Dagur - 13.01.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 13. janúar 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
15-20% hækkun
vaxta látín óátalin
Sumt er heilagra en annað í þessu samfélagi,
samanber söguna um Jón og séra Jón. í lok
nýliðins árs var tilkynnt að bankarnir hygðust
hækka nafnvexti um 1,5 til 2 prósentustig um
áramótin. Viðskiptaráðherra gerði enga
athugasemd við þessa gífurlegu vaxtahækk-
un en sagðist reyndar telja hana „fullmikla'1.
Forsætisráðherra gerði enga athugasemd,
ekki fjármálaráðherra og þaðan af síður aðrir
ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Þar með var það
afgreitt mál, vextirnir hækkuðu.
Vakin skal athygli á því að hér var ekki um
að ræða einhverja örlitla leiðréttingu á vaxta-
stiginu. Nefna má sem dæmi að víxilvextir í
Landsbanka íslands hækkuðu úr 11,5% í
13,5%. Það er 17,4% hækkun. Kjörvextir á
óverðtryggðum skuldabréfum í sama banka
hækkuðu úr 10% í 11,5%. Það er 15% hækkun.
Þá hækkuðu kjörvextir í Búnaðarbanka úr
10,5% í 12,5%. Það er hækkun um 19,1%.
Vaxtahækkunin sem kom til framkvæmda um
áramótin var sem sagt á bilinu 15-20% og
munar um minna!
Á sama tíma og stjórnarherrarnir sáu enga
ástæðu til að átelja ósvífna vaxtahækkun
bankanna og fá talsmenn þeirra til að rök-
styðja ósköpin, sá fjármálaráðuneytið ástæðu
til að véfengja verðhækkun bænda á nauta-,
svína-, kjúklingakjöti og eggjum vegna
skertra endurgreiðslna á virðisaukaskatti.
Skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins lét hafa
eftir sér í fjölmiðlum að 7% meðaltalshækkun
væri eðlileg en ekki 10-14% hækkun eins og
bændur hefðu boðað.
Það er athyglis- og umhugsunarvert að
bera saman viðbrögð stjórnvalda við þessum
tveimur hækkunum. Órökstudd vaxtahækkun
bankanna, sem byggir á framtíðarspám um
verðlagsþróunina, var látin óátalin. Rökstudd
verðhækkun á ofangreindum landbúnaðar-
afurðum, tilkomin vegna skertra endur-
greiðslna á virðisaukaskatti til bænda, var
hins vegar véfengd af talsmönnum fjármála-
ráðuneytisins. Þó ætti vart nokkur að vera í
vafa um hvor hækkunin veldur meira tjóni í
efnahagslífinu.
Hin mismunandi viðbrögð segja sína sögu
um það hverjir eru í náðinni hjá stjórnvöldum
og hverjir ekki. Fjármagnseigendur mega fara
sínu fram án afskipta hins opinbera - aðrir
ekki. BB.
Atvinnumálin á Akureyri:
Er þróunarmiðstöð hluti af
lausn atvinnuvandans?
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að atvinnumálin á Akureyri
eru í hnút - rembihnút væri e.t.v.
réttara orð. Hundruð vinnufærra
karla og kvenna hafa verið skráð
atvinnulaus og sér ekki fyrir end-
ann á þeirri þróun. Fátt heyrist frá
opinberum aðilum um hvað
þeir hafa í hyggju að gera í at-
vinnumálum framtíðarinnar. Eina
sem kemur t.d. frá núverandi rík-
isstjóm er boðskapur um frekara
aðhald og spamað - og auknar
álögur á almenning og þá ekki síst
á þá sem sannarlega eiga varla
fyrir salti í grautinn.
Þegar leitað er leiða til að auka
atvinnu staðnæmast menn oft við
„ráð“ á borð við nýbyggingar á
vegum sveitarfélaga eða þrif á
opinberum byggingum svo dæmi
séu tekin. Nýbyggingamar verða
brátt að stofnunum sem fátítt er að
skapi verðmæti en auka fremur á
útgjöld og bæta við skuldabagga
sveitarfélaga.
Marklaust spjall
um stóriðju
Sjaldnar er rætt um úrlausnir í at-
vinnulífinu sem geta leitt til auk-
innar atvinnu þegar fram líða
stundir. Á Akureyri er framtak
Ú.A. og hugsanleg eignaraðild fé-
lagsins í þýsku útgerðarfyrirtæki
það eina sem vakið hefur athygli
nú nýverið - fyrir utan vatnsút-
flutning KEA og tilraunir KEA
með pökkun á fiski í neytenda-
pakkningar. Þá má ekki gleyma
Slippstöðinni/Odda en þar á bæ
hafa menn ýmsar ráðagerðir á
prjónunum - svo tæpt sé á nokkr-
um jákvæðum atriðum.
Helsta ráð núverandi ríkis-
stjómar er marklaust spjall um
stóriðju og útlenskar hjálparhend-
ur en sá draumur er hægt og bít-
andi að breytast í martröð. Aukin
atvinna verður fyrst og fremst til
fyrir atbeina heimamanna.
Aðstoð við hugvitsmenn
Víða um land sitja menn á rök-
stólum og kanna í þaula hvert sé
helst að stefna - og er þá komið
að aðalatriði þessa greinarstúfs. Á
Akranesi rituðu tveir menn bréf til
bæjarráðs og inntu það eftir hvort
ekki væri gmndvöllur fyrir nýrri
hugsun í atvinnuumræðunni og
áttu þar við „þróunarmiðstöð"
sem þeir nefndu svo. Með öðrum
orðum datt þeim í hug að reyna að
virkja hugvit heimamanna. Lík-
lega trúðu þeir ekki á sendingar að
utan og vissu sem er að hollur er
heimafenginn baggi.
Áskeil Þórisson.
í bréfinu segir: „Stofnuð verði
á Akranesi þróunarmiðstöð sem
bjóði fram aðstoð við þá sem hafa
hugmyndir til nýsköpunar í at-
vinnumálum. Aðstoðin fælist að-
allega í að leggja til húsnæði sem
samanstæði af þróunaraðstöðu,
verkstæði og tölvuaðstöðu og að-
stöðu til fyrstu skrefa í fram-
„Víða erlendis eru
stofnanir með líku
sniði og þeir félagar
gera að umtalsefni.
Nefna má Danmörku í
því sambandi en þró-
unarmiðstöðvar af
þessu tagi gegna um-
talsverðu hlutverki í
atvinnulífi Danmerk-
ur,“ segir Áskell Þóris-
son í greininni.
leiðslu." Þeir félagar leggja til að
bæjarfélagið útvegi húsnæði, bún-
að og að skipuð verði stjóm og
ráðinn forstöðumaður. Æskilegt
er, segja þeir í bréfinu, að for-
stöðumaðurinn og stjómarmenn
hafi þekkingu á tæknimálum svo
sem í málmiðnaði, rafiðnaði og
fleiri greinum. Á þetta atriði
leggja þeir mikla áherslu.
Auglýst eftir hugmyndum
Lagt var til að forstöðumaðurinn
auglýsti eftir hugmyndum og ynni
síðan úr þeim með viðkomandi
aðilum. „Þegar forvinnu er lokið
leggur forstöðumaðurinn hug-
myndimar fyrir stjóm sem tekur
endanlega ákvörðun um hvort og
þá hvemig verkefnið skuli tekið
inn í þróunarmiðstöðina. Bíða
mætti með innréttingu á húsnæði
þar til niðurstaða úr þessu liggur
fyrir og ljóst er hvort áhugi er fyr-
ir hendi og nothæfar hugmyndir
koma fram.“
Bréfritaramir, Hafsteinn Bald-
ursson og Hjörtur Gunnarsson,
segja einnig að forstöðumaðurinn
eigi að aðstoða þá sem fengju inni
- sem og þá sem til hans leita -
þ.e. í að fá styrki og lán frá þeim
aðilum sem sinna fjármögnun þró-
unarverkefna, en einnig ætti hann
að gera athugun á markaði fyrir
hugmyndimar.
En forstöðumaðurinn á að gera
fleira að mati bréfritara. Hans
verk væri að fylgjast með fram-
vindu verkefna og þegar fyriffram
áætlaður þróunartími væri liðinn
ætti stjómin að taka ákvörðun um
frekara áframhald. „Þar gæti verið
um að ræða framlengingu á þró-
unartíma eða aðstoð við fyrstu
skref í framleiðslu og markaðs-
setningu á fullunninni hugmynd“,
segir í bréfinu.
Nokkur dæmi
um árangur
Nokkur verkefni má taka sem
dæmi um hvað getur sprottið af
góðri hugmynd. Bréfritarar nefna
t.d. Sérsteypuna, sem er sam-
starfsverkefni íslenska Jámblendi-
félagsins og Sementsverksmiðju
ríkisins. Einnig nefna þeir flæði-
línuframleiðslu Þorgeirs og Ellerts
hf. sem unnin er í samvinnu við
Ingólf Ámason, hönnuð og rekstr-
artæknifræðing. Þá nefna þeir
einnig aðstoð Jámblendifélagsins
við þróun og smíði línuveiðikerf-
is.
Víða erlendis eru stofnanir með
líku sniði og þeir félagar gera að
umtalsefni. Nefna má Danmörku í
því sambandi en þróunarmið-
stöðvar af þessu tagi gegna um-
talsverðu hlutverki í atvinnulífi
Danmerkur.
Eyfírsk þróunarmiðstöð?
Bæjarráð Akraness tók hugmynd-
inni vel. Búið er að koma á fót
starfshópi sem hefur það hlutverk
að fjalla um hugsanlega stofnun
og rekstur þróunarmiðstöðvar.
Reiknað er með að snemma á
þessu ári verði tekin ákvörðun um
j hvort bæjarfélagið eða stofnanir á
j þess vegum muni leiða málið
áfram og hrinda því í framkvæmd.
Þróunarmiðstöð er ekki nein
allsherjarlausn á atvinnuvanda
Akureyrar eða Eyjafjarðar. Þvert á
móti. Hins vegar gæti hún haft sitt
að segja þegar við skríðum upp úr
þeim efnahagslega öldudal sem
við erum nú í og allt ætlar að
drepa. Hvað sem öðru líður ber
okkur að kanna alla möguleika á
aukinni atvinnu.
Akurnesingamir, sem ' báðir
hafa umtalsverða reynslu í þróun-
arverkefnum, eru að tala af
reynslu en báðir hafa lagt sitt af
mörkum til línuveiðikerfisins sem
áður var nefnt. Ekki síst af þeirri
ástæðu er rétt að leggja við hlustir.
Þeir vilja fara niður í grasrótina og
reyna að leita uppi hugmyndir -
sem hugvitsmenn hafa og vilja
koma á framfæri en það reynist
mörgum þeirra erfitt, þar sem þeir
eiga í erfiðleikum vegna skorts á
tæknibúnaði, fjármagni og van-
þekkingar á markaðsmálum. Ey-
firsk þróunarmiðstöð, skipuð hæfu
fólki með þekkingu og áhuga,
gæti án efa haft töluvert að segja í
atvinnumálum framtíðarinnar.
Áskell Þórisson.
Höfundur býr og starfar á Akureyri.
„Fátt heyrist frá opinberum aðilum um hvað þeir hafa í hyggju að gera í
atvinnumálum framtíðarinnar,“ segir Áskeil m.a. í greininni.