Dagur - 01.12.1992, Side 9
Þriðjudagur 1. desember 1992 - DAGUR - 9
Halldór Arinbjarnarson
Bikarkeppnin í handknattleik:
KA fékk heimaleik gegn Haukum
- „miög ánægður með þessa andstæðinga,“ segir Alfreð
Gíslason, þjálfari KA
Dregið var í VISA-bikar-
keppninni, þ.e. bikarkeppni
karla á laugardag og fékk lið
KA heimaleik á móti Hauk-
um. Liðin eru 4 ár síðan KA
fékk síðast heimaleik í bikar-
keppni ef undanskildir eru
leikir liðsins gegn Haukum-b í
fyrra og gegn liði Vals-b í ár en
báðir þeir leikir voru keyptir
heim.
„Ég er mjög ánægður með
þessa andstæðinga," sagði Alfreð
Gíslason leikmaður og þjálfari
KA, „við erum nýlega búnir að
vinna þá í deildarkeppninni og
unnum báða leikina gegn þeim í
fyrra og ætlum að stimpla það inn
í þá að tap gegn okkur sé eðlileg-
ur hlutur. Þetta verður hins vegar
ekkert auðunninn leikur, sami
baráttuleikurinn og síðast.“
Bikarleikurinn KA-Haukar fer
fram sunnudagskvöldið 13. des-
f,
ember og aðrir leikir þá sömu
helgi, en dráttur fór að öðru leyti
' annig fram:
BV-Valur
Grótta-Víkingur
Selfoss-Fram
í kvennaflokki drógust eftirtal-
in lið saman:
Stjarnan-Víkingur
ÍBV-Valur
Fylkir-Fram
FH-Grótta
GG
Ársþing Knattspyrnusambands íslands:
Hert eftirlit með aðbúnaði
á og við knattspymuvelli
Ársþing Knattspyrnusam-
bands Islands var haldið í
Reykjavík um síðustu helgi.
Litlar breytingar urðu á aðal-
stjórn sambandsins, Eggert
Magnússon var endurkjörinn
formaður og aðrir aðalstjórn-
armenn eru Guðmundur Pét-
ursson, Jón Gunnlaugsson,
Helgi Þorvaldsson, Elías
Hergeirsson, Sveinn Sveins-
son, Akureyringurinn Stefán
Gunnlaugsson, Eggert Stein-
grímsson sem kosinn var í stað
Sigmundar Stefánssonar og
Agúst Ingi Jónsson sem kosinn
var í stað Þórs Símonar Ragn-
arssonar eftir tvísýna kosningu
milli hans og Jóns Magnússon-
ar.
Eitt stærsta mál þingsins var að
herða reglur í sambandi við
aðbúnað valla, eins og t.d. bún-
ingsaðstöðu, en þar hefur liðum
verið boðið upp á ærið misjafna
aðstöðu svo ekki sé fastara að
orði kveðið, en þetta eftirlit verð-
ur nokkuð misjafnt eftir því um
hvaða deild er að ræða.
Sem landshlutafulltrúi Norð-
lendinga var Rafn Hjaltalín kos-
inn og hans varamaður verður
Sauðkrækingurinn Stefán Logi
Haraldsson. Á komandi starfsári
KSÍ mun starfa 5 manna fram-
Körfuknattleikur, 1. deild kvenna:
Tindastóll tapaði fyrir KR en
vann stórsigur á Njarðvíkingum
Hið unga lið Tindastóls hélt
suður um helgina og lék tvo
leiki í 1. deild kvenna í körfu-
knattleik. Á föstudag léku þær
við KR-inga og töpuðu 54:41
en á sunnudag héldu þær suður
með sjó og léku við
Njarðvíkinga og sigruðu mjög
sannfærandi, 32:64.
í leiknum við KR var mikil
barátta strax frá upphafi, en KR-
stúlkur voru þó oftast yfir. Tinda-
stól tókst að jafna um miðjan fyrri
hálfleik en síðan dró aftur í sund-
ur með liðunum. Staðan í hálf-
leik var 23:18.
Slæm byrjun Tindastóls í byrj-
un seinni hálfleiks slökkti frekari
vonir um sigur í þessum leik, og
KR-stúlkurnar héldu fengnum
hlut og sigruðu 54:41. Stigahæst-
ar í liði Tindastóls voru Kristín
Elfa Magnúsdóttir með 14 stig,
Valgerður Erlingsdóttir með 8
stig og þær Birna Valgarðsdóttir
og Inga Dóra Magnúsdóttir með
6 stig hvor.
Stórsigur í Njarðvík
Það var allt annað lið sem
mætti Njarðvík á sunnudag og
vann stórsigur, 32:64. Tindastóls-
stúlkurnar voru fremri á öllum
sviðum kvennakörfuknattleiks og
var sigur þeirra aldrei í hættu, en
Njarðvíkurliðið situr á botninum
í 1. deild án stiga. Dómgæslan í
báðum þessum leikjum þótti
orka mjög tvímælis oft á tíðum,
m.a. var sparkað í liggjandi
leikmann Tindastóls sem dæma
ætti brottrekstrarvíti á, en sú
brotlega slapp með víti og
skrekkinn.
Stigahæstar hjá Tindastól voru
Birna Valgarðsdóttir með 24 stig,
Kristín Elfa Magnúsdóttir með
13 stig og Kristjana Jónasdóttir
með 12 stig. GG
íþróttir fyrir alla:
Skautakennari á
skautasvellinu í dag
Landssamtökin IÞRÓTTIR
FYRIR ALLA standa fyrir
skautahátíð á skautasvelli
Skautafélags Akureyrar í dag
frá kl. eitt til sex og er aðgang-
ur ókeypis.
Á skautasvellinu á Akureyri
verður skautakennari til staðar,
en dagskráin í Reykjavík er sínu
veglegri því þar verður kynning á
listskautum, kynning á íshokký
og listskautasýning. Hátíðin er
haldin í samvinnu við ÍTR, Vífil-
fell og Bauer umboðið. GG
kvæmdastjórn, og er það
nýlunda. I henni munu sitja for-
maður, gjaldkeri, formaður
mótanefndar auk tveggja aðal-
stjórnarmanna. GG
„Verður ekkert auðunninn leikur,“ segir Alfreð Gíslason.
Gráðumót Júdósambands íslands:
Kristján lagði alla
andstæðinga sína á ippon
Gráðumót Júdósambands ís- lands fór fram í íþróttahúsi Fjölbrautaskólans í Breiðholti í Reykjavík sl. laugardag. Júdódeild KA átti einn fulltrúa á mótinu, Kristján Jóhannsson, og gerði hann sér lítið fyrir og sigraði í sínum flokki og lagði alla andstæðinga sína á ippon. Kristján er nýbyrjaður að æfa júdó á ný eftir nokkurt hlé og hann sýndi það í Reykjavík á laugardag, að hann hefur engu gleymt. Flokkur hans er mínus 71 kg en þar sem ekki var keppt í þeim flokki á mótinu, keppti Kristján í mínus 78 kg flokki og því er árangur hans enn athygl- isverðari. Næsta verkefni hjá júdómönn- um KA, er sveitakeppni JSÍ, sem haldin verður á Akureyri 12. des- ember nk., í tilefni 15 ára afmælis júdódeildar KA á árinu. Þar munu allir bestu júdómenn landsins mæta til leiks, með Bjarna Friðriksson, úr Ármanni í broddi fylkingar. -KK
Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals sakaður um líkamsmeiðingar
jiioauu, v uio ounuuui uni njvaui
eftir leikinn við KA sl. föstudagskvöld:
Sámar mest að verið er að ljúga upp á
mig og gefa í skvn að ég sé illmeimi
- Þorbjörn gaf mér olnbogaskot í magann, segir Hermann Haraldsson
„Það sem gerðist var að Þor-
björn Jensson, þjálfari Vals,
gaf mér olnbogaskot í magann
og ástæðan fyrir því var
engin,“ sagði Hermann Har-
aldsson, stjórnarmaður í hand-
knattleiksdeild KA í samtali
við Dag, um atvik sem skeði
eftir leik KA og Vals í 1. deild-
inni í handbolta sl. föstudags-
kvöld. Þorbjörn Jensson,
þjálfari Vals kannast ekki við
að hafa gefíð Hermanni oln-
bogaskot og segir KA-menn
vera að blása upp tóma vit-
Ieysu.
„Eftir að ég hafði átt orðastað
við Hermann við innganginn í
búningsklefana, ýtti ég honum úr
dyragættinni og gekk til bún-
ingsklefa. Það var allt um sumt
og það sem mér sárnar mest er að
verið er að ljúga upp á mig og
gefa í skyn að ég sé eitthvert ill-
menni. Ég er með vitni að því
sem gerðist og það var nákvæm-
lega eins og ég hef lýst því,“ segir
Þorbjörn.
„Það voru vitni að þessum
atburði, m.a. stjórnarmenn í
Val. Þorbjörn kom svo til mín
seinna um kvöldið og bað mig
afsökunar en tilgreindi enga
ástæðu fyrir þessari framkomu
sinni aðra en þá að þetta væri
keppnisskapið,“ sagði Hermann.
I framhaldi af þessum atburð-
um var hætt við að bjóða leik-
mönnum Vals í kaffi og meðlæti
eftir leik, eins og venja er hjá
forráðamönnum KA. „Það var
ákveðið að láta liðsmenn Vals
bíta úr nálinni fyrir hegðun þjálf-
ara síns,“ sagði Hermann.
„Mér finnst það í hæsta máta
barnalegt að liðsmenn mínir
skildu ekki fá kaffi vegna þessa
máls og mér skilst að dómurum
leiksins hafi heldur ekki verið
boðið í kaffi, ekki voru þeir á
mínum vegum,“ sagði Þorbjörn
Jensson. -KK
íslenskar getraunir:
Tveir íslendingar í
hópi vinningshafa
- 13 réttir gáfu kr. 1.300.000,-
Fertugasta og áttunda leikvika
í íslenskum getraunum var um
síðustu helgi.
Samkvæmt upplýsing frá
íslenskum getraunum reyndust
33 raðir með þrettán rétta. Tveir
íslendingar eru í hópi vinnings-
hafa og hljóta eina milljón og
þrjú hundruð þúsund hvor. Báð-
ar raðirnar voru seldar í Laugar-
dalum í Reykjavík. ój