Dagur - 04.02.1993, Page 5
Fimmtudagur 4. febrúar 1993 - DAGUR - 5
Sameining sveitarfélaga
í Degi fimmtudaginn 28. janúar
1993 er á forsíðu greinarstúfur
tekinn saman af óþh. Greinin
fjallar um kynningar- og skoð-
anaskiptafund sveitarstjórnar-
manna af Eyjafjarðarsvæðinu
daginn áður. Sérstakt tilefni
fundarins var útkoma „samein-
ingarskýrslunnar“ svokölluðu,
„en þar er m.a. velt upp þeim
möguleika, að sameina sveitar-
félög í landinu í um það bil 25. í
því fælist í raun, að Eyjafjörður
yrði eitt sveitarfélag", segir óþh,
blaðamaður.
Ennfremur segir í nefndri
grein, að í lok febrúar verði hald-
inn í Keflavík fulltrúafundur,
sem Samband íslenskra sveitar-
félaga stendur fyrir, og þá þurfi
eyfirsku fulltrúarnir 3 að tölu „að
hafa ákveðið veganesti á hann“.
Þetta er sanngjörn krafa.
Aldrei hefur það þótt til fyrir-
myndar að senda góða menn í
langa ferð og svíkjast um að búa
þá út með nesti. Ég ætla því
prívat og persónulega að leggja
svolítinn bita í malpokann.
Ég ætla að segja það strax, að
álit mitt er miklu fremur byggt á
tilfinningu heldur en ígrunduðu
mati kosta og galla stórra, víð-
lendra sveitarfélaga. Þetta þýðir
þá jafnframt, að ég gæti vel hugs-
anlega átt eftir að skipta um
skoðun hafandi heyrt og lesið rök
og gagnrök fleiri manna í þessu
álitamáli.
Smátt smækkað
í byrjun þessarar aldar voru
hreppar Eyjafjarðarsýslu 10 að
tölu. Hér kemur runan: Öng-
ulsstaða-, Saurbæjar-, Hrafna-
gils-, Glæsibæjar-, Skriðu-, Arn-
arnes-, Svarfaðardals-, Þór-
oddsstaða- (Ólafsfjörður),
Hvanneyrar- (Siglufjörður) og
Grímseyj arhreppar.
Þegar einn tugur var af öldinni
tók að braka og bresta í þessari
byggingu. 1910 klofnaði Skriðu-
hreppur og varð til Öxnadals-
hreppur. Árið eftir klofnaði Arn-
arneshreppur og varð til Ár-
skógshreppur með Hrísey. 1919
klofnaði út úr sjálfri sýslunni, féll
út Hvanneyrarhreppur og varð til
Siglufjarðarkaupstaður. 1931
klofnaði Árskógshreppur og varð
til Hríseyjarhreppur. 1944 klofn-
aði aftur flís úr sýslunni: féll út
Þóroddsstaðahreppur og til varð
Ólafsfjarðarkaupstaður. 1946
klofnaði Svarfaðardalshreppur
Hjörtur E. Þórarinsson.
og til varð Dalvíkurhreppur. Síð-
asta númerið á þessari klofnings-
skrá er svo það, að árið 1974,féll
Dalvíkurhreppur frá Eyjafjarð-
arsýslu og til varð Dalvíkurkaup-
staður. Sem sagt 7 breytingar á
umdæmaskipan sýslunnar á 65
árum og höfðu allar það sameig-
inlegt að gera smátt smærra.
Sveitarfélögin voru orðin 14, og
Akureyrarkaupstaður þar fyrir
utan, en hann var aldrei hluti af
eyfirska sýslufélaginu.
Vitaskuld er hægt að finna
meira og minna skynsamlegar
skýringar á þessari þróun mála:
raunverulegir eða ímyndaðir
hagsmunaárekstrar sveita- og
sjávarbyggða, erfiðar samgöngur
o.s.frv., o.s.frv., en oft a.m.k.
hreinir duttlungar einstakra
manna eða hópa manna í ákveðn-
um sveitarhlutum.
Að snúa við hjóli sögunnar
Það er ekki hægt að fara lengra út
í þessa sálma hér. Aðeins skal
það álit sett fram, að þessi upp-
deiling sveitarfélaganna í Eyja-
firði og þríklofnun lögsagnarum-
dæmisins hafi aldrei verið nauð-
synleg og til vafasamra hagsbóta
fyrir heildina, svo ekki sé meira
sagt.
En hvað um það. Þó svo að
hægt sé að tefla fram rökum fyrir
alveg gagnstæðu áliti, þá er það
Krístjón Víkingsson.
aukagreiðslu í gegnum barna-
bótakerfið vegna þessa mála-
flokks.
Ábyrgðarleysi íslenskra stjórn-
málamanna hefur löngum verið
eitt okkar stærsta þjóðarmein.
Hér hafa setið á valdastóli mis-
vitrir menn sem hafa eytt þjóðar-
auðnum á báða bóga í lítt arð-
vænleg eða vonlaus verkefni.
Gott dæmi um slíkt ábyrgðarleysi
er sú stórundarlega ákvörðun
heilbrigðisráðherra og kerfis-
karla hans að gera verksamning
við skottulækna um smíði gervi-
tanna í varnarlaus gamalmenni
sem framkvæma átti í bílskúrum
og kjallarakytrum. Hér er að
sjálfsögðu um lögbrot að ræða og
lítilsvirðingu á menntun og starfi
tannlækna og tannsmiða hér á
landi.
Sparnaður er dyggð ef honum
er beitt réttilega, en annars til
skaða ef hann veldur fólki heilsu-
tjóni.
En að lokum vil ég minna á að
ábyrgð foreldra hefur aukist síð-
ustu misseri og vil hvetja foreldra
og forráðamenn barna til að
standa markvisst að góðri tann-
heilsu fjölskyldna sinna og minn-
ast þess ætíð að:
Tannburstinn er besti vinur
tannanna.
Kristján Víkingsson.
Höfundur er tannlæknir og tannsmíða-
meistari á Akureyri.
nokkurn veginn óumdeilt, að nú
séu litlu sveitarfélögin vanmáttug
og ekki til þess fallin að vera
mikilsmegandi þátttakendur í
þeirri almennu uppstokkun í
þjóðfélaginu og valddreifingu
sem þarf að verða meira en
umtalið eitt.
Innfirðingar hafa riðið á vaðið
og myndað hreppsfélagið Eyja-
fjarðarsveit. En er það bara spor
í áttina að stóra markinu, sveitar-
félaginu Eyjafjörður? Eiga önnur
eyfirsk sveitarfélög að hoppa yfir
inneyfirska fordæmið og ganga
öll í eina risahreppinn? Ég held
ekki, ég hef a.m.k. enga löngun
til þess, enga þægilega tilfinningu
fyrir því að eiga að verða borgari
í útjaðrinum á svo stóru og
dreifðu sveitarfélagi. Og þar með
er maður aftur kominn að raka-
lausri tilfinningunni. En hún á nú
líka rétt á sér og reynist stundum
vitrari en vitið.
Happatalan 7
Og þá er ég loksins kominn að
efninu. Ég held það sé ágætt og
nægilegt að fækka eyfirsku sveit-
arfélögunum um svo sem
helming. Talan 7 getur verið
heppileg í þessu sambandi, og er
þá eitt „austureyfirskt“ sveitar-
félag inni í dæminu og Akureyr-
arkaupstaður að sjálfsögðu inni-
falinn.
Annars þori ég ekki að gera til-
lögu um hreppamörk, enda þótt
þau séu býsna sjálfgefin land-
fræðilega. En um Svarfdæla-
byggð-Dalvík þori ég vel að segja
það, að þar á aftur að sameina
það, sem sundur var skilið af
nokkru handahófi 1946, og búa
til öflugt og samstætt sveitarfélag
með 1.800 íbúum, sem skömmu
eftir aldamót verða orðnir 2.000
ef héraðið heldur sinni náttúru-
legu fólksfjölgun.
Þarna hef ég lagt minn litla
skerf í malpoka fulltrúa okkar á
Keflavíkurfundi og aðrir bæta
vonandi við sínum bitum
(kannski feitari). Héraðsnefnd
Éyjafjarðar, helst undir öðru
nafni þó (Héraðsráð, Sýslunefnd
eða Sýsluráð), verður vonandi
við lýði áfram, öflugri og eigandi
meira undir sér en nú er.
Við getum haft tilbúnar klárari
tillögur um þetta allt saman fyrir
sveitarstjórnarkosningar 1994 og
beðið þá kjósendur um viljayfir-
lýsingu um málið. Við höfum
góðan tíma, hálft annað ár, til að
velja nokkra möguleika eða
munstur fyrir eyfirskt landakort
og leggja þau fyrir borgarana.
Tjörn 30. janúar 1993,
Hjörtur E. Þórarinsson.
Höfundur er bóndi að Tjörn í Svarfað-
ardal.
VERÐLÆKKUN
Bjóðum 20-60% afslátt
af ýmiss konar etdhúsáhöldum,
plastvörum, baðherbergisvörum og
fleiru til 14. febrúar.
Verið velkomin!
5
kapi
illum 13 I Akui
I
hf
Furuvöllum13 I Akureyri
Simi 96-23830
Ökuskóli íslands
Dugguvogi 2 • Reykjavík • Sími 91-683841
Námskeið til aukinna ökuréttinda (meira-próf)
verður haldið á Akureyri, ef næg þátttaka fæst,
námskeiðið hefst þá 23. febrúar.
Námskeiðsgjaid fyrir full réttindi (það er leigubifr.
stór vörubifr. og rúta) er kr. 100.000.
Æfingatímar og prófgjald innifalið. Upplýsingar gefur
Svanlaugur Ólafsson í síma 96-22595 eftir kl. 18
virka daga, um helgar frá kl. 10 til 19.
Vámskeið um
hagsýni í heimilishaldi
Frædslumldstöd ITA
íþróttaliöllinni laugardaginn
6. febrúar ld. 12.00 og 15.00
Stuðst er vlð ritið Heimilisbókhald
Neytendasamtakanna, sem er innifalið í
1000 króna efiiis- og námskeiðsgjaldi.
Námskeiðið sem er undir stjóm Sólrún-
ar Halldórsdóttur rekstrarhagíiræðings
Neytendasamtalíanna, heíur verið hald-
ið víða um land við mikla aðsókn.
Tilkynna þarf um þátttöku á skrifstofii
NAN, í síma 11336 frá 11.00 til 13.00
virka daga.
Neytendafélag Akureyrar og nágrennis.
HÚSBREF
Kaupum og seljum húsbréf
Ávöxtunarkrafa við kaup 7,5%
við sölu 7,4%
KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Kaupvangsstræti 4 • Akureyri • Sími 96-24700.