Dagur - 27.02.1993, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 27. febrúar 1993
hlutina
lesið þriggja binda verk Her-
bjargar Wassmo. „Ég man að við
pældum alveg óskaplega í Her-
björgu Wassmo, þessum þremur
bókum hennar. Við höfum tekið
nokkra kvenhöfunda fyrir“, segir
Aðalheiður og nefnir Fay Weldon
auk þeirra Lessing og Wassmo og
Jakobínu Sigurðardóttur af
íslenskum höfundum. Þær segj-
ast báðar vera miklir aðdáendur
Doris Lessing og Aðalheiður
kveðst einnig halda mikið upp á
Iris Murdoch. Við skeggræddum
bækur Doris Lessing um stund.
„Hún skrifar stór verk eins og um
Mörthu Quest, svo skrifar hún
venjulegar skáldsögur eins og
Grasið syngur og hún skrifar
snilldarlegar smásögur", segir
Anna Kristín og við erum allar
sammála um að Lessing sé
afskaplega margbreytilegur
höfundur. Aðalheiður kveðst
hafa týnt síðasta bindi bóka-
flokksins um Mörthu Quest fyrir
tuttugu árum og ennþá sjá eftir
henni. „Við vorum fyrst alltaf
með bækur eftir konur“, segir
Aðalheiður. „Svo kom breyt-
ingatillaga frá frú Aðalheiði í
fyrra um að við prufuðum nú að
taka eina bók eftir karlmann",
segir Anna Kristín og Aðalheið-
ur bætir við: „já, við lásum
Laxness, sjálfa íslandsklukk-
una“. Þær segjast tilbúnar að
gefa karlrithöfundum tækifæri.
Hugleiða lífíð og tilveruna
Ég spyr þær hvort þær séu farnar
að lesa með öðru markmiði en að
allir athugi sömu bókina.
„Það hefur alltaf háð okkur að
við hofum ekki náð í nógu mórg
eintök af sömu bókinni. Við höf-
um verið í nýrri bókum núna og
það er ennþá erfiðara að fá þær“,
segir Anna Kristín. Aðalheiður
segir að oft standi misjafnlega vel
á hjá þeim, stundum séu þær svo
uppteknar við annað að þær
komist ekki yfir að Iesa. „Pá hafa
farið fleiri skipti í sömu bókina
og orðið misvísun, því það eru
ekki allir búnir að lesa og sumir
kannski ekki búnir að sjá bókina.
Þess vegna kom ég með þessa til-
lögu að við færum bara að hug-
leiða lífið og tilveruna og finna út
hvernig hver höfundur vinnur úr
ákveðnu efni“, segir hún. Við
ræðum um stund um gildi þess að
lesa í hóp.
Aðalheiður: „Ég þekkti enga
þessara kvenna þegar ég byrjaði
og þurfti að lemja mig svolítið
áfram. En það þýðir ekkert að
segja, ef ég væri í Reykjavík þá
gæti ég gert þetta eða hitt, og
vera fúll úti í horni. Mér fannst
þetta strax mjög skemmtilegt. Ég
fann að ég var orðin svo forn og
sérviskufull af því að ég hafði
alltaf verið ein með mínar bækur.
Mér fannst svo gaman að finna
hvernig aðrir sáu hlutina. Bókin
dýpkar og maður fær meira út úr
henni.“
„Sumir sjá sama atriðið með
sitt hvoru mótinu og það festist
miklu betur í manni“, segir Anna
Kristín. Aðalheiður segir að þeg-
ar þær lásu Dansinn við Regitze,
hafi hún aldrei komist í samband
við þá bók, en hinar hafi verið
mjög hrifnar af henni. „Mér
fannst mjög gaman að heyra
Önnu Rósu og Helgu útskýra
hana, því þær lifðu sig svo inn .í
hana.“
Par með lendum við út í aðra
sálma og ég fór af fundi þessara
meðvituðu og víðlesnu kvenna
staðráðin í að standa mig betur
við lesturinn eftirleiðis til að hafa
í fullu tré við þær. sþ
Bækur:
að því hvemig aðrir sjá
- leshringur kvenna á Sauðárkróki heimsóttur
Dóra, Helga og
Þórey í heim-
spekilegum
þönkum.
Konurnar í les-
hringnum önn-
um kafnar að I
ræða unglinga-
bókmenntír. A
myndina vantar
Önnu Rósu
Skarphéðins-
dóttur, en hún
var fjarverandi.
Elín, Aðalheið-
ur og Anna
Kristín hugleiða
hvað eigi að taka
fyrir næst.
mið er líklegra að árangur náist,
auk þess sem alltaf er skemmti-
legt að ræða það við aðra sem
verið er að lesa. Það gefur nýja
sýn, því hver og einn sér verkið á
sinn hátt.
Aðallega kvenrithöfundar
- en karlarnir ekki
útilokaðir
Ég króaði þær Aðalheiði B.
Ormsdóttur og Önnu Kristínu
Gunnarsdóttur af og bað þær að
segja frá starfi leshringsins. Aðal-
heiður byrjaði á upphafinu,
haustið 1990.
„Það voru fjórtán konur úr
sveitunum hingað og þangað sem
ætluðu að vera í leshringnum.
Við vorum sex á fyrsta fundinum
og á þeim næstu vorum við bara
tvær eða þrjár. Svona gekk þetta
fyrst. Svo var talað um að hætta,
en við hittumst heima hjá mér í
janúar til að koma lífi í þetta. Þá
var ákveðið að halda áfram og
þetta gekk nú svona heldur
betur. Haustið eftir komu Anna
Kristín og Elín inn og Dóra.“
„Og það hefur verið mjög vel
mætt síðan“, segir Anna Kristín.
Þær hafa oftast lesið allar eina og
sömu bókina, en það er ekki
algilt. „Það hefur líka komið fyrir
að við höfum lesið ákveðinn
höfund, eins og Doris Lessing“,
segir Anna Kristín og Aðalheið-
ur bætir því við að þær hafi líka
Gaman
Við heyrum það stundum að
lestur bóka sé að leggjast af
smám saman. Að sjónvarpið
og myndböndin séu að hertaka
frítíma fólks. Þetta er ef til vill
ekki að ástæðulausu, en sem
betur fer er ennþá nóg af fólki
sem les bækur. Það er líka til í
dæminu að hópur fólks taki sig
saman í svokallaða leshringi og
lesi bækur og ræði þær saman.
Á Sauðárkróki hittist góður
hópur kvenna aðra hverja viku
í leshring. Eg ákvað að líta við
hjá þeim og fræðast nánar um
áhugamálið.
Leshringurinn hefur starfað á
þriðja ár, en var stofnaður sem
hluti Kvennasmiðjunnar í Skaga-
firði. Kvennasmiðjan var stofnuð
19. júní 1990 og leshringurinn
hóf göngu sína þá um haustið.
Aðsetur starfsemi Kvennasmiðj-
unnar var í fyrstu í húsnæði
Kaupfélagsins við Aðalgötu, sem
kallað er Grána í daglegu tali.
Leshringurinn flutti sig síðan yfir
í Villa Nova, og þetta er annar
veturinn sem hann er þar. Starf-
semi Kvennasmiðjunnar hefur að
miklu.leyti lagst niður, en þegar
af stað var farið réði fjölbreytnin
ríkjum. En það er tímafrekt að
taka þátt í félagsstarfi og nútfma-
konan hefur í nógu að snúast.
Upphaflega hluti
Kvennasmiðjunnar
Konurnar sem nú eru í leshringn-
um eru sjö talsins. Það eru ekki
allt sömu konurnar frá upphafi,
sumar hafa hætt og aðrar komið í
staðinn. Þær sem nú eru í hópn-
um eru Aðalheiður B. Ormsdótt-
ir, en hún hefur unnið að ritstörf-
um og starfar jafnframt á Sýslu-
skrifstofunni, Anna Kristín
Gunnarsdóttir og Anna Rósa
Skarphéðinsdóttir sem báðar eru
kennarar, Dóra Þorsteinsdóttir
forstöðumaður Bókasafnsins,
Þórey Jónsdóttir búandkona (að
eigin sögn) í Keflavík, Helga
Hannesdóttir sem vinnur í versl-
un og starfar jafnframt með Leik-
félaginu og Elín Huld Hart-
mannsdóttir hárgreiðslukona.
Allar eiga það sameiginlegt að
hafa lestur góðra bóka að áhuga-
máli. Afþreyingabækur eru þó
ekki bannorð og sumar viður-
kenna mikinn glæpasöguáhuga. í
leshringnum er lesið allt milli
himins og jarðar, stundum lesa
allar sömu bókina og stundum
velja þær sér efni, eitt eða fleiri.
Nú síðast lásu þær unglingabók-
ina Bak við bláu augun eftir Þor-
grím Þráinsson. Þær voru á einu
máli um nauðsyn þess að kynna
sér áhugamál barna og unglinga
og athuga þessa bók, sem er
óhemju vinsæl af vissum aldurs-
hópi eins og aðrar bækur höfund-
ar.
Konurnar í hópnum hittast oft-
ast í Villa Nova, einu af gömlu
húsunum á Sauðárkróki og
afskaplega fallegu. Þar eru málin
rædd yfir kaffibolla eina kvöld-
stund aðra hverja viku. Ég fór á
fund þeirra þegar þær ræddu um
bók Þorgríms. Það er skemmst
frá því að segja að umræðufund-
urinn var afskaplega fjörugur og
skemmtilegur. Þó að bækur skipi
þar meginsess eru málin rædd vítt
og breitt og formlegheitin í
minna lagi. Þetta er fyrst og
fremst andleg upplyfting og hvíld
frá daglegu amstri. Þegar hópur
fólks tekur sig saman um lestur
bóka veitir það aðhald við lestur-
inn. Flestir sem á annað borð
hafa áhuga á bókalestri ætla sér
oft og tíðum að lesa hitt og þetta,
en koma því ekki í verk. Ef fleiri
taka sig saman og setja sér mark-