Dagur - 27.02.1993, Side 11
E
Laugardagur 27. febrúar 1993 - DAGUR - 11
|Bl|B8| Norræna
Ba félagið
Aðalfundur Norræna félagsins, Akureyrardeild-
ar, verður haldinn miðvikudaginn 3. mars kl.
20.30 að Bjargi, Bugðusíðu 1 (Sjálfsbjörg).
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
hefst
mánudaginn 1. mars
ÍDA
Brekkugötu 5
Sími 24991
Foss í klakaböndum séður úr fjarlægðinni
- klakahöll - tákn um kulda. I frosnum fossinum
eru súlur - suðrænar - andstæður hinnar hrjúfu og
köldu ímynd norðursins. Andstæðir straumar
mynda þannig Súlnaberg Önnu G. Torfadóttur,
myndverkið eins og það kemur fram á sýningu
hennar á samnefndu kaffihúsi í miðbæ Akureyrar.
Sýning Önnu er liður í sýningaröð sem
Menningarsamtök Norðlendinga, MENOR,
standa fyrir á Súlnabergi „Teríunni“
og í húsakynnum Byggðastofnunar við Geislagötu
á Akureyri.
Þær myndir sem Anna sýnir á
Súlnabergi eru sérstaklegar unn-
ar fyrir þessa sýningu og er
myndin Súlnaberg ákveðið tákn
sem felur nafn sýningarstaðar-
inns í sér - í einskonar forystu-
hlutverki annarra verka. Við
myndsköpun sína beitir Anna
tækni sem hún kvaðst ekki hafa
notað áður - „ljósmyndacollage"
sem hún vinnur úr eigin ljós-
myndum. Hún stækkar ljós-
myndirnar, sumar allt að 200
an yfir kaffibolla á Súlnabergi nú
í vikunni.
Maður í ham og
máttarstólparnir
Anna sýnir níu myndir á Súlna-
bergi og 10 myndir í Byggða-
stofnun. Uppistaða þeirra mynda
eru litlar myndir - unnar með
svonefndri blindþrykkstækni en
auk þeirra sýnir hún einnig tvær
stórar teikningar. í myndinni „í
ham“, sem er eitt stærsta mynd-
í ham - á norðurvegg Súlnabergs.
Alþýðubandalagið
boðar til almennra
stjórnmálafunda
í Norður-Þingeyjarsýslu
og á Húsavík:
Kópaskeri sunnudaginn 28. febrúar kl. 20.30 í Öxi.
Raufarhöfn mánudaginn 1. mars kl. 20.30 í félags-
heimilinu.
Þórshöfn þriðjudaginn 2. mars kl. 20.30 í félags-
heimilinu.
Húsavík miðvikudaginn 3. mars kl. 20.30 í fundarsal
verkalýðsfélaganna.
Alþingismennirnir Kristinn H. Gunnarsson og Stein-
grímur J. Sigfússon mæta á fundina á Kópaskeri og
Raufarhöfn en Svavar Gestsson og Steingrímur J.
Sigfússon á Þórshöfn og Húsavík.
★ Allir velkomnir.
Alþýðubandalagið.
Heimur andstæðna
- á klippimynda „collage“ sýningu í Súlnabergi og
Byggðastofnun á Akureyri
Anna G. Torfadóttir, myndlistarmaður við verk sitt Súlnaberg.
prósent áður en hún klippir þær
og raðar saman þannig að þær
mynda eina heild. Anna notar
síðan málningu til að skapa hinn
endanlega myndflöt og framkalla
þannig þau blæbrigði og áherslur
sem hún vill ná fram.
Suðrænt kaffihús á
Súlnabergi
í einni mynda hennar má sjá
kaffihús, er gæti verið einhvcjrs
'staðar í Suður-Evrópu. Gestir
sitja á gangstéttinni í hinni
suðrænu sól og borða ávexti eða
gæða sér á kir eða Capucino. Líf-
legir litirnir og gömul kaffikann-
an fyrir miðri mynd ná í samein-
ingu að mynda þennan suðræna
blæ götukaffihússins þrátt fyrir
að grunnur myndefnisins sé allur
fenginn hér norður á hinu kalda
Fróni og hafi áður borið fyrir
linsu myndavélar listamannsins.
Fékk hugmyndina að
myndunum eftir að hafa
skoðað sýningarsvæðið
Anna kvaðst hafa fengið hug-
myndina að þessari myndsmíð
þegar henni hafi boðist að sýna á
Súlnabergi. Veggflöturinn hafi
gefið færi á þessari stærð, sem
nýtist illa til að sýna grafíkmyndir
sem hún hafi einkum unnið við
að undanförnu. „Ég fór að hugsa
um á hvern hátt ég gæti nýtt þetta
pláss og þá varð hugmyndin að
myndunum til. Ég hafði oft velt
því fyrir mér á hvern hátt ég gæti
notað ljósmyndasafnið mitt við
myndsköpun og nú sá ég að tæki-
færið var komið,“ sagði listakon-
verkið á sýningunni og prýðir
norðurvegg Súlnabergs bregður
fyrir sex myndum af manni -
manni í ham - undir mismunandi
tilbrigðum birtu og lita. Hver
hluti myndarinnar er ákveðið
myndskeið þar sem litirnir skapa
umgjörð um viðkomandi persónu.
Á einu myndskeiðinu er einstakl-
ingurinn undir vökulu augnaráði
sem brýst fram úr litrófinu og við
það lítur hann upp og í átt til
áhorfandans. Á annarri mynd
sem Anna kallar „Á vegum
bæjarins" sitja máttarstólparnir í
kringum borð og ráða ráðum sín-
um varðaðir af brunahönum sem
geta táknað bæjarfélagið í heild
sinni.
Heimur andstæðna -
tilraun sem hefur heppnast
Með sýningunni á Súlnabergi og í
Byggðastofnun hefur Anna G.
Torfadóttir sýnt á sér nýja hlið
sem myndlistarmaður. Hún hefur
sótt efni í þá smiðju sem áhuga-
ljósmyndaranum áskotnast á leið
sinni og unnið úr því myndefni er
leiðir áhorfandann inn í nýjan
heim. Heim andstæðna sem hún
teflir fram með djarflegum hætti.
Hinar heitu súlur við kaldan
Svartafoss eða gömul kaffikanna
úr aflögðu búi á íslandi - allt í
einu er orðin miðpunktur suð-
rænnar stemmningar. Eða kaldir
brunahanar sem tákn bæjarfélags
og umgjörð umhverfis þá sem
menn í stólum sitja og ráðum
ráða. Þessi tilraun Önnu G.
Torfadóttur hefur heppnast og
forvitnilegt verður að sjá hvernig
henni tekst til haldi hún áfram á
þessari braut myndlistarinnar.
ÞI
Á suðrænu kaffihúsi - hvar annars staðar?