Dagur - 21.01.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 21.01.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 21. janúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31 PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Svört skýrsla Þjóðhagsstoftiunar Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér spá um horfur í efna- hags- og atvinnulífi þjóðarinnar á þessu ári. Vægt er til orða tekið þótt sá vísdómur er þar kemur fram sé nefndur svört skýrsla. Fátt er þar að finna er jákvætt getur talist og samkvæmt útreikningum stofnunarinnar, sem byggðir eru á þeim forsendum er þjóðarbúskapurinn gefur tilefni til, þurfa landsmenn ekki að búast við efnahagslegum bata - hvorki á þessu ári eða því næsta og að hagvöxtur fari ekki að glæðast fyrr en í fyrsta lagi á árinu 1996. Bent er á að nú gangi lengsta efnahagslægð er sögur fara af yfir landið og fá haldreipi sé að finna er gefi tilefni til bjartari vona. í spá Þjóðhagsstofnunar er því haldið fram að atvinnu- leysi verði um 5% á þessu ári eða meira en áður hefur þekkst hér á landi. Kaupmáttur ráðstöfunartekna verði um 5,5% minni en á síðasta ári og erlend lán nái að verða 60% af framleiðslu landsmanna. Hagvöxtur verði lítill eða nær enginn á næstu tveimur árum og landsframleiðslan verði um 1,4% minni en á árinu 1992. Þá gerir Þjóðhags- stofnun ráð fyrir að verðbólgan, sem legið hefur nánast í dvala að undanförnu, vakni til lífsins á ný og verði um 4% á ársgrundvelli á yfirstandandi ári. Spáð er að viðskipta- hallinn við útlönd minnki nokkuð eða lækki úr 14,7 millj- örðum á síðasta ári í 9,0 milljarða króna á þessu ári vegna þess að eftirspurn eftir innfluttum vörum og þjónustu dragist saman um 8%. Helstu ástæður þessarar hrakspár eru samdráttur í útflutningsframleiðslu þjóðarinnar og rýrnandi viðskipta- kjör á erlendum mörkuðum. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að verðmæti heildarafla verði um 1,3% minna á þessu ári en því síðasta, að botnfiskaflinn minnki í heild sinni um 3% á föstu verði á milli ára og að heildarsam- dráttur í þorskafla verði allt að 18,5%. í greinargerð með efnahagsspá Þjóðhagsstofnunar kemur fram að orsakir þessa mikla samdráttar í efnahagslífi bæði hér á landi og í öðrum vestrænum ríkjum megi rekja til fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja og heimila í mörgum löndum eftir mikla skuldasöfnun á uppgangstímum níunda áratugarins og einnig að vextir í ríkjum Evrópu hafi verið mjög háir að undanfömu. Því verður ekki neitað að í spá Þjóðhagsstofnunar kem- ur sá barlómur, er grafið hefur um sig hér á landi, fram í fullu veldi. Fátt er þar að finna er vonir getur vakið um betri tíð, hvað þá blóm í haga efnahagslífsins. En við aðstæður sem þessar, þegar þrengir að efnahags- og atvinnulífinu á þann hátt sem nú gerist er hættulegt að leggjast í eymd og volæði. Slíkt hugarvíl lengir einungis það ástand sem nú ríkir og Þjóðhagsstofnun spáir að framhald verði á. Aldrei er nauðsynlegra en á erfiðum tímum sem þessum að tala kjark í landsmenn, að blása anda vonar og trúar á framtíðina í nasir þjóðarinnar. Með því móti einu verður sigrast á erfiðleikunum. Því miður hafa stjórnvöld landsins látið það undir höfuð leggjast. Fremur hafa þau talið ástæðu til að ala á vonleysinu. Óljóst er hvaða meining er í því háttalagi en helst má álykta að verið sé að hræða þjóðina umfram það sem tilefni er til. Slíkt er mjög varhugavert við þær aðstæður sem hin svarta skýrsla Þjóðhagsstofnunar boðar. ÞI Frímerki Sigurður H. Þorsteinsson Hugleiðingar á nýju ári Við skulum hefja þennan þátt með því að svipast um á nýja ár- inu og sjá hvað hefir verið boðað nýtt í frímerkjaútgáfum og öðru á árinu 1993. Það verða gefin út tvö ný frí- merki í flokknum keppnisíþrótt- ir, þann 10. mars næstkomandi. Verðgildi þeirra frímerkja verða 30,00 krónur. Það eru þeir Ást- þór Jóhannsson og Finnur Malm- quist, sem þar hanna frímerki er tilheyra handknattleik og hlaupi. Verða þessi frímerki í sama dúr og fyrri frímerki í þessum íþróttaflokki, sem þeir félagar hafa hannað. Fer nú að gerast áleitin sú spuming, hvort ekki hefir verið tekið frá nóg upplag til að gefin verði út gjafamappa með íþróttafrímerkjum. Nýr frímerkingarmiði Aðeins fyrir þessa útgáfu kemur þó út frímerkingarmiði númer 3. Hann verður úr vél sem staðsett verður í Umferðarmiðstöðinni, á pósthúsútibúi númer 6 í Reykja- j vík. Þarna er svo sannarlega þörf fyrir slíka frímerkingarmiða, sökum þess að þarna er stöðug umferð fólks alla vikuna og mikil hagsbót af því að geta keypt frí- merki eða frímerkingarmiða á slíkum stað. Útgáfudagur þess- ara miða verður að því er best verður vitað, þegar þetta er. skrifað, þann 15. febrúar 1993. Engin tölfræðileg úttekt er mér kunn, sem segir til um hvort það hafi verið hagkvæmt að taka upp þessar vélar sem gefa út fyrir okkur frímerkingarmiða eða ávísun á burðargjald. Væri gam- an að fá slíkt yfirlit, þar sem tillit væri tekið til stofnkostnaðar, fjármagnskostnaðar og rekstrar- kostnaðar. Þá væri þarna einnig yfirlit yfir tekjur af vélunum, eða af sölu þessarra ávísana, svo og ef hægt væri yfirlit yfir hversu mikil þjonusta er veitt á móti og hversu mikið er selt beint til safn- ara. Það mundi ef til vill verða þess valdandi að hinar ýmsu póst- afgreiðslur færu að stimpla þessa miða, en meta þá ekki sem vél- frímerkingu fyrirtækja. Oftlega verð ég að biðja sérstaklega um að fá þessháttar bréf stimpluð og verður póstafgreiðslufólk undr- andi yfir því að stimpla eigi slíkar „rauðar áprentanir". „Brýr á íslandi“ Haldið verður áfram að gefa út frímerki með myndum af íslensk- um brúm. Áætlað verðgildi þess- arra frímerkja verður 90,00 krón- ur og 150,00 krónur. Nefnist þessi flokkur frímerkja „Brýr á Islandi", samkvæmt tilkynningu póstsins. Að þessu sinni verða það brýrnar á Hvítá, hjá Ferju- koti og á Jökulsá á Fjöllum, sem Frímerkingarmiði, eða ávísun á burðargjald. skreyta frímerkin. Vonar höfundur þessara þátta að litur og prentun merkjanna verði hreinni og skýrari en var í fyrri útgáfu. Það er Helgi Hafliðason sem hannar þessi frímerki, eins og þau fyrri tvö á árinu 1992. Koma þau sennilega út sama dag- inn og frímerkin sem helguð eru keppnisíþróttunum. Evrópufrímerki Evrópufrímerkin að þessu sinni verða eins og áður í tveim verð- gildum og koma út þann 26. apríl, 1993. Myndefni þessara frímerkja verða nútímalegar höggmyndir. Annað myndefnið er sótt til Akureyrar, en hitt verður Þotueggið hjá Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Nú verður fróðlegt að sjá hver verða verð- gildi þessarra frímerkja, en þau gætu hvort sem er orðið fyrir burðargjald innanlands - burðar- gjald til Evrópulanda - eða burð- argjald til annarra landa. Þarna yrði í raun eðlilegast að burðar- gjaldið yrði fyrir almenn bréf til Evrópulanda og annarra landa. Þema Evrópufrímerkjanna í ár er nútímalist. Norðurlandafrímerki Sama dag koma einnig út Norðurlandafrímerki með þem- anu „Áfangastaðir ferðamanna“. Þessi frímerki verða einnig í tveim verðgildum. Og er því þarna enn ein bundin útgáfa. Myndefni þessarra frímerkja verður svo Perlan í Reykjavík og Bláa Lónið við Svartsengi. Að öllum líkindum verða verðgildi þessarra frímerkja 30,00 krónur og 35,00 krónur, ef ekki verður úr því að neinar burðargjalda- hækkanir fáist á árinu. Hins vegar er ómögulegt að spá neinu um það, miðað við útlitið í dag. Dagur frímerkisins 9. október Þá komum við næst að þeim frímerkjum, sem gefin verða út í sambandi við Dag frímerkisins þann 9. október næstkomandi. Þarna verður fyrst um að ræða smáörk með átta frímerkjum með myndum fjögurra mismun- andi flugvéla sem notaðar hafa verið við póstflutninga. Meðal annarra verður þarna DC-3 eða þristur, sem er ein sú vél er mest gagn hefur gert á íslandi á liðnum áratugum. Þá þarf einnig á þess- um degi frímerkisins að gefa út blokk með yfirverði til að greiða kostnað við frímerkjasýningu ungmenna á Norðurlöndum sem þá stendur til að halda hér árið eftir, að því er ég best veit á Kjarvalsstöðum. Þá verða samkvæmt venju gef- in út jólafrímerki tvö að tölu, þann 8. nóvember. Ekki er vitað til að nein alþjóðasamtök eins og WWF eða önnur samtök fái útgefin frímerki hér á næsta ári. Sigurður H. Þorsteinsson. Perlan í Reykjavík er myndefni annars Norðurlandafrímerkisins sem gefið verður út þann 26. aprfl næstkomandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.