Dagur - 01.12.1992, Síða 7
Þriðjudagur 1. desember 1992 - DAGUR - 7
Valur náði jafntefli gegn KA
Það voru stálin stinn sem
mættust í KA-húsinu á föstu-
dagskvöldið. Þá áttust við í 1.
deild karla í handknattleik,
KA og Valur. Leikurinn var
hnífjafn og spennandi og bauð
á köflum upp á mjög góðan
handknattleik. Þegar flautað
var til leiksloka var staðan jöfn,
24:24 op. aukakast sem KA-
menn tóku eftir að leiktíminn
var runninn út, breytti engu
þar um
Það sem helst skyggði á var
slök dómgæsla, sem var mjög
ileiðinlegt, þar sem Gunnar
Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson
eru almennt með bestu dómurum
deildarinnar. KA var með for-
Erlingur Kristjánsson leikmaður KA lék vel með liði sínu gegn Val og skor-
aði 7 mörk.
Knattspyrna:
Gústaf Ómarsson
til Leifturs á ný
- óvissa með Einar Einarsson
Gústaf Ómarsson hefur ákveð-
ið að leika með knattspyrnuliði
Leifturs í Ólafsfirði í 2. deild-
inni næsta keppnistímabil.
Gústaf er ekki ókunnugur í
herbúðum Leifturs, því hann
lék með félaginu þrjú keppnis-
tímabil, árin 1987, ’88 og ’89.
Gústaf Ómarsson hyggst leika með
Leiftri í 2. deildinni í knattspyrnu
næsta sumar.
Gústaf gekk til liðs við Breiða-
blik eftir dvölina hjá Leiftri og
lék með liðinu í tvö ár. í sumar
þjálfaði hann Val frá Reyðarfirði
og lék einnig með liðinu. Lið
Vals gerði það gott undir stjórn
Gústafs og lék m.a. við íslands-
meistara IA í 16 liða úrslitum
Mjólkurbikarkeppninnar en varð
að lúta í lægra haldi.
Pá hefur Páll Guðmundsson
frá Selfossi einnig ákveðið að
leika með Leiftri, eins og komið
hefur fram í Degi. Hópurinn frá
því í fyrra verður að mestu
óbreyttur en þó mun Eyjamaður-
inn Jón Atli Gúnnarsson, yfir-
gefa liðið og þá er óvíst hvort
Einar Einarsson leiki áfram með
liðinu. Einar lék með Leiftri í
sumar, en kom upphaflega norð-
ur til KA frá Víkingi. Hann er
fluttur til Reykjavíkur aftur og
því óvíst hvar hann leikur knatt-
spyrnu í sumar. -KK
ystu lengst af leiknum, mest 3
mörk um miðbik fyrri hálfleiks
og aftur um miðjan seinni hálf-
leik, en tókst ekki að hrista Vals-
ara af sér. Valdimar Grímsson
minnkaði muninn í 1 mark úr
vítakasti þegar leiktími fyrri hálf-
leiks var runninn út. Valsmenn
náðu síðan að jafna og komast
yfir þegar aðeins 5 mínútur voru
eftir af leiknum en KA jafnaði
þegar tæpar 2 mínútur voru eftir.
Valsmenn voru með boltann síð-
ustu mínútuna en tókst ekki að
skora og minnstu munaði að KA
næði báðum stigunum þar sem
mislukkuð sending 13 sekúndum
fyrir leikslok færði KA-mönnum
boltann. Tíminn var þó of naum-
ur og jafntefli 24:24 var niður-
staðan.
„Þetta var mjög jafn leikur og
gat farið á hvorn veginn sem var.
Vörnin var mjög góð, sérstaklega
í fyrri hálfleik, en markvarslan
brást,“ sagði Alfreð Gíslason,
þjálfari KA. Iztok Race stóð í
marki KA lengst af, en varði
aðeins 3 skot. Bestu menn KA
voru Óskar Elvar og Erlingur
Kristjánsson og Alfreð. Dagur
Sigurðsson var bestur Valsara.
Eftir leikinn hljóp forráðamönn-
um liðanna kapp í kinn og var sú
framkoma báðum aðilum til
vansa. M.a. gaf Þorbjörn Jensson
þjálfari Vals einum stjórnar-
manni í handknattleiksdeild KA
óþyrmilegt olnbogaskot.
Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 8:5, 12:9,
14:13, 16:15, 19:18, 21:19, 22:22 og
24:24.
Mörk KA: Óskar E. Óskarsson 8/1.
Erlingur Kristjánsson 7/3, Alfreð Gísla-
son 4, Jóhann Jóhannsson 3, Pétur
Bjarnason 1 og Ármann Sigurvinsson 1.
Mörk Vals: Valdimar Grímsson 8/5,
Dagur Sigurðsson 5, Jón Kristjánsson 5/
2, Júlíus Gunnarsson 4, Óskar Óskarsson
1 og Geir Sveinsson 1.
Bæði lið Stólanna fengu heimaleiki í Bikarkeppni KKÍ:
Báöu um heimaleik gegn
Narðvík, og fengu!
Dregið var í 8-liða úrslit í bik-
arkeppni Körfuknattleiks-
sambands íslands á laugardag.
Karla- og kvennalið Tindastóls
á Sauðárkróki sem bæði eru
með í bikarkeppninni fengu
heimaleik, konurnar gegn
Keflvíkingum sem eru enn
ósigraðar í deildarkeppninni
og karlarnir gegn Njarðvík en
þeir eiga harma að hefna gegn
þeim, en Njarðvíkingar slógu
þá út úr bikarkeppninni fyrir
tveimur árum síðan.
„Þetta voru okkar óska-
andstæðingar í bikarkeppninni,
fyrst og fremst vegna þess að þeir
slógu okkur út í 16-liða úrslitum í
Njarðvík fyrir tveimur árum með
eins stigs mun. Við höfum spilað
tvo deildarleiki við þá í vetur,
unnum þá í Njarðvík 111:107 en
töpuðum með tveggja stiga mun
hér heima, 72:74,“ sagði Þórarinn
Thorlacius formaður körfuknatt-
leiksdeildar Tindastóls aðspurð-
ur.
Tindastólsstúlkurnar hafa ekki
leikið í vetur við hið sterka lið
Keflvíkinga sem enn er ósigrað í
deildinni. Segja má að lið Tinda-
stóls hafi komið bakdyramegin
inn í 1. deildina, því lið Hauka
dró sig á síðustu stundu út úr
keppninni. Ákveðið var að senda
unglingalið Tindastóls sem er
yfirburðalið í þeim aldursflokki
og hefur þeim gengið framar öll-
um vonum, eru með 10 stig og í
hópi efstu liða.
Leikirnir fara fram sunnudag-
inn 13. desember, kvennaleikur-
inn klukkan fimm en karlaleikur-
inn klukkan átta.
Aðrir bikarleikir í karlaflokki
eru eftirtaldir:
Snæfell-Valur
Breiðablik-Keflavík
Skallagrímur-KR
í kvennaflokki drógust eftirtal-
in lið saman:
ÍS-KR
ÍR-Njarðvík
Grindavík-Snæfell
GG
Þar sem lið Bjarnarins mætti ekki til leiks, tók lið SA létta ætingu á laugardaginn.
Björninn
Ekkert varð af fyrirhuguðum
leik Skautafélags Akureyrar
og Bjarnarins.
Liðsmenn Bjarnarins höfðu
fengið leikinn færðan til kl. 16.00
Íshokkí:
mætti ekki til leiks
og skömmu áður en hann átti að
hefjast vildu þeir fá honum
frestað. Skautafélagsmenn töldu
sig ekki geta sætt sig við slíka
framkomu, því m.a. höfðu verið
fengnir dómarar frá Reykjavík.
Leikurinn var því flautaður af og
á og SA dæmd stigin. í staðinn
var sett upp innanfélagsmót og
skipt í 2 lið.