Dagur


Dagur - 04.02.1993, Qupperneq 10

Dagur - 04.02.1993, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 4. febrúar 1993! iPRÓTTIR Halldór Arinbiarnarson íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Jafiitefli í KA-húsinu í döprum leik - KA-menn ekki með í fyrri hálfleik Leikur KA og Fram verður varla hátt skrifaður í hand- knattleikssögunni. Til þess var hann einfaldlega allt of leiðin- legur. KA-menn voru einstak- lega áhugalausir framan af, Framarar sínu skárri en voru mjög grófir í varnarleik sínum á köflum. Jafntefli 20:20 verða því að teljast sanngjörn úrslit þegar á heildina er litið. Framarar byrjuðu mun betur. KA-menn voru hreinlega ekki með fyrstu mínúturnar og raunar allan fyrri hálfleik. Ef ekki hefði komið til einstaklingsframtak Al- freðs Gíslasonar, sem skoraði 5 af 8 mörkum liðsins í fyrri hálf- leik, hefði staða KA í leikhléi verið slæm. Framarar höfðu yfir í leikhléi 10:8 sem var síður en svo of mikið. KA-menn hresstust heldur í síðari hálfleik og komust í fyrsta skipti yfir í leiknum, 17:16, þegar um 9 mínútur voru eftir. Þeir voru síðan skrefi á undan allt til loka en Framarar vörðust vel síð- ustu mínúturnar og jafntefli 20:20 varð niðurstaðan. Alfreð Gíslason var ákaflega óhress með sína menn. „Við spil- uðum hörmulega og stór hluti liðsins var gersamlega út á þekju. Það var eins og menn héldu að fríið væri byrjað.“ Gangur leiksins: 0:4, 3:5, 6:6, 7:8, 8:10, 10:12, 13:15, 15:15, 17:17, 19:18, 20:20. Mörk KA: Alfreð Gíslason 10/6, Óskar E. Óskarsson 3, Erlingur Kristjánsson 2, Ármann Sigurvinsson 2, Pétur Bjarnason 1, Þorvaldur Þorvaldsson 1, og Einvarð- ur Jóhannsson 1. Iztok Race varði 6 skot og Björn Björnsson 5. Fijálsar íþróttir: Gnumskólamót Akureyrar Ungmennafélag Akureyrar mun þann 27. þessa mánaðar standa fyrir frjálsíþróttamóti á milli grunnskólanna á Akur- eyri. Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 7. bekk og yngri og 8.-10. bekk og hjá báð- um kynjum. Skólar munu senda frá sér lið bæði í stráka- og stúlknaflokki báða eða annan aldurshópinn, allt eftir aðstæðum. Hver kepp- andi má aðeins keppa í einni grein. Þaö lið sem verður stiga- hæst samanlagt hjá báðum kynj- um í hverjum aldursflokki fær titilinn Grunnskólameistari Akureyrar í frjálsum íþróttum. Keppt verður í langstökki án atrennu, hástökki með atrennu og 40 m spretti hjá báðum aldurs- flokkum og einnig í þrístökki án atrennu hjá þeim eldri. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Gunn- arsson í síma 11547/21772. Mörk Fram: Jón Ö. Kristinsson 6, Páll Þórólfsson 5, Karl Karlsson 4, Davíð Gíslason 4 og Jason Ólafsson 1. Sigtrygg- ur Albertsson varði 7 skot. Dómarar: Ingvar Georgsson og Jóhann Júlíusson og voru slakir. Staðan Úrslit í 18. umferð: Selfoss-Þór 27:23 KA-Fram 20:20 Stjarnan-Víkingur 23:19 Haukar-FH 24:27 Valur-IR 21:15 ÍBV-HK frestað Staðan: Stjarnan 18 12-4- 2 446:419 28 FH 17 11-2- 4 456:41124 Valur 17 9-6- 2 406:366 24 Selfoss 18 9-3- 6 466:448 21 Haukar 18 9-1- 8 482:443 19 Víkingur 17 8-1- 8 397:398 17 KA 17 7-3- 7 391:395 17 ÍR 18 7-3- 8 427:443 17 Þór 17 5-2- 10 408:450 12 ÍBV 16 4-3- 9 373:40111 Fram 18 3-3-12 433:465 9 HK 17 4-1-12 395:448 9 .. ‘ Þorvaldur Þorvaldsson brýst hér inn af línunni og skorar af harðfylgi. Mynd: Robyn Blak, 2. deild karla Norðurlandsmót: Snörtur einn á toppnum Á þriðjudagskvöldið áttust við toppliðin í 2. deild Norður- landsriðils í blaki karla. Þetta íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Vöm Þórsliðsins var ,Akkilesar- hælliim“ í tapleik gegn Selfossi Selfyssingar hafa eflaust verið minnugir leiksins gegn HK á sunnudagskvöldið er þeir töp- uðu óvænt fyrir þeim og mættu fjallgrimmir til leiks gegn Þórs- urum á Selfossi í gærkvöld og unnu leikinn eftir að Þórsarar höfðu verið yfir í hálfleik, 12:13. Leikurinn var síðan jafn 15:15 en þá komust Selfyssing- ar í 18:15 og héldu þeim mun til leiksloka en Iokaúrslit urðu 27:23. Þórsarar spiluðu mjög vel fyrstu 40 mínútur leiksins en þá þá urðu þeim á mistök, aðallega í varnarleiknum auk þess sem öll vafaatriði voru heimamönnum Sigurður Sveinsson og Einar Gunnar Sigurðsson voru markahæstir Selfyss- inga og taka hér hressilega á Rúnari Sigtryggssyni. Mynd: Robyn hagstæð. Sóknin var mjög vel leikin, beðið eftir færum en nokkurs óþols gætti þegar heima- menn komust yfir um miðjan seinni hálfleik en fram að því hafði sóknarleikur Þórsliðsins verið mjög árangursríkur. Mjög erfitt er að spila á Selfossi, hávaði gífurlegur, jafnt frá trommu- leikurum sem mannsbörkum. Gísli Felix varði alls 17 skot í leiknum gegn 7 skotum kollega síns, Hermanns Karlssonar, í marki Þórs en Ingólfur Guð- mundsson varði eitt. Markahæst- ir Þórsara voru Sigurpáll Árni Aðalsteinsson með 8 mörk, Ole Nielsen 7, Finnur Jóhannsson 4, Atli Rúnarsson 2, Rúnar Sig- tryggsson 1, Sævar Árnason 1 en markahæstur Selfyssinga var Sigurður Sveinsson með 8 mörk, línumaðurinn Gústaf Bjarnason með 6, Einar Guðmundsson 6, Einar Gunnar Sigurðsson með 4, Sigurjón Bjarnason 2 og Jón Þór- irJónssonl. GG var viðureign Snartar frá Kópaskeri og Skautafélags Akureyrar eða Skautanna eins og þeir kalla sig. Leikurinn var hinn fjörugasti og góð barátta á báða bóga. Snörtur vann 1. hrinuna 15:8 en í þeirri næstu snérist dæmið við og Skautarnir unnu 15:5. Þá sögðu Kópaskersbúar hingað og ekki lengra, unnu næstu 2 hrinur 14:11 og 15:7 og gerðu út um leikinn. Næstkomandi miðvikudag fara Snartarmenn til Kópavogs og keppa við HK, topplið 1. deildar, í undanúrslitum bikarkeppninn- ar. Sama dag eigast Þróttur og KA við í hinum undanúrslita- leiknum. Staðan Blak, 2. deild karla Norðurlandsriðill Snörtur Skautar KA2 Völsungur 4 4 0 12:2 12 43110:4 10 312 4:6 4 303 1:9 1 2 0 2 0:6 0 Alþjóðlegt handknattleiksmót í Hafnarfirði: Hið fyrsta hérlendis fyrir yngri flokka Nú stendur fyrir dyrum alþjóð- legt handknattleiksmót fyrir yngri flokka, hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Það verð- ur haldið í Hafnarfírði 8.-12. aprfl og eru það FH-ingar sem ríða á vaðið. Forsvarsmenn mótsins búast við góðri þátttöku íslenskra liða, þegar hafa um 10 erlend lið til- kynnt þátttöku og vitað er um fleiri sem munu koma. Leikið verður í drengja- og stúlknaT flokki í 2., 3., 4. og 5. flokki. Keppt verður í íþróttahúsum bæjarins og gist í grunnskólun- um. Boðið verður upp á mat meðan á mótinu stendur fyrir þá sem vilja. Gisting og matur kosta 7500 og þátttökugjald er 8000 á lið. Tilkynna verður þáttöku fyrir 1. mars til Geirs Hallsteinssonar í síma 91-50900. Bæklingur mun verða sendur öllum félögum sem aðild eiga að HSÍ. Handknattleikur: Markaskorarar í 3. flokki í frétt á þriðjudaginn af keppni 3. flokks Þórs og KA á íslands- mótinu í handknattleik vantaði nöfn markahæstu manna. Hér verður bætt úr því. Mótið var haldið f íþróttahöll- inni á Akureyri og reyndust KA- menn sterkastir. Þjálfari liðsins er Árni Stefánsson. Heiðmar Felixsson var markahæstur Þórs- ara með 22 mörk, Baldvin Her- mannsson skoraði 19, Ingólfur Björnsson 8, Ragnar Ragnarsson 7, Elmar Steindórsson 6, Þor- björn Björnsson 2 og Jón Lúð- víksson 2. Hjá KA var Atli Þór Samúelsson iðnastur við kolann. Hann skoraði 21 mark, Matthías Stefánsson 19, Óskar Bragason 16, Sverrir Björnsson 8, Heimir Haraldsson 7, Tómas Jóhannes- son 4, Óli Ólafsson 4 og þeir Halldór Sigfússon og ísleifur Einarsson 1 hvor.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.