Dagur - 16.02.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 16.02.1993, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. febrúar 1993 - DAGUR - 9 Enska KNATTSPYRNAN Þorleifur Ananíasson Ian Wright kom Arsenal áfram Um helgina var 5. umferð FA- hikarsins í öndvegi á knatt- spyrnuvöllunum í Englandi. Þrátt fyrir að þessi keppni sé fræg fyrir óvænt úrslit, þá brá nú svo við að úrslit í öllum leikjum urðu samkvæmt bók- inni. Af þessum sökum voru aðeins leiknir þrír leikir í Úrvalsdeildinni, en þrátt fyrir það skipti deildin um forystu- lið. En þá skulum við líta yfir leiki helgarinnar og byrja á FA-bikarnum. ■ Arsenal liðið með Ian Wright í broddi fylkingar stefnir nú að því að komast á Wembley í bæði FA- og Deildabikarnum, auk þess sem leikmenn liðsins neita að gefa meistaratitilinn uppá bátinn. Á laugardag mætti Arsenal hinu mikla bikarliði Nottingham For. á heimavelli sínum og sigraði 2:0. Það var Wright sem skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik, en Forest liðið átti þó talsvert í leiknum og sigur Arsenal full stór. Fyrra markið kom á 21. mín., það virt- ist ekki mikil hætta á ferðum er Ian Selley skallaði boltann fram frá miðjunni en þar tók Wright við boltanum og sendi hann með glæsilegu skoti frá vítateig yfir Mark Crossley markvörð Forest. Nigel Clough fékk síðan gullið færi á að jafna fyrir Forest eftir góða sendingu fyrir mark Arsenal, en skaut yfir af stuttu færi. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði síðan Wright síðara mark Arsenal er hann fékk boltann frá Selley, lék Úrslit Úrslit í vikunni. FA-bikarinn 4. umferð. Grimsby-Swansea 2:0 Deildabikarinn undanúrslit, fyrri leikur. Blackburn-Sheffleld Wed. 2:4 Úrvalsdeild Arsenal-Wimbledon 0:1 Crystal Palace-Aston Villa 1:0 Ipswich-Q.P.R. 1:1 Leeds Utd.-Manchester Utd. 0:0 Sheffleld Utd.-Middlesbrough 2:0 Chelsea-Liverpool 0:0 Everton-Tottcnham 1:2 Southampton-Norwich 3:0 1. deild Birmingham-Millwall 0:0 Portsmouth-Ncwcastle 2:0 Sunderland-Oxford 2:0 Derby-Barnsley 3:0 Luton-Brcntford 0:0 Southcnd-Bristol City 1:1 West Ham-Peterborough 2:1 Úrslit um helgina. FA-bikarinn 5. uinferð. Arsenal-Nottingham For. 2:0 Blackburn-Newcastle 1:0 Derby-Bolton 3:1 Ipswich-Grimsby 4:0 Manchester City-Barnsley 2:0 Sheflicld Wed.-Southend 2:0 Sheffield Utd.-Man. Utd. 2:1 Tottenham-Wimbledon 3:2 Úrvalsdeild Chelsea-Aston Villa 0:1 Leeds Utd.-Oldham 2:0 Southampton-Liverpool 2:1 1. deild Birmingham-Portsmouth 2:3 Charlton-Sunderland 0:1 Peterborough-Wolves 2:3 Swindon-Millwall 3:0 Tranmere-Luton 0:2 Watford-West Ham 1:2 Brentford-Cambrídge 0:1 - ekkert óvænt í FA-bikarnum - Aston Villa á topp úrvalsdeildar Peter Schmcichel markvörður Man. Utd. sér hér á eftir boltanum í netið frá Jamie Hoyland í ieiknum gegn Sheff. Utd. inní vítateiginn og skoraði með góðu skoti. Á síðustu mín. leiks- ins varð Wright þó að yfirgefa völlinn meiddur, en vonandi fyrir Arsenal eru þau meiðsli ekki alvarleg. ■ Leikur Blackburn gegn New- castle var sýndur í sjónvarpinu og þar fengu áhorfendur að sjá jafna viðureign þar sem Newcastle var ekkert síðra. David Kelly skall- aði naumlega yfir mark Black- burn, en hinum megin var Jason Wilcox óheppinn, eða réttara sagt klaufi að skora ekki fyrir Blackburn. Það stefndi allt í markalaust jafntefli og annan leik þar til Roy Wegerle sem átti mjög góðan leik fyrir Blackburn skoraði sigurmarkið á síðustu mín. leiksins eftir að hafa leikið á tvo varnarmenn í vítateig New- castle áður en hann renndi bolt- anum í markið. ■ Mel Machin framkvæmda- stjóri Barnsley kom með lið sitt í heimsókn til Manchester City þar sem hann var eitt sinn við stjórn- völin, en sú för varð engin frægð- arför. Tvö mörk frá David White sitt í hvorum hálfleik sáu til þess. Þrem mín. fyrir lok fyrri hálfleiks varði Lee Butler markvörður Barnsley skalla frá White eftir fyrirgjöf Terry Phelan, en hélt ekki boltanum og White var fljót- ur að átta sig og sendi hann í netið. í síðari hálfleiknum bætti White seinna markinu við með ' skoti sem Butler hálfvarði, en boltinn rétt skreið yfir marklín- una áður en varnarmönnum tókst að hreinsa frá. City var síðan nærri að bæta þriðja markinu við er Rich Holden átti þrumuskot í stöng, boltinn barst til Mike Sheron, Butler varði vel skotið frá honum. ■ Ipswich átti ekki í neinum vandræðum með Grimsby og sigraði örugglega 4:0. Paul Goddard sem lék mjög vel hjá Ipswich átti bæði skalla og skot naumlega framhjá áður en Bontzo Guentchev skoraði fyrsta markið á 28. mín. með viðstöðu- lausu skoti. John Wark bætti öðru marki Ipswich við eftir klukkutíma leik með skalla eftir hornspyrnu. En þá var komið að Guentchev að fullkomna þrennu sína, á 73. mín. skoraði hann eft- ir sendingu frá Goddard og á síð- ustu mín. gerði hann fjórða mark Ipswich og sitt þriðja með skalla eftir að markvörður Grimsby hafði misst frá sér boltann. ■ Bolton sem sló Liverpool úr keppninni varð nú að játa sig sigrað á útivelli gegn Derby. Þrátt fyrir 3:1 sigur Derby í leikn- um var Bolton liðið óheppið að ná ekki öðrum leik. Bolton jafn- aði 1:1 eftir að Craig Short hafði náð forystu fyrir Derby snemma í leiknum með skalla eftir horn- spyrnu Mark Pembridge. Andy Walker jafnaði fyrir Bolton með skalla eftir hornspyrnu, en um miðjan síðari hálfleik gerði Derby út um leikinn með tveim mörkum. Short afgreiddi góða sendingu frá Marco Gabbiadini af miklu öryggi í netið og síðan bætti Paul Williams þriðja marki Derby við eftir undirbúning Paul Simpson. Walker misnotaði dauðafæri fyrir Bolton og heppn- in var ekki með þeim í leiknum. ■ Sheffield Wed. vann öruggan 2:0 sigur á heimavelli gegn 1. deildarliði Southend. Eftir góða byrjun Southend þar sem m.a. var dæmt mark af Stan Collymore náði Paul Warhurst forystunni fyrir Sheff. Wed. rétt fyrir hlé með marki af stuttu færi. Það var síðan á 10 mín. síðari hálfleiks sem Warhurst gerði endanlega út um vonir Southend með öðru marki Sheff. Wed. í leiknum er hann slapp í gegn og skoraði af öryggi. Úrvalsdeild ■ Aston Villa komst á topp Úrvalsdeildarinnar eftir 1:0 sigur á útivelli gegn Chelsea, sigur sem hafðist með seiglunni þar sem Chelsea liðið var sterkari aðilinn í leiknum. Um miðjan fyrri hálf- leik eftir langt útspark Mark Bosnich markvarðar Villa hlupu þeir saman Mal Donaghy og Frank Sinclair varnarmenn Chelsea og leiðin var greið fyrir Man. Utd. úr leik í FA-bikarnum Á sunnudag voru leiknir tveir síðustu leikirnir í 5. umferð FA-bikarsins og eflaust ein- hverjir sem telja að óvænt úr- slit hafi orðið í öðrum þeirra að minnsta kosti. En lítum aðeins nánar á leikina og síðan dráttinn fyrir 6. umferð. ■ Man. Utd. hafði verið spáð bikarmeistaratitli, en leikmenn Sheff. Utd. vildu ekkert af því vita og sigruðu verðskuldað 2:1. Miklu meiri kraftur var í Shef- field liðinu þrátt fyrir góða byrj- un Man. Utd. sem náði forystu á 30. mín. með marki Ryan Giggs sem slapp í gegn eftir sendingu Mark Hughes. Aðeins 4 mín. síð- ar jafnaði Sheff. Utd. eftir auka- spyrnu Glyn Hodges sem olli misskilningi hjá Steve Bruce og Peter Schmeichel sem Jamie en Tottenham áfram Hoyland nýtti sér vel og skoraði. 5 mín. fyrir hlé náði Sheff. Utd. forystunni er Hodges slapp í gegn og vippaði laglega yfir Schmeichel og heimamenn komnir yfir. Er 6 mín. voru til leiksloka fékk þó Man. Utd. kjörið færi á að jafna og tryggja sér annan leik er dæmd var vítaspyrna á Sheff. Utd. Mitch Ward felldi Paul Ince innan teigs, en Bruce misnotaði spyrnuna og þar fór bikardraum- ur Man. Utd. að þessu sinni. ■ Ekkert lið á glæsilegri feril í FA-bikarnum en Tottenham og það lið er komið áfram eftir 3:2 sigur gegn Wimbledon. Sann- gjarn sigur, en Wimbledon liðið kann ekki að gefast upp og það fór um marga Tottenham menn áður en yfir lauk. Tottenham hafði yfir 3:0 í hálfleik, fyrsta markið á 26. mín. skoraði Darren Anderton eftir sendingu Nick Barmby og rétt fyrir hlé skallaði Teddy Sheringham inn eftir hornspyrnu Anderton og síðan skallaði Barmby inn sendingu Anderton og leikurinn virtist úti fyrir Wimbledon. En Wimbledon gafst ekki upp og Gerald Dobbs lyfti yfir Eric Thorstvedt mark- vörð Tottenham um miðjan síð- ari hálfleik, en það var ekki fyrr en á síðustu mín. sem Steve Cott- erill náði að bæta síðara marki liðsins við. ■ Dregið var til 6. umferðar eft- ir leiki dagsins og þá leika saman: Blackburn-Sheffield Utd. Derby-Sheffield Wed. Ipswich-Arsenal. Manchester City-Tottenham. Þ.L.A. Ray Houghton sem slapp í gegn og skoraði af öryggi. Þetta var ekki dagur Chelsea og Bosnich varði glæsilega hjólhestaspyrnu John Spencer og undir lokin var átherji liðsins Dennis Wise bor- inn meiddur útaf. ■ Southampton liðið er ekki auð- velt heim að sækja og á því fékk Liverpool að kenna um helgina. Neil Maddison náði forystu fyrir Southampton á 24. mín. eftir sendingu frá Jason Dodd, en síð- an varði Tim Flowers í marki Southampton glæsilega frá Don Hutchison úr opnu færi. Það jafnaðist þó út er dómarinn sleppti augljósri vítaspyrnu á Liverpool er Matthew Le Tissier var klipptur niður í vítateignum. En Hutchison náði að jafna fyrir Liverpool eftir hlé eð góðu skoti, en hann hefði þó átt að vera búinn að skora þrennu áður. ISigurmark Southampton kom er 16 mín. voru til leiksloka, eftir langt útspark Flowers mistókst Steve Nicol að skalla frá og Nicky Banger sem komið hafði inná sem varamaður slapp einn í gegn og skoraði. ■ Leeds Utd. sigraði Oldham á heimavelli 2:0 í ágætum leik, en dómarinn kom þó Leeds Utd. á bragðið er hann gaf liðinu víta- spyrnu sem Gary McAllister skoraði úr. Lee Chapman skor- aði síðara mark Leeds Utd. með jþrumuskoti eftir góðan undir- búning McAllister og stigin eru kærkomin fyrir meistarana í fall- baráttunni. Þ.L.A. Staðan Úrvalsdeild Aston Villa 29 15- 8- 6 45:30 53 Man. Utd. 28 14- 9- 5 42:22 51 Norwich 27 14- 6- 7 40:41 48 Ipswich 28 10-13- 5 37:32 43 Coventry 28 11- 9- 8 44:38 42 Blackburn 27 11- 8- 8 40:30 41 QPR 27 11- 8- 8 37:32 41 Man. City 27 11- 7- 9 39:30 40 Sheff. Wed. 26 10- 9- 7 35:30 39 Tottenham 28 10- 8-10 32:39 38 Chelsea 29 9-10-10 32:36 37 Southampton 29 9- 9-11 34:35 36 Arsenal 26 10- 5-11 25:25 35 Liverpool 27 9- 7-11 38:39 34 Leeds 28 9- 8-11 40:41 33 Wimbledon 28 8- 9-11 33:36 33 Crystal Palace 28 8- 9-1135:44 33 Everton 28 9- 5-14 30:37 32 Middlesbrough 28 7- 9-1236:47 30 SheflT. Utd. 27 7- 7-13 27:36 28 Oldliam 27 7- 6-14 38:50 27 Nott. For. 26 6- 7-13 26:35 25 1. deild: Newcastle 29 19- 5- 5 52:26 62 West ltam 30 17- 7- 6 56:29 58 Millwall 301410- 6 52:30 52 Portsmouth 30 14- 8- 8 53:36 50 Tranmerc 27 14- 6- 7 50:35 48 Swindon 27 13- 8- 6 48:38 47 Grímsby 28 13- 4-11 42:37 43 Wolves 3011-10- 9 42:37 43 Leicester 28 12- 6-10 39:36 42 Charlton 30 10-11- 9 35:30 41 Pcterborough 28 10- 8-10 39:43 38 Derby 2811. 5-12 46:39 38 Brentford 30 10- 7-13 39:42 37 Oxford United 28 8-12- 8 40:36 36 Bamsley 29 10- 6-13 34:35 36 Sunderland 28 10- 6-12 31:39 36 Watford 30 9- 9-12 44:54 36 Bristol City 29 8- 8-13 34:53 32 Cambridge Unitcd 29 7-10-12 33:48 31 Luton 29 6-13-10 30:45 31 Notts County 29 6-10-13 34:49 28 Bimiingham 29 7- 7-15 26:50 28 Southcnd 29 6- 9-14 30:38 27 Bristol Rovers 29 7- 5-17 37:60 26

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.