Dagur - 25.02.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 25. febrúar 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Fylgið miraikar
Enn fækkar þeim landsmönnum sem styðja ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar. í nýgerðri skoðanakönnun Félagsvís-
indadeildar Háskóla íslands reyndust aðeins 24,6%
þeirra sem svör gáfu styðja stjómina en 54,6% vom henni
andvígir. Er þetta nokkur breyting frá síðustu könnun
deildarinnar en í nóvember á síðasta ári mældist stuðn-
ingur við ríkistjórnina 29,5% á móti 51,5% sem þá vom
henni andvígir. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr
stærsti flokkur þjóðarinnar með 33,3% fylgi þeirra er
afstöðu tóku en Framsóknarflokkur mælist með 23,9% og
Alþýðubandalagið með 21,2%.
Athygh vekur að fylgi Sjálfstæðisflokksins er sam-
kvæmt skoðanakönnuninni komið niður í 35,5% í höfuð-
borginni - einu sterkasta vígi hans þar sem hann hefur
haldið meirihluta í borgarstjóm utan eitt kjörtímabil á
undanförnum áratugum. Einnig vekur verðskuldaða
athygh mikið fylgishmn Alþýðuflokksins sem fékk 15,5%
fylgi í kosningunum 1991 en mæhst nú aðeins með 6,8%
fylgi. Þá vekur ekki síður athygh að einungis 42,5% kjós-
enda Alþýðuflokksins eru hlynntir ríkisstjórninni en 35%
þeirra andvígir henni.
Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar em með þeim
verstu sem ríkisstjórn og ríkisstjórnarflokkar hafa hlotið
ef miðað er við kjörfylgi þeirra í undangengnum kosning-
um. Þótt ætíð verði að taka skoðanakönnunum með
nokkmm fyrirvara og gera ráð fyrir ákveðnum skekkju-
mörkum innan þeirra þá gefa þessar niðurstöður
ákveðna vísbendingu um hvaða hug landsmenn bera til
aðgerða núverandi ríkisstjórnar. Fólk skynjar úrræðaleysi
og áhugaleysi ráðamanna á að bregðast við þeim alvar-
lega atvinnuvanda sem nú fer vaxandi. Fólk á erfitt með
að bera auknar álögur á sama tíma og eftirtekjan minnkar
- á sama tíma og þeim er best em settir er hlíft. Fólk kann
einnig misjafnlega við þann hrokafulla tón sem oft vill
kveða við hjá núverandi ráðamönnum og þeim hefur gjör-
samlega mistekist að túlka nauðsyn erfiðra aðgerða og fá
almenning í hð með sér.
Nú er svo komið að Morgunblaðið - eitt aðalmálgagn
ríkisstjórnarinnar - getur ekki lengur vikist undan að
taka þessi mál til umræðu. í Reykjavíkurbréfi þess síðast-
hðinn sunnudag er gerður samanburður á nýrri stjórn Bih
Clintons, Bandaríkjaforseta og starfsbræðum þeirra hér á
landi. Blaðið bendir á að staða íslensku stjórnarinnar sé
verri en hún þyrfti að vera og segir síðan að draga megi
lærdóm af vinnubrögðum Chntons og hans manna. Kynn-
ing á málefnum á meðal almennings skipti ekki síður máli
en málefnin sjálf og blaðið kemst að þeirri niðurstöðu að
ríkisstjórn íslands hafi mistekist að því leyti.
Hvað sem kynningarmálum ríkisstjórnarinnar og túlk-
un Morgunblaðsins hður er ljóst að almenningur í landinu
hefur fengið nóg af stjórnarathöfnum og framkomu ráða-
manna þjóðfélagsins. Að ráðast að þeim sem minna
mega sín á ekki greiðan aðgang að þjóðarsálinni og
íslendingum hefur aldrei geðjast að því að hafa ekkert að
gera. Ef ríkisstjórninni á að takast að vinna sig í álit
meðal þjóðarinnar á nýjan leik verður hún einkum að
huga að tvennu: Koma verður í veg fyrir að ójöfnuður
aukist á meðal þegna þjóðfélagsins þótt leggja verði
þyngri byrðar á þá sem betur mega sín í því sambandi
auk þess sem leita verður ahra leiða th að sporna við
atvinnuleysinu. Verði ekki hugað að þessum þáttum
þurfa stjórnvöld ekki að vænta aukins fylgis í skoðana-
könnunum á næstunni. ÞI
Forsætísráðherra
snúi firá villu sinni
Sunnudaginn 14. febrúar hélt
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra almennan fund í Safna-
húsinu á Sauðárkróki. Þar sem
ræðutími var takmarkaður þá
lauk ég ekki máli mínu á fundi
hans og þykir því rétt að fá það
birt í heild, auk eftirmála.
Forsætisráðherrann
Á sínum tíma hafði ég nokkurt
álit á Davíð sem borgarstjóra í
Reykjavík en gat ekki sætt mig
við það fjármagn er hann eyddi í
Perluna. Sölvi Helgason kvað á
sínum tíma um sjálfan sig:
„Ég er gull og gersemi,
gimsteinn elsku ríkur.
Ég er djásn og dýrmæti
Drottni sjálfum líkur. “
Vísa Sölva kemur mér í hug
þegar ég sé forsætisráðherrann á
sjónvarpsskerminum og oft
minnir hann mig á hortugan og
kjaftforan strákling sem ekki
viðurkennir misgjörðir sínar og
fer undan í flæmingi, en þegar
hann þarf að gangast við verkum
sínum og mistökum þá er öðrum
um að kenna en honum sjálfum.
Fátækrastétt
Muni ég rétt þá lét Davíð þau orð
sér um munn fara nýlega, að
atvinnuleysið í landinu væri sam-
kvæmt áætlun. Þessi orð kom
mér ekki á óvart að heyra. Hann
og hans félagar í þingliði stjórn-
arflokkanna, einkum Sjálfstæðis-
flokknum, hafa ljóst og leynt og
við öll tækifæri og það ítrekað, í
ræðu og riti, innprentað hjá þjóð-
inni að „hæfilegt" atvinnuleysi
væri óhjákvæmilegt og æskilegt
hagstjórnartæki. Fólk skal heila-
þvegið hvað það varðar. Þrátt
fyrir alla þá eymd og allt það
volæði og þá niðurlægingu er
atvinnuleysi fylgir. Ríkisstjórn-
arflokkarnir virðast ætla að
ganga með oddi og egg fram í því
að koma hér á fátækrastétt. Þeir
eru að hluta til komnir vel á veg
við það ætlunarverk sitt.
Verðbólga og vextir
Samningurinn um EES breytir
engu til batnaðar hvað varðar
minnkandi atvinnuleysi og aukin
atvinnutækifæri. Þvert á móti að
mínu áliti. Það færi betur að
aðild okkar að EES snerist ekki í
höndum núverandi ríkisstjórnar,
þvert á við það sem ætlað er.
Þegar frændur okkar írar sóttu
um aðild að EB á sínum tíma,
ætla ég að atvinnuleysi þar hafi
verið um 10% en í dag mun það
vera rétt innan við eða jafnvel
komið yfir 20%. Ég lái núverandi
ríkisstjórnarflokkum ekki þó þeir
gorti af lágri verðbólgu á sl. ári.
Það hefði farið betur að verð-
bólgan hefði haldist nokkuð
stöðug eins og hún var mestan
hluta sl. árs. Nú er spáð a.m.k.
10% verðbólgu á þessu ári. En
það er annað sem ekki gengur
upp í lágri verðbóigu og það eru
háir vextir. Vextirnir voru allt of
háir og eru allt of háir. Háir vext-
ir eru að sliga bæði atvinnuvegina
og einstaklinga.
Efnahagsaðgerðirnar
Ríkisstjórnarflokkarnir skvettu
oli'u á eld þegar þeir lækkuðu
gengið sl. haust eftir eina eða
tvær vökunætur. Þeir létu ekki
þar við sitja heldur lækkuðu þeir
persónuafsláttinn og hækkuðu
skatta, auk margra annarra smá-
skatta og aukaútgjalda á lág-
launafólkið í landinu. Allar
umframtekjur til ríkissjóðs frá
fyrra ári eru sóttar í vasa þeirra
efnaminni og bíleigenda.
Aðstöðugjöld af rekstri fyrir-
tækja og einstaklinga voru lögð
af. Við það minnkuðu tekjur
sveitarfélaganna. Til að bæta úr
hluta þess tekjumissis þá voru
hækkaðir skattar á lágtekjufólki,
en við hátekjumönnum mátti
ekki hrófla. Hversu óréttlátt sem
aðstöðugjaldið kann að hafa ver-
ið þá voru stór mistök að leggja
það af. Ekki síst þar sem sveitar-
félögum var ekki fundinn annar
jafnhár tekjustofn. Sveitarfélögin
mega ekki við þessari tekjuskerð-
ingu þar sem sú tilhneiging er
ríkjandi, í auknum mæli, að ýta
verkefnum frá ríkinu yfir á þau,
án færslu tekjustofna í hlutfalli
við það.
Skuldasöfnunin
Davíð vill kenna Steingrími
Hermannssyni og ríkisstjórn
hans um mikla erlenda skulda-
söfnun ríkissjóðs. Þetta gengur
ekki upp hjá Davíð og er rangt
miðað við það að 1989 munu er-
lendar skuldir hafa verið 46,6%
af vergri landsframleiðslu; 1990
46,1%; 1991 46,9%; 1992 50,7%
og 1993 er spáð að erlendar
skuldir verði 56,9% hlutfall af
vergri landsframleiðslu. Það er
10% hækkun á tveimur árum.
í ár eru heimilaðar lántökur
hins opinbera 51,3 milljarðar
króna, þar af lántökur erlendis
18,9 milljarðar.
Samkvæmt tölum frá Seðla-
bankanum voru útlán þann
30.09. 1990 alls kr. 522 milljarð-
ar; 1991 602 milljarðar og 1992
640 milljarðar. Hækkuðu um litla
128 milljarða. Þessir 640 millj-
arðar skiptast þannig:
Ríkið 98 milljarðar.
Sveitarf. 22 milljarðar.
Atvinnuv. 287 milljarðar.
Heimili 233 milljarðar.
Skuldir heimilanna voru 159
milljarðar 1990 og 205 milljarðar
1991.
Hvernig geta íslensk heimili
risið undir þessum skuldum? Þær
tölur, sem ég hef nú bent á, gefa
það ótvírætt til kynna að forsætis-
ráðherra vor fer með rangt mál
þegar hann kennir forverum sín-
um um slæma skuldastöðu Ríkis-
sjóðs. Hann ætti að líta sér nær,
blessaður.
Heilbrigðisráöherrann
Heilbrigðisráðherra er eitt vand-
ræðabarnið í núverandi ríkis-
stjórn. Mér virðist að það sé að
verða munaður að leita til læknis.
Mér sýnist að velferðarkerfið sé
að líða undir lok í höndum nú-
verandi ríkisstjórnar. Það er
kaldhæðnislegt að Alþýðuflokks-
menn, sem eignað hafa sér trygg-
ingalöggjöfina sem sett var á
fimmta áratugnum, skulu ganga
harðast fram í því að hræra í
henni fram og til baka. Til-
gangurinn virðist oft á tíðum sá
einn að breyta einhverju flestum
í óhag, en ekki er sparnaðinum í
heildina fyrir að fara.
Það er margt til í því sem Árni
Helgason í Stykkishólmi lét sér
um munn fara um sl. áramót:
Stóri bókamarkaðurinn í Höfðahlíð:
Áhugi íslendinga á bókum
virðist ekkert minnka
Meðal þeirra bóka sem þessir ungu menn skoðuðu var Villt af vegi.
Stóri bókamarkaðurinn var
opnaður sl. föstudag í Höfða-
hlíð 1 þar sem áður var til húsa
KEA-Nettó. Strax á fyrsta
degi var töluvert um fólk að
skoða þær bækur sem þar eru
á boðstólum en bókatitlarnir
eru um 3000, þar af um 700 frá
Skjaldborg hf. Það er Félag
íslenskra bókaútgefenda og
Skjaldborg hf. sem standa að
þessum bókamarkaði.
Á þessum bókamarkaði eiga
flestir að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi, en þar má m.a. finna
íslenskar skáldsögur, endur-
minningar og ævisögur, erlendar
skáldsögur og barna- og ungl-
ingabækur. Ekki kaupa allir bæk-
ur sem á bókamarkað koma en
aðir gera stór innkaup, jafnvel
tugi bóka.
Þórunn Hjálmarsdóttir var
meðal þeirra sem litu inn á bóka-
markaðinn fyrsta daginn sem
hann var opinn. Aðspurð um það
hvort hún biði eftir því að bóka-