Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. desember 1992 - DAGUR - 5 Nú er árið 1992 næstum því liðið í aldanna skaut. Ár vonbrigða en einnig gleði. Árið sem áldraumurinn varð að martröð, árið sem stjómmálamenn og miklu fleiri töluðu úr sér allt vit um Evrópskt efnahagssvæðþ árið sem þjóðin fylgdist spennt með afrekum íþróttafólks á Olympíuleikunum á Spáni, árið sem nýr forseti tók við stjómartaumunum hjá ASÍ, árið sem atvinnuleysisdraugurinn lét til sín taka, árið sem Reaganisminn andaðist í Bandaríkjunum og árið sem Kristján Jóhannsson sló eftirminnilega í gegn úti í hinum stóra heimi. Árið 1992 er efni í margar bækur, en við látum nægja að rifja það upp með aðstoð nokkurra tuga mynda úr Degi. Ritstjóm Dags þakkar viðmælendum og lesendum samfylgdina á árinu og óskar þeim farsældar á árinu 1993! Ticrnir crpcfii* í IpiHiiicimi llgllll ULJL JL lUJLIViltlolllUL Leikíélag Akureyrar hélt upp á 75 ára afmæli sitt með hátíðar- sýningu á íslandsklukkunni eftir Halldór Laxnes 25. apríl. Um kvöldið var afmælishátíð haldin að Laugarborg í Eyjafjarðar- sveit. Meðal tignra gesta sem voru viðstaddir hátfðarsýninguna í Samkomuhúsinu má nefna forseta Islands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur og Ólaf G, Einarsson, menntamálaráðherra. í tilefnl af áf- mælinu var gefin út saga Leikfélagsins eftir Harald Sigurðsson. Fyrsti íslendinguriim Fyrsti Islendingur ársins, 16 marka drengur, fæddist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri kl. 02.20 á nýársnótt. Foreldrar hans eru Linda Björk Reynisdóttir og Friðrik Ottó Friðriksson. Glæsilegt skiptíl heimahafiiar Nýjasti togari í Hota Akureyringa, Baldvin Þorsteinsson EA-10, kom fánum prýddur til heimahafnar 20. nóvember. Þetta er eitt stærsta og glæsilegasta skip flotans og var smíðað í Póllandi og Noregi. Skipstjóri er Þorsteinn Vilhelms- son, aflaskipstjórinn af Akureyr- inni EA. Jesús blómstr- aði í Eyja- Qarðarsveit Freyvangsleikhúsið réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Þann 13. mars frumsýndi það rokkóperuna Messías Mannsson, eða Jesus Christ Superstar. Sýn- ingin fékk frábæra dóma og mjög góða aðsókn. Fyrsta loðnan á vetrarvertíð Sigurður RE kom með fyrsta loðnufarminn, 1350 tonn, í Krossanes 4. febrúar. Fyrsta loðnan kom til St'ldar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði daginn eftir, 5. febrúar. Bjöm Valdimarsson, bæjarstjóri og Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar, tóku á móti Víkingi AK við komuna til Siglufjarðar með tveim rjómatertum. ' r FíknieM í brennidepli Fíkniefnamál var mikið í umræðunni á Akureyri í mars. Að sögn lög- reglu komu á bilinu 20 til 30 manns við sögu í málinu, en tveir fengu dóm, annar þeirra var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en hinn í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hér er Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglumaður, með nokkur þeirra tóla sem gerð voru upptæk við rannsókn málsins. Riffillinn tengdist ekki þessu máli. Skýfafl í ágúst Ágústmánuður var skelfilega úrkomusamur um norðanvert land- ið. Veðurstofan upplýsti að ekki hafi rignt jafn mikið á Akureyri í ágúst í 42 ár. Þar mældist 109 millimetra úrkoma, rúmlega þreföld meðalúrkoma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.