Dagur - 25.02.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 25.02.1993, Blaðsíða 12
iMiim, ■ ■ ■ ■ ■ RECNBOGA FRAMKOLLUN Akureyri, fímmtudagur 25. febrúar 1993 Hafnarstræti 106 • Sími 27422 Fjárhagsáætlun SigluQarðarbæjar: Ekki samdráttaráætlun en tekur mið af spamaði - segir forseti bæjarstjórnar Sigluflarðar Frá fundi landbúnaðarrðaherra á Akureyri í gær. Á innfelldu myndinni er Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra í ræðustól á fundinum. Mynd: Robyn Fundur landbúnaðarráðherra á Akureyri: Munu beingreiðslurnar falla að grænum greiðslum til landbúnaðar - um það snýst stóra spurningin sagði Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri „Þessi fjárhagsáætlun tekur bæði mið af aðhaldi og sparn- aði í rekstri, en ég myndi líka telja hana framkvæmdaáætl- un. Við erum í miklum fram- kvæmdum, t.d. byggingu barnaheimilis, sem ljúka á við á árinu, og endurbótum á göt- um og gangstéttum,“ sagði Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar Siglufjarðar, um fjár- hagsáætlun Siglufjarðarbæjar fyrir 1993, sem var lögð fram sl. þriðjudag til fyrri umræðu. Kristján segist vera ánægður með stöðu bæjarins. Þrátt fyrir að gætt sé fyllsta aðhalds sé fjár- hagsáætlunin ekki samdráttar- áætlun. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að tekjur bæjarsjóðs og hafnarsjóðs verði samtals um 194 milljónir króna, en allt bendir til að þessi tala eigi eftir að hækka um nokkrar milljónir. í rekstur- inn eru hins vegar áætlaðar um 145 milljónir króna. Engar nýjar Akureyri: Mikill samdráttur í sölu á áfengí ogtóbaMíjanúar í janúar sl. varð umtalsverð- ur samdráttur í sölu á bæði tóbaki og áfengi hjá Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins á Akureyri miðað við janúar 1992. Salan á bæði tóbaki og áfengi hefur dregist saman um 15-17%. Haukur Torfason, útibús- stjóri ÁTVR á Akureyri, segir að í krónum talið megi ætla að samtals hafi samdrátturinn í janúar, miðað við sama mán- uð í fyrra, verið um 12 millj- ónir, þ.e.a.s. um 6 milljónir í áfengissölu og aðrar 6 milljón- ir í tóbakssölu. Haukur segist ekki hafa handbærar tölur um hvort áberandi samdráttur hafi verið í sölu ákveðinna áfengra drykkja. Þannig sé ekki hægt að segja til um hvort fólk kaupi í auknum mæli ódýrari drykki. „Þegar atvinnuleysi er og almennur samdráttur í þjóðfélaginu, þá væri eitthvað skrýtið ef ekki væri samdráttur í sölu á þessum vörum,“ sagði Haukur. óþh O VEÐRIÐ Veðurstofa íslands gerir ráð fyrir allhvassri norðanátt með snjókomu um allt Norðurland nú í morgunsárið. Er líður á daginn gengur veðrið niður um Húnavatnssýslur og Skagafjörð, en vindstrekking- urinn og hríðin lemur á Eyfirð- ingum og Þingeyingum til kvölds. lántökur eru fyrirhugaðar hjá bæjarsjóði á þessu ári og gert er ráð fyrir að afborganir af lang- tímalánum verði um 8,5 milljónir króna. Þegar allt er talið gerir fjárhagsáætlunin ráð fyrir að til ráðstöfunar verði (til samans hjá bæjarsjóði og hafnarsjóði) allt að 50 milljónum króna. Eins og áður segir er lokaátak- ið við byggingu barnaheimilisins stærsta framkvæmd bæjarins á árinu, en samtals nemur gjald- færð og eignfærð fjárfesting um 55 milljónum króna. Af öðrum stórum framkvæmdaliðum má nefna um 7 milljónir í götur og gangstéttir og 5 milljónir í endur- bætur á neðri grunnskólanum. í síðarnefnda liðinn verður vænt- anlega varið hærri upphæð vegna áætlaðra hærri tekna bæjarsjóðs en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Kristján Möller sagði að tölu- verð áhersla yrði lögð á upp- græðslu og fegrun, meðal annars fyrir sumarvinnu skólafólks, ákveðið væri að ráða garðyrkju- stjóra til reynslu í fjóra til fimm mánuði í sumar. „Við berum höfuðið hátt og teljum að hér sé þokkalega gott atvinnuástand og afkoma bæjar- sjóðs er ágæt. Við tökum engin ný lán á árinu og trúlega er það nokkuð óvenjulegt," sagði Kristján Möller. óþh Úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla fyrir skólaárið 1993 til 1994 er lokið. Umsóknir um styrki bárust frá 40 skólum/ aðilum um 47 verkefni sem falla undir skilgreiningu í 2. grein í reglum um sjóðinn. Samanlögð upphæð umsókna var 26,4 milljónir króna. I ár voru til ráðstöfunar 8,6 millj- ónir króna. Talsmaður menntamálaráðu- neytis segir tilgang Þróunarsjóðs grunnskóla að styrkja nýjungar, tilraunir og þróunarverkefni í grunnskólum. í sex manna út- hlutunarnefnd sem metur umsóknir og gerir tillögur til menntamálaráðherra um styrk- veitingar, eru fulltrúar frá Kenn- araháskóla íslands, Háskóla íslands, Bandalagi kennara- félaga, Skólastjórafélagi íslands og menntamálaráðuneyti. „Að þessu sinni var auglýst sérstaklega eftir umsóknum um þróunarverkefni á unglingastigi og gengu slíkar umsóknir að öðru jöfnu fyrir. í tillögu úthlutunar- nefndar fá verkefni á unglinga- stigi 53% af ráðstöfunarfé sjóðsins,“ segir talsmaðurinn. Styrkir voru veittir til 23 þróun- arverkefna sem samtals 21 skóli/ aðili standa að. Eftirtaldir skólar/ aðilar á Norðurlandi fengu styrk: Stóra spurningin fyrir landbún- aðinn er hvort beingreiðslurn- ar til bænda samkvæmt núgild- andi búvörusamningi falli und- ir skilgreininguna um grænar greiðslur samkvæmt þeim hug- myndum sem rætt er um varð- andi GATT-samkomulagið. Þetta kom meðal annars fram í Fræðsluskrifstofa Norðurlands vestra krónur 522.000 (Classroom observation procedure), Grunn- skólinn á Blönduósi krónur 300.000 (Bætt námsmat), Grunn- skólinn á Raufarhöfn krónur 462.000 (Virkara skólastarf), Grunnskólinn á Svalbarðsströnd krónur 310.000 (Nýsköpun á unglingastigi) og Síðuskóli á Akureyri krónur 320.000 (Nýjar leiðir). ój Eins og fram hefur komið sóttu fjögur sveitarfélög á Norðurlandi vestra um lán til Lánasjóðs sveitarfélaga. Þar á meðal voru Sauðárkrókur og Blönduós. Að sögn Snorra Björns Sig- urðssonar bæjarstjóra á Sauðár- króki fékk bærinn um 20 milljón- ir úr Lánasjóði sveitarfélaga á síðasta ári. Hann sagði óvíst um hvaða upphæð verði sótt nú, en Itrúlega svipuð. Lánið sé hugsað máli Guðmundar Sigþórsson- ar, skrifstofustjóra í landbún- aðarráðuneytinu, á opnum fræðslu- og kynningarfundi sem landbúnaðarráðherra boðaði til á Akureyri í gær. Guðmundur sagði að rýmkun innflutningstakmarkana á landbúnaðarvörum og þar með tiltekinn aðgangur erlendrar framleiðslu að innlendum markaði gæti þýtt að allt að 5% af þeim landbúnaðarvör- um sem neytt yrði í landinu á næstu fímm árum kæmu frá útlöndum. Halldór Blöndal, landbúnaðar- ráðherra sagði að ræða yrði fram- tíðarhorfur einstakra greina landbúnaðarins í ljósi þeirra nýju viðhorfa sem búvörusamningur- inn og þeir alþjóðasamningar sem gerðir hefðu verið og vænt- anlega yrðu gerðir sköpuðu hér á landi. Bæta yrði rekstrarum- hverfi landbúnaðarins til að auka samkeppnishæfni hans og tæki það til allra þátta framleiðslunn- ar. Framleiðendur, vinnslu-, dreifingar- og söluaðilar verði að taka höndum saman um að land- til ýmissa framkvæmda, en Snorri Björn telur ekki tímabært að tjá sig um það fyrr en gengið hefur verið frá fjárhagsáætlun. Jafn- framt sótti Sauðárkróksbær um 10 milljón króna lán til Lífeyris- sjóðs verkalýðsfélaga á Norður- landi vestra, vegna fjárhagserfið- leika saumastofunnar Vöku og svipaða upphæð til Byggðastofn- unar vegna framkvæmda við væntanlegt stjórnsýsluhús. Blönduósbær sótti um 10 millj- búnaðarvörur komist á sem hag- stæðustu verði í hendur neyt- enda. Ráðherra sagði að við- skipti með framleiðslurétt á milli bænda stuðluðu að aukinni hag- ræðingu og betri nýtingu búa. í máli Guðmundar Sigþórsson- ar, skrifstofustjóra kom fram að mikilvægt væri fyrir landbúnað- inn að þeir fyrirvarar sem ríkis- stjórn íslands setti fram varðandi GATT-viðræðurnar í janúar á síðasta ári næðu fram að ganga. Þar væri meðal annars krafist ákveðinar innflutningsverndar vegna þeirrar sjúkdómahættu sem innflutningur á tilteknum matvælum geti haft í för með sér fyrir búfé og einnig að tollaígildi verði verðtryggð þannig að þau rýrni ekki vegna verðbólguá- hrifa. Egill Jónsson, alþingismaður og formaður landbúnaðarnefnd- ar Alþingis, sagði að miklu skipti á hvern hátt farið yrði með þessi mál á Alþingi. Hingað til hefði innflutningsvald vegna landbún- aðarafurða verið í höndum land- búnaðarráðherra en óráðið væri í hverra höndum það yrði í fram- ■tíðinni. ÞI ón króna lán sem skuldbreytingu vegna lokaáfanga íþróttamið- stöðvar, að sögn Ófeigs Gests- sonar bæjarstjóra á Blönduósi. Bærinn fékk lán í fyrra vegna íþróttamiðstöðvarinnar, á grund- velli áætlunar, en kostnaður við bygginguna fór fram úr áætlun. Hér er ekki um að ræða nýjar skuldbindingar, að sögn Ófeigs, heldur breytingu úr skammtíma- láni í langtímalán. sþ Úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla: Tæpar tvær milljónir til Norðurlands Blönduós: 10 milljóna skuldbreyting vegna lokaálanga íþróttamiðstöðvar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.