Dagur - 27.02.1993, Side 21
Laugardagur 27. febrúar 1993 - DAGUR - 21
Perla er týnd!
Bröndótt, smávaxin læöa tapaöist.
Er með rauða hálsól.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma
21718 eftir kl. 12.00 á hádegi.
Námskeið.
Indversk matargerð.
Surekha Datye býöur upp á kynn-
ingu á indverskri matargerð. Þátt-
takendur fá tækifæri til aö elda og
kynnast indverskum réttum undir
leiðsögn hennar.
Kynningin stendur í fjögur skipti.
Verö kr. 2.500 hvert skipti, allur
matur innifalinn.
Áhugasamir vinsamlegast hafið
samband viö S.D., sími 11856.
Skógarlóðir.
í landi Bjarkar í Eyjafjaröarsveit er
til sölu íbúðarlóðir á skipulögöu
svæöi.
Lóðirnar eru þaö stórar aö þær geta
hentað þeim sem hafa áhuga á
skógrækt.
Allar nánari upplýsingar gefur Aöal-
steinn Hallgrímsson í h-síma31189
og v-síma 31339.
Geri upp gömul húsgögn svo sem
kommóður, stóla, borö, kistur,
skenka o.m.fl.
Einnig tek ég aö mér aö leggja
parket.
Upplýsingar í síma 96-24896.
Bókhald - Skattframtöl.
VSK-uppgjör - Launavinnsla.
Rekstrar- og tölvuráðgjöf.
Jónas Reynir Helgason,
iðnrekstrarfræðingur.
Símar 26313 og 41175.
Kenni á Nissan Sunny Sedan 4x4.
Tímar eftir samkomulagi.
Útvega öll náms- og prófgögn.
Greiðslukjör við allra hæfi.
Anna Kristín Hansdóttlr,
ökukennari, sími 23837 og bíla-
sími 985-33440.
Hundeigendur.
Hlýðninámskeið fyrir alla hunda.
Hlýðni I fyrir byrjendur og Hlýðni
fyrir lengra komna.
Hundaskóli Súsönnu,
sími 96-33168.
Reikifélag Norðurlands.
Fundur verður f Barnaskóla Akur-
eyrar, mánud. 1. mars kl. 20.
Allir sem lokið hafa námskeiði í reiki
eru velkomnir.
Stjórnin.
Glerárkirkja.
Laugard. 27. febrúar bænastund og
biblíulestur kl. 13.00.
Sunnud. 28. febrúar barnasamkoma
kl. 11.00. Foreldrar eru hvattir til að
mæta með börnum sínum. Messa
verður kl. 21.00. Ath. breyttan
messutíma.
Sóknarprestur.
Dalvíkurprestakall:
Barnamessa verður í Dalvíkur-
kirkju sunnudaginn 28. febrúar kl.
11.
Guðsþjónusta verður í Tjarnar-
kirkju sunnudaginn 28. febrúar kl.
14. Allir velkomnir.
Sóknarprestur.
Olafsfjarðarprestakall:
Guðsþjónusta verður á Hornbrekku
sunnudaginn 28. febrúar kl. 16.
Athugið breyttan tíma.
Allir velkomnir.
Barnaguðsþjónusta verður í Olafs-
fjarðarkirkju sunnudaginn 28.
febrúar kl. 17.
Jón Helgi Þórarinsson.
Möðruvallaprestakall.
Kvöldguðsþjónusta verður í Glæsi-
bæjarkirkju nk. sunnudag, 28.
febrúar, kl. 21.00. Kór kirkjunnar
syngur. Organisti Birgir Helgason.
Guðsþjónusta í Skjaldarvík kl. 16
sama dag.
Sóknarprestur.
Efst í huga
Svavar Ottesen
HVITASUnmiRKJAM wsmn>shlb
Föstudagur 26. febrúar kl. 20.00
bæn og lofgjörð.
Laugardagur 27. febrúar kl. 21.00
samkoma fyrir ungt fólk.
Sunnudagur 28. febrúar kl. 11.00
barnakirkjan, allir krakkar vel-
komnir. Sama dag kl. 15.30 sam-
koma, ræðumaður Vörður Trausta-
son. Samskot tekin til tækjasjóðs.
Barnapössun meðan á samkomu
stendur.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðisherinn.
Laugard. 27. febr. kl. 13.30: Opið
hús fyrir börn, 6-12 ára.
Sunnud. 28. febr. kl. 11.00: Helgun-
arsamkoma.
Kl. 13.30: Sunnudagaskóli.
Kl. 19.30: Bæn.
Kl. 20.00: Almenn samkoma.
Mánud. 1. mars kl. 16.00: Heimila-
samband.
Kl. 20.30: Hjálparflokkur.
Miðvikud. 3. mars kl. 17.00: Fundur
fyrir 7-12 ára.
Fimmtud. 4. mars kl. 20.30: Biblía
og bæn.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hríseyjarkirkja.
Kirkjukvöld verður á sunnudags-
kvöldið 28. febr. kl. 20.30.
Ræðumaður verður Guðjón Björns-
son og Þorsteinn Pétursson flytur
hugleiðingu og kynnir Gideon-
félagið.
Sólveig Hjálmarsdóttir og kirkjukór
Hríseyjarkirkju munu syngja.
Organisti er Pálína Skúladóttir.
Tekin verða samskot í biblíusjóð
Gideonfélagsins.
Sóknarprestur.
KFUM og KFUK,
Sunnuhlíð.
Sunnudaginn 28. febrúar
bæna- og söngvastund kl.
20.30. Allir velkomnir.
Það vantarmeiri ró
yfir mannfólkið
Þegar ég fór að skrifa þennan pistil og
hugleiða hvað væri efst í huga mínum
þessa dagana, kom í Ijós að það var
ekkert eitt málefni, sem var þar efst á
baugi.
Mér varð hugsað til þeirra hörmulegu
atburða, sem gerðust í Bretlandi á
dögunum er tveggja ára drengur var lim-
lestur og drepinn og sökudólgarnir voru
tveir tíu ára strákar. Þá vakti líka athygli
mína í fréttum, að ástandið víða í
London væri orðið slíkt að fólk þyrði
varla út úr húsi af ótta við að verða fyrir
líkamsmeiðingum af völdum ofbeldis-
sinnaðra utangarðsmanna.
Hér á landi, sérstaklega í Reykjavík,
berast fregnir af látlausum þjófnuðum og
fólk getur varla talist óhult lengur að
kvöldlagi án þess að eiga á hættu að
verða fyrir barðinu á ofbeldismönnum.
Skemmst er að minnast þess að ráðist
var á tvær telpur nýlega á götu í Reykja-
vík.
Það er ekki óeðlilegt að menn á mín-
um aldri fari að hugleiða alvarlega hvað
sé að gerast í okkar mjög svo friðsæla,
íslenska þjóðfélagi. Það er engin spurn-
ing að það þjóðfélag, sem við höfum
skapað á íslandi á undanförnum áratug-
um er mjög ólíkt því, sem ég þekkti þeg-
ar ég var að alast upp. Þó tók það mikl-
um breytingum á stríðsárunum, þegar
hér dvöldu að ég held jafnmargir erlendir
hermenn og allir (slendingar voru. í þá
daga var fátækt mikil, en fólk virtist una
glatt við sitt og ég man ekki betur en
börn og unglingar væru ánægð og yndu
sér vel við leiki og störf.
í dag er þessu öðruvísi farið. Þetta er
allt annað þjóðfélag. Til skamms tíma
hafa allir haft vinnu og það þykir orðið
sjálfsagt í dag að báðir foreldrar vinni úti,
en börnin eru í fóstri ýmist á leikskólum
eða hjá dagmæðrum. Lífsgæðakapp-
hlaupið er í algleymingi og við búum í
svokölluðu neysluþjóðfélagi, en það
þýðir í raun að allir verða að eiga þak yfir
höfuðið, einn til tvo bíla, öll heimilistæki,
húsgögn af ýmsu tagi, ganga í fínum föt-
um o.s.frv.
Þegar ég nú horfi til baka þá verð ég
að viðurkenna að það er eitthvað sem
vantar. Það vantar meiri ró yfir mannfólk-
ið — þessi mikla spenna í þjóðfélaginu
fer illa með fólk, það vantar þolinmæð-
ina. Ungt fólk, sem er að byrja að búa,
getur varla vænst þess að eignast alla
hluti á einu bretti. Þá þarf að taka lán og
þar með er þetta unga fólk búið að binda
sig á klafa til lífstíðar. Ef svo viðvarandi
atvinnuleysi bætist við erfiðleika hjá
fólki, þá er það mín skoðun að við
íslendingar munum eiga í miklum erfið-
leikum á næstunni. Við getum aldrei
sætt okkur við sömu aðstæður og eru í
Bretlandi og víðar að þar er til fólk á fer-
tugsaldri sem aldrei hefur tekið þátt í
verðmætasköpun þjóðfélagsins, en hef-
ur sótt sínar atvinnuleysisbætur mánað-
arlega. Ég óttast slíkt þjóðfélag og vona
að við berum gæfu til að forða okkar
ungmennum frá slíku.
kvöldið
□ HULD 5993317 IV/V 3
I.O.O.F. 15 = 174 3281/2 = O
Fundarboð.
6. félagsfundur Junior
Chamber Akureyri verð-
ur haldinn mánudags-
. mars 1993 nk. kl. 20.00
stundvíslega, í félagsheimili JC
Akureyrar að Eiðsvallagötu 6 n.h.
Fundurinn er opinn öllum sem
áhuga hafa á að kynna sér starfsemi
JC hreyfingarinnar.
Junior Chamber Akureyri.
Konur, konur!
fvlnrxr ”Agl°w“ kristilegt félag
^IUW. kvenna heldur fund á
Hótel KEA, mánudaginn
1. mars kl. 20.00.
Ræðumaður verður Janice Dennis.
Söngur, lofgjörð og fyrirbænaþjón-
usta.
Kaffiveitingar kr. 500.
Allar konur hjartanlega velkomnar.
Stjórn Aglow Akureyri.
fHÍj I u"1 SJÓNARHÆÐ
W HAFNARSTRÆTI 63
Laugardagur 27. feb.: Laugardags-
fundur á Sjónarhæð, Hafnarstræti
63 kl. 13.30. Ástirningar og aðrir
krakkar velkomnir.
Unglingafundur á Sjónarhæð kl. 20.
Allir unglingar velkomnir. (Ástirn-
ingar á unglingsaldri athugið, þetta
er líka fyrir ykkur.)
Sunnudagur 28. feb.: Sunnudaga-
skóli í Lundarskóla kl. 13.30.
Krakkar, reynið að fá fleiri með
ykkur!
Samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Allir
eru hjartanlega velkomnir.
Sigfús Jónsson, Þórunnarstræti 121,
Akureyri, verður sjötugur sunnu-
daginn 28. febrúar.
Hann og kona hans, Elsa Gríms-
dóttir, verða í Reykjavík á afmælis-
daginn.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum
verður háð á þeim sjálfum
sem hér segir:
Austurvegur 4, Þórshöfrt, þingl. eig.
Jón Stefánsson, gerðarbeiðendur
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og
Tryggingastofnun ríkisins, 4. mars
1993 kl. 16.00.
Nónás 6, Raufarhöfn, þingl. eig.
Jóhann H. Þórarinsson, gerðarbeið-
andi íslandsbanki hf., 4. mars 1993
kl. 14.00.
Stórhóll 77, Húsavík, þingl. eig.
Sigurður Helgi lllugason og Guðrún
Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur
Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.-
deild og innheimtumaður ríkissjóðs,
3. mars 1993 kl. 13.30.
Sýslumaðurinn á Húsavík
25. febrúar 1993.
Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
I. Opið hús alla miðvikudaga kl. 15
til 18:
Kaffiveitingar,
fræðsluerindi,
fyrirspurnir og almennar umræður.
Ymsar upplýsingar veittar.
Einkaviðtöl eftir óskum.
II. Símaþjónusta þriðjudaga og
föstudaga kl. 15-17. Sími: 27700.
Allir velkomnir.
Hestamenn!
Látum ekki aka á okkur
í skammdeginu - notum
ENDURSKINSMERKI
HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR
Stofnaö 5 nóv 1928 P O Box 348 - 602 Akurayn