Dagur - 18.12.1992, Qupperneq 13

Dagur - 18.12.1992, Qupperneq 13
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - 13 Jón Hjaltason: Saga leikUstar á Akureyri - ómissandi verk öllum er unna menningu þessa lands Pað var lengi áberandi hversu þau voru fá ritin er tiltækileg voru og fjölluðu með einum eða öðrum hætti um þroskasögu Ak- ureyrarkaupstaðar. Á þessu hef- ur orðið nokkur breyting og vilji menn taka svo djúpt í árinni mætti jafnvel tala um byltingu í því sambandi. Byltingin hófst fyrir aðeins tveimur árum þegar Saga Akur- eyrarkirkju, ákaflega ítarlegt og greinargott rit eftir Sverri Pálsson, og Saga Akureyrar, 1. bindið, komu út. Árið eftir sáum við Hernámsárabók birtast í gluggum bókabúða og Saga Kaupfélags Eyfirðinga, eftir Hjört E. Þórarinsson, leit dagsins ljós. Nú í ár höfum við fengið að lesa um Rafveitu Akureyrar í Haraldur Sigurðsson, höfundur bókarinnar Saga leiklistar á Akur- eyri frá 1860-1992. „Með þessari bók hefur Haraldur reist Leikfélagi Akureyrar minnisvarða, sem mun standa svo lengi sem íslensk þjóð þrífst í þessu landi,“ segir Jón Hjaltason m.a. í grein sinni. ágætri samantekt þeirra Gísla Jónssonar og Svanbjörns Sig- urðssonar. Síðasta, en ekki sísta í þessari upptalningu, vil ég nefna Sögu leiklistar á Akureyri frá 1860 til 1992 sem Haraldur Sig- urðsson skráði. Það er auðsætt að Haraldur hefur lagt mikinn metnað i þetta verk og í engu sparað sporin eða fyrirhöfn að gera það sem allra best úr garði. Hann fer á hæga- gangi, ár fyrir ár, yfir heila öld og þrjá áratugi, gaumgæfir bæði stórt og smátt og lætur nánast ekkert framhjá sér fara. Lesand- inn fræðist um upphaf sjónleikja á Akureyri; fylgir Jóni Borgfirð- ingi eftir þar sem hann er árið 1860 að selja bílæti, Gleðileikja- félagið verður til og alltaf eflist leiklistaráhugi bæjarbúa. Öllu þessu heldur Haraldur til haga og miklu fleiru. Með þessari bók hefur Harald- ur reist Leikfélagi Akureyrar minnisvarða sem mun standa svo lengi sem íslensk þjóð þrífst í þessu landi. Framámenn leikfé- lagsins eiga líka hið mesta hrós skilið fyrir að hafa hvergi sparað við frágang bókarinnar. Fyrir vikið eigum við þess nú kost að eignast bæði stórfróðlegt og stórglæsilegt rit um menningu á Akureyri fyrr og síðar. Hafi Har- aldur og Leikfélag Akureyrar hina stærstu þökk fyrir. Jón Hjaltason. Höfundur er sagnfræðingur á Akureyri. Uppstigning var frumsýnd í apríl 1950. Hér eru Björg Baldvinsdóttir og Guðmundur Gunnarsson í hlutverkum sínum. Mynd úr bókinni Saga leik- listar á Akureyri. ;——^ I IXIetto föstudag, laugardag og sunnudag í Gefum að smakka á: Jálahangikjötinu frá KEA, sem hlaut gullverðlaunin í Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna 1332 [Þrjú uppskriftaknrt fglgja hverjum pakka) Láttreyktum lambahrygg • Egils júlaöli og appelsíni Gæðasúkkulaði frá Sviss Dpið mánudag til föstudag frá kl. 12.00-18.3D Laugardaginn 10. des. frá kl. 10.00-22.00 Sunnudaginn 20. des. frá kl. 13.00-17.00 Dæmi um jólaverð á ávöxtum: Appelsínur 1 kg 69,- Rauð epli 1 kg 85,- Kiwi 1 kg 09,- Klementínur 1 kg 119,- Dæmi um verð: Jolatrá 1,50 m kr. 1.995,- Kunfekt 1 kg kr. 1.489,- Jólapappír kr. 55,- Jolaöl 2,5 I kr. 329,- Appelsín 1,5 I kr. 79,- Jólaöl 5 I kr. 581,- Pepsi 2 I kr. 129,- Flórsgkur 005 500 g kr. 39,- Jarðarber 1/1 dos kr. 77,- KJ grænar baunir 1/2 dós kr. 49,- Smjörvi kr. 169,- Verið hagsýn Verslið í T \ li fj □seyri 1 Akureyri ! $ ! fr.................................................. ÍSLAN DSBANKI Hluthafafundur Hluthafafundur í íslandsbanka hf. verður haldinn mánudaginn 21. desember nk. í Átthagasal Hótels Sögu og hefst kl. 16.00. Fundarefni 1. Tillaga um sameiningu Eignar- haldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf. og Eignarhaldsfélags Versl- unarbankans hf. við íslands- banka hf. 2. Tillögur um breytingar á sam- þykktum félagsins: a) Að enginn hluthafi geti farið með fieirí atkvæði á hluthafa- fundum en sem nemur 20% af atkvæðum í bankanum. b) Að ákvörðun um breytingu á samþykktum bankans þurfi að hljóta samþykki % hiuta greiddra atkvæða og samþykki hluthafa sem ráða yfir minnst % hlutum þess hlutafjár sem faríð er með atkvæði fyrír á hluthafafundi. 3. Önnur mál, iöglega upp borín. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í íslandsbanka hf., Bankastræti 5 (4. hæð), Reykjavík, 18. desember sem og á fundar- degi. Dagskrá fundarins og tillögur liggja frammi á sama stað. Bankaráð íslandsbanka hf. -—........-..J ............- , Jólatré Tegundir: Rauðgreni • Blágreni Stafaíuraa • Fjallaþinur Nomiannsþinur Greni: Nobilis, Normanns, Thuja og silkifura Glæsilegt úrval í gjafavöru Næg bílastæðl. 'SSlómbúÍm'St AKURS KAUPANGIV/ MÝRARVEG 602 AKUREYRI SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.