Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 20

Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 20
20 - DAGUR - Miðvikudagur 30. desember 1992 Glórulaus stórhríð undangenginna daga hefur gert mönnum erfitt fyrir. Viðmælandi minn Finnbogi Stefánsson frá Geira- stöðum í Mývatnssveit gerir lítið úr veðurhamnum þá ioks er ég kemst til hans þar sem hann býr á Akureyri ásamt eigin- konu. Gömul og góð venja er á íslandi, og raunar víðar, að menn byrji á að spjalla um veðrið þegar þeir hittast. Ýmsir segja að þetta sé ekki alltaf sprottið af löngun til að ræða tíð- arfarið, heldur þyki það aðeins hentug Ieið til að koma af stað samræðum, þegar ekkert sérstakt sé að segja. Þetta má satt vera um marga, en ekki okkur Finnboga. Við látum allt hjal um veður lönd og leið og snúum okkur beint að efninu, sem er ærið. „Upphaf mitt var á Geirastöðum og þar bjó ég allt til ársins 1969. Fæddur er ég 20. nóvember 1929. Faðir minn var Stefán Sig- urðsson og móðir Kristbjörg Jónsdóttir. Eg er Þingeyingur í húð og hár. Að mér standa Þingeyingar í marga ættliði. Sem ungur maður var ég oft að heiman bæði vetur og sumur. Um tíma vann ég fyrir Landgræðslu- sjóð á ýmsum jarðvinnsluvélum. Já, ég hóf störf hjá sjóðnum aðeins 17 ára. Skólagang- an var stutt. Ég lauk barnafræðslunni og var síðan einn vetur að Lundi í Axarfirði." Axel skrúfaði okkur upp „íþróttir áttu hug minn allan. Ég var liðtæk- ur í langhlaupum og skíðagöngu. Ungir menn í Mývatnssveit voru býsna knáir skíðagöngumenn á árum áður. Þetta kom af sjálfu sér, því við þurftum að ganga mikið á skiðum þegar kindunum var beitt og er við brugðum okkur bæjarleið á vetrum, þá var alltaf gripið til skíðanna. Er skíðaþjálfari komu til sögunnar fór svo að ég leitaði eftir kennslu sem aðrir. Fyrstu keppnisþjálfunina fékk ég hjá Guðmundi Guðmundssyni frá Siglufirði og síðar kom Haraldur Pálsson til sögunnar. Árið 1949 kom sænskur þjálfari til landsins. Axel Vikström hét maðurinn og hann skrúfaði okkur upp. Axel kunni þetta, hann vissi hvað hann var að gera. Tveimur árum síðar fengum við Jóhannes Tennmann sem þjálf- ara. Jóhannes var Norðmaður og kunni einnig sitt fag. Hann var landsliðsþj álfari í tvo vetur. Ég æfði og gekk undir hans leiðsögn fyrri veturinn, en því miður gat ég ekki beitt mér á æfingum er haustaði á ný. Ég var veikur, hafði slæmsku í hálsi og hálskirtlarn- ir voru teknir. Þennan vetur voru Vetrar- olympíuleikar haldnir í Noregi og til þeirra fóru félagar mínir úr Mývatnssveit. Jón Kristjánsson frá Arnarvatni var í keppnis- sveitinni sem Matthías frá Litlu-Strönd, bróðir hans. ívar Stefánsson í Haganesi var einnig í hópnum. Aðrir göngumenn voru frá ísafirði. Ég keppti á Skíðalandsmóti íslands í fyrsta sinn árið 1952, en þá var ég búinn að ná mér nokkuð vel eftir veikindin. Ári síðar á páskum var ég kominn í gott form og náði þá góðum árangri. Ég var í sigursveitinni í boðgöngunni og vann bæði 15 og 30 kíló- metra göngu. Fáir eru þeir sem slíkt hafa leikið á Skíðalandsmóti íslands. Veturinn 1954 var snjólaus og við Mývetningar gátum lítið æft. Engu að síður fórum við til Skíðalandsmóts á Siglufirði. Þegar vestur á Siglufjörð kom var snjór í efstu fjöllum, mest hjarn. Jú, ég blandaði mér í baráttu fremstu manna. Að ganga fyrstur í 10 kílómetra göngu er heilt víti. Oft kom það í minn hlut og álagið var mikið. Ég man eftir einni skemmtilegri boðgöngu. Þá var ég í raun hættur þessu keppnisstússi. Við Mývetningar fórum til Landsmóts á Akureyri með tvær sveitir og ég gekk síðasta sprettinn í B-sveitinni. Jón Sigurðsson frá Arnarvatni var í minni sveit, næstur á undan mér. Ég sagði við Jón, áður en hann lagði af stað, að ef hann skil- aði á undan vissum manni, sem var kominn í brautina, þá skyldi ég sjá um annan og til- tók nafnið. Jón kom til skiptingar á undan keppinautnum, en með því hafði ég aldrei reiknað. Ég tók við og Jón kallaði á eftir mér: „Þú manst hverju þú lofaðir“. Þegar ég kom út í botnlangann norður af Stórhæðinni sá ég í minn mann, en hann hafði lagt af stað í brautina þremur mínút- um fyrr en ég. Ég jók hraðann og er ég fór suður af Stórhæðinni þá sá ég strax að keppi- nauturinn hafði gefið eftir. Suður við Skíðahótel voru aðeins nokkrir metrar á milli okkar. Þá slakaði ég ögn á þar sem ég vissi að honum yrði erfitt norður í giljunum, sem og varð. í brattanum skildu leiðir og ég sá vininn ekki það sem eftir var göngunnar. Er í mark var komið var ég hinn hressasti. Sérstaklega þótti mér ljúft að hafa getað staðið við orð mín, þá er ég manaði til dáða vin minn Jón frá Arnavatni.“ ef mönnum verður eitthvað á í læknastétt- inni, þá er lokað á þann aðilann sem verður fyrir skaðanum. Engin leið hefur verið að rjúfa smugu í þann múr og ná bótum. Því gladdist ég nýverið er ég heyrði af hæstarétt- ardóminum þar sem Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri var gert að greiða ungum fjöl- fötluðum dreng háar bætur vegna vanrækslu lækna á fæðingardeild sjúkrahússins, þá er hann kom í heiminn. Ég vona að sem flestir komi í slóð þessa, þ.e. að þeir sem eiga óafgreidd mál við læknamafíur landsins nái bótum. Að lenda á sjúkrahúsi á Akureyri er vart talandi um sé litið til þess að vera sjúklingur á Borgarspítalanum í Reykjavík. Þar er log- ið einu til og öðru frá allt eftir því hvað læknar telja að þeir komist upp með á degi hverjum. Á Akureyri nefndu læknar sjúkdóm minn hálsdisk. Talið var að brjósk hefði losnað milli hálsliða og að þrýstingur u :augar er lægju út í hægri handlegg væri valdur allra minna óþæginda. Nú fór ég til Reykjavíkur og skurðaðgerð var gerð á Borgarspítalanum þann 13. mars 1984. Aðgerðin var ekki nauðsynleg þegar allt kom til alls, því sjúkdómsgreiningin var röng frá upphafi. Kvilla minn hefði verið hægt að lækna með lyfjum, þar sem um taugarótarbólgu var að ræða, en ekki brjósklos. Vinstri handleggur var alheilbrigður er ég lagðist undir hnífinn. Af viðtölum við sér- fræðinga vissi ég að aðeins átti að skera upp hægra megin. Nú fór svo eftir nokkra daga frá uppskurði að vinstri handleggurinn og höndin lamaðist. Lömunin smáágerðist með miklum kvölum. Upp var komin sú staða að þeir hinir vísu menn höfðu skorið einnig vinstra megin og það að óþörfu og til bölv- unar. Aðgerðin varð aðeins til þess að planta taugarótarbólgunni í heilbrigða vefi. í tvö ár var ég í endurhæfingu og miðaði ögn. Nú hef ég undir höndum sjúkraskýrsl- bróður, sem var eldri en ég. Hitt veit ég að mér fannst mjög djúpt við bakkana þar sem vatnið er nú í hné. Á unglingsárunum var bambusstöngin þarfaþing. í Laxárdal voru margir sérfræðingar í veiðum sem notuðu slíkar stangir t.d. Benedikt á Auðnum. Helgi á Ljótsstöðum átti einnig afbragðs bambusstöng sem hann hélt mjög fram. Fram eftir öllum árum veiddi ég á slíka stöng með góðum árangri. Fremur var ég ungur þegar ég tók að flækjast um með byssu. Pabbi átti gamlan stuttan riffil, sem var notaður til að skjóta kindur á haustin. Ég fékk að flækjast með vopnið og notaði „short skot“. Með því fyrsta sem ég tók upp á voru skotæfingar við Sortulæk. A hverju hausti er riðsilungur í læknum. Út með læknum eru tvær flúðir. Ég rak silungana upp úr hyljunum í flúðirn- ar og þá kom bakugginn í ljós. Kúnstin var að skjóta silunginn þegar hann hljóp yfir flúðirnar. Þarna við lækinn, ég var rétt inn- an við fer. mgu, var grunnurinn lagður að allri minni skoimennsku. Sem strákur gæu. ég kindanna á haustin vegna þeirrar hættu sen. stafaði af ísilögðum tjörnum. Ég var með kindurnar norður af Belgjarfjalli við Sandvatn. Á kvöldin, í myrkri, rak ég kindurnar frá hættunum og fór á morgnana snemma, áður en birti, til að vera kominn að tjörnunum á undan skjátun- um okkar. Daglangt, meðan að ég hafði auga með hjörðinni, stundaði ég veiðar í Sandvatni eða að ég leitaði rjúpna og skaut með riffilstertinum. Uppvaxtarárin voru erfið slíkt er hægt að bóka, en ég naut frjáls- ræðis.“ Með skaftinu náði ég þungu höggi á dýrið „í dag eru veiðiferðirnar orðnar margar og ekki allar til fjár. Á stundum var ég svo upp- íagður að nánast allt heppnaðist, en svo komu tímar að miður gekk. Þetta þekkja „Ég er og verð veiðimaður" Á Borgarspítalanum er logið einu til og öðru frá „í raun og veru var aldrei hægt að nefna mig sem bóndann að Geirastöðum, því fyrst og fremst var ég veiðimaður og er enn. Það eina sem ég kann er að stunda veiðar, þá jafnt með byssu, stöng eða neti. Veið- mennskan togar það grimmt, að lækna- mafían hefur ekki náð að stöðva mig enn. Píslarsaga mín hjá læknum er prenthæf öðrum til viðvörunar, þannig að fólk hafi vara á og viti við hverja þeir eiga. Heilbrigð- iskerfið sem við búum við er dapurt frá mín- um bæjardyrum séð. Skemmst frá að segja, ur og rætt hef ég við aðstoðarlandlækni um bætur vegna mistaka lækna. í dag er ég 75% öryrki, sem er erfitt að sætta sig við þá sér- staklega þegar málatilbúningur af hendi flestra lækna, sem nálægt mér hafa komið, er lygi. Ljóst er að ekki er hægt að kalla þá til ábyrgðar, samtrygging læknamafíunnar situr í fyrirrúmi og öll „meðul“ eru nýtt.“ Kúnstin var að skjóta silunginn þegar hann hljóp yfir flúðirnar „Ég var örugglega ekki hár í loftinu þegar ég hóf veiðar af alvöru. Ég man ekki hvenær ég fór fyrst að leggja net með Sigurði - segir Finnbogi Stefánsson frá Geirastöðum í Mývatnssveit

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.