Dagur - 13.01.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. janúar 1993 - DAGUR - 7
Á vetrarkvöldum og ótíð eins og nú er sitja menn heima og hnýta flugur,
sem reyna á þegar fossbúinn knái vitjar æskustöðvanna.
farið var að athuga skemmdir,
fundust - bak við eitt sætið - 40
frosnir fiskar, sem höfðu átt að
bjarga heiðri veiðimannanna ef
illa veiddist. Þeir finna upp á
ýmsu í Ameríku.
Enginn þolhlaupari
Eitt sinn setti veiðimaður nokkur
í stóran lax við klettana efst á
Breiðunni, fyrir neðan Æðar-
fossa í Laxá í Aðaldal. Laxinum
varð hverft við þegar hann fann
átak stangarinnar og þaut af stað
niður ána með miklum hraða.
Veiðimaðurinn var með langa
línu og bjóst við að laxinn mundi
aldrei fara svo langt, að hún
nægði ekki. Hann stóð því kyrr í
sömu sporum og horfði á eftir
ferlíkinu þar sem það buslaði
niður ána. En allt í einu varð
honum litið á hjólið og sá þá að
síðustu vafningarnir voru að
renna út af því. Eftir fáeinar sek-
úndur sleit laxinn og veiðimaður-
inn stóð eftir með tómt hjól.
Nú bar að veiðifélaga hans,
sem hafði verið uppi í Bjarg-
streng og hann sagði: „Af hverju
hljópstu ekki á eftir laxinum,
maður?“
„Á að gera það?“ svaraði veiði-
maðurinn. „Pað hef ég aldrei
heyrt; enda hefði það nú lítið
gagnað, því ég er enginn þol-
hlaupari"!
Umhverfisráðuneytið:
Gefiir út skýrslu um
umhverfisráðsteftiuna í Ríó
Umhverfisráðuneytið hefur
tekið saman skýrslu um heims-
ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna um umhverfi og þróun,
sem haldin var í Ríó de Janeiró
dagana 3.-14. júní 1992.
I skýrslunni er gerð grein fyrir
undirbúningi ráðstefnunnar,
bæði erlendis og hér á landi. Þar
er stuttlega sagt frá ráðstefnunni
sjálfri og gerð grein fyrir helstu
niðurstöðum hennar.
Hinn sýnilegi árangur heims-
ráðstefnunnar felst einkum í
tveimur samningum, sem undir-
ritaðir voru af yfir 150 ríkjum,
um loftslagsbreytingar og um
fjölbreytileika lífs á jörðinni, svo
og þremur yfirlýsingum: Ríóyfir-
lýsingunni, framkvæmdaáætlun-
inni Dagskrá 21 og yfirlýsingu um
verndun skóga. Samningarnir
tveir eru lagalega skuldbindandi
fyrir þær þjóðir sem undirrituðu
þá og fullgilda, en yfirlýsingarnar
þrjár eru hins vegar ekki lagalega
skuldbindandi, en fela engu að
síður í sér pólitískar og siðferði-
legar skuldbindingar fyrir allar
þátttökuþjóðirnar.
Til þess að fylgja eftir sam-
þykktum ráðstefnunnar hafa
Sameinuðu þjóðirnar ákveðið að
skipa fjölþjóðanefnd um sjálf-
bæra þróun, til þess að fylgjast
með framkvæmd Dagskrár 21.
Verður væntanlega kosið í nefnd-
ina í febrúar næstkomandi.
Hér á landi er þegar farið að
vinna að því að koma samþykkt-
um ráðstefnunnar í framkvæmd.
Meðal annars hefur verið stofnuð
nefnd um stefnumótun í umhverf-
ismálum og tveir starfshópar sett-
ir á laggirnar. Skal annar þeirra
endurskoða framlög íslendinga
til þróunaraðstoðar og hinn
leggja drög að stefnumótun um
notkun stjórntækja til að tak-
marka útblástur gróðurhúsaloft-
tegunda og fylgjast með þeirri
vinnu sem fram fer á alþjóðavett-
vangi á því sviði. Þá er hafin
vinna á vegum umhverfisráðu-
neytisins við að þýða alþjóða-
samningana tvo sem undirritaðir
voru og undirbúa fullgildingu
þeirra hér á landi.
Dymar opnast
- frá einhverfu til doktorsnafnbótar
Út er komin bókin Dyrnar
opnast - frá einhverfu til dokt-
orsnafnbótar eftir Dr. Temple
Grandin. Þetta er fyrsta bókin
þar sem einhverfu er lýst frá
sjónarhorni einhverfrar mann-
eskju.
Fáir hafa verið til frásagnar um
þá sérstæðu fötlun sem einhverfa
er, enda er eitt af einkennum
hennar erfiðleikar í tjáskiptum.
Ýmsar kenningar hafa verið á
kreiki um orsakir einhverfunn-
ar, margar byggðar á vanþekk-
ingu og sveipaðar dulúð.
Á undanförnum árum hafa
miklar framfarir átt sér stað í
skilningi á einhverfu og er hin
bandaríska Temple Grandin ein
þeirra sem hafa lagt drýgstan
skerf á þær vogarskálar. Hún var
greind einhverf sem barn en tókst
að yfirvinna helstu samskipta-
tálma þessarar fötlunar og er nú
doktor í dýrasálfræði og mikils
metin á því sviði. Henni hefur
tekist að koma til skila reynslu
sinni af einhverfu, bæði í formi
fyrirlestra og í bók sinni Dyrnar
opnast - frá einhverfu til doktors-
nafnbótar sem Umsjónarfélag
einhverfra hefur nú gefið út.
Þetta er fyrsta bókin þar sem
þessari reynslu er lýst. Bókin hef- |
ur vakið mikla athygli víða um
lönd og er talin lykilbók að skiln-
ingi manna á þessari fötlun.
Fyrir þá íslendinga sem tengj-
ast einhverfu á einn eða annan
hátt markar þessi bók einnig
tímamót fyrir þá sök að þetta er
fyrsta bókin sem kemur út á
íslensku og fjallar um þessa
fötlun.
Eins og titillinn ber með sér
lýsir bókin leið Temple Grandin
frá einangrun einhverfunnar til
doktorsnafnbótar. Skringileg
uppátæki, furðuleg framkoma,
misskilningur og rangtúlkanir,
þrá eftir ást, innri barátta í flókn-
um og yfirþyrmandi heimi. Bókin
lýsir því er undarleg áhugamál og
þráhyggja breytast í þrautseigju
er knýr fram sigur...
Ragnheiður Oladóttir þýddi og
Hvíta húsið auglýsingastofa
styrkti útgáfu bókarinnar og gaf
m.a. vinnu við hönnun bókar-
kápu. Dreifingu annast Örn og
Örlygur. Bókin er 160 bls. og
kostar 1.980,- kr.
Umsjónarfélag einhverfra gef-
ur bókina út og tileinkar þessa
íslensku útgáfu öllum þeim
íslendingum sem hafa trú á
manneskjunni og möguleikum
hennar.
Arnarneshreppsbúar
Viimingshafar í Jólaleik Greifans
Fyrir skömmu var í beinni
útsendingu á Hljóðbylgjunni,
dregið í Jólaleik Greifans á
Akureyri, sem var haldinn í
tengslum við Jólahlaðborð Greif-
ans. Boðið var upp á jólahlað-
borð frá 11.-24. desember og
voru undirtektir mjög góðar en
alls komu um 600 manns til að
njóta kræsinga úr borðinu.
Þetta var í fyrsta skipti sem
Greifinn bauð upp á sérstakt
jólahlaðborð en vegna þess
hversu undirtektir voru góðar,
verður framhald þar á. Alls voru
veitt 10 verðlaun í Jólaleiknum
en í fyrsta vinning var 10.000 kr.
matarúttekt á Greifanum. 1 2.-4.
vinning var 5.000 kr. matarúttekt
á Greifanum og í 5.-10. vinning
jólagospakki frá Ölgerðinni.
Vinningshafar urðu þessir:
Leiðréttmg
1 umsögn undirritaðs um Óska-
steininn, barnaleikrit, sem
leikhópur undir stjórn Arnar
Inga Gíslasonar sýnir í leikskól-
um Akureyrar, er að því fundið,
að Örn Ingi var sjálfur í stóru
hlutverki undir lok verksins.
Örn Ingi hafði hlaupið í skarð-
ið fyrir leikara, sem ekki gat tek-
ið þátt í sýningunni sakir þess að
hann var staddur erlendis. Undir-
rituðum var ekki kunnugt um
þetta, þegar umfjöllunin var
rituð, og eru þeir, sem í hlut eiga,
beðnir velvirðingar.
Haukur Ágústsson.
1. Helga Jóhannsdóttir.
2. -4. Sigrún Marinósdóttir,
Þórður Kárason, Leó Magnús-
son.
5.-10. Dúfa Kristjánsdóttir, Jó-
hann Guðmundsson, Silja Mist
Sigurkarlsdóttir, Þorbjörg Braga-
dóttir, Rannveig Alfreðsdóttir,
Anna María Hafsteinsdóttir.
Fréttatilkynning
Félagsmiðstöðin Tónabær:
Músíktilraunir ’93
í mars og aprfi
Félagsmiðstöðin Tónabær
mun í mars og aprfl nk. standa
fyrir Músíktilraunum 1993. Þá
gefst ungum tónlistarmönnum
tækifæri til að koma á framfæri
frumsömdu efni og ef vel tekst
til, að vinna með efni sitt í
hljóðveri.
Músíktilraunir eru opnar öll-
um upprennandi hljómsveitum
alls staðar að af landinu og munu
aðstandendur þeirra reyna að
útvega afslátt af flugfari fyrir
keppendur utan af landi.
Tilraunakvöldin verða þrjú
eins og undanfarin ár. Það fyrsta
verður 18. mars, annað 25. mars
og það jtriðja og síðasta þann 1.
apríl. Urslitakvöldið verður svo
föstudaginn 2. apríl. Margvísleg
verðlaun eru í boði fyrir sigur-
sveitirnar en þau veglegustu eru
hljóðverstímar frá nokkrum
bestu hljóðverum landsins.
Þær hljómsveitir sem hyggja á
þátttöku í Músíktilraunum 1993
geta skráð sig í félagsmiðstöðinni
Tónabæ í síma 91-35935 og 91-
36717 frá 15. janúar til 5. mars
alla virka daga milli kl. 10 og 22.
(Fréttatilkynning)
Matarkrókur:
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu í Matar-
króknum sl. laugardag að upplýs-
ingar vantaði í tartalettuuppskrift
Jakobínu Áskelsdóttur svo hún
varð hvorki fugl né fiskur. Hér
verður uppskriftin birt að nýju og
með öllum nauðsynlegum upp-
lýsingum.
Tartalettur
200 g hangikjöt
Vi dós aspargus
1 paprika
3 harðsoðin egg (fremur smátt
skorin)
100 g mayonnaise
100 g rifinn ostur
Þetta er allt hrært saman og
sett í tartalettur. Síðan bakað í
ofni við 190 gráður í 10-15 mínút-
ur.
Þorrablót
verður haldið í Hlíðarbæ laugardaginn
23. janúar kl. 21.00.
Brottfluttir hreppsbúar velkomnir.
Miðapantanir í símum 25477 Krissa, 26507 Inga, 21962
Atli, í síðasta lagi miðvikudaginn 20. janúar.
Félag harmonikuunnenda
við Eyjafjörð
Dansleikur
laugardaginn 16. janúar í Lóni við
Hrísalund frá kl. 22.00-03.00.
Mætiö vel og stundvíslega.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Stjórnin.
Húsnæði
Ríkissjóður leitar eftir leigu eða kaupum á íbúð-
arhúsnæði í BORGARNESI og á SAUÐÁRKRÓKI.
Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús,
u.þ.b. 160-200 m' að stærð að meðtalinni bíl-
geymslu.
Tilboð, ergreini staðsetningu, stærð, byggingarár og
-efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og
áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjár-
málaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir
26. janúar 1993.
Fjármálaráðuneytið, 11. janúar 1993.