Dagur - 27.02.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 27. febrúar 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 • SlMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
(íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRlMSDÓTTIR
(Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON. UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Frjálshyggjan og
fordœmið
Þegar Bill Clinton bauð sig
fram til forseta í Bandaríkjun-
um voru nýjar áherslur í
efnahagsmálum hans aðal-
tromp. Það tromp nægði hon-
um til þess að komast alla
leið í forsetastólinn. Hinn nýi
forseti hefur lýst því yfir að
meginviðfangsefnið á efna-
hagssviðinu sé að minnka
ríkissjóðshallann, sem hefur
verið geigvænlegur um langt
árabil. Bill Clinton hefur þar
með viðurkennt, fyrstur
Bandaríkjaforseta, að skulda-
söfnun bandarísku þjóðar-
innar geti ekki haldið áfram
að aukast að eilífu.
Aðferðin, sem Bill Clinton
hyggst beita til að vinna bug
á halla ríkissjóðs, hefur vakið
verðskuldaða athygli um all-
an heim. Hún felst í því að
dreifa byrðunum réttlátlegar
en gert hefur verið til þessa.
Skattar þeirra lægstlaunuðu
hækka ekkert en þeir sem
betur mega sín verða að
borga mun meira til sam-
neyslunnar en þeir hafa gert
til þessa. Skattahækkunin
nær til fólks með meðaltekjur
og þaðan af hærri og er hlut-
fallslega mest í efstu þrepum
tekjustigans. Þessi aðferð,
sem oftast er kennd við jöfn-
uð og félagshyggju, er alveg
ný af nálinni í landi frjáls-
hyggjunnar. Reyndar eru
efnahagsaðgerðir Clintons
enn ein staðfestingin á því að
hin harða frjálshyggja, sem
tröllriðið hefur hinum vest-
ræna heimi síðustu ár, er á
undanhaldi. Frjálshyggjan
hefur ekki reynst vel í fram-
kvæmd því hún hefur skapað
fleiri og stærri vandamál en
hún hefur náð að leysa. Hún
hefur m.a. stuðlað að mis-
skiptingu þjóðarauðsins og
vaxandi atvinnuleysi. Alvar-
legustu afleiðingarnar eru
óhugnanleg og illviðráðanleg
vandamál af félagslegum
toga.
Fyrirfram hefði mátt ætla
að lífskjarajöfnun af þessu
tagi skapaði úlfúð í því landi,
sem hingað til hefur verið
„Fyrirheitna landið" í augum
frjálshyggjumanna. Annað
hefur þó komið á daginn.
Mikill meirihluti bandarísku
þjóðarinnar hefur lýst stuðn-
ingi sínum við efnahags-
aðgerðir Bills Clintons. Sjö af
hverjum tíu telja þær sann-
gjarnar og hafa trú á að þær
beri tilætlaðan árangur. Þar
með er ljóst að bandaríska
þjóðin hefur fengið sig full-
sadda á boðskap frjáls-
hyggjupostulanna. Meiri-
hluti hennar vill að lífskjörin
verði jöfnuð; að billið milli
ríkra og snauðra minnki.
Óskandi er að ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar taki Bill
Clinton sér til fyrirmyndar
við stjórn efnahagsmála.
Núverandi ríkisstjórn hefur
ekki haft lífskjarajöfnun að
leiðarljósi til þessa. Hana
hefur skort bæði kjark og
vilja til að skattleggja þá sér-
staklega sem mest bera úr
býtum. Þess í stað hefur hún
margoft ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur. Af
þeim sökum nýtur ríkis-
stjórnin ekki trausts þjóðar
sinnar. Vilji hún öðlast það á
ný, verður hún að snúa við
blaðinu og fylgja fordæmi
hins nýja forseta Bandaríkj-
anna. BB.
Öskudagurinn vekur upp
minningar, þó ekki mjög
skýrar. Ég man vel eftir heitu
pylsunum sem viö fengum heilu
knippin af á Kjötiðnaðarstöð-
inni. Pær brögðuðust vel í kuld-
anum. Pað var á þeim árum
þegar Akureyringar borðuðu
KEA-pylsur með Vals-tómat-
sósu, stútfullri af stórhættuleg-
um litarefnum eins og pylsurnar
reyndar líka. Heimsókn í Lindu
var einnig góð búbót man ég og
eins og nú tíðkast kjagaði liðið
um með hvítan hveitisekk og
safnaði sælgæti. Liðið var fjöl-
mennt og kannski ekki mikið til
skiptanna, miðað við kröfurnar
í dag, en samt höfðum við
aldrei séð þvflík kynstur af
sælgæti.
Ég var í klippingu hjá Eyva
um daginn og hann var að
ganga frá sælgætispöntun fyrir
öskudaginn. Eyvi kom með
skynsamlega athugasemd. Það
er varla réttlátt að láta hvert lið
fá einn poka með blönduðu
sælgæti því það geta verið 3-13 í
liði og þróunin hefur verið sú að
flest öskudagslið eru orðin
fámenn svo krakkamir fái
meira sælgæti í sinn hlut. Eyvi
ætlaði að fara aðra leið, nefni-
lega að gefa hverjum og einum í
liðunum eitthvað gott, t.d.
Lindu-buff eða kúlur í poka,
svo allir fengju jafnt. Góð
hugmynd.
Kitiandi að vera
óþekkjanlegur
Pegar við slógum köttinn úr
tunnunni datt dauður hrafn úr
henni. Það var ekki mjög
geðslegt. Annars var þetta hinn
skemmtilegasti dagur og mikið
sungið og æft mörg kvöld áður
en stóra stundin rann uþp. Við
fórum náttúrlega ekkert í bún-
inga sem höfðu verið keyptir
dýrum dómum í verslunum
heldur moðuðum úr því sem til
var með dyggri aðstoð mæðra
og annarra ættingja. Kúreka- og
indíánabúningar voru vinsæl-
astir. Við vorum allir fúlskeggj-
aðir og voru þá notaðir kork-
tappar sem kveikt hafði verið í
og svertunni makað á andlitið.
Grímurnar voru oft heimatil-
búnar. Flestir áttu hatta og
byssur og margir bjuggu til
boga, örvar og sverð.
Ég man eftir þeirri einstöku
tilfinningu sem greip mig þegar
ég uppgötvaði fyrst að ég væri
óþekkjanlegur. Petta var nánast
eins og að vera ósýnilegur. Þá
var ég klæddur í stelpuföt, með
hárkollu og lítinn gítar. Ég
rakst á tiltekinn ættingja niðri í
Hafnarstræti og heilsaði en ætt-
inginn rak upp stór augu og
kannaðist ekkert við stelpuna.
Mér fannst þetta mjög sláandi
og stundi upp hvaða piitur
Ieyndist á bak við gerfið, en
þegar ég áttaði mig á þessu
fannst mér afskaplega spenn-
andi að geta hitt fólk sem ég
þekkti án þess að það þekkti
mig. Það kom sér líka vel þegar
ég var að hengja öskudagspoka
á fólk.
Við erum öll að Ieika
Allt frá því á öskudagsárunum
hefur mér þótt kitlandi að vera
annar en ég er, þ.e. að leika,
bregða mér í gerfí. Eitthvað lék
maður í skóla og nú á seinni
árum á árshátíðum en mest hef-
ur maður sjálfsagt leikið í dag-
lega lífinu. Þær stundir koma
oft upp að nauðsynlegt er að
setja upp grímu og jafnvel
brynja sig með einhverjum
ráðum.
Við erum öll að leika daginn
út og daginn inn. Guðmundur
mætir Jóni á götu. „Hvað seg-
irðu?“ spyr Guðmundur. „Allt
gott,“ segir Jón þótt líf hans sé
nánast í rúst. Þannig svörum við
almennum kveðjum og spurn-
ingum um líðan og ástand, enda
kæmi sjálfsagt svipur á spyrj-
andann ef maður myndi ekki
segja „allt gott“ og færi að rekja
vandamál sín fyrir honum úti á
götu.
Um skeið, reyndar alllangt
skeið, skrifaði ég pistla undir
dulnefninu Hallfreður Örgum-
leiðason. Ég bjó sum sé til
persónu og fjölskyldu í kringum
hana og ýmis ævintýri sem upp
komu í daglega lffinu. Vissu-
lega notaði ég ýmislegt sem ég
hafði sjálfur lent í og fjölskyldu-
aðstæðurnar voru oft keimlíkar.
En þetta var ekki ég, heldur
uppdiktuð persóna, og þess
vegna gat ég leyft mér að láta
Hallfreð hafa skoðanir á hinum
og þessum málum og slá um sig
með háði og kerskni. Þetta er
erfiðara að gera undir réttu
nafni því spaug og sleggjudóm-
ar sem settir eru fram eru oft-
lega túlkaðir sem skoðanir
höfundar. Ekki síst í þröngu,
lokuðu og fordómafullu sam-
félagi.
Eins og hvert annað
þroskaskeið
Ég minntist á vopnaburð f ösku-
dagsliðunum í gamla daga. Já,
auðvitað voru strákarnir alltaf í
stöðugum bardaga. Ef ég væri
Hallfreður núna gæti ég snúið
út úr friðarumræðum fóstra og
afvopnunarátaki á heimilunum
í léttum dúr, en þar sem ég er
ég sjálfur og þar að auki kvænt-
ur fóstru eru hendur mínar
bundnar og tungan í bráðri
hættu. En þetta er raunar alveg
furðulegt að um leið og strákar
eru farnir að geta sett Lego-
kubba saman eru þeir farnir að
búa til byssu og segja pang,
pang. Ég veit ekki hvort þessi
árátta er okkur eðlislæg.
Við vorum oft í tindátaleik og
byssuleik. Sumir hafa ekki enn
vaxið upp úr þessu og skjóta nú
fugla og ýmis kvikindi á sjó og
landi. Við hinir gengum í gegn-
um þetta tímabil eins og hvert
annað þroskaskeið. Og það var
ekki allt keypt hjá Sigga
Gúmm, þótt vissulega þyrfti
maður að leita þangað eftir
kúrekahöttum, byssum og
hvellhettum. Við vorum mjög
iðnir við að búa til sverð, skildi,
boga og örvar og sfðan var bar-
ist og legið yfír hernaðaráætlun-
um á skuggsælum haustkvöld-
um. Yfirleitt var allt í góðu og
fáir hlutu sár. Petta var spenn-
andi og skemmtilegt en að sjálf-
sögðu vil ég ekki hvetja börn til
að bera vopn eða heimilin til að
vfgbúast. Best væri ef friðar-
umræðan yrði svo sterk að
tvegga ára pöttum dytti ekki í
hug að búa til byssu úr Lego-
. kubbum því þeir hefðu aidrei
séð slíkt vopn. Þá held ég að
markmiðinu sé náð.