Dagur - 18.12.1992, Side 6

Dagur - 18.12.1992, Side 6
6 - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Hestafólk! Fræðslunefnd Léttis heldur fund, föstudaginn 18. desember kl. 20.30 í Skeifunni. Rætt verður um hringskyrfi í hrossum og varnir gegn því. Kynnt verður ný merking á hrossum, örmerki, sem eru tölvukubbar sem komið er fyrir undir húð á hálsi hestsins. * Léttar veitingar. Félagar fjölmennið, allir velkomnir. Fræðslunefnd. Frostrásin FM 98,7 Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. VERTU MEÐ... 10 Ijósatímar á dag í TOPP SÓL, 1 geisladiskur daglega gefinn til hlustenda frá Radiónaust. Jólahúfan, fylgstu með á Frostrásinni og „I sporum jólasveinsins", sem er jólaleikur Frostrásarinnar og Radiónausts. Einnig bíómiðar, jólaöl og margt fleira. Frostrásin, sími 27687. Auglýsingasími 27691. Myndsendir 27692. Frostrásin - Gefandi stöð. Frostrásin FM 98,7 ^ Sími 27687 ★ Útvarp með sál Gullsmida- stofan Demantur er gjöfin Hafnarstræti 94 Simi 96-24840 Akureyri Hvað ER AÐ GERAST? tt Léttir með fræðslu- fund Vinir Dóra og Loðin rotta í Sjallanum Vinir Dóra leika í Kjallaranum í kvöld, föstudag. Hljómsveitin, sem hefur starfað í nokkur ár, leikur nú í fyrsta skipti á Akur- eyri. Vinir Dóra með Halldór Bragason í broddi fylkingar spila blústónlist eins og hún gerist best og hafa m.a. leikið á erlendri grund við góðar undirtektir. Þeir félagar hafa staðið fyrir heim- sóknum margra þekktra erlendra blúsmanna til íslands og voru með fyrstu íslensku hljómsveitunum sem helguðu sig þessari tegund tónlistar einungis. Gamlir og góðir félagar verða á Sjallakránni í kvöld, hljómsveitin Loðin rotta. Jóhannes Eiðsson, söngvari hljómsveitarinnar, hættir nú um áramót og er þetta því síðasta tæk- ifærið til að heyra í honum með hljómsveitinni. Loðin rotta leikur einnig í Sjallanum annað kvöld. Tónmenntaskólinn meðjólatónleikaog jólamarkað Jólatónleikar og jólamarkaður Tónmenntaskólans á Akureyri verður í Lóni við Hrísalund á morgun, laugardaginn 19. desem- ber, kl. 17.30. Yngri og eldri nem- endur flytja fjölbreytta efnisskrá. Hljómsveit Tónmenntaskólans og Homaflokkur leika jólalög. Að- gangur er ókeypis, en ágóði af jólamarkaðnum rennur í hljóð- færasjóð skólans. Uppákomur á sunnudag í miðbæ Akureyrar, Sunnuhlíð og Kaupangi Kaupmannafélag Akureyrar stend- ur fyrir uppákomum í verslun- armiðstöðvunum Sunnuhlíð og Kaupangi og í miðbæ Akureyrar nk. sunnudag. Félagar úr kórum Akureyrarkirkju og Glerárkirkju skemmta gestum og gangandi með söng og jólasveinar verða á ferðinni á þessum stöðum. Félagar úr Kór Glerárkirkju syngja í Sunnuhlíð kl. 14 og félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja í Kaup- angi kl. 14.30 og í miðbænum kl. 15. Jólasveinar koma í heimsókn í Sunnuhlíð kl. 13.30, í Kaupang kl. 14 og í miðbæinn kl. 15.30. Það verður því líf og fjör á þessum stöðum nk. sunnudag. Hagar hendur með jólamarkað að Eiðsvallagötu 6 Samstarfshópurinn Hagar hendur í Eyjafjarðarsveit verður með jóla- markað á Bólumarkaðnum, Eiðs- vallagötu 6 á Akureyri, í dag, föstudag, kl. 15-20. Á boðstólum verða fyrst og fremst vörur sem tengjast jólum, en einnig verður ýmislegt annað í boði. Nefna má postulín, dúkkuföt, skartgripi, jólaskreytingar úr hálmi, fuglafóð- ur, prjónavörur og hákarl. Jersey-stúlkan í Borgarbíói Gamanmynd Jersey-stúlkan verð- ur sýnd í Borgarbíói á Akureyri kl. 21 um helgina. Á sama tíma í hinum salnum verður sýnd spennu- myndin Tvídrangar eða Twin Peaks. Klukkan 23 verða sýndar myndimar Lifandi tengdur og Hinir vægðarlausu eða Unfor- given, með Clint Eastwood, Gene Hackman, Morgan Freeman og Richard Harris í aðalhlutverkum. Á bamasýningum á sunnudag kl. 15 verða sýndar myndimar Ösku- buska og Prinsessan og durtamir. íslandsbanki með jólaball fyrir yngstu kynslóðina íslandsbanki á Akureyri býður öllum ungum viðskiptavinum sín- um á jólaball með Óskari og Emmu í Sjallanum kl. 14 nk. sunnudag. Miðar á ballið verða af- hentir í útibúum bankans í Skipa- götu og Hrísalundi og gilda þeir einnig sem happdrættismiðar. Á dagskrá er jóíasaga, Óskar og Emma, jólasveinar, dregið í happ- drættinu og að síðustu verður dansað í kringum jólatréð. Fræðslunefnd hestamannafélags- ins Léttis heldur fund í kvöld, föstudag, kl. 20.30 í Skeifunni. Elfa Agústsdóttir, dýralæknir, heldur erindi um hringskyrfí í hrossum og vamir gegn því. Kynnt verður ný merking á hross- um, örmerki, sem em tölvukubbar sem komið er fyrir undir húð á hálsi hestsins. Jólatréssala Þórs við Hamar Eins og undanfarin ár stendur íþróttafélagið Þór fyrir jólatrés- sölu og fer hún fram við félags- heimilið Hamar. Jólatrén selur fé- lagið í umboðssölu fyrir Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga. Salan hefst föstudaginn 18. desember og verður afgreiðslutími virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 13-18. Þórsarar hafa ákveðið að bjóða upp á þá þjónustu að senda tré heim til fólks sem þess óskar og einnig að sækja trén þeg- ar notkun þeirra er lokið og spara þannig viðskiptavinum sínum þau spor að þurfa að fara með trén frá híbýlum sínum. Jólasöngvar ljöl- skyldunnar í Akureyrarkirkju Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30 verða árlegir jólasöngvar fjölskyldunnar í Akureyrarkirkju. Þessar stundir hafa notið mikilla vinsælda og verið vel sóttar og hjá mörgum er þetta dýrmætt tækifæri til að fjölskyldan sameinist í söng. Nú gefst líka tækifæri til að heyra Bamakór Akureyrarkirkju syngja. Allir em velkomnir. Skákfélag Akureyrar með mót um helgina Skákfélag Akureyrar stendur fyrir tveim skákmótum um helgina í húsnæði félagsins við Þingvalla- stræti. Á morgun, laugardag, verð- ur mót fyrir böm og unglinga og Opið tmrfram veiTjti: Laugardaghm 19. desember frá kl 10-22 Smmudagiim 20. desember frá kl. 13-17 Kaupmannafélag Akureyrar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.