Dagur - 25.02.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 25.02.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 25. febrúar 1993 íþróttaskóli fyrir þau yngstu á Húsavík: „Stelpumar skara framúr“ - segir Guðrún Kristinsdóttir um fyrstu nemendurna Hjónin Guðrún Kristinsdóttir og Ingólfur Freysson. Hjónin Guðrún Kristinsdóttir og Ingólfur Freysson, íþrótta- kennarar á Húsavík, starf- rækja íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 4-6 ára. Guðrún byrjaði með fyrsta vísi að skólanum 1987 og var þá með sex ára stelpur sem hún segir að greinilega hafi haft gott af þjálfuninni og séu bæði sterkar og liðugar í dag. Það var heilmikið fjör í Höllinni er Dagur leit þar við og heimsótti unga fólkið í tíma, það var príl- að og hoppað hring eftir hring í áhöldunum og unga fólkið var ánægt eins og sjá má á myndunum. „Þátttaka hefur verið mjög góð og börnin mæta í tíma tvisvar í viku. Þetta eru duglegir krakkar. Þau fara í svona áhaldahring og leiki og æfingar. Tilgangurinn er að börnin fái góða hreyfingu og þetta eflir hreyfiþroskann hjá þeim. Ég sé mikinn mun á þeim frá hausti og fram á vor. Það sem þau voru skíthrædd við að gera á haustin leika þau sér að á vorin,“ segir Guðrún. - Nú er mikil umræða í þjóð- félaginu um að börn fái ekki næga hreyfingu. „Við höfum ekki orðið mikið vör við þetta hér á Húsavík, en samt höfum við orðið þess vör. Við sjáum tilfelli þar sem börn hafa greinilega ekki verið nógu mikið að leika sér. Hreyfingarnar eru það stirðar að þau hafa ekki verið mikið úti. íþróttaskólinn er ein leið til að laga þetta. Þau leika sér t.d. með bolta hérna.“ - Er fullseint að börn fari að stunda leikfimi á skólaaldri? „Þetta er ein leiðin til að berj- ast á móti hreyfingarleysinu. í Reykjavík er farið að koma þess- um þætti inn í leikskólana, reyna að breyta róluvöllunum sem eru jsvo litlir að þar er ekkert svæði til að hlaupa og hamast á. Þar hafa bara verið rólur og sandkassar þar sem börnin sitja mikið kjur. Þetta er þó ekki eins mikið vandamál hjá okkur og fyrir sunnan." - Koma sömu nemendurnir ár ’eftir ár í skólanum? „Litlu krakkarnir eru svona tvö ár í íþróttskólanum og annað hvort fara þau í fótboltann, eða áfram í fimleikana. íþróttaskól- inn er undirstaða og ég er farin að sjá árangur. Stelpur sem hafa verið hjá mér síðan ’87 skara framúr, eru sterkar og liðugar. Þær skara ekkert síður fram úr í handbolta og fótbolta heldur en í fimleikum. Þetta er alhliða góð undirstaða. Þetta eflir hreyfi- þroskann og samhæfinguna og krakkarnir læra leikreglur, hvað má og hvað ekki. Krakkarnir herðast á að glíma við þetta. Hugmyndaflugið er óheft og ég man eftir ungri dömu sem sat á bolta með húllahring og sagðist vera að prjóna ullarsokk. Það veltur margt skemmtilegt upp úr þeim. Krakkar þyrftu að fara í gegn um svona þjálfun áður en þau velja sér ákveðna grein, þá rokka þau síður milli greina og vita betur hvað þau langar að æfa.“ IM Stelpurnar eru liðugar og sterkar. Hólmavík: Grunnskólaböm fá endurskinsborða Fyrir skömmu gaf Lionsklúbbur- inn á Hólmavík öllum grunn- skólabörnum á aldrinum 6-10 ára endurskinsborða. Ætlunin er að í framtíðinni fái 6 ára börn borða er þau hefja skólagöngu. í vetur verður keppni á milli bekkja þannig að sá bekkur, sem duglegastur er að mæta með borða eina vikuna, fær Bart Simpson til sín vikuna á eftir í viðurkenningarskyni. .Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Benedikt Grímsson, full- trúi Lionsklúbbsins og Höskuld- ur Erlingsson, lögregluvarðstjóri, afhentu 1. bekk grunnskólans og kennara hans, Hrafnhildi Guð- björnsdóttur, borðana. AMV, Hólmavík. Húsavík: Hljómsveitin Curse í hæfileikakeppni Hljómsveitin Curse á Húsavík hyggst taka þátt í Músíktil- raunum í vor. „Við spilum dauðarokk," sögðu meðlimir hljómsveitarinn- ar með mikilli áherslu, er þeir komu við á skrifstofu Dags á dögunum og voru spurðir hvort þetta væri þungarokkshljóm- sveit. Hljómsveitina skipa fimm piltar úr efstu bekkjum Borgar- hólsskóla. Þeir eru kallaðir: Fribbi, Stjáni, Siggi, Böddi og Óskar. Þeir hófu æfingar í haust og hafa spilað á tónleikum, og svo vona þeir að þeim gangi vel í þessari hæfileikakeppni Tóna- bæjar. IM Drangur var 74 rúmlestir byggður í Noregi árið 1902. Mynd: gk „Og alltaf tók Siglu- flörður undir kveðjur Póstbátsins Drangs“ - segir módelsmiðurinn Grímur Karlsson Módel það sem gefur að líta á myndinni er af Drang gamla, sem var byggður úr stáli í Noregi árið 1902. Hagleiks- maður sá er smíðaði módelið er Grímur Karlsson frá Siglu- firði, nú búsettur í Njarðvík. Póstbáturinn Drangur var 74 rúmlestir. Hann var í ferðum til fjölda ára um Eyjafjarðarsvæðið, Tröllaskagahafnir og Grímsey. Módelsmiðurinn Grímur, sem var skipstjóri til fjölda ára, segir að dugnaður Drangs og áhafnar hafi verið hreint ótrúlegur. „Póst- báturinn sleppti helst aldrei ferð vegna veðurs og hlekktist samt aldrei á að ég best veit. Þegar Drangur kom til Siglufjarðar, þar sem ég átti heima, öskraði hann alltaf í miðjum firðinum með sinni einstöku flautu og alltaf tók Siglufjörður undir kveðju skips- ins og bauð það velkomið með bergmáli fjallanna. Stundum þegar Drangur kom til Siglu- fjarðar í vondum veðrum var því hvíslað, að ýmis botngróður og jafnvel smá möl hefði verið á þil- fari. Þá hlýtur fjarðarkjafturinn að hafa verið hálf ófær, en alltaf slapp Drangur. Drangur þjónaði Norðlending- um vel og lengi. í dag ber skrokk- urinn uppi bryggjudekkið í höfn fyrir smábáta á Akureyri. Segja má að Drangur sé eftir mætti ennþá í sinni heimabyggð, nú á tíræðisaldri. Mér er það alltaf jafn mikil ánægja, þegar ég á leið um Akureyri, að gera smá stans og ganga út á bryggjuna til að líta niður um rifurnar á útlínur þessa einstaka skips, sem ég ferðaðist svo oft með sem drengur," segir hagleiksmaðurinn Grímur Karls- son í Njarðvík. ój 00 Reykingar á . meögöngu J ógna heil- brigöi móður og barns. LANDLÆKNIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.