Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 31

Dagur - 30.12.1992, Blaðsíða 31
Enska knattspyrnan Þorleifur Ananíasson Miðvikudagur 30. desember 1992 - DAGUR - 31 Manchester Utd. styrkir stöðu sína - tveir reknir útaf hjá Everton - Norwich misnotaði víti Bakvörðurinn Dennis Irwin skoraði fímmta mark Man. Utd. gegn Coventry og nú er farið að spá Man. Utd. meistaratitli. Á mánudag var frídagur í Englandi og því upplagt að hafa umferð í knattspyrnunni. Vegna plássleysis verður aðeins stiklað á stóru að þessu sinni, en hér koma helstu atriði Ieikj- anna á mánudag, en leikur Sheffield Utd. gegn Oldham var leikinn á þriðjudeginum. ■ Topplið Norwich er hætt að skora mörk og er liðið mætti Leeds Utd. á Elland Road mis- tókst liðinu að skora í fjórða leiknum í röð. Markalaust jafn- tefli varð í leiknum, en Mark Bowen brenndi af vítaspyrnu fyr- ir Norwich á 10. mín. leiksins. Þrátt fyrir þessi úrslit heldur liðið þriggja stiga forskoti í efsta sæt- inu. ■ Lið Man. Utd. er í miklu stuði þessa dagana og tók Coventry heldur betur til bæna og sigraði 5:0. Ryan Giggs og Mark Hughes skoruðu fyrir liðið í fyrri hálfleik og yfirburðir liðsins héldu áfram í þeim síðari. Eric Cantona bætti þriðja markinu við úr vítaspyrnu á 65. mín., Lee Sharpe sem hafði misnotað tvö dauðafæri í leikn- um bætti fjórða markinu við eftir undirbúning Cantona á 78. mín. Lokaorðið átti síðan bakvörður- inn Dennis Irwin er 8 mín. voru Staðan Úrvalsdeiid Norwich 22 12- 5- 5 34:34 41 Man. Utd. 2210- 8- 4 30:17 38 Aston Villa 22 10- 8- 4 32:24 38 Blackburn 22 10- 7- 5 35:19 37 Ipswich 22 8-12- 2 31:23 36 Chelsea 22 9- 8- 5 28:21 35 QPR 21 9- 5- 7 30:25 32 Covenhy 22 8- 8- 6 33:32 32 Arsenal 22 9- 4- 9 13:22 31 Man. Cily 22 8- 6- 8 30:24 30 Liverpool 21 8- 5- 8 35:33 29 Tottcnhara 22 7- 8- 7 22:27 29 Crvstal Palace 22 6- 9- 7 29:28 27 Middlcsbrough 22 6- 9- 7 32:34 27 Shcff. Wcd. 22 6- 9- 7 26:30 27 Leeds 22 6- 7- 9 33:37 25 Southampton 22 5- 9- 8 22:26 24 Everton 22 7- 5-11 22:30 23 Oldhain 20 5- 6- 9 33:39 21 Sheff. Utd. 21 5- 6-10 18:29 21 Wlmbledon 22 4- 8-10 26:33 20 Nottingham Forest 21 3- 6-12 2(1:3215 1. deild Neweastle 23 17- 1- 4 45:21 53 Tranmcre 22 12- 5- 5 42:26 41 West Ham 2311- 6- 6 40:25 39 Millwall 13 10- 9- 4 35:20 39 Portsinouth 23 10- 7- 6 38:28 37 Leicester 23 10- 5- 8 29:29 36 Wolvcs 24 8-10- 6 35:27 34 Swindon 21 9- 6- 640:3633 Brentford 23 9- 6- 8 35:27 33 Derby 23 10- 3-10 40:3.3 33 Charlton 24 8- 9- 7 27:23 32 Grimsby 23 9- 4-10 34:32 31 Petcrborough 21 8- 7- 5 31:26 30 Watford 24 7- 9- 8 33:37 30 Barnslcv 23 9- 3-11 29:27 30 Oxford Unitcd 22 6-11- 5 34:27 29 Sundcrland 22 8- 4-10 27:37 28 Bristol City 23 7- 6-10 28:44 27 Bristol Rovers 24 6- 4-14 32:53 22 Luton 22 4- 9- 9 30:38 21 Southend 23 5- 6-12 24:33 21 Rirmingham 20 5- 5-10 18:35 20 Notts Countv 23 4- 8-11 23:42 20 Cambridge United 23 4- 8-1123:4220 til leiksloka. Óvæntir yfirburðir því ekki er langt síðan Coventry burstaði Liverpool 5:0. ■ Blackburn var í öðru sæti fyrir umferðina, en tapaði gegn Ipswich 2:1 Roy Wegerle virtist þó hafa tryggt Blackburn sigurinn með marki 17 mín. fyrir leikslok, en tvö mörk á síðustu 10 mín. leiks- ins frá þeim Bontzo Guentchev og Chris Kiwomya tryggðu Ips- wich sigurinn í leiknum. ■ Nottingham For. er enn í vandræðum og án Þorvaldar Örlygssonar tapaði liðið gegn Tottenham 2:1. Guðni Bergsson kom inná sem varamaður hjá Tottenham undir lokin. Það var Gary Mabbutt sem tryggði Tott- enham sigurinn með marki 4 mín. fyrir leikslok. Áður höfðu þeir Nick Barmby fyrir Totten- ham og Scott Gemmill skorað fyrir Nottingham For. sem er í neðsta sætinu. ■ Liverpool gerði aðeins jafn- tefli á heimavelli gegn Man. City þar sem City náði raunar forystu með marki Niall Quinn. Ian Rush sem átt hefur heldur erfitt uppdráttar að undanförnu jafn- aði fyrir Liverpool og tryggði þar með liði sínu stig. ■ Everton lenti í kröppum dansi í leik sínum gegn Q.P.R, og tapaði að lokum 4:2. Mark- vörður Everton Neville Southall og miðherji liðsins Paul Rideout voru báðir reknir útaf í lok fyrri hálfleiks. Útherjinn Andy Sinton skoraði þrjú af mörkum Q.P.R. í leiknum. ■ Simon Osborn tryggði Crystal Palace enn einn sigurinn með eina marki leiksins gegn Middles- brough á útivelli. Palace er nú á mikilli ferð upp stigatöfluna og brúnin á Braga bakara léttist óðum. ■ Sheffield Wed. vann góðan sigur á útivelli gegn Southampton 2:1 og skoruðu þeir John Sheridan og David Hirst mörkin fyrir Sheff. Wed. ■ Lundúnaliðin Wimbledon og Chelsea gerðu markalaust jafn- tefli í leik sínum og Chelsea liðið virðist nú hafa lagst í jafnteflin. ■ Aston Villa lék stórvel gegn Arsenal og hefði átt að sigra mun stærra en 1:0. Dean Saunders skoraði sigurmark Villa úr víta- spyrnu á síðustu mín. fyrri hálf- leiks eftir að David O’Leary hafði brotið á Dwight Yorke sem átti stórleik hjá Villa. David Seaman átti mjög góðan leik í markinu hjá Ársenal og varði tvívegis frá Saunders og einu sinni frá Yorke eftir að þeir höfðu sloppið einir í gegn. í lokin munaði þó minnstu að Ian Wright næði að jafna fyrir Arsenal, en Nigel Spink mark- vörður Villa varði mjög vel gott skot hans. Þ.L.A. Úrslit Úrvalsdeild Aston Villa-Arsenal 1:0 Ipswich-Blackbum 2:1 Leeds Utd.-Norwich 0:0 Liverpool-Manchester City 1:1 Manchester Utd.-Coventry 5:0 Middlesbrough-Crystal Palace 0:1 Q.P.R.-Everton 4:2 Southampton-Shcflleld Wed. 1:2 Tottenham-Nottingham For. 2:1 Wimbledon-Chelsea 0:0 Shelfíeld Utd.-Oldham þridjudag 1. deild Barnsley-Tranmere 3:1 Bristol Rovers-Southend 0:2 Derby-Portsmouth 2:4 MiUwall-Leicester 2:0 Notts County-Brcntford 1:1 Oxford-Newcastle 4:2 Peterborough-Charlton 1:1 Sunderland-Grimsby 2:0 Watford-Cambridge 2:2 West Ham-Luton 2:2 Wolves-Bristol City 0:0 Swindon-Birmingham þriðjudag Léttisfélagar jólatrésskemmtun verður í Skeifunni sunnudaginn 3. janúar, kl. 14.00. Eldfjörugir jólasveinar koma í heimsókn. Allir velkomnir. Fjölmennið. Kvennadeild Léttis. | > P Eg sendi Bamastúkunni Von nr. 75 mínar bestu | jf nýárskveðjur i | með þökk jyrir samstarfið á árinu | Kf>m e>r ari Uria I Ólafía Halldórsdóttir & iirara«rarararainini»rai»i»raini«rak s g s g g g Óskum viðskíptavinum okkar svo og landsmönnum öllum gleðilegs árs þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Saumum gluggatjöld vönduð og góð þjónusta B s 8 S 3 9 s s B s s 9 GLUGGATJALDAÞJONUSTAN g GLERÁRGÖTU 26 • AKUREYRI • SÍMI 96-26685 . . -I g g g g g 9 8 ' /T g Krabbameinsfélag Akureyrar s g og nágrennis \ g óskar félagsmönnum sínum og velunnurum g g 9 9 gleðilegs árs og þakkar ómetanlegan stuðning á árinu sem er að iíða s 9 3 iisai»iQ»isaisaiB»iaBB»RaiE»«sin9ia3iisaiQaisaHsir • — ~ — i~ <- r r i ■ ■ * m~ • m • ■ Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig með heillaóskum, blómum, gjöfum og heimsóknum á 90 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur og gefi ykkur gæfuríkt nýtt ár ÁGÚST JÓNSSON OG MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.