Dagur - 01.12.1992, Síða 5
Þriðjudagur 1. desember 1992 - DAGUR - 5
Lesendahornid
„Fyrirgef þeim, því þeir
vita ekki hvað þeir gjöra“
Loks er búið að kynna þjóðinni
þau úrræði, sem landsstjórnin
hefir af sinni alkunnu snilld sett
saman. Þetta hefir að vísu tekið
nokkurn tíma, enda ekki hrist
fram úr erminni að bjarga heilli
þjóð út úr vandræðum. Eins og
aíþjóð er kunnugt er ríkisstjórnin
okkar ákveðin í að hlynna sér-
staklega að þeim sem minna
mega sín og staðráðin í að koma
á allsherjar tekjujöfnun í þjóð-
félaginu.
En hvernig hefir svo tekist til
með bjargráðin gagnvart hinu
almenna launafólki? Skulu nefnd
nokkur dæmi:
Gengi krónunnar fellt um 6%
sem orsakar verðbólgu sem næst
4,5%.
Bensínverð hækkar þrisvar á
næstunni.
Húshitunarkostnaður hækkar,
mismikið á landinu, þeir sem
verst fara út úr þessu munu þurfa
að búa við hækkun upp undir
20%.
Bækur og blöð hækka og því
fylgir hækkun alls skólakostnað-
ar.
Afnotagjald útvarps- og sjón-
varps hækkar.
Vaxtabætur lækka.
Barnabætur lækka.
Öll fargjöld hækka.
Skattbyrði mun yfirleitt
hækka.
Tryggingagjöld hljóta að „
hækka.
Vextir af lánum standa
óhreyfðir.
Hins vegar á ekki að skattleggja
fjármagnstekjur, fremur en áður
og bifreiðastyrkur til ráðherra
verður ekki skertur svo menn viti
og einkabifreiðastjórar verða
kostaðir áfram af þjóðinni, enda
getur ýmislegt orðið til þess að
ráðherrar eigi erfitt með að aka
sjálfir. Dagpeninga eiga ráðherr-
ar og frúr þeirra að hafa áfram í
utanlandsferðum.
Þannig er jöfnuður fram-
kvæmdur í raun.
En ástæðulaust er að gleyma
því eina sem fram kom í þessum
nýju tillögum til jöfnunar. Þar á
ég við svokallaðan hátekjuskatt,
sem leggjast skal á mánaðartekj-
ur kr. 200.000 á einstakling og kr.
400.000 á hjón. Skatturinn á að
nema 5% af áðurnefndum mán-
aðarlaunum. Þetta er þó meira til
að sýnast enda hefði verið óhætt
að bæta við einu eða tveimur
tekjuþrepum því að allstór hópur
manna hefur miklu hærri tekjur
en það sem hér var nefnt, jafnvel
um og yfir eina milljón á mánuði.
Að síðustu skal hér minnst á
annað frægðarverk, sem eftir
ríkisstjórnina liggur nú nýlega.
Það var þegar hún með undir-
skrift ráðherra gerði okkur
íslendinga að aukaaðilum að
svokölluðu Vestur-Evrópu-
bandalagi en það mun vera hern-
aðararmur E.B. Hvaða erindi við
eigum í annað hernaðarbandalag
hefir enginn getað útskýrt svo vel
sé. Kannski á að pota okkur
þannig inn í E.B. bakdyramegin
svo lítið beri á.
Svo fá líka ráðherrar átyllu til
fleiri fundarferða suður í Evrópu
og njóta þá um leið vasapening-
anna, sem þeir fá ekki ef þeir
sitja heima.
Hvernig allur sá málatilbúning-
ur var á Alþingi, þegar þetta var
að gerast, er svo saga út af fyrir
sig.
Stundum dettur manni í hug að
efast um geðheilsu þeirra sem
stjórna landinu okkar, enda hefir
jafnvel gengið fram af þeirra eig-
in flokksmönnum.
En kannski eigum við bara að
vera þæg og góð og segja eins og
sagt var fyrir margt löngu: „Fyrir-
gef þeim, því þeir vita ekki hvað
þeir gjöra.“
231023-4619.
Þakkir til starfsfólks
Hótels Norðurlands
Frostrásin FM 98,7
Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri.
Erum komnir í loftið!
Frostrásin FM 98,7 4»*^
Sími 27687 ★ Útvarp með sál
HÖNNUNARSAMKEPPNI
Verðlaunaafhending
og sýning
verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu,
fimmtudaginn 3. desember nk.
kl. 16.00.
Sýndar verða handprjónaðar flíkur úr
hönnunarsamkeppninni
„íslensk hönnun úr íslenskri ull“
Þátttakendur og gestir þeirra velkomnir.
m ÍSTEX®
ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR H.F.
PÓSTHÓLF 140 - 270 MOSFELLSBÆ - SlMI 91-666300 - MYNDSENDIR 91-667330
- og félaga í Lionsklúbbnum Hæng
Björk Jónsdóttir frá Verka-
kvennafélaginu Framsókn í
Reykjavík, vildi koma á framfæri
sérstöku þakklæti til starfsfólks
Hótels Norðurlands á Akureyri.
„Við í Framsókn, dvöldum á
Hótel Norðurlandi þá viku sem
þing ASÍ stóð yfir á Akureyri og
fengum þar bestu hugsanlegu
þjónustu. Hótelið er virkilega
huggulegt og starfsfólkið sýndi
okkur hlýtt viðmót og vildi allt
fyrir okkur gera og það kunnum
við svo sannarlega að meta.“
Einnig vildi Björk koma á
framfæri þakklæti til félaga í
Lionsklúbbnum Hæng á Akur-
eyri. „Þeir félagar stóðu að
undirbúningi og framkvæmd ASÍ
þingsins í íþróttahöllinni á Akur-
eyri og unnu þar frábært starf.“
Bifreið heimahjúkrunar
á stæði merktu fötluðum
Sonur íbúa í Víðilundi 24
(íbúðarhúsnæði fyrir aldraða)
hringdi:
Við Víðilund 24 hefur skapast
ákveðin hefð með bílastæði, þ.e.
með tímanum hafa íbúarnir helg-
að sér ákveðin bílastæði þótt
auðvitað hafi þeir engan rétt á
þeim umfram aðra ef þannig
stendur á. Framan við húsið eru
líka bílastæði merkt fötluðum,
en um s!. helgi brá svo við að
þar var alla helgina lagt Lödu-
bifreið merkt heimahjúkruninni
(ríkisbifreið). Viðmælanda
fannst það í hæsta máta óviðeig-
andi að þeir sem m.a. bera
ábyrgð á heilsufari þeirra öldr-
uðu leggðu bifreiðum í stæði
merkt fötluðum, og það sólar-
hringum saman. Um þessa helgi
var bílastæðið einn svellbunki
eins og víðar, og margir íbúarnir
í stökustu vandræðum með að
komast frá bifreiðunum á bíla-
stæðunum inn í húsið, ekki síst
fatlaðir, og því fordæmið sem
starfsmaður heimahjúkrunar gaf
ekki gott.
Yfirhafnir teknar
Sveinbjörg Helgadóttir hringdi
og sagði farir sínar og sinna ekki
sléttar. Dóttir hennar og tengda-
sonur fóru á skemmtistaðinn
1929 sama kvöldið og úrslit
„Landslagsins“ fóru fram í Sjall-
anum. 800 manns voru í húsinu
og því margar yfirhafnir teknar
til geymslu. Þegar þau ætluðu
eins og fleiri gestir að taka yfir-
hafnir sínar að dansleik loknum
voru þær allar í einum haug á
gólfinu, eftirlitslausar og gat því
hver sem er tekið þá yfirhöfn sem
honum leist best á enda fór svo
að hvorugt þeirra fékk sína yfir-
höfn, og hafa ekki fengið enn. í
yfirhöfn tengdasonarins var öku-
skírteini og því augljóst hver eig-
andinn er. Sveinbjörg vill skora á
foreldra að athuga hvort í fata-
hengið heima sé komin yfirhöfn
sem þar á ekki heima og koma
henni þá til skila.
Auglýsing um markaðsútboð samvinnuhlutabréfa
Útgefandi:
Nafnvirði hlutabréfa:
Gengi:
Sölutímabil:
Upplýsingar:
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyil..
50.000.000 krónui*.
2,25.
1. desember 1992- 28. febrúar 1993.
Útboðslýsing liggur franuni lijó
aðalsöluaðihun og eiiuiig í afgreiðsliun
Uúuaðarbankans, sparisjóðaiuia og
verðbréfafyrirtœkja.
Unisjón með útboði:
Aðrir aðalsöluaðilar:
NORÐURLANDSHF
Kaupvangsstræti 4,600 Akureyri,
sfini (96)24700.
Kaupþing hf.
löggilt verðbréfafyritiœki
Kringlunni 5,103 Reykjavík,
sfinl (91)689080.
VlB
V erðbréfaniarkaður
íslandsbanka hf,
Ármúla'l3A, 108 Reykjavlk,
sfmi (91) 681530.
S
flHWBBtHBHflSKIWI
SAMUINNUBANKANS
Suðurlandsbraut 18,
108 Reykjavfk, sími (91) 688568.
\
áél KAUPÞING