Dagur - 27.02.1993, Side 22
22 - DAGUR - Laugardagur 27. febrúar 1993
Popp
Magnús Geir Guðmundsson
Saigon Kick nýtur nú mikilla vinsælda með ballöðunni Love is on the way og
virðist líkleg til frekari afreka í framtíðinni.
Saigon Kick:
Ekki við eina
fjölina felldir
Á sínum tíma uppgötvaði Jon
Bon Jovi Skid Row er hann eitt
kvöldið rambaði inn í klúbb í New
Jersey. Kom hann þeim á
framfæri við Atlantic útgáfuna,
sem snarlega gerði samning við
hljómsveitina. Framhaldið
þekkja svo flestir og er Skid Row
í dag eitt stærsta nafnið í
ameríksku rokki.
Það má því með nokkrum
sanni segja að sagan hafi endur-
Velvet Underground byrjar að öllum líkindum starfsemi á ný. Hér er hljómsveitin ásamt Nico.
Velvet Underground endurreist
Endurlífgun fornfrægra hljóm-
sveita tíðkast nú sem aldrei fyrr
og virðist sem sú iðkun sé nánast
eins og tíska. Eru það helst stóru
útgáfufyrirtækin sem hvetja til
þessarar endurnýjunar lifdaga
og bera þau ómælt fó í viðkom-
andi í því skyni.
Hefur áður verið sagt frá því
hér á Poppsíðu að líkur sóu á að
Bítlarnir þrír, sem enn lifa, komi
saman á ný á árinu og nú berast
fregnir af því að ein helsta og
áhrifamesta nýbylgjurokksveit
Bandaríkjanna, The Velvet
Underground, muni e.t.v. hefja
störf á ný eftir langt hlé.
Komust sögusagnir um endur-
reisn fyrst á kreik er fréttist að
Polygram útgáfan hefði i hyggju
að gefa út tvö kassasöfn með
verkum Velvet Underground.
Annars vegar með þremur fyrstu
plötum hljómsveitarinnar The
Velvet Underground And Nico,
Whitle Light, White Hear og The
Velvet Underground og hins
vegar með ýmsum áður
ólöglega útgefnum (bootlegs)
tónleikaupptökum á þremur
geislaplötum.
Staðfesti bassaleikari og víólu-
leikari VU, John Cale, fyrir
nokkru að sögusagnirnar væru á
rökum reistar og að hann ásamt
hinum þremur upprunalegu
meðlimum sveitarinnar, Lou
Reed, Sterling Morrison og Moe
Tucker, væri að íhuga að byrja
aftur.
Segir Cale að ef æfingar sem
nú standa yfir skili aftur gamla
andanum, sem var í Velvet
Underground hér áður fyrr, muni
þau fjögur vera til alls líkleg. Þá
spila peningar líka sinn þátt í'
leiknum að sögn Cale.'
Auk þessara fregna um endur-
komu VU hefur heyrst að fyrrum
meðlimum poppsveitarinnar
frægu, Roxy Music, hafi verið
boðnar vænarfúlgurtil að byrja á
ný. Er ekki vitað hvort svo verður,
en Ijóst að hljómborðsleikarinn
og upptökustjórinn frægi, Brian
Eno, verður ekki með.
tekið sig i tilfelli hljómsveitarinnar
Saigon Kick frá Miami í Florida,
því það voru meðlimir Skid Row
sem komu henni á framfæri við
sömu útgáfu, nokkrum árstíðum
eftir að Jon Bon Jovi gerði hið
sama fyrir þá.
Það þarf ekki að tíunda að
þessa dagana nýtur Saigon Kick
mikilla vinsælda með laginu Love
is on the way, sem er að finna á
annarri plötu hljómsveitarinnar,
The Lizard, er kom út á miðju
síðasta ári. Gæti þvf allt eins ver-
ið að hún sé nú á sömu leið til
frægðar og Skid Row, þótt að
ekki sé mikið meira sameiginlegt
með þeim.
Eins og fyrr segir kemur
Saigon Kick frá Miami á Florida
og voru það þeir Jason Bieler,
gítarleikari, og Matt Kramer,
söngvari, sem stofnuðu hljóm-
sveitina kringum 1986.
Fyrsta eina og hálfa árið komu
félagar þeirra Bielers og Kramers
og fóru í hljómsveitinni þannig að
losarabragur var á henni. Var
tónlistin sömuleiðis á óræðum
nótum þetta tímabil og lítil
stefnumótun í gangi vegna
mannabreytinganna. En með til-
komu Tom DeFile bassaleikara
og Phil Varone trommuleikara
small hljómsveitin hins vegar
saman í heillega mynd og hefur
hún nú verið þannig skipuð í um
fjögur ár.
Með miklum dugnaði við
tónleikahald víðsvegar um
Florida náði Saigon Kick fljótlega
vinsældum í fylkinu og var orðin
ein sú vinsælasta þar er
félagarnir í Skid Row komu þeim
á framfæri árið 1990.
Fyrsta platan, sem einfaldlega
nefndist Saigon Kick, kom svo út
1991 og fékk hinar ágætustu
móttökur sem byrjendaverk.
Endurspeglaði hún vel hina fjöl-
breyttu áhrifavalda hljómsveitar-
innar (sérstaklega Bielers sem
þá sem nú bar hitann og þung-
ann af lagasmíðunum), en þeir
eru allt frá Bítlunum og Prince til
Jane’s Addiction og Metallica.
Hefði slík blanda einhvern
tímann þótt heldur þunnur
þrettándi og sundurlaus, en
aldeilis ekki í tilfelli Saigon Kick.
Hinn fjölskrúðugi lagagarður þótti
nefnilega vel heppnaður í heild
og hljómaði að margra mati sem
á vissan hátt nýr og ferskur.
Það sama er svo upp á
teningnum á The Lizard, með
ekki síðri árangri að máti gagn-
rýnenda en á fyrstu plötunni,
jafnvel betri. Það er þó hætt við
að flestum þeim sem fallið hafa
fyrir Love is on the way, líki ekki
alls kostar við annað efni
plötunnar, því Saigon Kick er
fyrst og fremst kraftmikil rokk-
sveit, þrátt fyrir fjölbreytt áhrif í
tónlistarsköpuninni. Það ætti þó
alls ekki að fæla neinn frá því að
kaupa plötuna því aldrei er að
vita nema að aðrar hliðar Saigon
Kick en sú Ijúfa heilli líka.
Er frekar til marks um fjöl-
breytnina hið makalausa lag
Chanel, bráðgrípandi sveiflu-
slagari, sem algjörlega er á skjön
við annað á plötunni, en merki-
legt nokk, venst bara vel með
rokkinu.
Saigon Kick er þó eins og áður
segir númer eitt rokkhljómsveit,
en við eina fjölina er hún ekki
felld og það gerir hana meir
athyglisverða en ella hefði verið.
EvrovisiorT*
Jæja þá erum við ísalandsbúar
búnir að velja okkur áttunda
framlag í Evrópusöngvakeppn-
ina æruverðugu, sem fram fer á
írlandi í maí næstkomandi. Eins
og sjálfsagt allir vita var það Jón
Kjell sem bar sigur úr býtum með
laginu Þá veistu svarið í flutningi
Ingibjargar „Veggfóðursskvísu"
Stefánsdóttur, en hann vann líka
í keppninni um Landslagið hér á
eyri Akurs í fyrra.
Það var aldrei ætlunin hjá mér
að fara að fjasa eitthvað um
þessa blessuðu keppni nú frekar
en áður, en eftir að hafa setið við
imbann um síöustu helgi líkt og
flestir aðrir Frónbúar get ég bara
ekki stillt mig. Eins og aðrir
(allavega flestir aðrir) hef ég
almennt verið jákvæður í garð
keppninnar og viðurkennt að til-
vist hennar er nauðsynleg. Þið;
vitið, gefur nýjum höfundum
tækifæri á að koma sér á fram-
færi og nýjum söngvurum líka,
sameinar þjóðina, hvorki meira
né minna o.s.frv. En fyrr má nú
aldeilis fyrrvera.
Mikið óskaplega, voðalega,
hrikalega var þetta nú lélegt og
leiðinlegt og hefur þó keppnin
ekki verið burðug hin seinni ár.
Hef ég alla vikuna verið að klóra
mér í kollinum yfir keppninni og
spurt sjálfan mig hvað aðstand-
endur hennar séu eiginlega að
hugsa með að halda hana.
Jú, vissulega var Katla María
krúttleg og fín í keppninni og Júlli
„Logan" vel „nettur" að vanda
auk þess sem smálíf var i lögum
Ingunnar og Tómasar (kannski
norðlensk hlutdrægni í mér þar),
Jón Kjell bæði sigurvegari í Lands-
laginu og Evróvisíon.
en að öðru leyti allt eitthvað svo
þreytt og misheppnað. Verst af
öllu slæmu fannst mér hið „eld-
hressa" Hopp abla ha lag hans
Ómars. Mætti ég frekar biðja um
húbba húlla ísraelsmanna fimm-
tíu sinnum á dag en þessi ósköp
einu sinni. Æ, æ, voðalega er
þetta eitthvað dapurt.
Til að bæta gráu ofan á svart
voru svo tæknimálin líka i ólagi í
útsendingunni. Ætli tækni-
mönnunum hafi ekki bara leiðst
eins og mér og sofnað á verðin-
um.
Kynnir keppninnar hinn hátíð-
legi Steinn Ármann Magnússon
fær þó sérstakt hrós fyrir að vera
eins ólíkur sjálfun sér og hugsast
gat, þannig að enginn þekkti
hann til að byrjað með.
Að lokum vonar maður þrátt
fyrir allt að sigurlaginu gangi vel
á írlandi, en betur má ef duga
skal er ég hræddur um.