Dagur


Dagur - 17.12.1992, Qupperneq 9

Dagur - 17.12.1992, Qupperneq 9
Fimmtudagur 17. desember 1992 - DAGUR - 9 Jóna Berta Jónsdóttir (t.v.) og Hekla Geirdal, tvær af konum í Mæðra- styrksnefnd á Akureyri, í húsnæði Mæðrastyrksnefndar að Gránufélags- götu 5 á Akureyri. Mæðrastyrksnefnd hefur m.a. borist mikið magn af fatn- aði og ýmsum öðrum varningi. Þá hafa fjölmargir aðilar styrkt nefndina fjár- hagslega. Mynd: Robyn , hafa mun minni peninga til ráð- stöfunar.“ Mikið ábyrgðarstarf „Almennt má segja að þetta er mikið ábyrgðarstarf og maður þarf að vera ákaflega gætinn og passa sig að særa ekki fólk,“ sagði Jóna Berta. „En ég vil segja að fólk er yfirleitt ákaflega þakklátt. Það tekur oftast yndis- lega á móti manni,“ sagði hún. Jóna Berta sagðist ekki sjá eft- ir öllum þeim tíma sem færi í þetta sjálfboðaliðastarf. Vinnu- veitandi hennar væri skilningsrík- ur og jólaundirbúningur á hennar eigin heimili hlypi ekki í burtu, eins og hún orðaði það. „Þessi vinna gefur mér mjög mikið og þegar henni lýkur fyrir hver jól líður mér vel og ég get sagt með sanni að ég á mjög ánægjuleg jól,“ sagði Jóna Berta Jónsdóttir. Félagsmálastofnun Akur- eyrar veitir fjárhagsaðstoð Guðrún Sigurðardóttir, hjá ráð- gjafadeild Félagsmálastofnunar Akureyrarbæjar, segir að hærri upphæð sé varið fjárhagsaðstoð- ar í desember en öðrum mánuð- um ársins. „Af okkar hálfu er einungis um að ræða fjárhags- aðstoð. Fólk sem býr við kröpp kjör alla jafna sækir um aðstoð til að halda jól,“ sagði Guðrún. Hún sagði að um væri að ræða elli- og örörkulífeyrisþega og lág- launafólk með þunga framfærslu- byrði. „Að undanförnu höfum við einnig aðstoðað atvinnulaust fólk,“ sagði Guðrún. Opið hús hjá Hjálpræðishernum á aðfangadagskvöld Hjálpræðisherinn á Akureyri kemur fólki til aðstoðar um jól. Elsabet Daníelsdóttir, kapteinn hjá Hjálpræðishernum, segir að reynt sé að hjálpa því fólki sem ieiti eftir aðstoð. Það fái að gjöf peninga eða mat eftir því sem efni leyfi. „Svo höfum við opið hús á aðfangadagskvöld. Við prófuðum það í fyrsta skipti í fyrra. Þá komu ekki margir en við höldum að þörfin sé meiri í ár. Einnig förum við til eldra fólks rétt fyrir jólin og færum því glaðning,“ sagði Elsabet. Hún sagði að í fyrra hafi einstæðingar borðað hjá Hjálpræðishernum á aðfangadagskvöld, en jólamáltíðin sé einnig hugsuð fyrir fólk sem vegna veikinda eða af öðrum ástæðum eigi erfitt með að undir- búa jólahaldið. Elsabet sagði að Hjálpræðis- herinn fjármagnaði þessa aðstoð fyrir og um jólin með fé sem almenningur léti af hendi rakna. „Við finnum fyrir stuðningi og velvild fólks og fjársöfnunin hef- ur gengið mjög vel undanfarin ár,“ sagði Elsabet. Rauði krossinn með fatasöfnun Hafsteinn Jakobsson, starfsmað- ur Akureyrardeildar Rauða krossins, sagði að þess væru dæmi að fólk hringdi þangað og óskaði eftir aðstoð eða vísaði á fólk sem þyrfti á aðstoð að halda. í flestum tilfellum væri þessum erindum vísað til Mæðrastyrks- nefndar. „Við höfum ekki farið út í að styrkja fólk beint nema það hafi orðið fyrir sérstökum áföllum," sagði Hafsteinn. Rauði krossinn stendur allan ársins hring fyrir fatasöfnun en mestur kraftur er í henni fyrir jól. Um síðustu helgi stóð ungliða- hreyfing Akureyrardeildar Rauða krossins fyrir sérstöku fatasöfnunarátaki og sagði Haf- steinn að viðbrögð hafi verið góð. „Þessi fatnaður er sendur til Reykjavíkur og þaðan til Dan- merkur þar sem hann er flokkað- ur og honum dreift þangað sem þörfin er mest á hverjum tíma. Um þessar mundir fara fatasend- ingar mest til Sómalíu og gömlu Júgóslavíu," sagði Hafsteinn. Prestar veröa varir viö þrengingar á heimilum Séra Birgir Snæbjörnsson, sókn- arprestur á Akureyri, segir að prestarnir verði varir við þreng- ingar á mörgum heimilum um þessar mundir. Hann segir að kirkjan hafi ekki í digra sjóði að sækja með aðstoð, en þó séu dæmi þess að í neyðartilvikum sé sótt um aðstoð til Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Sr. Birgir sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi. Hann nefndi að á fundi sóknarnefndar Akureyrar- kirkju nýverið hafi verið rætt um möguleikann á því að eftir ára- mót veiti Akureyrarkirkja atvinnulausu fólki aðstoð með einhverjum hætti. í Reykjavík hafi um tíma verið opið hús fyrir atvinnulausa í safnaðarheimil- um tveggja kirkna og ætlunin væri að afla upplýsinga um hvernig að þessu starfi væri staðið. „Þetta mál er í athugun en það er fullur hugur hjá okkur að reyna að gera eitthvað í þess- um málum eftir áramót,“ sagði sr. Birgir Snæbjörnsson. óþh Opið uiii frain A enj u: Laugardagiim 19. desember fráld 10-22 Summdagirm 20. desember frá Id. 13-17 Kaupmannafélag Akureyrar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.