Dagur - 16.02.1993, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 16. febrúar 1993
Fréttir
Hafnarframkvæmdir á Norðurlandi:
Framkvæmt fyrir 360 milljómr á þessu ári
Hermann Guðjónsson, vita-
og hafnamálastjóri, segir að
gert sé ráð fyrir að framkvæmt
verði við hafnir á Norðurlandi
á þessu ári fyrir um 360 millj-
ónir króna. Þar af nemur
kostnaður við tvö verk, annars
vegar brimvarnargarð á
Blönduósi og hins vegar frá-
gang bryggju og dýpkun á
Húsavík, um 200 milljónum
króna.
Norðurland vestra
Á Norðurlandi vestra er
stærsta framkvæmdin í ár bygg-
ing brimvarnargarðs á Blöndu-
ósi, en þegar hefur verið gengið
frá samningi við lægstbjóðanda í
verkið, Viggó Brynjólfsson á
Skagaströnd. Samningurinn gerir
ráð fyrir að verkið verði unnið á
árunum 1993 og 1994, samtals
um 120 milljónir króna. Þar af er
gert ráð fyrir að vinna fyrir um 90
milljónir króna á þessu ári.
Við höfnina á Skagaströnd
verður unnið fyrir um 6 milljónir
króna. Um er að ræða að setja
þekju á þá bryggju sem unnið
hefur verið við á undanförnum
árum.
Á Sauðárkróki er ætlunin að
byggja nýja 70 metra langa
bryggju með viðlegu beggja
megin, fyrir togarana öðrum
Sauðárkróksbær:
Ófus að míssa
spón úr askinum
- tapar rúmum 8 milljónum
vegna meðaltalsreiknireglu
Bæjaryfírvöld á Sauðárkróki
eru óhress með þann tekju-
missi sem bærinn verður fyrir
vegna afnáms aðstöðugjalds.
Að sögn Snorra Björns Sig-
urðssonar bæjarstjóra vilja
menn þar á bæ að farin verði
önnur leið við skiptingu bóta
vegna niðurfellingarinnar.
Sauðárkróksbær var með mjög
háa innheimtuprósentu og tap-
ar rúmum 8 milljónum m.v.
núverandi fyrirkomulag.
Stjórnvöld ætla að bæta sveit-
arfélögunum upp tekjumissinn
vegna afnáms aðstöðugjalds um
80%, sem er m.v. meðaltalsinn-
heimtuprósentu sveitarfélag-
anna. Sauðárkróksbær var hins
vegar með mun hærra innheimtu-
hlutfall, allt að 95% árið 1991,
sem var að vísu í hærri kantinum.
Innheimtuhlutfall hefur þó verið
langt yfir 80%, að sögn Snorra
Björns. Hann segir bæinn tapa
um 3% af heildartekjum, eða
rúmum 8 milljónum, m.v. inn-
heimtuhlutfall ársins 1991.
Þetta mál kom til umræðu á
fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag.
Þá lýsti bæjarstjórinn því yfir að
nauðsynlegt sé að berjast fyrir
því að fá leiðréttingu þessara
mála. Hann kvað það slæmt að
Samb. ísl. sveitarfélaga hefði
samþykkt þessa leið. Snorri
Björn sagði í samtali við blaðið
að hann hafi skrifað þingmönn-
um og óskað eftir leiðréttingu.
Hann kvað bæjaryfirvöld óska
eftir endurgreiðslum m.v. raun-
tölur, þ.e. rétta innheimtu-
prósentu, ekki meðaltal. „Við
eigum mjög erfitt með að sætta
okkur við þetta og höfum verið
að leita eftir því að þetta verði
lagfært. Hvort það er hægt verð-
ur bara að koma í ljós“, sagði
Snorri Björn. sþ
megin og smábátana hinum
megin. Á þessu ári verður fram-
kvæmt fyrir um 65 milljónir
króna. Þegar er búið að semja
um efni í stálþil, en gert er ráð
fyrir að bjóða út sjálfar fram-
kvæmdirnar þegar nær dregur
vori.
Norðurland eystra
Til framkvæmda í Ólafsfjarð-
arhöfn verður varið um 35 millj-
ónum króna. Ætlunin er að rífa
gamla bryggju og byggja upp í
hennar stað 80 metra langa við-
legubryggju, ekki ósvipaða fyrir-
hugaðri viðlegubryggju á Sauðár-
króki. Hermann Guðjónsson,
vita- og hafnamálastjóri, segir að
fjárveiting þessa árs dugi vart fyr-
ir öðru en kaupum á efni í
bryggjuna.
A Dalvík er ætlunin að nýta
þær 8 milljónir sem eru til ráð-
stöfunar til að leggja slitlag á
3500 fermetra gámasvæði.
Til framkvæmda í Grímsey
verður varið 18 milljónum króna.
Byggð verður 40 metra löng við-
legutrébryggja landmegin. Mið-
að er við að þessi fjárveiting nægi
til að ljúka framkvæmdum í ár.
Á Árskógssandi verður rekið
niður þil sem leiðir til 60 metra
lengingar viðlegukants. í þessar
framkvæmdir verða settar um 37
milljónir króna.
Á Húsavík er ætlunin að ljúka
þeim umfangsmiklu hafnarfram-
kvæmdum sem hófust þar í fyrra.
Gengið verður frá bryggjunni og
höfnin dýpkuð. Til þessara fram-
kvæmda er ætlað að verja um 100
milljónum króna á þessu ári.
Á Kópaskeri er ætlunin að
dýpka fyrir um 2 milljónir króna
og á Raufarhöfn er á áætlun að
setja 4 milljónir króna í að bæta
innsiglingarmerki við höfnina.
Auk þessara framkvæmda hafa
Siglfirðingar áhuga á að ganga frá
lögnum við svokallaða Ingvars-
bryggju og hafnaryfirvöld á
Akureyri hafa hug á að ljúka
framkvæmdum við Tangabryggju.
Til þessara framkvæmda eru ekki
fjárveitingar á fjárlögum og þær
yrðu því á ábyrgð heimamanna.
óþh
18 milljónum króna verður varið til framkvæmda við Grímseyjarhöfn.
Byggð verður 40 metra löng viðlegutrébryggja.
Landssamband hestamannafélaga: íslandsmót í hesta-
íþróttum fæi i til mn viku
Samkvæmt mótaskrá frá Lands- sambandi hestamannafélaga var ráðgert að íslandsmótið í hestaíþróttum 1993 færi fram á Akureyri dagana 15. til 18. júlí nk. Nú er búið að færa íslands- mótið til um viku samkvæmt ósk LH, þ.e. til daganna 22. til 25. júlí. Mótsstaður er að Hiíð- arholti ofan Akureyrar sem fyrr. Að sögn talsmanns Lands- sambands hestamannafélaga reyndist ekki mögulegt að halda íslandsmótið í hestaíþróttum á þeim dögum sem fyrirhugað var þar sem mótið rakst á fyrirhuguð hestaþing á Murneyri og hjá Stormi á Vestfjörðum. „Eyfirðingar og Akureyringar leystu vanda okkar hjá LH fljótt og vel. íslandsmótið verður dag- ana 22. til 25. júlí og Hátíðisdag- ar hestafólks á Melgerðismelum verða viku fyrr þ.e. dagana 17. og 18. júlí í stað 24. og 25. júlí,“ sagði talsmaður Landssambands hestamannafélaga. ój
íslandsmótið í dorgveiði:
Bjöm G. Sigurðsson sigur-
vegari í Norðurlandsriðli
íslandsmót í dorgveiði
Norðurlandsriðli fór fram sl.
laugardag á Ólafsfjarðarvatni.
Sigurvegari keppninnar varð
Björn Grétar Sigurðsson, for-
maður Dorgveiðifélags
íslands.
Að sögn stjórnarmanna í
Dorgveiðifélagi Islands, sem stóð
fyrir keppninni, voru skráningar
til keppninnar mun færri en
reiknað var með og má þar um
kenna fárviðri því sem gekk yfir
landið aðfaranótt laugardagsins.
Þegar keppendurnir ellefu héldu
út á ísinn á laugardagsmorguninn
kl. 11.00 var komið hið besta
veður, sunnan gola og frost. ísinn
reyndist þykkur, allt að einn
metri með austurlandinu, en
nokkru þynnri neðan laxeldis-
stöðvarinnar við vesturbakkann.
Félagar í Veiðifélagi Ólafsfjarðar
höfðu kvöldið áður borað nokkr-
ar holur með austurlandinu, en
þar varð ekki vart. Með vestur-
landinu varð vart bleikju og laxar
voru þar einnig á sveimi. Upp úr
Sigurvegarinn, Bjöm G. Sigurðsson, fyrir miðju. Með honum á myndinni eru
Baldur Vilhjálmsson og Jónas Bjarnason, sem lentu í öðru og þriðja sæti.
hádegi voru keppendurnir allir
komnir á svæðið niður af laxeldis-
stöðinni og beitt var rækju, sem
bleikjan gaf sig að. Þegar keppni
lauk kl. 16.00 var haldið til
hótelsins á staðnum, Hótel
Ólafsfjarðar, þar sem aflinn var
vigtaður og verðlaunaveiting fór
fram.
Sigurvegari keppninnar varð
Björn G. Sigurðsson með þyngst-
an afla. í öðru sæti varð Baldur
Vilhjálmsson og í því þriðja Jón-
as Bjarnason. Veiðimennirnir
eru allir frá Akureyri og eiga nú
rétt til úrslitakeppninnar um
íslandsmeistaratitilinn í dorg-
veiði. ój
Björn G. Sigurðsson með einn lítinn
silungstitt.
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Atvinnumálanefnd fékk
Ásgeir Magnússon á fund
nýlega, þar sem hann lagði
fram greinargerð og tillögur
um stofnun markaðsfyrirtækis
á Akureyri, sem hefði það að
aðalmarkmiði að auka að-
dráttarafl bæjarsins, m.a. með
því að gera hann að aðsetri
jólasveinsins hér á landi. í
máli Ásgeirs kom m.a. fram
að óskað er eftir þátttöku
Akureyrarbæjar að hálfu á
móti hagsmunaaðilum í
bænum. Miklar umræður urðu
um þetta mál en síðan sam-
þykkt að skoða þetta mál bet-
ur milli funda og jafnframt
vísa málinu til bæjarráðs.
■ Bæjarráði hefur borist bréf
frá Prentsmiðjunni Ásprenti'
hf. í bréfinu er fjallað um
útboð á vegum Akureyrarbæj-
ar og hlutdeild fyrirtækja á
Akureyri á þeim. Bent er á
nauðsyn þess að Akureyrar-
bær'móti heildarstefnu í þess-
um málum.
■ Á fundi bæjarráðs nýlega
voru kynntir og ræddir kaup-
samningar Akureyrarbæjar á
10 íbúðum í Lindarsíðu 4.
Bæjarráð staðfestir kaup-
samningana með fyrirvara
hvað snertir húsreglur og veð-
setningu íbúðanna. Jafnframt
var bæjarlögmanni og félags-
málastjóra falið að starfa með
bygginganefndinni að samn-
ingu húsreglna.
■ Bæjarráð tók fyrir á fundi
sínum fyrir helgi, lið úr fund-
argerð bygginganefndar, þ.e.
umsókn frá húsnæðissam-
vinnufélaginu Búseta um
byggingasvæði sunnan Hjarð-
arlundar vestan Verkmennta-
skólans. Á fundinn komu
byggingafulltrúi og skipulags-
stjóri og veittu upplýsingar.
Bæjarráð telur ótímabært að
ráðast í skipulag á nýju bygg-
ingasvæði en bendir á þá
möguleika sem eru að skipu-
leggja slíkt byggingasvæði í
Giljahverfi.
■ Menningarmálanefnd hef-
ur borist styrkbeiðni frá Oddi
Bjarna Þorkelssyni og Borgari
Þórarinssyni, vegna þátttöku í
Eurovision. Nefndin frestaði
afgreiðslu málsins.
■ Atvinnumálanefnd hcfur
borist erindi frá Jóni Björns-
syni, félagsmálastjóra, þar
sem hann sækir um styrk til að
sækja námskeið í Danmörku
um málefni atvinnulausra á
Norðurlöndum. Nefndin telur
mikla nauðsyn á að kynnast
umræðum á þessu sviði en vís-
aði styrkbeiðninni til bæjar-
ráðs, þar sem hún var
samþykkt.
■ Atvinnumálanefnd hefur
borist styrkbeiðni frá KA að
upphæð kr. 350.000 til að
standa straum af kostnaði
vegna kaupa á sýningarkerfi
sl. sumar. Nefndin hafnar
beiðninni en samþykkti að
taka upp viðræður við KA um
lausp þessa máls.
■ Á fundi umhverfisnefndar
nýlega var þess minnst að Ingi-
mar Eydal, fulltrúi í umhverf-
isnefnd, lést 10. janúar sl.
Nefndarmenn vottuðu minn-
ingu hans virðingu og þökk-
uðu þátt hans í uppbyggingu
umhverfismála á Akureyri.