Dagur - 21.01.1993, Page 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 21. janúar 1993
MlNNING
tlngimar Eydal
Fæddur 20. október 1936 - Dáinn 10. janúar 1993
Síðbúin kveðja.
Ingimar Eydal er allur, langt um
aldur fram. Það var erfitt að trúa
andlátsfregninni þegar hún
heyrðist, þótt vitanlegt væri að
hann háði tvísýnt sjúkdómsstríð.
Það var svo ótrúlegt að honum,
þessum lífsglaða manni væri svipt
af sjónarsviðinu á miðjum aldri
og hann, sem segja mátti að væri
sérstakur merkisberi eða sendi-
herra Akureyrar og í krafti þess
starfs síns sem skemmtikraftur
hefði eignast sérstaka ímynd í
huga þjóðarinnar, kæmi ekki
lengur fram í þeim hlutverkum
sínum.
Sá sem þessar línur ritar á sín-
ar minningar um Ingimar Eydal,
þótt ekki sé beint hægt að segja
að við ættum mjög náin kynni.
Fyrst bar fundum okkar
saman, þegar hann sem ungling-
ur kom að vorlagi í Laugaskóla,
Suður-Þingeyjarsýslu, að þreyta
þar landspróf. Nú eru mér
gleymdar ástæður þess, að hann
tók ekki próf þetta í heimabæ
sínum, en það best ég man lauk
hann þessu umdeilda og vissulega
erfiða prófi með sóma. Það sem
enn lifir gleggst í minni mínu er
hinn hávaxni, myndarlegi piltur,
ljós yfirlitum og prúður í fram-
komu, er skar sig nokkuð svo
greinilega úr hópi hinna ungling-
anna þetta vor á Laugum. Nafnið
gleymdist þá heldur ekki, því
skömmu seinna hófst frægðarfer-
ill hans sem skemmtikrafts og
tónlistarmanns.
Eftir að ég fluttist til Akureyr-
ar, lágu leiðir okkar saman í
starfi Framsóknarflokksins hér í
bæ. Á mörgum fundum létti hann
mönnum lund með gamansemi
sinni eða varpaði í máli sínu ljósi
á áður óskoðaðar hliðar umræðu-
efnisins.
Síðast en ekki síst er línum
þessum ætlað að flytja kveðju og
þakkir frá samstarfsfólki í einni
nefnd Akureyrarkaupstaðar,
áfengisvarnarnefnd bæjarins. Þar
var Ingimar formaður um árabil
og var það í góðu samræmi við
óhvikult fylgi hans við bindindis-
hugsjónina og atbeina í málefn-
um hennar. Starfssvið áfengis-
varnarnefnda nú á dögum er ekki
mjög yfirgripsmikið, enda munu
sum verkefni þeirra á fyrri tíð nú
komin í hendur annarra stofnana
eða félagasamtaka. Nefndar-
fundir eru því ekki ýkja margir
né langir á ári hverju. En þeim
Skráning stendur yfir í fyrsta
íslandsmót í parasveitakeppni
í bridds sem haldið verður í
Sigtúni 9 í Reykjavík helgina
stjórnaði Ingimar af mildri rögg-
semi og létti mönnum lund með
góðlátlegri kímni. Þekking hans
á þeim málum, sem um var fjall-
að var grundvölluð á langri setu
hans í nefndinni og kynnum af
áfengismálum vegna starfa sinna
sem skemmtikraftur.
Verulegur hluti af starfi nefnd-
arinnar var að segja álit sitt á
umsóknum veitingastaða um vín-
veitingaleyfi eða endurnýjum
þeirra. í því efni kom skilningur
Ingimars á aðstæðum annarra og
eðlislæg mannúð fram þannig, að
hann tók mið af þeirri staðreynd
að þar gat verið um tekjumögu-
leika og afkomu fólks að tefla. í
annan stað hafði hann opin augu
fyrir því, ef reglur um meðferð
og veitingar áfengis voru brotnar,
einkanlega ef það sneri að ungl-
ingum og gekk einbeittur fram að
reisa skorður við því.
Þannig var hann okkur ný-
græðingum í starfi öruggur leið-
togi en jafnframt fræðari og
gleðigjafi. Ég tel mig geta mælt
fyrir munn okkar allra sem með
honum störfuðu í nefndinni þessi
síðustu ár, að við hugsum til hans
með söknuði, virðingu og þökk
fyrir samstarfið og vottum Ástu,
eiginkonu hans, börnum þeirra
og öðrum aðstandendum innilega
samúð okkar.
Guðmundur Gunnarsson.
6.-7. febrúar nk. Miðað er við
að spila milli 90 og 100 spil alls
og fer lengd leikja eftir þátt-
tökufjölda sveita. Spilað er um
gullstig.
Þeir sem ætla að vera með eru
vinsamlega beðnir að skrá sig
sem fyrst á skrifstofu Bridge-
sambands íslands í síma 91-
689360.
Laugardaginn 30. janúar nk.
verður haldið í Sigtúni 9, opið
tvímenningsmót. Sigurvegararnir
úr því móti fara á vegum Bridge-
sambandsins á Evrópumót í tví-
menningi í Bielefeld í Þýskalandi
19.-21. mars nk. Pörin sem lenda
í 2. og 3. sæti fá einnig hluta
kostnaðar við mótið greiddan.
Skráning fer fram á skrifstofu
Bridgesambandsins og stendur til
27. janúar og þar eru jafnframt
veittar nánari upplýsingar. -KK
Nýjar bækur________
Draugurinn
í skólanum
Iðunn hefur gefið út bókina
Draugurinn í skólanum eftir
Virginiu Ironside.
Eldhressir og ærslafullir
nemendur Skógarskóla eru að
koma aftur í skólann að loknu
jólaleyfi. En undarleg atvik hafa
gerst og Mörður skólastjóri veit
ekki hvað hann á að taka til
bragðs - síst af öllu þegar stolt
skólans, nýja náttúrfræðihúsið
hrynur til grunna. Krökkunum
líst ekki á blikuna og þeir komast
brátt að því að það er ekki heigl-
um hent að kljást við ógnvald
Skógarskóla.
Námskeið til
aukinna ökuréttinda
verður haldið á Akureyri í febrúar.
Upplýsingar og innritun hjá Kristni Jónssyni,
símar 96-22350 og 985-29166, og hjá Hreiðari
Gíslasyni, símar 96-21141 og 985-20228.
Ökuskólinn á Akureyri.
Ökukennarafélag íslands.
Halldór Blöndal,
landbúnaðarráðherra
verður á almennum bændafundi í sal Fjallalambs á
Kópaskeri föstudaginn 22. janúar kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Landbúnaðar- og samgönguráðuneytið.
ÍRIDDS
Bridgesamband Islands:
Fyrsta íslandsmótið
í parasveitakeppni
Sjur Mördre heldur fyrirlestur á Hótel KEA annað kvöld og segir frá ferðum
sínum á Norður- og Suðurpólinn.
Akureyri:
Þekktasti „Pólarfari“
Norðmaima í heimsókn
- heldur fyrirlestur á Hótel KEA
Einn þekktasti „Pólarfari“
Norðmanna, Sjur Mördre, er
væntanlegur til Islands í dag,
fimmtudaginn 21. janúar og
mun dvelja hér fram á mánu-
dag. Sjur Mördre er einn af
fáum sem hafa bæði farið á
Suður- og Norðurpólinn og
náð alla leið.
Á morgun föstudaginn 22.
janúar, mun Sjur heimsækja
Akureyri í boði Vöruhúss KEA
og Skátabúðarinnar og halda
fyrirlestur á Hótel KEA kl.
20.00. Þar mun hann segja frá
ferðum sínum í máli og myndum
og hvaða reynslu hann hefur öðl-
ast hvað varðar útbúnað og að
sigrast á náttúruöflunum.
Ferðin á Suðurpólinn tók Sjur
og félaga hans þrjá 120 daga en
vegalengdin sem þeir fóru er
3200 km. Ókeypis aðgangur er á
fyrirlesturinn annað kvöld, hann
er fluttur á ensku og er öllum
Opinn. Fréttatilkynning
Nordjobb 1993 tekið til starfa:
Miðlar sumaratvinnu
milli Norðurlanda fvrir
fólk á aJdrinum 18-26 ára
Nordjobb 1993 hefur tekið til
starfa og er þetta áttunda
starfsár verkefnisins. Umsókn-
arfrestur fyrir Nordjobb er frá
15. janúar til 15. mars og ber
að skila umsóknum til Norræna
félagsins.
Nordjobb er miðlun sumar-
atvinnu milli Norðurlanda fyrir
fólk á aldrinum 18-26 ára og eru
störfin, sem boðið er upp á, í
löndunum öllum svo og á sjálf-
stjómarsvæðum Norðurland-
anna. Einnig sér Nordjobb um að
útvega húsnæði og bjóða upp á
tómstundastarf til að kynna land
og þjóð. Störfin sem bjóðast eru
margvísleg. Þau eru á sviði iðn-
aðar, þjónustu, landbúnaðar,
verslunar o.fl. og eru miðuð við
faglært svo og ófaglært fólk.
Launakjör miðast við kjarasamn-
inga í hverju landi og eru skattar
greiddir samkvæmt sérstökum
samningum við skattayfirvöld.
Starfstíminn getur verið allt frá 4
vikum upp í 4 mánuði á tímabil-
inu 15. maí til 15. september.
Það eru norrænu félögin á
Norðurlöndum sem sjá um
Nordjobb, hvert í sínu landi með
styrk frá Norrænu ráðherra-
nefndinni. Á íslandi sér Norræna
félagið um Nordjobb, en í því
felst að félagið veitir allar upplýs-
ingar, tekur við umsóknum frá
íslenskum umsækjendum, kemur
þeim áleiðis og sér um atvinnu-
miðlun, útvegun húsnæðis og
tómstundadagskrá fyrir norræn
ungmenni sem koma til íslands.
Reiknað er með að um 90
norræn ungmenni komi til starfa
hér á landi á vegum Nordjobb
1993 og að álíka fjöldi íslenskra
ungmenna fari til starfa á hinum
Norðurlöndunum á vegum
Nordjobb. Er það von Norræna
félagsins að atvinnurekendur taki
vel í að ráða norræn ungmenni til
starfa í sumarvinnu.
Allar upplýsingar um Nordjobb
1993, þar á meðal umsóknar-
eyðublöð, fást hjá Svæðisskrif-
stofu Norræna félagsins á Akur-
eyri, Strandgötu 19 b, sími 96-
27599; hjá Norræna félaginu,
Norræna húsinu í Reykjavík,
sími 91-19670 og hjá Upplýsinga-
skrifstofu Norræna félagsins á
ísafirði, sími 94-3393.