Dagur - 27.02.1993, Side 17
Laugardagur 27. febrúar 1993 - DAGUR - 17
Aldraðir skemmtu sér
í Sjallanum
á konudagfam
Hún var einlæg og rík, gleðin sem
var við völd í Sjallanum á konu-
daginn, sunnudaginn 21. febrúar
sl. Þá hélt Skíðaráð Akureyrar
veglegt kaffisamsæti fyrir eldri
borgara. Skíðaráð hefur mörg
undanfarin ár séð um skemmtun á
konudaginn fyrir Öldrunarþjón-
ustu Akureyrarbæjar við einstak-
lega góðar undirtektir. Rúmlega
200 manns mættu í Sjallann og
skemmti fólk sér vel og lofaði veit-
ingarnar.
Björg Finnbogadóttir, Bella,
var veislustjóri að vanda og fórst
það afskaplega vel úr hendi.
Stefán Vilhjálmsson flutti minni
kvenna, hluti af Kór Glerárkirkju
söng, hópur frá Dalvík sýndi viki-
vaka og hljómsveit Pálma Stefáns-
sonar lék fyrir dansi. Fjörið var
svo mikið að skemmtunin dróst á
langinn því gestina þyrsti í meiri
dans.
Skíðaráð Akureyrar sá um allar
veitingarnar, fólk á vegum ráðsins
bakaði, lagði á borð og var til
aðstoðar á skemmtuninni. Var
bakkelsið allt hið ljúffengasta og
þáttur Skíðaráðs lofsverður að
mati þeirra sem þessa velheppn-
uðu skemmtun sóttu. SS
Bakkelsið frá skíðaráðsfólki var girnilegt enda hafði einn veislugesta á orði að hann hlakkaði
alltaf jafn inikið til konudagsins því þetta væri bestu kræsingar sem hann kæmist í.
Félagar í Kór Glerárkirkju sungu og fór stjórnandinn, Jóhann Baldvinsson, fyrir sínu fólki.
■ ;
v\V\v
Nokkrir eldri borgarar gæða sér á veitingunum
Það var mikið dansað og eins og í dansskólanum í gamla daga dönsuðu konurnar oft saman.
Myndir: Robyn