Dagur - 01.12.1992, Síða 11
Þriðjudagur 1. desember 1992 - DAGUR - 11
‘Á að mála?
(jóthr íslenskar málningar-
vörur á tjéðu verði
‘Tagleg ráðgjöf á staðnum
afsláttur af Sjafiarvörum tiljóla
‘Tolitex io t íwítt, gljástig 3
£r. 4.405
BYGGINGAVORUR
LONSBAKKA • 601 AKUREYRI
96-30321, 96-30326. 96-30323
FAX 96-27813
Linda hf. og dagblaðið Dagur
hafa ákveðið að efna til samkeppni
um besta, heimagerða konfektið
^•Keppnin hefur hlotið nafnið Konfektmeistarinn
og leitin að þeim ágæta meistara er hafin!
^■Öllum er heimil þátttaka I samkeppninni, eina
skilyrðið er að konfektið sé heimatilbúið og að
„framleiðendur" hafi uppskriftina og aðferða-
fræðina til reiðu, ef eftir því er óskað.
►Þátttakendur þurfa að skila inn 15 konfekt-
molum fyrir 14. desember nk. en þá rennur
skilafrestur út. Senda á konfektið til Dags,
Strandgötu 31,600 Akureyri, merkt
„Konfektmeistarinn".
•■Framleiðslan skal merkt dulnefni en með fylgi
rétt nafn, heimilsfang og slmanúmer höfundar í
lokuðu umslagi, auðkenndu dulnefninu.
p-Höfundar 10 bestu konfektgerðanna, að mati
dómnefndar, fá hver um sig að launum kassa
með úrvali af framleiðsluvörum Lindu hf. Hver
kassi er að verðmæti rúmlega 10 þúsund
krónur.
^•Höfundur þess konfekts, sem dómnefnd telur
best, hlýtur enn vænni skerf af góðgæti frá
Lindu hf„ ársáskrift að Degi og ýmsan annan
glaðning.
►Forráðamenn Lindu hf. munu hugsanlega
kaupa uppskrift/ir og framleiðslurétt að konfekti
sem sent verður inn ( keppnina.
►úrslit samkeppninnar verða kunngerð eigi stðar
en þriðjudaginn 22. desember nk.
1mm, Linda
Ánægð eftir vei heppnaða sýningu!
er
konfekt-
meistarinn?
Mannlíf
í búningsherbergi eftir sýningu. Farðinn fjariægður!
Sjálfstæðiskvennafélagið
VÖRN
í tilefni af 55 ára afmæli félagsins veröur
„Opið hús" í Kaupangi nk. miðvikudags-
kvöld þann 2. desember frá kl. 20.30.
Rifjuð verður upp saga félagsins, tískusýning og
gamanmál.
Kaffiveitingar.
Allar félagskonur og aörir velunnarar
félagsins velkomnir.
Stjórnin.
Þrír af leikurum í sýningunni skipa stjórn Leikfélags Raufarhafnar. Frá
vinstri Kristján Önundarson (Finnbjörn), Sigurveig Björnsdóttir, formaður
L.R. (Áróra) og Jónas Friðrik Guðnason (Jónatan skipstjóri).
Leikfélag Raufarhafnar sýnir Hart í bak eftir Jökul Jakobsson:
Fengum virkilega góðar móttökur
- segir leikstjórinn, Guðfmna Margrét Óskarsdóttir
Leikfélag Raufarhafnar frum-
sýndi sl. föstudagskvöld
leikritiö vinsæla, Hart í bak,
eftir Jökul Jakobsson í Hnit-
björgum á Raufarhöfn. Önnur
sýning var sl. sunnudag og
þriðja sýning verður í kvöld,
þriðjudag. Þá er stefnt að
fjórðu sýningunni nk. fimmtu-
dagskvöld, 3. desember.
„Við fengum alveg virkilega
góðar viðtökur. Fólk er yfir sig
hrifið og á ekki orð yfir að svona
sterkt leikrit skuli vera sett upp í
300 manna þorpi. Hart í bak er
þriðja stykkið sem við setjum
upp á rúmum þremur árum.
Sannleikurinn er sá að við höfum
fengið ótrúleg viðbrögð, fengið á
milli 5 og 600 manns á sýningu.
Auk heimamanna höfum við
fengið góða aðsókn frá Kópa-
skeri, Þórshöfn og sveitunum í
kring. Við gætum ekki staðið
undir þessu ef nágrannasveitar-
félögin tækju ekki svo mikinn
þátt í þessu með okkur,“ sagði
Guðfinna Margrét Óskarsdóttir,
leikstjóri, en auk þess að leik-
stýra er hún kennari á Raufar-
höfn.
„Við erum með ágætis leikhús
hérna, en eigum hins vegar nán-
ast engan búnað. Við verðum að
fá ljós og ljósabúnað frá fjórum
eða fimm ieikfélögum. Það er
alltaf dálítið mikið fyrirtæki,“
sagði Guðfinna Margrét.
Tólf leikarar taka þátt í Hart í
bak, en allt í allt hafa um 30
manns lagt hönd á plóginn. „Það
þýðir á mannamáli að hver ein-
asta fjölskylda í þorpinu kemur á
einn eða annan hátt við sögu.“
Leikararnir eru Björg Hjördís
Ragnarsdóttir, Hrólfur Björns-
son, Sóley Björk Sturludóttir,
Angela Agnarsdóttir, Jónas
Friðrik Guðnason, Sigrún Guðna-
dóttir, Sigurveig Björnsdóttir,
Kristján Onundarson, Páll G.
Þormar, Hörður Þorgeirsson,
Jónas Pálsson og Bergur
Júlíusson.
í leikskrá skrifa átta aðilar um
gildi leiklistar fyrir stað eins og
Raufarhöfn. Þóra Jones kemst
svo að orði: „Hvers virði er það
fyrir mannlífið á Raufarhöfn að
eiga virkt leikfélag? Hvers virði
er það fyrir alla staði, stóra sem
smáa, að eiga virkt leikfélag?
Leiklist er mjög gefandi, hvort
heldur sem það er fyrir þann,
sem starfar í leikfélaginu eða
áhorfandann. Hún þjappar og
sameinar fólk í eina heild á með-
an á undirbúningi sýninga
stendur, laðar fram áður óþekkta
hæfileika hjá mörgum, virkjar
nýja einstaklinga til starfa og
skapar spennu og tilhlökkun.
Leiklist lyftir hversdagnum upp á
hærra plan og það hlýtur að vera
mikils virði.“ óþh
Guðfínna Margrét Óskarsdóttir,
leikstjóri.
Áróra (Sigurveig Björnsdóttir) og
Finnbjörn (Kristján Önundarson)
ræða málin.