Dagur


Dagur - 16.02.1993, Qupperneq 14

Dagur - 16.02.1993, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 16. febrúar 1993 Minning Fæddur 14. ágúst 1902 - Dáinn 3. februar 1993 í gær, mánudaginn 15. febrúar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík minningarathöfn um Einar Olgeirsson fyrrv. alþing- ismann, en hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði miðviku- daginn 3. febrúar sl. Einar var borinn og barnfæddur Akureyr- ingur, fæddur þar 14. ágúst 1902 og var því níræður að aldri er hann lést. Einar hóf afskipti sín af þjóð- málum norðan heiða og helgaði fyrstu ár stjórnmála- og verka- lýðsbaráttu sinnar, sem hann síð- an gerði að ævistarfi, uppbygg- ingu verkalýðshreyfingar og stjórnamálasamtaka vinstri manna á Akureyri og Norður- landi. Mér finnst því við hæfi að biðja Dag fyrir eftirfarandi minningar- orð: í marsmánuði 1924 kom Einar Olgeirsson, þá rúmlega tvítugur, heim til Akureyrar eftir langa útivist. Leið hans hafði legið um Menntaskólann í Reykjavík og háskóla í Kaupmannahöfn og Berlín. Hugur hans hefur vafa- laust staðið til frekara náms og fræðistarfa en verkefnin sem biðu hans norðan heiða gripu huga hans allan. Enda var tekið til hendinni. Einar gerðist á skömmum tíma helsti forystumaður í verkalýðs- baráttu, flokksstarfi og blaðaút- gáfu vinstri manna og virðist, þegar sagan er skoðuð, sjaldan hafa verið langt undan þar sem þjóðfélagsmál voru á dagskrá. Þegar sumarið 1924 stofnuðu Einar og ellefu aðrir Jafnaðar- mannafélagið á Akureyri og Ein- ar var kosinn fyrsti formaður þess. Síðan rekur hver atburður- ínn annan. 1 apríl 1925 er Verka- lýðssamband Norðurlands stofn- að á Akureyri. Einar Olgeirsson á sæti í fyrstu stjórn sambandsins sem ritari. 1931 tekur Einar við formennsku. 1. maí er minnst í fyrsta sinn á Akureyri vorið 1925. Einar Olgeirsson er fyrsti ræðu- maður á fundi í fullskipuðum stóra sal samkomuhússins. 1. janúar 1926 tekur Verkalýðs- samband Norðurlands við útgáfu Verkamannsins og stjórnarmenn í sambandinu taka að sér að rit- stýra blaðinu. 1931 tekur Einar formlega við sem ritstjóri, en hann hafði allt frá heimkomunni 1924 ritað langmest allra í blaðið. Árin 1928-31 er Einar formaður Verkamannafélags Akureyrar. Sem sagt það er sama hvar bor- ið er niður, Einar er í fremstu víglínu verkalýðs- og stjórnmála- baráttunnar á vinstri vængnum. Hann ferðast um Norðurland og aðstoðar við að koma á fót verka- lýðsfélögum og jafnaðarmanna- félögum. Hann kennir fulla kennslu í Gagnfræðaskólanum, sem þessi árin er að berjast fyrir viðurkenningu sem menntaskóli og að fá að útskrifa stúdenta. En kennslan þar er ekki nóg. Haust- ið 1925 stofna Einar og Steinþór Guðmundsson kvöldskóla í nafni Einars og sama ár ræðst Einar í að semja ævisögu Rousseaus. Eitthvað varð undan að láta. í ljós kemur að Einar er með lungnaberkla og varð hann rúm- fastur um tíma en fór seinna suð- ur á Vífilsstaði til lækninga. Það segir svo sína sögu um eldmóðinn að tímann á Vífilsstöðum notaði Einar til að undirbúa kaup á tímaritinu Rétti af Þórólfi í Bald- ursheimi og safna að sér efni í útgáfuna. Sumarið 1927 tekur Einar, sem aldrei hafði nálægt verslun komið, að sér fyrir áeggjan nokk- urra helstu síldarútgerðarmann- anna á Siglufirði, að fara utan og reyna að ná samningum við Rússa um sölu á saltsíld. Þá voru erfiðleikar á hefðbundnum salt- síldarmörkuðum íslendinga í Svíþjóð og stefndi allt í verðfall. Einar hafði gagnrýnt í Verka- manninum dugleysi síldarút- vegsmanna við að útvega nýja markaði og þeir tóku hann á orðinu. 30. ágúst nær Einar í Kaupmannahöfn samningum við sovéska verslunarsendinefnd um sölu á 25 þúsund tunnum af salt- síld og verðfalli var afstýrt. Þann- ig hófust afskipti Einars af þess- um málum, sem urðu mikið starf hjá honum næstu árin og þannig hófustu síldarviðskipti í austur- veg sem mikil saga er orðin af. Hér læt ég staðar numið þó fjölmargt sé ótalið af því sem Einar Olgeirsson tók sér fyrir hendur frá því hann kom til starfa á Akureyri að afloknu námi 1924 og þar til hann fluttist sumarið 1931 ásamt Sigríði konu sinni, búferlum suður til Reykja- víkur. Það var ekki fyrr en ég hafði kynnt mér sögu verkalýðs- og stjórnmálabaráttu á Norðurlandi á þessum árum að ég skyldi hvers vegna fullri hálfri öld síðar, enn lék ljómi um nafn Einars Olgeirs- sonar og ár hans fyrir norðan, þegar ég kom þar á sviðið. Fyrir hönd norðlenskra verkalýðssinna og vinstri manna vil ég færa hon- um þakkir fyrir brautryðjenda- starfið þó síðbúnar hljóti að teljast. Að öðru leyti er ég þess fremur vanbúinn að minnast Ein- ars Olgeirssonar. Okkur skildi rúm hálf öld og persónuleg kynni urðu ekki mikil. í huga mér stendur hann fyrst og fremst sem eldhuginn og hugsjónamaðurinn sem barðist samkvæmt sannfær- ingu sinni og vegna hennar en sóttist ekki eftir vegtyllum per- sónulega. Ýmislegt af því sem Einar Ol- geirsson stóð fyrir sem stjórn- málamaður sjá menn nú í nýju ljósi. Birtan fellur á atburði sög- unnar úr annarri átt en lýsti sam- tímamönnunum. En jafn skylt og það er að hlýða á dóm reynslunn- ar um tímabil og atburði er hitt nauðsynlegt til skilnings á hinu sama, að minnast þeirra aðstæðna sem atburðina skópu. Einar Olgeirsson gaf frekara nám og fræðimennsku upp á bát- inn þegar baráttan fyrir brauði norðlenskrar alþýðu átti orðið hug hans allan. Þökk sé honum. Steingrímur J. Sigfússon. fKl ara Gestsdóttir Fædd 27. nóvember 1942 - Dáin 4. febrúar 1993 Elskuleg amma okkar, Klara Gestsdóttir, var jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. febrúar síðastliðinn. Engin orð fá megnað að tjá söknuð okkar. Amma gleymist aldrei. Góður Guð blessi minningu hennar. Á einum Guði er allt mitt traust, engu skal ég því kvíða, angur míns hjarta efalaust á sér hans mildin blíða. Enn þó hörmungar efnin vönd á mig frekt geri að leita, almáttug Drottins hægri hönd, hún kann því öllu að breyta. Mannanna stoð og styrkur bregst, stofnar það oft til nauða, ævin með sorgum áfram dregst, endar loks með dauða. Þá hljóta að skiljast hold og önd og hérvist lífsins dvínar, almáttug Drottins hægri hönd, hún geymi sálu mína. Ímínum Guði ég huggun hef, hverju sem öðru sætir, mig á hans vald og vilja gef, veit ég það, hann mín gætir, þó synda, eymda og sorgar bönd sárt vilji hjartað meiða, almáttug Drottins hægri hönd, hún mun þau af mérgreiða. Trúrerminn Guð, sem treystiégá, trúr er Jesús, minn Herra, hans blessuð forsjón bestmun sjá, nær böl og eymd mín skal þverra. Sem bylgjur hafs við sjávarströnd sín takmörk ei forláta, eins skammtar Drottins hægri hönd hverri sorg tíð og máta. (Hallgrímur Pétursson.) Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, Ijós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Elsku afi, við biðjum góðan Guð að styrkja okkur öll og hjálpa okkur að styrkja hvert annað. Þórir Ingi, Anna Lilja og Björn Óiafur. Elsku amma, góður Guð blessi minningu þína. Hve væri gott að vera hér, ef væri friður hvar sem er og sundrung sæist engi, ef tvídrægninnar andi æ burt yrði að fara afhverjum bæ og hvergi húsrúm fengi. Sjá himinljósin hverja nátt sinn halda veg í friði og sátt og brosa blítt í hæðum. Ef saman gengi svo á jörð í sátt og friði Drottins hjörð, vér hvíld í hjarta næðum. Mitt hjarta, Guð minn, hneig til þín, í hafsins djúp gef reiði mín á undan röðli renni, oggef, að elskueldur sá, sem aldrei neitt sinn slokkna má, æ mér í brjósti brenni. (V. Briem.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Elsku afi, Hanna, Gestur, Dóri og við öll, góður Guð styrki okkur og styðji og hjálpi okkur að styðja hvert annað. Björn Ingvar, Guðni Freyr og Kristbjörn Snær. Landssamtök heilsugæslustöðva stofnuð: Markmiðið m.a. að efla samræm- ingu heilsugæslustöðva í landinu Landssamtök heilsugæslustöðva voru stofnuð í Reykjavík í des- ember sl. Tilgangur þeirra er m.a. að efla samræmingu heilsugæslunnar í landinu og gæta hagsmuna hennar, að vera í fyrirsvari fyrir heilsu- Uppboð Uppboð á fasteigninni Svarf- aðarbraut 10, Dalvík, þing- lýstri eign Gunnþórs Svein- björnssonar verður byrjað á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, föstudaginn 19. febrúar 1993, kl. 10.00, að kröfu Sparisjóðs vélstjóra, Vél- smiðj'u Hafnarfjarðar og Sjóvá-Almennra trygginga hf. Sýslumaðurinn á Akureyri, 15. febrúar 1993. gæsluna innanlands og erlendis og að stuðla að rannsóknum innan heilsugæslunnar. Hlutur heilsugæslunnar í heil- brigðisþjónustunni hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Uppbygging heilsugæslustöðva út um land er langt komin og á höfuðborgarsvæðinu er hún kom- in vel á veg. Ljóst er að vel rekin heilsugæsla með öflugu forvarn- arstarfi fyrir unga sem aldna um allt land getur haft umtalsverðan fjárhagslegan sparnað í för með sér fyrir þjóðarbúið. Mikilvægt verkefni á þessu sviði er samræm- ing ýmissa þátta í innra starfi heilsugæslustöðvanna og enn- fremur þarf að auka tengsl og upplýsingastreymi þeirra um sameiginleg málefni. Heilsugæslustöðvar eru ýmist í starfstengslum við sjúkrahús og heyra þá undir stjórnir þeirra, eða þær hafa sína eigin stjórn og hafa þá engin formleg tengsl við sjúkrahús. Stofnendur Lands- samtaka heilsugæslustöðva eru Stjóm Landssamtaka heilsugæslustöðva, f.v. Kristín Pálsdóttir, Valdimar K. Jónsson, formaður, Lúsía Óskarsdótt- ir, Guðmundur Sigvaldason og Eva Eðvarðsdóttir. nær allar heilsugæslustöðvar í landinu, sem eru án starfstengsla við sjúkrahús en þær eru alls 39 í landinu. í lögum samtakanna er gert ráð fyrir aukaaðild þeirra heilsugæslustöðva sem starfa í tengslum við sjúkrahús. A stofnfundinum voru stað- festar samþykktir samtakanna og kosin stjórn. í stjórninni eiga sæti, Valdimar K. Jónsson, Reykjavík, formaður, Guð- mundur Sigvaldason, Akureyri, varaformaður, Kristín Pálsdóttir, Hafnarfirði, gjaldkeri, Eva Eðvarðsdóttir, Borgarnesi, ritari og Lúsía Óskarsdóttir, Höfn í Hornafirði, meðstjórnandi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.