Dagur - 01.12.1992, Page 15
Þriðjudagur 1. desember 1992 - DAGUR - 15
Dagdvelja
Stiörnuspá
" eftir Athenu Lee *
Föstudagur 27. nóvember
G
Vatnsberi
(20. jan.-18. feb,
D
Hlutimir gerast hratt í dag og þú
færö lítinn tíma til umhugsunar.
Gættu að því að taka ekki of fljót-
færnislegar ákvarðanir.
Fiskar
(19. feb.-20. mars)
)
Þótt þú hafir mestan áhuga á því
sem er að gerast þessa dagana
skaltu ekki gleyma áhugaverð-
um langtímamarkmiðum. Rækt-
aðu hæfileika þína vel.
C
Hrútur
(21. mars-19. aprll)
Góður dagur fyrir elskendur.
Sérstaklega munu þeir sem eru
giftir eða trúlofaðir eiga gott með
að ræða áætlanir eða vandamál.
Happatölur eru 7, 16 og 32.
Naut
(20. aprll-20. maí)
)
Ekki ana að neinu í dag. Bíddu
nauðsynlegra upplýsinga áður
en þú tekur ákvarðanir. Einhver
þér nákominn gæti skipt um
skoðun og gert þér llfið léttara.
Tvíburar
(21. mal-20. Júnl)
)
Afslappað andrúmsloft í dag ger-
ir að verkum að þú ert ekki nógu
vel á verði gagnvart hnýsni.
Láttu ekki blanda þér í pólitískar
umræður í dag.
C
Krabbi
(21. Júní-22. Júlí)
)
Einhver óróleiki einkennir
persónuleg sambönd fyrri hluta
dagsins en það ætti að lagast.
Þú ættir ekki að taka störar
ákvarðanir í dag.
Ijón
(23. Júli-22. ágúst)
)
Taktu daginn snemma ef mikið
liggur fyrir í dag. Kannski þurfa
aðrir á aðstoð þinni að halda
seinni partinn og það gæti sett
allt úr skorðum hjá þér.
3
Meyja
(23. ágúst-22. sept.
D
Þessi viðburðaríki dagur gæti
opnað þér góða möguleika á
næstu vikum, hvort sem um er
að ræða í viðskiptum eða einka-
lífi. Þú kemur miklu í verk í dag.
(
VOg
(23. sept.-22. okt.
D
Þú færð nýtt tækifæri í dag;
kannski varðandi hugmynd sem
ekki komst á framfæri. í einkalff-
inu verður einhvers konar
ábyrgð af þér létt.
C
Sporðdreki')
(23. okt.-21. nóv.) J
Ýmislegt bendir til breytinga,
heimafyrir eða í vinnunni. Ekki
ana að neinu. Þú kærir þig nefni-
lega ekki um breytingar, bara til
að breyta til. Finndu auðveldari
leið til að vinna á leiðindunum.
(±
BogmaðurD
(22. nðv.-21. des.) J
Ef þú sýnir á þér veikan blett í
dag er hætta á að fólk í kringum
þig notfæri sér það. Sérstaklega
verður reynt að taka af þér vald
til ákvarðanatöku.
Steingeit 'N
(22. des-19. jan.) J
Þú stendur ekki vel í samkeppni
og þarft að berjast fyrir þfnu.
Notaðu tímann til að bæta sam-
band sem slitnaði upp úr tíma-
bundið.
A léttu nótunum
í veitingahúsinu
„Þjónn! Ég vil gjarnan fá buff.“
„Sjálfsagt, herra. Á það að vera enskt eða franskt?"
„Skiptir engu. Ég ætla ekki að tala við það...“
„Þjónn! Þessi þorskur bragðast ekki eins vel og sá sem ég fékk hér í
síðustu viku.“
Þjónninn: „Ja, það er nú merkilegt. Sjáðu til, þetta er nefnilega sami
þorskurinn."
Afmælisbarn
Metnaður er sá kraftur sem ein-
kennir marga bogmenn og árið
býður þeim upp á mörg tækifæri.
Hins vegar er hætta á því að þeir
verði svo uppteknir við að ná sett-
um markmiðum, að þeir vanræki
ónnur málefni. Gleymdu þér ékki
þar sem persónuleg sambönd eru
annars vegar, sérstaklega um mitt
ár þegar rómantfkin mun ráða
rfkjum.
Þetta þarftu
Tröllafræ
Stærsta fræ í heimi er tvöfalda
kókoshnetan, fræ kókospálmans
„Lodoicea seychellarum" en
hann vex á Seychelleyjum f Ind-
landshafi.
í hnetunni er aðeins eitt fræ en
hún er hins vegar allt upp í 18
kíló að þyngd.
Orbtakift
Að finna hvar
skórinn kreppir
Orðtakið, að finna (vita, sjá) hvar
skórinn kreppir, merkir að finna
(vita, sjá) hvar örðugleikarnir
þrengja að; hver vandinn er. Sam-
svarandi orðtök eru til í mörgum
málum, m.a. dönsku, þýsku og
ensku. Orðtakið er runnið frá dag-
legri reynslu og eiginleg/uppruna-
leg merking þess er augljós.
Nú á tímum þykjast sumir vita
„hvar skóinn kreppi". Að nota orð-
ið skór í þolfalli f þessu samhengi
er rangt.
Hjonabandib
Mistök
„Öllum verða á mistök, þeir giftu
komast bara fyrr að þvf en aðrir.“
Ókunnur höfundur.
sfÓRT
Lengsta nafn
á vatni
Vatn eitt í Massachusetts í
Bandaríkjunum mun heita
lengsta nafni, sem vitað er um
á stöðuvatni. Það heitir hvorki
meira né minna en Chargoggu-
ugoggmonshaugagggoggc-
hubunagungamaug.
Nafnið er úr Algonquin-lndí-
ánamáli og kvað merkja: „Þú
veiðir frá þínum bakka, við frá
okkar, en enginn í miðjunni".
En þetta nafn hefur víst þótt
nokkuð stirt í munni, og ef til
vill vont að muna það, a.m.k.
fyrir aðra en Indíána, og þess
vegna hefur landfræðiheita-
nefnd ríkisins úrskurðað að
vatnið skuli framvegis aðeins
heita - Chaubunagunagunga-
maug.
Laxamóðirin
í Þjóösögum Jóns Árnasonar
er eftirfarandi sögn um laxa-
móðurina:
Hún er talin voðalega stór
skepna, og er allt hið sama
með löxum, sem flyðrumóður-
inni með lúðum, en engar sög-
ur fara af meingjörðum henn-
ar. „Frá því var mér sagt“,
segir séra Jón Norömann, „aö
í Laxá í Hnappadalssýslu hafi
fyrrum verið mikil laxveiði og
silungsveiði. Hylur einn var í
ánni og jarðhús í, og var þar
óvenjan öll af silungi og laxi,
en náðist aldrei. Var það þá til
bragðs tekið, að sel var hleypt
í hylinn, og haft band á
honum, en menn voru fyrir
neðan meö net. Fældi selurinn
svo fyrst fram smásilungana,
síðan komu fram laxarnir, og
veiddu menn hvorutveggja.
Loksins komu tvær ógnar stór-
ar skepnur fram úr jarðhúsinu;
það voru laxamæðurnar. ösl-
uöu þær fram ána, rifu öll netin
og héldu af út á sjó. Þá er
sagt, að hafi tekið fyrir veiðina
í Laxá“.
Lykt af úldnum
krata
Og ráðstafan-
ir ríkisstjórnar
hafa litið
dagsins Ijós.
Sama er hvar
borið er niður
allir eru
óánægðir ef
ekki reiðir. Já,
kostum þing-
manna Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks er ekki hampað.
Starri í Garði er maður orð-
heppinn og nýverið kom út
bók eftir hann er nefnist „Úr
ruslakistu Starra í Garði“. Þar
er að finna vísu sem ort var
fyrir margt löngu, sem sumir
segja að eigi vel við daginn í
dag.
Er í heimi enn um skeið,
engin von um bata.
Þegar menn finna langa leið,
lykt af úldnum krata.