Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 30

Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 30
30 - DAGUR - Miðvikudagur 30. desember 1992 w Iþróttir Halldór Arinbjarnarson Eftir að Sigurður J. Sigurðsson formaður veitustjórnar hafði með formleg- um hætti afhent hina nýju lýsingu, runnu vaskir skíðagöngumenn á vaðið og vígðu brautina. Mynd: ha Rafveitan gefur lýsingu í Hamra- og Naustaborgir: Eykur notagildi útivistar- í Kjama gjöf Rafveitunnar er öllum þeim sem hafa notað útivistarsvæðið í Kjarna kærkomin og ætti að verða fleirum hvatning til að nýta sér þá frábæru aðstöðu sem þar hefur skapast. GG í tilefni 70 ára afmælis Raf- veitu Akureyrar ákvað stjórn hennar á hátíðarfundi á afmælisdeginum 30. september sl. að minnast þeirra tímamóta með því að gefa lýsingu á nýrri braut fyrir göngufólk, hlaup- ara, skíðamenn og aðra trimm- ara. Brautin liggur til norðurs frá núverandi braut um Hamra- og Naustaborgir út bílastæði vestan við bæinn Brún. Nýja brautin eru rúmir 3 km og í henni 63 ljósastólpar sem settir hafa verið þarna upp og voru þeir formlega afhentir í gær. Kostnað- ur við staurana og lýsinguna er rúmar 2 milljónir króna. Fyrr á þessu ári setti Rafveita Akureyr- ar upp lýsingu suður frá hest- húsahverfinu x Breiðholti ofan bæjarins, alls um 40 staura. Þessi Stigahæsti leikmaður úrvaldsdeildarinnar rekinn: Stólamir að taka mikla áhættu? - Foster leysir Moore af hólmi Forráðamenn körfuknattleiks- deildar Tindastóls sögðu nú á dögunum Chris Moore upp störfum hjá félaginu og hafa ráðið annan Bandaríkjamann í hans stað. Þessi ákvörðun hef- ur að vonum vakið talsverða athygli, enda Moore stigahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Vonir standa til að nýi leik- maðurinn styrki vörn liðsins. „Þetta er ákveðin áhætta sem við tökum, það er alveg ljóst. Þessi ákvörðun var tekin að vandlega íhuguðu máli, en það er langt síðan þetta mál kom fyrst upp. Síðan höfum við verið að íþróttafréttamenn velja íþróttamann ársins: Kjörinu lýst 5. ii Nú er orðið Ijóst hverjir koma til greina sem íþrótta- menn ársins 1992. Þeir 10 efstu í kjörinu eru, í stafrófsröð: Bjami Friðriksson, júdó. Einar Vilhjálmsson, spjótkast. Eyjólfur Sverrisson, knattspyrna. Geir Sveinsson, handknattleikur. Kristján Arason, handknattleikur. Ólafur Eiríksson, íþr. ftlaðra. Sigrún H. Hrafnsd., íþr. fatlaðra. Sigurbjörn Bárðars., hestaíþróttir. Sigurður Einarsson, spjótkast. Úlfar Jónsson, golf. Afreks- og styrktarsjóður Akureyrar: Úthlutim í dag í dag, miðvikudaginn 30. des- ember, fer fram úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akur- eyrar fyrir yfírstandandi ár. Annars vegar verða veittar viðurkenningar og fjárstyrkir til einstaklinga, félaga og félaga- samtaka sem þótt hafa skarað íþróttamaður Norðurlands 1992 Nafn íþróttamanns: 1 2. íþróttagrein: 3, 4 5. Nafn: Sími: Heimilisfang: Sendist til: íþróttamaður Norðurlands 1992 B.t. Dagur, Strandgötu 31,600 Akureyri Skilafrestur er til 8. janúar 1993. fram úr á sviði íþrótta- og tóm- stundamála á árinu, að mati stjórnar sjóðsins. Hins vegar verðum öllum félögum og ein- staklingum á Akureyri, sem unn- ið hafa til íslandsmeistaratitils á árinu, veittur „íslandsmeistara- peningur“ til eignar. Athöfnin fer fram á Hótel KEA á Akureyri og hefst kl. 16.00 síðdegis. Hún er ætluð öll- um þeim einstaklingum sem hljóta styrki og viðurkenningar úr sjóðnum, svo og formanni eða einum fulltrúa frá hverju félagi. Mætíð í Kjarna á nýársdag! Aðstaða til útivistar fer sífeUt batnandi í Kjarna. Nú er þar talsverður snjór og því hægt að bregða sér á gönguskíði. Osk- andi er að umsjónarmenn svæðisins sjái sóma sinn í að halda brautum vel við, troði og flytji til snjó, svo fólk geti sem best notið svæðisins. Á nýársdag er fólk hvatt til að mæta á svæðið, en dagurinn er þá samkvæmt venju helgaður skíða- trimmi og almennri útivist. Fólk ætti að koma og ganga einn hring, hvort heldur er á skíðum eða ekki, og upplagt að skoða um leið nýju brautina sem formlega var opnuð í gær og sagt er frá hér á síðunni. Sem flestir ættu að mæta því fþróttir eru svo sannar- lega fyrir alla. svipast um eftir öðrum leikmanni og teljum okkur nú hafa fundið hann. Þess má geta að alger ein- hugur ríkti innan stjórnar körfu- knattleiksdeildarinnar,“ sagði Þórarinn Thorlacius, sem er for- maður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Chris Moore hefur skorað 376 stig í vetur, sem er 30 stigum meira en næsti maður sem er Chris Moore mun ekki leika meira hérlendis á þessu keppnistímabili. Mynd: GBS John Rhodes. Að mati Tinda- stólsmanna hefur Moore ekki skilað varnarhlutverki sínu nægi- lega vel, en Tindastóll hefur fengið á sig flest stig allra liða í úrvalsdeildinni. Moore hefur að meðaltali tekið 10 fráköst í leik og er þar í 7. sæti yfir leikmenn úrvalsdeildarinnar. Hann mun ekki leika meira hérlendis að sinni, þar sem leikmenn geta ekki skipt um félag á miðju keppnis- tímabili. Sá leikmaður sem tekur við hlutverki Moore heitir Raymond Foster, 27 ára gamall, 2,06 cm á hæð og 115 kg að þyngd. Á mánudagskvöld lék hann með úrvalsliði Torfa Magnússonar gegn Grindvíkingum og átti mjög góðan leik, þrátt fyrir að vera nýkominn til landsins. „Mér Ieist mjög vel á hann. Hann er geysi- lega sterkur leikmaður, tók hell- ing af fráköstum og hitti einnig vel. Þá fannst mér hann líka vera skemmtilegur persónuleiki,“ sagði Torfi Magnússon landsliðs- þjálfari. Foster kom til Sauðár- króks í gær og fór á sína fyrstu æfingu í gærkvöld. Síðan á eftir að koma í ljós hvernig hann fell- ur að leik liðsins. m . -■ W iSÍIia ◄ 53. -fyrirþlg ogþinafjölskyldu! leikvikð Logi Már gegn áhöfn Baldvins Þorsteinssonar Það ætlar að reynast þrautin þyngri að losna við Loga Má Einarsson úr getraunaleik Dags. Enn einn sigur kappans, sá 7. ( röðinni, leit dagsins Ijós eftir leiki helgarinnar. „Það endar með því að ég fer að hafa áhuga á þessu," sagði Logi Már, hógværðin uppmáluð að vanda, þegar honum var tilkynnt um úrslitin. Eitt má Logi eiga. Hann fer mjög ótroðnar slóðir er hann velur sér andstæðinga. Að þessu sinni er það heil skipsáhöfn sem mætir til leiks. Logi skoraði á áhöfn frystitogarans Baldvins Þorsteinssonar EA 10. Sjómenn Samherja hafa verið iðnir við að finna út hvar fiskurinn (sjónum heldur sig. Nú kemur í Ijós hvort þeir eru jafn leiknir við að spá fyrir um úrslit leikja i ensku knattspyrnunni. Leikirnir á þessum seðli teljast vera ( 53. leikviku, sem jafn- framt er sú sfðasta á árinu. Leikirnir fara fram laugardaginn 2. janúar. Þann dag verður opið fyrir getraunasölu frá kl. 9.00- 13.00. Lokað er á nýársdag, en á gamlársdag er opið frá 9.00- 12.00. Þetta ættu „tipparar" að hafa I huga og passa sig að ná örugglega að vera með, því annars er hætta á að missa af þeim stóra. *oi 5 Baldvin EA ■s. v» tz A. 1. Brentford-Grimsby 12 12 2. Cambridge-Sheff. Wed. 1 12 3. Hartlepool-Crystal Palace 12 2 4. Leeds-Charlton 1 1 5. Leicester-Barnsley 1 1 6. Luton-Bristol City 1X 1X 7. Newcastle-Port Vale 1 1 8. Norwich-Coventry 1 X2 9 Notts County-Sunderland 1 1 10. Oldham-Tranmere 12 1 11. Southend-Millwall 1X 1 12. Watford-Wolves 1 X2 13. Wimbledon-Everton 12 12 Upplýsingar um rétta röð og vinningsupphæðir: Lukkulínan 99-1000 • Textavarpið síða 455 Símsvari 91-814590 • Grænt númer 99-6888

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.