Dagur - 25.02.1993, Blaðsíða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Tilboð í póstflutninga í Svarfaðardal
og á Árskógsströnd opnuð í gær:
Gífurlegur munur á
hæsta og lægsta tilboði
Gríðarlegur munur var á
lægsta og hæsta tilboði í póst-
flutninga í Svarfaðardal og á
Árskógsströnd, en tilboð í þá
voru opnuð á Dalvík í gær.
Ellefu tilboð bárust og var það
lægsta 2,726 milljónir, 74% af
Verkalýðsfélagið Vaka
á Siglufirði:
Umræóugrundvelli
að vaktavinnufyrir-
komulagi skotíð
til félagsfimdar
Utgerðar- og fiskverkunarfyr-
irtækið Þormóður rammi á
Siglufirði óskaði í gær eftir því
að gengið yrði frá samningi um
vaktavinnufyrirkomulag í
rækjuverksmiðju félagsins.
Stjórn Vöku skaut þessu máli
til félagsfundar síðdegis í gær
en til þess fundar var allt físk-
vinnslufólk innan vébanda
Vöku boðað og mættu þar um
130 manns.
Hjá Þormóði ramma vinna
um 16 manns við rækjuvinnslu og
sú tala tvöfaldast þegar farið
verður að vinna á vöktum en það
verður varla fyrr en um miðjan
marsmánuð þegar ísfisktogarinn
Stálvík kemur úr fyrstu veiðiferð-
inni á rækju en togarinn fór á
þorskveiðar síðdegis í gær.
Fundurinn samþykkti að fela
stjórninni að ganga til samninga
um vaktavinnufyrirkomulagið en
nokkurrar óánægju gætti hjá
mörgum með þann ramma að
samningi sem lagður var fram
sem umræðugrundvöllur og
hvöttu stjórnina til að ná fram
betri samningum en uppkastið
gæfi tilefni til. GG
3,666 milljóna króna kostnað-
aráætlun Pósts og síma, en það
hæsta var 9,683 milljónir
króna, 264% af kostnaðaráætl-
un. Gert er ráð fyrir að sá sem
samið verður við hefji póst-
dreifíngu á þessu svæði 1. maí
nk. og miðaðist útboðið við
tvö ár frá þeirn degi.
Jón Þórarinsson, Hæringsstöð-
um Svarfaðardal, átti lægsta til-
boðið, 2,726 milljónir króna.
Halldór Gunnlaugsson, Þor-
steinsstöðum Svarfaðardal, var
með næstlægsta tilboðið, 3,643
milljónir króna. Aðrir tilboðs-
gjafar voru: Víkingur Árnason,
Dalvík, 3,698 milljónir, Ingvi
Baldvinsson, Bakka Svarfaðar-
dal, 4,776 milljónir, Ríkarður
Björnsson, Dalvík, 5 milljónir
Ævar og Bóas sf., Dalvík, 5,166
milljónir, Kvistur sf., Dalvík,
5,209 milljónir, Jón Ægir
Jóhannsson, Dalvík, 6491 millj-
ónir, Eiríkur Ágústsson,
Dalvík, 7,6 milljónir, Gunnlaug-
ur Þ. Halldórsson, Brattavöllum
Árskógsströnd, 7,6 milljónir og
Skarphéðinn Pétursson, Hrísum
við Dalvík, 9,683 milljónir.
Að sögn Ársæls Magnússonar,
umdæmisstjóra Pósts og síma,
verður næstu daga farið yfir til-
boðin og í framhaldi af því tekin
ákvörðun um við hvern verður
samið.
Um er að ræða bætta þjónustu
við íbúa á þessu svæði. Til þessa
hefur pósti verið dreift þrisvar í
viku í Svarfaðardal, en frá og
með 1. maí nk. verður honum
dreift fimm sinnum í viku, alla
virka daga. Gert er ráð fyrir að
pósti verði dreift frá Dalvík um
kl. 13 á mánudögum og föstudög-
um, en um kl. 15 á þriðjudögum,
miðvikudögum og fimmtudög-
um.
Ársæll Magnússon sagði að í
framtíðinni kæmi vel til álita að
nýta þessar daglegu ferðir einnig
til vöruflutninga. óþh
Öskudagur á Akureyri. Á innfelldu myndinni má sjá að
hugkvæmni hefur gætt við gerð öskudagsbúninganna.
Myndir: Robyn
Fiskverkun Sæunnar Axels hf. í Ólafsfirði:
Útflutningurinn beinist m.a.
til Brasilíu og ÁstraJíu
Skreið hcfur verið afskipað
vikulega að undanförnu hjá
Sæunni hf. í Ólafsfírði og sl.
föstudag fóru 2 tonn til
Frakklands. Vegna mikils
verðfalls á skreið á Ítalíumark-
aði hefur fyrirtækið Ieitað víða
eftir viðskiptum með fram-
leiðsluna, og hefur skreiðin
m.a. farið til Brasilíu og
Ástralíu auk Frakklands.
Heildarútflutningur á skreið til
Ástralíu var á síðasta ári 15
tonn og verðmæti þess um 11,1
milljón krónur.
Rafmagn til heímilisnota
er ódýrast á Akureyri
- munurinn á verði frá RA og Rarik rúm 20% miðað við
3.500 kWst. ársnotkun
Rafmagn til heimilisnota er
ódýrast á Akureyri, samkvæmt
útreikningum Sambands
íslenskra rafveitna. Gjald fyrir
taxta Al, sem er taxti fyrir
heimili, iðnað, verslanir, skrif-
stofur og skóla svo eitthvað sé
nefnt, er kr. 6,75 á kWst. og er
það sama og í Reykjavík en
hins vegar er svokallað fasta-
gjald lægra á Akureyri, eða kr.
2.920 á ári en kr. 2.926 í
Reykjavík.
Sé gert ráð fyrir að ársnotkun á
meðal íbúð sé 3.500 kWst., kost-
ar sú notkun kaupandann kr.
26.545 á ári á Akureyri en kr.
26.551 í Reykjavík. Munurinn
felst eingöngu í hærra fastagjaldi
í Reykjavík.
Á Húsavík er verð á heimilis-
taxta, svokölluðum A2, kr. 7,96
á kWst. en þar er fastagjaldið á
ári kr. 2.383. Miðað við 3.500
kWst. ársnotkun er rafmagns-
reikningurinn á Húsavík kr.
30.243. Á Sauðárkróki er verð á
heimilistaxta, svokölluðum Bl,
kr. 8,86 á kWst. en þar er ekkert
fastagjald. Miðað við 3.500
kWst. ársnotkun á Sauðárkróki
hljóðar rafmagnsreikningurinn
því upp á kr. 31.010.
Aðrir þéttbýlisstaðir á
Norðurlandi kaupa rafmagn af
Rarik og kostar hver kWst. á
svokölluðum A1 taxta, kr. 8,28
og fastagjaldið á ári kr. 4.395.
Það kostar því notanda með
3.500 kWst. ársnoktun kr. 33.375
að kaupa rafmagn af Rarik. Það
er því um 20% ódýrara að kaupa
rafmagnið af Rafveitu Akureyrar
en Rarik, sé miðað við 3.500
kWst. ársnotkun og taxta Al. Sé
notkunin minni, er verðmunur-
inn enn meiri. Sjá nánar töflu á
bls 2. -KK
Sæunn Axelsdóttir segist hafa
fengið ágætis verð fyrir skreiðina
með því að leita eftir markaði
fyrir hana t.d. í Frakklandi,
Bandaríkjunum og Ástralíu en
verðhrunið á Ítalíu segir hún
stafa af offramboði frá Norð-
mönnum og eins hafi þeir verið
að bjóða verðið niður hver fyrir
öðrum og þá sé erfitt og jafnvel
vonlaust fyrir íslendinga að vera
með hærra verð á sama markaði.
í haust átti fyrirtækið um 48 tonn
af góðri skreið sem táknar að
hengt hafi verið upp í hjalla um
260 tonn af fiski en skreiðin er
um 18% af þyngd fisksins þegar
hann er hengdur ferskur upp í
hjalla. í dag á fyrirtækið enn
óseld um 20 tonn af skreið.
Reiknað er með að byrja að
hengja upp í hjalla um miðjan
marsmánuð ef veðurfar leyfir, en
aðallega eru það frosthörkur sem
standa í vegi fyrir því. Lítið var
hengt upp af skreið á Norðurl-
andi á sl. ári vegna verðhrunsins
á Ítalíumarkaðnum, en þó mun
Bliki hf. á Dalvík hafa verkað
nokkuð af skreið sem öll fór á
Bandaríkj amarkað.
Sæunn segir að með vissu ára
millibili fari verðið á þessari
framleiðslu niður en komi upp
aftur þannig að það ætti ekki að
koma neinum á óvart sem fylgst
hafi með þróuninni í verðlagn-
ingunni á skreið á undanförnum
árum.
Á síðasta ári voru flutt út 421
tonn af skreið til 13 landa og fór
mest til Nígeríu, eða 267 tonn að
verðmæti 48,2 milljónir króna.
Næst koma Bandaríkin með 47
tonn að verðmæti 27,9 milljónir,
Ítalía með 36 tonn að verðmæti
24,5 milljónir, Bretland með 16
tonn að verðmæti 7,6 milljónir og
til Ástralíu fóru 15 tonn að verð-
mæti 11,1 milljón króna sem
jafnframt er hæsta meðalverð
þeirra fimm landa sem mestur
útflutningur var til, eða 740 kr./
kg. Næst komu svo Ítalía með
680 kr./kg og Bandaríkin með
594 kr./kg. Hæsta verðið fékkst
hins vegar fyrir skreið sem flutt
var til Brasilíu, eða 1051 kr./kg
en þangað fór aðeins eitt tonn
svo það eru varla marktækar
tölur. Það sama má segja um
Frakkland, en þangað fóru 1,2
tonn og meðalverð 945 kr./kg.
GG
Vísitala byggingar-
kostnaðar:
Hækkar um 2%
milli mánaða
Hagstofan hefur reiknað vísi-
tölu byggingarkostnaðar eftir
verðlagi um miðjan febrúar
1993. Reyndist hún vera 190,2
stig og hækkar um 0,2% frá
janúar sl. Þessi vísitala gildir
fyrir mars 1993. Samsvarandi
vísitala miðuð við eldri grunn
er 608 stig.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitalan hækkað um 1,7%. Síð-
ustu þrjá mánuði hefur vísitala
byggingarkostnaðar hækkað um
0,5% og samsvarar það um 2,1%
hækkun á ári.