okkar hefur orðið meiri en okkar grunaði í upphafi en það er sala á „kosti“ til skipa og báta. Hér eru þrír bátar yfir 100 tonn að stærð og aðrir smærri og útgerðir þeirra kaupa allar sínar nauðsynjavörur hér. Þessi aukna velta gefur okkur möguleika á að auka fjölbreyttnina í vöruvali og eins hef ég veitt þá þjónustu endurgjaldslaust að fara til Akur- eyrar til að kaupa þær vörur sem ekki hafa verið hér til staðar. í fyrravetur lönduðu bátarnir héðan í Ólafsvík og Þorlákshöfn og var fiskurinn sóttur þangað og fluttur norður á bílum. Þegar bíl- inn fór vestur eða suður tók hann kostinn með sér þannig að við misstum aldrei tengslin við þessa báta. Þeir hringdu í okkur þegar þeir voru á landleið eða tíman- lega áður þannig að þetta gekk mjög vel og ég held að báðir aðil- ar hafi verið ánægðir með þennan gang mála.“ Það er því auðheyrt að versl- unin Sólrún á Árskógssandi er komin til að vera. GG Tónlist Kirkjukór Sauðárkróks 50 ára Kirkjukór Sauðárkróks er fimm- tíu ára á þessu ári. í tilefni af þeim tímamótum efndi kórinn til tónleika í Sauðárkrókskirkju laugardaginn 28. nóvember. Stjórnandi kórsins er Rögnvaldur Valbergsson, organisti. Efnisskrá kórsins var fjöl- breytt. Flutningur hans var yfir- leitt öruggur. Raddbeiting almennt góð og afar lítið um þvingaða tónmyndun. Þó kom slíkt fyrir til dæmis í lagi Sigfúsar Halldórssonar, Við tvö og blómið, við ljóð Vilhjálms frá Skáholti. Helsti gallinn í flutningi kórs- ins er nokkur órói í styrk þannig að áferð söngsins verður dálítið ójöfn; einstakir raddflokkar eiga það til að taka sig út úr. Hins veg- ar er lítið um það, að einstakir kórfélagar skeri sig úr kórnum. Geta kórsins kom skemmtilega fram í flutningi hans á Maíljóði, madrigal eftir Thomas Morley, við ljóð eftir sr. Hjálmar Jónsson. Vald söngfólksins á tón- haldi kom einnig vel fram í fal- legum og jöfnum bakröddum, svo sem í Hallarfrúnni eftir Jón Björnsson við ljóð Davíðs Stefánssonar og Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Indriða Einarssonar. Af þessum verkum og fleirum er ljóst, að kórinn er allvel á vegi staddur og ætti að geta tekið að ígrunda flutning stærri verkefna, svo sem messa, einkum ef unnt yrði að efla hann nokkuð af ungum rödd- um til styrkar því vana söngfólki, sem nú skipar hann. Þrír einsöngvarar komu fram á tónleikum Kirkjukórs Sauðár- krókskirkju. Sigurdríf Jónatans- dóttir söng einsöng með kórnum í lögunum Hallarfrúin, sem þegar er getið, og Harmljóð eftir Jón Björnsson við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Sigurdríf er í veru- legri framför sem söngvari. Enn er röddin þó dálítið óstyrk og söngkonan feimin við að beita henni af þrótti, en blær hennar er tekinn að nóta sín. Ingveldur Hjaltested flutti fjögur einsöngslög og einnig Ave María Kaldalóns með kórnum. Flutningur Ingveldar var fjörleg- ur og fullur sönggleði. Henni tókst vel að túlka anda laganna og að ná leikrænum tilþrifum, sem lyftu flutningi. Á nokkrum stöðum á hæstu tónum virtist röddin bresta lítillega, en að öðru leyti var hún styrk og full jafnt á veikum sem sterkum söng. Jóhann Már Jóhannsson flutti fjögur einsöngslög og einnig lagið Vor eftir Pétur Sigurðsson við ljóð Friðriks Hansens með kórnum. Jóhann Már fór á kost- um og söng af þrótti og öryggi. Reyndar var líkt og einhver spenna í flutningi hans á vöggu- vísunni Sofðu, sofðu góði og þar skorti nokkuð á mýkt. í þrótt- meiri verkum var Jóhann Már hins vegar í essinu sínu og eins í dúettum, sem hann söng með Ingveldi Hjaltested í lögunum Smaladrengurinn og Smalastúlk- an eftir Skúla Halldórsson og Hríslunni og læknum eftir Inga T. Lárusson, þar sem hann og Ingveldur Hjaltested nutu sín og gerðu bæði afar skemmtilega. Undirleikarar á tónleikum Kirkjukórs Sauðárkróks voru Rögnvaldur Valbergsson og Sól- veig Einarsdóttir. Rögnvaldi hef- ur verulega aukist ákveðni í undirleik, þó að enn mætti hann vera heldur meira afgerandi og styðja betur kór eða einsöngvara. Sólveig er einnig fumlaus og öruggur undirleikari, en leikur hennar er dálítið blæbrigðalítill og skortir nokkuð í lipurð. Kirkjukórar hafa ætíð haft miklu hlutverki að gegna í íslensku tónlistarlífi. Um tíma minnkaði áhugi manna á þeim verulega, enda höfðu þeir sem næst eingöngu kirkjusöng með höndum. Á þessu hefur orðið breyting á nokkuð mörgum síðari áratugum. Kirkjukórar hafa í vaxandi mæli tekið að flytja veiga- meiri kirkjuleg verk og einnig aðrar tegundir tónlistar. Þeir hafa efnt til sjálfstæðra tónleika og þannig aukið vægi sitt í tónlist- arlífi byggða sinna. Allt er þetta af hinu góða og í góðu samræmi við þá fortíð, sem kirkjan og kirkjulegt starf á í menningarlífi þjóðarinnar. Haukur Ágústsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.