Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 17

Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 30. desember 1992 - DAGUR - 17 Skák Skákfélag Akureyrar: Úrslit í jólamótum Hið árlega jólahraðskákmót SA fór fram sunnudaginn 27. desember. Þátttaka var góð, 21 keppandi mætti til leiks og var mótið sterkt og spennandi. Úrslit fengust ekki fyrr en eftir aukakeppni. Röð efstu manna varð þessi: 1. Ólafur Kristjánsson 17 plús 4 vinningar. 2. Gylfi Þórhallsson 17 plús 2 v. 3. Jón Garðar Viðarsson 17 plús 1 v. 4. Rúnar Sigurpáls- son W/i v. 5. Þórleifur Karlsson 15Vi v. 6. Arnar Þorsteinsson 14>/2 v. í jólahraðskákmóti barna og unglinga fóru leikar þannig að Gestur Einarsson sigraði í ungl- ingaflokki með 14 v. af 16. 2. Halldór 1. Kárason 12V^ v. 3. Hafþór Einarsson 12V5 v. Drengjaflokkur: 1. Steingrímur Sigurðsson llVi v. 2. Björn Finn- bogason 9Vi v. 3. Loftur Bald- vinsson TVi v. Efst stúlkna varð Ólafía K. Guðmundsdóttir með 5 v. Hér fylgja með úrslit úr 7 mín- útna móti 20. des.: 1. Rúnar Sig- urpálsson 10x/i v. af 12. 2. Þórleif- ur Karlsson 10 v. 3. Þór Valtýs- son 10 v. SS Launavísitalan óbreytt Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu fyrir desembermínuð 1992 miðað við meðallaun í nóvember sl. Er vísitalan 130,4 stig eða óbreytt frá fyrra mán- uði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána, er einnig óbreytt eða 2.852 stig í janúar 1993. Vísitala byggingarkostnaðar: Hagstofan hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan desember 1992. Reyndist hún vera 189,6 stig og hækkar um 0,2% frá nóvember. Þessi vísitala gildir fyrir janúar 1993. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,2%. Síð- ustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,4% og samsvarar það um 1,5% hækkun á ári. Húsaleiga hækkarum0,2% Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði sem sam- kvæmt samningum fylgir vísi- tölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, hækkar um 0,2% frá og með 1. janúar 1993. Reiknast þessi hækkun á þá leigu sem er í desember 1992. Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í febrúar og mars 1993. o 1 Reykingar á meðgöngu ógna heii- brigði móður og barns. LANDLÆKNIR Iroa Gœtið fyllsta öryggis við meðferð flugelda. Stuðlum að slysalausum áramótum! Hjálparsveit skáta Akureyri v\ I \ ' f r-A ' / I / I 1? \ T' - V m \}/^i i /x: n I Wí'' V : \or i. -•ijr-Sfr \ / 1 1 /7;' ^ > C' C\*> v— Skatthlutfall og skattafsláttur árið 1993 Skatthlutfall staðgreiðslu er 41,34% Á árinu 1993 verður skatthlutfall staðgreiðslu 41,34%. Skatthlutfall barna, þ.e. sem fædd eru 1978 eða síðar, verður 6%. Persónuafsláttur á mánuði er 23.611 kr. Persónuafsláttur fyrstu sex mánuði ársins verður 23.611 kr. á mánuði. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI Sjómannaafsláttur á dag er663kr. Sjómannaafsláttur fyrstu sex mánuði ársins verður 663 kr. á dag. Frá og með 1. janúar 1993 eru fallin úr gildi eftirfarandi skattkort: Skatt- kort með uppsöfnuðum persónu- afslætti og námsmannaskattkort útgefin á árunum 1988- 1992.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.