Dagur - 17.12.1992, Qupperneq 7
ví^wMir^vfwrírtfj-^fj-rt-ii-mYm'mYí'i'ái’íTlWt'lVAYif^VíYl'íViWíV/iViVíVAW*
H
I
8
I
í
I
Fimmtudagur 17. desember 1992 - DAGUR - 7
Bolumarkaðurinn á Akureyri:
Mikið um að vera um helgina
- opið á föstudag, laugardag og sunnudag
Bólumarkaðurinn að Eiðsvalla-
götu 6 á Akureyri hefur verið
starfræktur síðan í október.
Umsjón með markaðnum hef-
ur JC Akureyri. Markaðurinn
hefur gengið vel og mikil eftir-
spurn er eftir söluborðum.
Fljótlega varð ljóst að fleiri
óskuðu eftir aðstöðu til að selja
varning sinn en húspláss leyfði og
var því ákveðið að hafa einnig
opið á sunnudögum fram til jóla.
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri:
Á milli 40 og 50 söluaðilar hafa
boðið upp á fjölbreytt vöruúrval
frá opnun og ávallt er reynt að
bjóða nýjar vörur um hverja
helgi.
Á Bólumarkaðnum hafa ein-
staklingar fengið tækifæri til að
kynna hina ýmsu framleiðslu sem
í flestum tilvikum eru heimaunn-
ar vörur. Gaman er að fylgjast
með, skoða og kaupa vandaðar
heimaunnar vörur.
Um þessa heigi, sem jafnframt
er síðasta söluhelgi á þessu ári,
verður mikið um að vera á Bólu-
markaðnum. Á morgun föstudag
frá kl. 15.00-20.00 verður sam-
starfshópurinn „Hagar hendur“
á markaðnum. Þá gefst tækifæri
til að kaupa nýstárlegar jóla-
skreytingar úr eyfirskum hálmi.
Auk margra nytjahluta svo sem
trébretti o.fl.
Á laugardaginn verður opið frá
kl. 11.00-16.00 og á sunnudag frá
kl. 13.00-16.00. Athygli er vakin
á því að ekki er um sömu
söluaðila að ræða þessa daga og
því er vöruúrvalið fjölbreytt.
Fréttatilkynning
Björn Sigurbsson Húsavík, sími: 96-42200
Áætlun
Húsavík - Akureyri - Húsavík
Daglegar
ferðir til jóla
Sunnudaga:
Frá Húsavík kl. 17.00 - frá Akureyri kl. 19.00.
Alla aðra daga:
Frá Húsavík kl. 08.00 - frá Akureyri kl. 15.30.
Rýmri heimsóknar-
tímiumjólogáramót
Starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri vill benda vinum og
vandamönnum á að yfir hátíðirn-
ar verða heimsóknir á sjúkrahús-
ið ekki takmarkaðar við venju-
legan heimsóknartíma.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk viðkomandi deilda.
Gilfélagið:
Desembervakan
framlengd
Desembervakan í Listagili hefur
verið framlengd til 30. desember.
Borist hafa fjölmargar óskir
þessu að lútandi frá fólki sem
ekki hefur komist til okkar vegna
veðurs undanfarna daga. Mynd-
listarsýningin er opin alla virka
daga frá 14 til 21.30 og um helgar
frá kl. 14 til 19. Fyrirhugaðar
uppákomur milli jóla og nýárs
verða nánar auglýstar síðar.
Einnig hefur drætti í listaverka-
happdrættinu verið frestað til 30.
desember. (Frétlatilkynning)
Happdrættís-
almanak
Þroskahjálpar
Hið árvissa listaverka- og happ-
drættisalmanak Landssamtak-
anna Þroskahjálpar er komið |
út fyrir árið 1993.
Að venju er almanakið prýtt
myndum af grafíklistaverkum
þrettán íslenskra listamanna.
Samstarf Þroskahjálpar við ís-
lenskt myndlistarfólk hefur frá
upphafi verið heilladrjúgt þar
sem almanakið er helsta tekju-
lind Þroskahjálpar og hefur auk
þess borið hróður listafólksins
víða.
Jafnframt gildir hvert almanak
sem tólf happdrættismiðar og í ár
með tuttugu vinningum. Meðal
vinninga er Suzuki sportbíll og
þrjár myndir eftir listamanninn
Erró sem gaf samtökunum um-
rædd verk. Almanakið sem kost-
ar kr. 1.000 er aðeins gefið út í
18.000 eintökum og eru því vinn-
ingslíkur miklar.
Almanakið er til sölu á skrif-
stofu Þroskahjálpar, Suður-
landsbraut 22, Reykjavík, í
bókaverslunum á höfuðborgar-
svæðinu og hjá sölufólki á flest-
um stöðum á landinu. Sölufólk
Þroskahjálpar mun bjóða alman-
akið til sölu í heimahúsum á
næstu vikum og treysta samtökin
á stuðning almennings nú sem
endra nær.
Tvær frábærar bækur eftir
verðlaunahöfundinn Þorgrím Þráinsson
Bak við bláu augun
Saga um nýnema í menntaskóla sem
eru jafn ólíkir og þeir eru margir og
hafa þeir mörgum hnöppum að
hneppa. Hver er þessi stúlka með fal-
legu bláu augun? Hver er leyndar-
dómur hennar og kemst hann nokkru
sinni upp? Og hvað tekur bekkjar-
bróðir hennar til bragðs til að vinna
hylli hennar?
Lalli ljósastaur
Hvað tekur ósköp venjulegur strák-
ur til bragðs þegar hann lengist allt
í einu og verður eins stór og ljósa-
staur? Engin föt passa á hann
lengur og það eru heldur ekki til
nógu stórir skór á hann. Gerist
hann kannski körfuboltahetja í
Bandaríkjunum eða vill hann
allt til vinna að verða venjuleg-
ur strákur á nýjan leik?
ú
CJð bók
frá Fróða
FROÐI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Porgrímur Práinsson verður á Norðurlandi í dag og áritar bækumar sínar,
BAK YIÐ BLÁU AUGTJN og LALLI LJÓSASTAUR, í Bókábúð Brynjars
Sauðárkróki ld. 12.00-14.00 og í Bókval Akureyii kl. 16.00-18.00.