Dagur - 25.02.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 25.02.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. febrúar 1993 - DAGUR - 5 „Krummamir á skjánum kalla hásir inn: Fæ ég nú bara saft og súpu, Sighvatur minn?!“ Árni sagði einnig: „Pað fylgir jafnan blessun hverju bami. í barnsmeðlögum felst því djúpur kjarni. Hver á að borga meðlögin - maðurinn eða hún máske sveit og ríki verði að leysa slíka rún? Þingið er - í þokkalegrí pressu þingi ber - að ráða framúr þessu sýnist mér. “ Þeir sem helst þurfa á læknis- hjálp að halda eru hinir tekju- minni, gamalt og eldra fólk og svo barnafólkið. I lok janúar hitti ég fjögurra barna föður. Hann sagði mér að þau hjón hefðu þurft að leita læknis með tvo drengi sína. Lækniskostnaðurinn væri kominn á tíunda þúsund og mánuður ekki liðinn af árinu. Utanríkisráðherrann Ég ætla rétt að minnast á Jón Baldvin Hannibalsson. Hann puntar lítt upp á núverandi ráð- herrahóp. Ætla má að hann sé taumlaus með öllu og að sam- sláttur hafi orðið í toppstykkinu á honum. Spurning hvenær það brenni alveg yfir. Foringjalaus Sjálfstæðisflokkur Mitt álit er það að Davíð sé eng- inn stjórnmálaleiðtogi og hann eigi margt eftir að læra áður en hann verður það. Málið er það að Sjálfstæðisflokkurinn er foringja- laus. Forysta Sjálfstæðisflokksins má muna sinn fífil fegri, því hinar föllnu kempur voru hér á árum áður hugsandi menn og báru hag | sinnar þjóðar fyrir brjósti. Ég beini þeim tilmælum til forsætisráðherra að hann snúi frá villu sinni og leiði flokk sinn til betri vegar og heilladrýgri verka hér eftir en verið hefur undan- gengin misseri. Það mun bæði honum og landslýð öllum til heilla og framdráttar. Athugasemdir og eftirmáli Vegna orða forsætisráðherra á fundinum og svo ummæla hans í fjölmiðlum að undanförnu vil ég árétta eftirfarandi: Er forsætisráðherra svaraði mér þá kvað hann að atvinnuleysi í desemberlok sl. hafi verið 2,9%. Þetta er ekki rétt þar sem Vinn umálaskrifs tofa félagsmála - ráðuneytisins upplýsir að at- vinnuleysi á landinu öllu hafi ver- ið 4,8% um sl. áramót. (Lands- byggðin 6,4% og á höfuðborgar- svæðinu 3,5%. Á Norðurlandi vestra var 5,8% atvinnuleysi um sl. áramót. Erlendar skuldir þjóðarinnar eru viðkvæmt mál og telur for- sætisráðherra þar forvera sínum Steingrími Hermannssyni um að kenna. Skuldirnar hafi lítt aukist í tíð núverandi ríkisstjórnar. Á „mannmáli“ þurfi nú orðið þriðja hvern fisk er veiðist til greiðslu á afborgunum og vöxtum. Sam- kvæmt upplýsingum fengnum hjá Seðlabankanum og Þjóðhags- stfonun var árslokatala erlendra skulda sem hér greinir: 1989 142,4 milljarðar. A-hluti ríkissjóðs og stofnana 58,2 millj- arðar. 1990 161,7 milljarður. A-hluti ríkissjóðs og stofnana 59,5 millj- arðar. 1991 191 milljarður. A-hluti ríkissjóðs og stofnana 65,7 millj- arðar. 1992 228 milljarðar. A-hluti ríkissjóðs og stofnana 84,5 millj- arðar. Spáð er að erlendar skuldir hækki um 10 milljarða í ár. Hvenær skyldu erlendu skuld- irnar hafa hækkað? Steingrímur Hermannsson á sinn hlut þar að eins og aðrir forsætisráðherrar. En það er illa komið þegar núverandi forsætisráðherra skynjar ekki stærðarmun talna. Vegna þess er talið rétt að gera athugasemd við málflutning hans og koma réttum tölum á framfæri þar sem þorsksamlíking hans og á mannamáli dugar skammt. Guðmundur Óli Pálsson. Höfundur er lögregluþjónn á Sauðár- króki. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins. markaðurinn væri opnaður og jólabókakaupin færðust þar með fram á árið svaraði hún: „Nei, reyndar ekki. Ég kem hingað fyrst og fremst til að skoða en ætli ég láti ekki undan þrýstingi og kaupi einhverjar barnabækur. Jafnframt því ætla ég að kaupa nokkrar afmælisgjafir. Einnig ætla ég að að skoða gömlu bæk- urnar sem eru boðnar nú. Það er alltaf athyglisvert og gaman að athuga hvort þar leynist ekki ein- hver bók sem gaman væri að eignast." GG Þórunn Hjálmarsdóttir. Myndir:GG Tónleikar SMóníuhljómsveitar norðlenskra tónlistarskóla Sunnudaginn 21. febrúar hélt Sinfóníuhljómsveit norðlenskra tónlistarskóla tónleika í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Daginn áður, 20. febrúar, efndi hljómsveit- in til tónleika í Sal Tónlistarskólans á Húsavík. Þeir tónleikar voru þeir fyrstu, á ferli hljómsveitarinnar, en , hún er ný af nálinni og sannarlega forvitnilegur frjóangi í tónlistar- flóru Norðurlands. Starfsemi á hliðstæðum grunni hefur verið fyrir hendi á Norður- landi. Þannig hafa verið kóramót, sem lokið hefur með samsöng allra þeirra kóra, sem mótið hafa sótt. Einnig hafa verið haldin blásara- sveitamót og hefur þeim einnig lokið með samleik allra þeirra hljómsveita, sem komið hafa til mótsins. Það var því orðið tíma- bært, að efna til einhvers svipaðs á sviði annars konar tónlistarflutn- ings. Reyndar er framkvæmdin ekki að öllu hin sama, en hug- myndin reist á sömu hugsjón: Að safna til leiks sem flestum og ekki síst þeim, sem lítil tækifæri hafa í heimaskólum sínum til þess að leika saman í stórri hljómsveit og takast á við veigamikil tónverk. Hljómsveitin lék undir styrkri stjórn Guðmundar Óla Gunnars- sonar, hljómsveitarstjóra og skóla- stjóra Tónlistarskólans á Akureyri. Samband hans við hljómsveitina virtist að jafnaði mjög gott. Reynd- ar hefðu hljóðfæraleikararnir mátt vera heldur meira vakandi fyrir bendingum Guðmundar Óla, þeg- ar hann leitaði þess í nokkur skipti, að einstakar hljóðfærasveitir tempruðu styrk sinn. Að öðru leyti virtust ungmennin fara vel eftir merkjum hljómsveitarstjórans og sýndu víða af sér skemmtilega til- burði í því til dæmis að leika með jafnri stígandi eða hnígandi, taka ákveðnar áherslur og leika veikt og mjúklega eða sterkt og ákveðið eft- ir því, sem glöggar bendingar hljómsveitarstjórans gáfu tilefni til. Hljómar voru yfirleitt vel hreinir og stundum frábærlega svo. Ekki síst var skemmtilegt að hlýða á það, hve að jafnaði góður strengja- tónninn var ekki síst í fyrsta verk- inu, sem var 2 gymnaopedíur eftir Erik Satie. Þar reyndi mjög á fín- leg tök, sem voru líka við höfð jafnt á meðal strengja sem blásara. Annað verkið á efnisskrá var Píanókonsert í C-dúr KV 415 eftir W. A. Mozart. f verkinu lék Birna Helgadóttir einleik á píanó. Hún lék svo til alveg feyrulaust. Túlkun hennar var reyndar lítils háttar köntuð og spennt í byrjun, en fljót- lega tók hljóðfærið að syngja undir fingrum Birnu og hún var farin að leggja yfirvegaðar áherslur á ein- stakar strófur og tóna, svo að iðu- lega var verulega skemmtilegt á að hlýða. Hljómsveitin stóð sig almennt vel í þessu verki. Innkom- ur voru flestar góðar og samhljóm- ur hljóðfæra að jafnaði góður. Reyndar brá fyrir, að hljómar væru ekki nógu hreinir í strengjum og einnig henti hið sama í blásurum, sem á nokkrum stöðum lentu í lítils háttar vandræðum með tónmynd- unina. Þriðja og síðasta verkið var Ófullgerða hljómkviðan, Sinfónía nr. 8 eftir F. Schubert. Ef til vill hefur verið tekið að gæta þreytu á meðal hljóðfæraleikara, en þetta verk tókst lakast þeirra, sem voru á efnisskrá. Nokkuð oft kom fyrir, að hljómar voru ekki hreinir, inn- komur ekki nákvæmar og tóntak ekki það sem skyldi, svo að tónn- inn varð heldur óáheyrilegur. Fyrir komu þó fallegar strófur, sem bendir til þess, að spenna hafi vald- ið að minnsta kosti hluta þeirra mistaka, sem gerð voru. í raun eru iþað ekki nein undur, að lúa taki að gæta í samleik lítt þjálfaðra hljóð- færaleikara þegar lagt er fyrir þá að leika konsert, sem er algerlega af fullri lengd og þar sem þeim eru fengin talsvert veigamikil tónverk til flutnings. Allir þeir, sem bera hag tónlist- armenntunar á Norðurlandi fyrir brjósti, hljóta að gleðjast yfir því, að það skref að koma á slíkri hljómsveit sem Sinfóníuhljómsveit norðlenskra tónlistarskóla á lagg- irnar skuli hafa verið stigið. Þeir mörgu aðilar, sem þar hafa lagt hönd að verki, eiga lof skilið fyrir gott framtak. Lofið verður enn verðugra, þegar í ljós hefur komið eftir fyrstu tónleikaröð hljómsveit- arinnar, að vel hefur til tekist og að öllu samanlögðu verður ekki annað sagt, en að hin unga Sinfóníu- hljómsveit norðlenskra tónlistar- skóla hafi staðist fyrstu prófraun sína með prýði - reyndar verulegu betur en undirritaður hafði gert sér vonir um. Það starf, sem hér hefur verið hafið, verður að halda áfram. Gildi þess fyrir tónlistarnemendur á Norðurlandi er sem næst ómetan- legt. Sá árangur, sem náðist í þess- r ari frumraun, bendir líka til þess, að staða tónlistarmenntunar í fjórðungnum sé verulega góð og hún vel þess megnug að takast á við verkefni sem það, sem nú er að baki hvað fyrstu atrennu áhrærir. Á því getur ekki verið vafi, að for- svarsmenn verkefnisins hyggist halda starfinu áfram. Til þess eru full efni og full ástæða. Jarðvegur- inn er greinilega góður og uppskeruhorfurnar eftir því. Haukur Ágústsson. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Stjórnunarstaða í hjúkrun Staða deildarstjóra á Lyflækningadeild II er laus til umsóknar. Lyflækningadeild II er 5 daga rannsóknadeild. Umsóknarfrestur er til 15. mars 1993. Staðan veitist frá 1. ágúst 1993. Við ráðningu í stöðuna er lögð áhersla á faglega þekkingu og reynslu í stjórnun. Nánari upplýsingar gefa Magna Birnir hjúkrunar- forstjóri og Rannveig Guðnadóttir starfsmanna- stjóri hjúkrunar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. rr C 083 r C061 Úrval Max kuldagalla á börn og fullorðna. Veljum íslenskt. Gæðanna vegna! KEA Byggingavörur Lónsbakka j/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.