Dagur - 13.01.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 13. janúar 1993
Spurning vikunnar
Hefurðu nýlega séð
íslenska kvikmynd og
hvernig fannst þér hún?
Björn Sverrisson:
„Nei, það hef ég ekki nýlega en
síðast sá ég gamalmenna-
myndina með Gísla Halldórs-
syni „Börn náttúrunnar" og
fannst hún virkilega góð“.
Fjóla Sverrisdóttir:
„Það hef ég ekki því ég fer mjög
sjaldan í bíó. Ég sá um jólin
„Atómsstöðina" eftir Laxnes í
sjónvarpi og fannst hún alveg
ágæt“.
Ingimundur Bernharðsson:
„Nei, ég fer yfirleitt ekki í bíó,
hef mjög lítinn áhuga en gæti
hugsað mér að fara ef einhver
yrði til þess að ýta mér af stað.
Ég man ekki eftir neinni
íslenskri kvikmynd í sjónvarpi
sem vakið hefur athygli mína"
Elísa Stefánsdóttir:
„Ég hef ekki farið í bíó mjög
lengi en ég sá „Hvíta víkinginn"
í sjónvarpinu og fannst hún ekki
góð. Ég sá „Hrafninn" og fannst
hann aftur á móti mjög góður og
varð því fyrir vonbrigðum með
„Hvíta víkinginn" í sjónvarp-
inu“.
Gísli Baldvinsson:
„Já, ég sá „Böm náttúrunnar"
og fannst það kvikmynd á
heimsmælikvarða. Ég sé yfir-
leitt íslenskar kvikmyndir ef ég
á þess kost og þær eru orðnar
samkeppnisfærar þannig að
það á ekki þurfa að kosta tvöfalt
meira inn á þær en erlendar
kvikmyndir. Það fælir ýmsa frá
og þeir bíða eftir því að kvik-
myndir komi til útleigu á mynd-
bandaleigunum".
Fáir hugsa oftar um vorið og
sumarið en stangveiðimenn
Strax og keinur fram yfir ára-
mót fer skammdegisdrungan-
um að létta af okkur íslending-
um og vora í sálinni. Vissan
um sumar á eftir vetri og vonin
um sólríka daga og bjartar
nætur hefur löngum verið það
vopn, sem best hefur dugað í
baráttunni við hríðar og
skammdegismyrkur langra
vetra. Fáir hugsa oftar um vor-
ið og sumarið en stangveiði-
menn. Á vetrarkvöldum koma
þeir saman til að hnýta flugur,
sem reyna á þegar fossbúinn
knái vitjar æskustöðvanna.
Sögur eru sagðar og þær eru
oft heldur ótrúlegar.
Silungurinn fylgdi hús-
bónda sínum og drukknaði
Bóndi nokkur í Suður-Þingeyjar-
sýslu fann silungsseiði í læk ein-
um í landareign sinni, tók það
heim með sér, lét það í bala og ól
svo vel sem hann kunni. Það
dafnaði vel og varð brátt allra
myndarlegasti silungur. Þegar
fram liðu stundir fór bóndi að
hugsa um að það væri leiðinda
fyrirhöfn, að þurfa alltaf að vera
að skipta um vatn á fiskinum,
það hlyti að vera hægt að venja
hann af þeim óvana að busla í
vatni. Hann fór því að taka hann
upp úr balanum stund og stund
og lét hann liggja í nokkrar
mínútur, en þar sem silungnum
virtist ekki vera meint af þessu,
smá lengdi hann tímann, uns
fiskurinn var orðinn afvanur
vatninu og farinn að una sér hið
besta á þurru landi. Hann elti
húsbónda sinn um túnið og brölti
í humátt á eftir honum á næstu
bæi.
Eitt sinn þurfti bóndi að
bregða sér bæjarleið og lá leiðin
yfir á, sem brú var yfir. Silungur-
inn fylgdi húsbónda sínum að
vanda, en þegar þeir komu að
brúnni gætti bóndi þess ekki að á
henni var stór rifa. Silungurinn
brölti út á brúna, en álpaðist nið-
ur um rifuna, ofaní ána og
drukknaði!
Þér hefur þó ekki dottið í
hug að þú kæmist í Þing-
eyjarsýsluna hérna megin
Mann nokkurn dreymdi látinn
vin sinn, sem verið hafði mikill
veiðimaður í jarðlífinu. Tal
þeirra barst fljótt að veiði og lék
þeim jarðneska mikill hugur á að
vita, hvers vænta mætti í því efni,
þegar yfrum kæmi. „Nóg er af
ánum og mikill er í þeim fiskur-
inn,“ sagði sá látni, „en það er
sama sagan þar eins og hjá ykkur
- við missum alltaf þá stærstu.“
Nokkru síðar hittust þeir félag-
arnir aftur í draumi. Sá jarðneski
bað þá vin sinn að segja sér
eitthvað meira um árnar og veiði-
skapinn fyrir handan. Tók hann
því vel og kvað best að taka hann
með og lofa honum að renna í
einhverri góðri á, því að sjón
væri sögu ríkari og reyndin
ólýgnust.
Um leið og hann hafði sleppt
orðinu, stóðu þeir á árbakka ein-
um í fögru umhverfi, „einhvers
staðar í alheiminum“.
Straumlag árinnar var fallegt,
og fiskar vöktu svo langt sem
augað eygði. Bjartur og glæsileg-
ur leiðsögumaður kom með stöng
og allan nauðsynlegan útbúnað
| til jarðarbúans og benti honum
um leið á stórlax, sem var að
bylta sér úti í straumnum. Gest-
urinn greip stöngina, leit á hana
sem snöggvast, athugaði girnið
og fluguna, hóf síðan stöngina á
loft og lagði alla leikni sína og
kunnáttu í kastið. Flugan barst
með mátulegum hraða yfir
blettinn, þar sem fiskurinn var,
og í þriðja eða fjórða kasti stöðv-
aðist hún skyndilega. Um leið
kom kippurinn gamalkunni og
góði, sem endurverkar á hjarta
veiðimannsins og örvar blóðrás-
ina.
Tókst nú hörð glíma, sem ekk-
ert gaf eftir jarðneskum stórlaxa-
átökum, og var lengi tvísýnt um
úrslitin. En þar kom að lokum,
að laxinn fór að leggjast á hliðina
og láta að stjórn. Aðstoðar-
Isveinninn kom með ífæruna á
réttu augnabliki, bar í fiskinn og
kippti honum upp á bakkann.
Aður en löng stund var liðin
hafði hann veitt þrjá væna laxa.
Þá tilkynnti sá látni honum, að
hann yrði að hætta, því hér væri
bannað að veiða meira í einu.
„Ykkur þætti þetta nú sennilega
strangar reglur þarna neðra, en
ég ráðlegg ykkur að fara að búa
ykkur undir það sem koma skal.
Hvernig líkar þér annars að veiða
hérna?“
„Er þetta besta áin ykkar?“
spurði sá jarðneski.
„Ekki segi' ég það nú, en
hefurðu eitthvað við hana að
athuga?“
„Nei ekki beinlínis, en ef ég á
að vera alveg hreinskilinn við
þig, þá finnst mér hann ekki taka
eins skemmtilega hérna og í Laxá
í Aðaldal“.
„Þér hefur þó ekki dottið í hug
að þú kæmist í Þingeyjarsýsluna
hérna megin, án þess að fara um
lægri sviðin fyrst?“
Lax, sem seldi líf sitt dýrt
Saga ein „minningamerk“ er
sögð úr Borgarfirði um viðureign
lax og manns. Veiðimaður var að
vitja um net sín. Var hann á báti
við annan mann, og áttu þeir
ekki von stórfiska, því netin
höfðu verið lögð á silungamið.
Eigi höfðu þeir dregið lengi, er
drátturinn tók að þyngjast og
harðar sviptingar að gerast niðri í
vatninu. Kom þá brátt í ljós, að
lax einn mikill og ferlegur var í
netinu. Veiðimennirnir höfðu
báðir heyrt söguna um Loka,
þegar hann brá sér í laxalíki, og
var ekki trútt um að þeir kenndu
geigs. ífæra var í bátnum, ein
vopna, og greip eigandinn hana
og færði í fiskinn.
Eftir nokkurt þóf fékk hann
dregið laxinn upp í bátinn og
hugðist nú greiða honum rot-
höggið í skyndi. En laxinn ákvað
að selja líf sitt dýrt, og svo fór, að
hann reyndist manninum lítil
heillaþúfa um að þreifa áður en
yfir lauk. Hann braust um svo
hart, að veiðimaðurinn missti
takið á ífærunni, en um leið sló
laxinn sporðinum svo fast fyrir
brjóst honum og á upphandlegg-
inn, að hann féll um í bátnum, og
þegar hann ætlaði að standa upp
aftur var handleggurinn þver-
brotinn rétt neðan við öxlina.
Eftir þetta afrek ætlaði laxinn
að stökkva út í ána aftur með
ífæruna í bolnum, en þá kom
aðstoðarmaðurinn til sögunnar
og réð niðurlögum fisksins. Fisk-
urinn var 30 pund, en það mun
vera óvenjuleg stærð á þessum
slóðum.
Vætturinn í fossinum
Foss hét bær einn í Fljótum til
forna, og var tuttugu hundraða
jörð, en nú er hún í eyði og lögð
undir Skeið í Fljótum, og er þó
enn glöggur merkigarður milli
jarðanna. Bær þessi stóð hjá fossi
þeim, sem er í Fljótaánni, og tók
nafn af honum. Upp fyrir foss
þennan kemst hvorki lax né sil-
ungur, en ósköpin öll halda menn
sé af hvorutveggju í iðunni undir
fossinum. Seinustu bændur, sem
á Fossi bjuggu, voru tveir
bræður, en ekki er getið um nöfn
þeirra. Þeir veiddu í eða undir
fossinum þau ósköp af laxi að
þeir áttu stóra hjalla fulla af
honum.
í fossinum í ánni býr vættur ein
eða tröllkona. Hún á sér ekki
annað til bjargar en eina kú, og
heldur hún hana á laxi. En þegar
svona er komið, sá hún fram á
það, að færi þessu lengur fram,
mundi hún verða alveg bjargar-
laus fyrir kúna. Fór hún þá til
eina nótt, og náði öðrum bróð-
urnum og dró hann ofan í fossgil-
ið, og drekkti honum þar í ánni.
Við þetta brá bróður hans svo, að
hann flúði burt af jörðinni, og
hefur hún aldrei byggst síðan.
Síðan hefur aldrei verið veiddur
lax í fossinum.
Þeir fínna upp á ýmsu
í Ameríku
Og þá er það sagan af veiði-
mönnunum á Simcoe-vatni í
Kanada. Ekki alls fyrir löngu,
höfðu nokkrir Ameríkanar
ákveðið að fara út á vatnið og
veiða þar í gegnum vök á ísnum.
Konur þeirra hentu gaman að
þeim og sögðu að þeir skyldu
hætta við það, því þeir fengju
hvort eð er ekki bröndu. Karl-
arnir voru ekki á því að taka
mark á slíkum hrakspám og
bjuggu sig því út með nesti og
nýja skó. En forlögin höguðu því
þannig til að gúmmíbátur hefði
komið þeim að meiri notum en
bíll. Herrarnir óku semsagt á
bílnum út á ísinn og þaðan lá
leiðin niður á botn því ísinn þoldi
ekki þungann.
Sem betur fór, voru nokkrir
snarráðir náungar nærstaddir og
gátu þeir bjargað hálfdauðu
veiðihetjunum upp úr vökinni.
Síðan var tekið til óspilltra mál-
anna við að ná bílnum upp og
tókst það von bráðar. Og þegar
Jónas Ragnarsson glímir hér við laxinn í Miðtjarðará og ekki er ólíklcgt að
hann hafi getað sagt góða sögu við heimkomuna.