Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 30. desember 1992 SviPMYNDIR LÍÐANDI ÁRS Kaiser-meim á ferð Grátbroslegt skiltastríð Töluvert sérstakt stríð braust út á sl. sumri milli Hagkaups og KEA- Nettó á Akureyri. Gárungamir kölluðu þetta skiltastríðið mikla. I kjölfar stríðsins kom nefnd, sem í áttu sæti skipulagsstjóri, bygg- ingafulltrúi og bæjarlögmaður, sér saman um skiltareglur sem gildi tóku á haustdögum. Meðfylgjandi mynd var tekin 5. ágúst. Þama var verið að setja niður skilti frá KEA-Nettó í kjölfar þess að Hag- kaup hafði skömmu áður sett nið- ur skilti sem vísaði veginn að Hagkaupi. ÍÍÍLCM • MMU Blöndal áræð- innökumaður „Við verðum öll að sýna af okkur spamað og fyrirgefa hvort öðru þó við rekumst eitthvað á, því við höfum einfaldlega ekki tíma til að dúlla í kringum þetta eins og þyrfti. Ef menn sýna mótþróa þá verðum við einfaldlega að keyra yfir þá.“ (Halldór Blöndal, land- búnaðar- og samgönguráðherra, á fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðis- félaganna á Húsavík 5. febrúar, um efnahagsráðstafanir ríkis- stjómarinnar). fvar grét enn eitt árið ívar Sigmundsson, snjófrömuður í Hlíðarfjaili, grét rétt einu sinni yfir snjóleysi. Þrátt fyrir góðar bænir og jafnvel snjódans gekk hvorki né rak. Þessi mynd var tekin af Ivari í Hlíðarfjalii 22. janúar. Þann 21. október tóku sveitarstjómarmenn við Eyjafjörð á móti fulltrú- um bandaríska álfyrirtækisins Kaiser, en þeir skoðuðu aðstæður við fjörðinn með staðsetningu álbræðslu í huga. Við þetta tækifæri sagði John M. Seidl, stjómarformaður Kaiser, við Dag að honum hafi litist vel á aðstæður. Búist er við ákvörðun Kaiser eftir áramótin um hvort þeir byggja yfirleitt álbræðslu á íslandi. Verði sú ákvörðun tekin er Eyja- fjörður einn þeirra staða hér á landi sem eru inni í myndinni. A myndinni eru Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, John M. Seidl, Charles Cobb, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og Bjami Kr. Grímsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ólafsfirði. KEAkeypti fyrirtæki Þann 1. desember festi Kaupfélag Eyfirðinga kaup á fyrrum hlut Sambands íslenskra samvinnu- félaga í Efnaverksmiðjunni Sjöfn og Kaffibrennslu Akureyrar. „Þessi kaup eru að okkar mati réttlætanleg út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Við álítum að þessi fjárfesting muni skila arði í fram- tíðinni,“ sagði Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, við undirritun kaupsamnings. MA-ingar vissu mest „Stera-Pétur“ stóð í ströngu Pétur Pétursson, læknir, títtnefndur „Stera-Pétur“, lék stórt hlutverk á ár- inu. Vaxtaræktarmenn kærðu hann fyrir ummæli í þeirra garð. Hæstirétt- ur vísaði málinu aftur til Bæjarþings Akureyrar þann 20. mars og þar er það ennþá. Ólafur Sigurgeirsson, lögfræðingur vaxtarræktarmanna, höfðaði mál á hendur Pétri fyrir meiðyrði, en það mál velkist einnig ennþá í kerfinu. Þrátt fyrir málaferli var Pétri boðið á árshátíð vaxtar- ræktarmanna á Akureyri. Hér er Pétur á árshátíðinni með Haraldi Har- aldssyni og Magnúsi Má Þorvaldssyni. Spurningalið Menntaskólans á Akureyri bar sigur úr býtum í spumingakeppni sjónvarpsins, Gettu betur, annað árið í röð. Þeir þremenningar, Pálmi Óskarsson, Finnur Friðriksson og Magnús Teitsson, sigruðu kollega sína úr Verkmenntaskólanum á Akureyri nokkuð sannfærandi í úrslitum. Úrslitakeppnin var send út í beinni útsendingu í sjónvarpinu frá íþróttahöllinni á Akureyri 3. apríl. INNLAUSNARVEFÐ VAXTAMÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS (1.FLB.1985 Hinn 10. janúar 1993 er sextándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 16 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr. 532,40 " " 10.000,- kr. " = kr. 1.064,80 " " 100.000,-kr. " = kr. 10.648,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1992 til 10. janúar 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 3246 hinn 1. janúar 1993. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.16 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1993. Reykjavík, 31. desember 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.